Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Flöskumóttaka Endurvinnslunnar
greiddi tæplega tvo og hálfan milljarð
í skilagjald vegna drykkjarumbúða til
viðskiptavina sinna eða 2.317.000.000
krónur í fyrra.
„Það er töluverð aukning á milli
ára og ég tel að ein af ástæðunum sé
sú að við á Íslandi erum að færa okk-
ur úr stóru einingunum, tveggja lítra
umbúðunum, yfir í minni umbúðir,“
segir Helgi Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Endurvinnslunnar.
„Menn eru líka að færa sig töluvert
yfir í áldósir,“ segir Helgi og sam-
sinnir því að það geti verið tilkomið
vegna aukinnar orkudrykkjaneyslu
landsmanna.
Helgi bendir einnig á að Íslend-
ingar drekki greinilega meira af
drykkjum í drykkjarumbúðum, gosi,
víni og öðru en áður.
„Bæði er aukning í drykkju og svo
er stóru einingunum að fækka og
þeim litlu að fjölga.“
16 krónur eru greiddar fyrir hverj-
ar drykkjarumbúðir, sama af hvaða
stærð þær eru og hvort sem þær eru
úr áli, gleri eða plasti.
Auðveldara er að koma flokkuðu
plasti, sem og plastflöskum, í endur-
vinnslu en minna flokkuðu plasti. Lít-
ið flokkað plast er gjarnan endur-
unnið í Asíu en Kína bannaði
innflutning á plasti fyrir ári síðan og
umhverfisráðherra Malasíu hefur nú
svipuð áform fyrir land sitt.
„Allar okkar umbúðir eru endur-
unnar vegna þess að þær eru flokk-
aðar. Um leið og þú flokkar plast þá
er það yfirleitt orðið verðmæti. Við
sendum plastið á tvo aðila í Hollandi,“
segir Helgi. ragnhildur@mbl.is
Tæplega tveir og hálfur
milljarður í skilagjöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Drykkjarumbúðir Flöskur flokk-
aðar á færibandi Endurvinnslunnar.
Fleiri umbúðir
af minna tagi
Tvö risastór skemmtiferðaskip lágu samtímis við Skarfabakka í
Sundahöfn í gær. Þau heita MSC Preziosa og Norwegian Getaway
og eru um 285 þúsund brúttótonn samtals. Farþegar og áhafnir eru
nærri 10 þúsund talsins og má því segja að mannfjöldinn í Reykja-
vík hafi aukist um allt að 8% með komu skipanna. Flestir farþeg-
anna tóku þátt í margvíslegum ferðum sem þeim stóðu til boða.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölgaði um nær
8% í borginni
Landsréttur mildaði í gær dóm
Héraðsdóms Reykjaness yfir Þor-
steini Halldórssyni, sem héraðs-
dómur Reykjaness hafði dæmt í sjö
ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferð-
isbrot gegn ungum pilti. Lands-
réttur mildaði þá refsingu hins veg-
ar niður í fimm og hálft ár.
Guðmundur St. Ragnarsson, verj-
andi mannsins, staðfesti þetta í
samtali við mbl.is.
Þorsteinn hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá því um miðjan janúar
í fyrra. Hann var dæmdur fyrir
þrjár nauðganir í héraðsdómi en
Landsréttur taldi hins vegar að að-
eins hefði tekist að sanna eina
nauðgun.
Fyrir héraðsdómi höfðu verið
lagðar fram tvær ákærur gegn Þor-
steini, en í þeirri fyrri var hann
ákærður fyrir brot gegn hegning-
arlögum og barnaverndarlögum og
var sú ákæra í fimm liðum. Var
Þorsteinn sagður hafa tælt dreng
með fíkniefnum, lyfjum, gjöfum,
peningum, tóbaki og farsíma frá
því að drengurinn var 15 ára gam-
all og þar til hann var 17 ára. Þá
var Þorsteinn talinn hafa átt sam-
ræði við drenginn og tekið af hon-
um klámfengnar ljósmyndir og
hreyfimyndir. Einnig braut Þor-
steinn ítrekað gegn nálgunarbanni.
Þorsteinn var einnig ákærður
fyrir að hafa nauðgað drengnum í
fyrra þegar hann var 18 ára, dög-
um saman.
Mildaði dóm fyrir
kynferðisbrot
Aðeins ein nauðgun talin sönnuð
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi
ráðgera að hittast um helgina til að
ræða um framhald þingstarfa, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Fulltrúar þingflokkanna hafa reynt
að kortleggja framhaldið og rætt sín
á milli um hvaða mál eru líklegust til
að verða umdeild og krefjast mikillar
umræðu. Samkvæmt heimildum
voru stjórnarandstöðuflokkarnir
með hugmyndir um að fresta ýmsum
málum sem ríkisstjórnin hefur lagt
áherslu á að ljúka fyrir þinglok. Slík
togstreita er ekki óalgeng þegar
dregur nær því að alþingismenn fari
í sumarfrí.
Hlé var gert á umræðunni um
þriðja orkupakkann í gær og voru
mörg önnur þingmál rædd og af-
greidd, án atkvæðagreiðslu (sjá
fylgifrétt).
Þingfundur hefst á mánudags-
morgun kl. 9.30 og eru þá 46 mál á
dagskrá sem birt var á vef Alþingis í
gærkvöld. Fundurinn hefst á óund-
irbúnum fyrirspurnartíma sam-
kvæmt venju á mánudegi. Síðan
verða atkvæðagreiðslur um málin 13
sem afgreidd voru í gær.
Breyting á þingsályktun um fjár-
málastefnu 2018-2022 er á dagskrá
þingsins á mánudag og er stefnt að
því að fyrri umræða um hana fari þá
fram, verði það leyft eins og segir í
auglýstri dagskrá. Heimildarmenn
kunnugir þingstörfum voru sammála
um að það mikilvæga mál þyrfti að fá
umræðu og verða afgreitt til fjár-
laganefndar sem fyrst svo hægt væri
að afla um það umsagna, meðal ann-
ars frá fjármálaráði.
Þriðji orkupakkinn er einnig á
dagskrá á mánudag auk margra ann-
arra mála. Sem kunnugt er hafa Mið-
flokksmenn rætt það mál í meira en
100 klukkustundir og meðal annars á
löngum næturfundum. Stjórnarliðar
segja að málþóf Miðflokksins seinki
þingstörfum en Miðflokksmaður
sem rætt var við mótmælti því og
benti á að þingið gæti væntanlega
ekki farið í frí fyrr en búið væri að af-
greiða t.d. þingsályktunartillöguna
um breytta fjármálastefnu sem lögð
var fram í vikunni.
Formenn flokka ræða þingstörfin
Formennirnir funda um helgina Hlé á orkupakkaumræðu í gær Mörg mál
voru afgreidd Endurskoðun fjármálastefnu er á dagskrá Alþingis á mánudag
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Hlé var gert á orkupakkaumræðu í gær og voru 13 mál afgreidd.
Annadagur var á Alþingi í gær.
Þingfundur hófst klukkan 9.30
og lauk honum klukkan 19.37.
Á dagskrá voru 35 mál, auk
liða utan dagskrár, og lauk um-
ræðu um 13 mál í gær. Þeirra á
meðal var síðari umræða um
heilbrigðisstefnu til ársins
2030, framhald 2. umræðu um
umferðarlög, síðari umræða um
lögfestingu samnings Samein-
uðu þjóðanna um réttindi fatl-
aðs fólks, 2. umræða um rétt
barna sem aðstandenda og 2.
umræða um sjúkratryggingar.
Atkvæðagreiðslum var frest-
að og fara þær fram á mánudag
samkvæmt dagskrá.
Þrettán mál
afgreidd
ANNIR Á ALÞINGI