Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 6

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 sp ör eh f. Fararstjóri: Eyrún Ingadóttir Suður-Kórea býður gestum sínum upp á framúrskarandi úrval upplifana! Blanda af ævagamalli menningu og nútímavæddu hátæknisamfélagi, stórbrotinni náttúru og einstakri gestrisni þjóðar sem á sér 5000 ára sögu. Við heimsækjum Seúl þar sem við skoðum Gyeongbokgung höllina og kóreska þorpið Bukchon Hanok sem á sér um 600 ára sögu. Þá verður farið til borgarinnar Gyeongju á suðausturströndinni sem oft er nefnd safnið án veggja. 6. - 19. október Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 3. júní kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Suður-Kórea „Keppnisbrautin lítur út fyrir að verða nokkuð krefjandi. Eigi að síður er tilhlökkunarefni að taka þátt í mótinu þar sem við Íslend- ingarnir keppum við þá bestu í greininni,“ segir Melkorka Árný Kvaran. Hún er í hópi átta Íslend- inga sem nú í vikunni fara til Portúgals og taka þátt í heims- meistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer 8. júní í Miranda do Corvo í Portúgal. Mótið er haldið af samtökum utanvegahlaupara (ITRA) samtökum ofurhlaupara (IAU) og alþjóðlega frjálsíþrótta- sambandinu (IAAF). Iðkendum fjölgar Utanvegahlaup eru hvarvetna í mikilli sókn og iðkendum fjölgar, ekki síst á Íslandi. „Árangur und- anfarin ár sýnir að Íslendingar hafa á að skipa mjög öflugum hlaupurum sem geta veitt þeim allra bestu í heimi verðuga keppni. Þetta er íþrótt sem hentar mér af- ar vel. Mér finnst frábært að vera úti í náttúrunni, ekki síst á fal- legum vordögum eins og núna. Svona hlaup eru frábær hugleiðsla og núvitund,“ segir Melkorka. Keppnin í Portúgal er bæði ein- staklings- og landsliðskeppni; þátt- takendur verða um 450 og frá 55 þjóðum. Keppendur Íslands eru Ingvar Hjartarson, Sigurjón Ernir Sturluson, Þorbergur Ingi Jónsson, Örvar Steingrímsson og í kvenna- flokki Anna Berglind Pálmadóttir, Melkorka Árný Kvaran, Rannveig Oddsdóttir og Þórdís Jóna Hrafn- kelsdóttir. Liðsstjóri verður Frið- leifur Friðleifsson. Hlauparar í landsliðið eru valdir út frá al- þjóðlegu stigakerfi ITRA en árang- ur þeirra í hinum ýmsu ut- anvegahlaupum á undanförnum árum ákvarðar stigafjölda hvers og eins. Þeir hlauparar sem hafa flest stigin mynda landsliðið hverju sinni. Hlaupið í Portúgal er 44 kíló- metra langt með 2.200 metra hækkun. Á Hvannadalshnúk „Þetta er eins og að hlaupa af jafnsléttu á Hvannadalshnúk, en það eru um 2.100 metrar. Við þess- ar brekkur bætist að leiðin er tæknilega erfið. Þá má reikna með að hitastigið verði að minnsta kosti tuttugu gráður en íslensku hlaup- ararnir eru tilbúnir og við mörg vön krefjandi aðstæðum,“ segir Melkora sem hefur æft fyrir keppni þessa síðan í janúar sl. Hún telur að konur ættu að komast í gegnum keppnisbrautina á fimm til sex klukkustundum en karlarnir þurfi væntanlega klukkutímanum minna. sbs@mbl.is Krefjandi keppnisbraut Hlauparar Sigurjón Ernir Sturluson, Friðleifur Friðleifsson liðsstjóri, Mel- korka Árný Kvaran, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Örvar Steingrímsson.  Stefna á heims- meistaramót í ut- anvegahlaupum Vestmannaeyjar hafa stundum verið nefndar „Kaprí norðursins“ með vís- an í sjávarhellana þar sem vinsælt er að heimsækja í skoðunarferðum. Náttúrufegurð er mikil í Vest- mannaeyjum og þegar Einar Bene- diktsson, skáld og sýslumaður, horfði út í Eyjar orti hann: Sem safírar greyptir í silfurhring um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring. Gervitungl átti leið yfir landið í heiðríkjunni í fyrradag og tók með- fylgjandi mynd af Vestmannaeyjum og suðurströndinni. Greinilega sést hvar Markarfljót streymir út í Atl- antshafið og leggur framburðinn úr fljótinu vestur með landinu þar sem Landeyjahöfn er. Eins og áður hefur komið fram hafa ýmsir talið að fram- burður fljótsins eigi að hluta sök á sandburði í höfnina. 200.000 rúmmetrar af sandi Björgun hefur fjarlægt tæplega 200.000 rúmmetra af sandi úr Land- eyjahöfn og af rifinu þar fyrir fram- an frá því að vordýpkun hófst í byrj- un mars, að sögn Lárusar Dags Pálssonar, framkvæmdastjóra. Það samsvarar farmi rúmlega 13.000 malarflutningabíla sem flytja 15 m3 í ferð. Lárus sagði að dýpkunin væri nú á lokametrunum. Gerð var dýpt- armæling fyrir viku síðan og hefur verið unnið eftir henni undanfarið. Nánast eingöngu er eftir að dýpka innan hafnarinnar. Dísa var við dýpkun í gær en þurfti að hætta vegna þess að veðrið versnaði svo ekki var næði til að vinna. Áhöfnin fær frí um sjómannadagshelgina eins og aðrir sjómenn og því verður gert hlé á dýpkunarstörfum. Lárus sagði að sterkir straumar lægju oft á tíðum með landinu við hafnarmynnið og það gerði dýpk- unina erfið. „Straumurinn getur ver- ið gríðarlega öflugur. Þetta eru eng- ar venjulegar aðstæður,“ sagði Lárus. „Starfsmenn Björgunar hafa staðið sig frábærlega, oft við mjög erfiðar aðstæður nú í vor.“ Ófært var í Landeyjahöfn síðdegis í gær og varð Herjólfur að snúa frá höfninni. Ferð Herjólfs frá Vest- mannaeyjum klukkan 19.30 var frestað og síðan felld niður vegna ölduhæðar. gudni@mbl.isGervihnattamynd/Eldfjallafræði „Safírar greyptir í silfurhring“  Tæplega 200.000 m3 dælt í vor Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Talsverð hreyfing hefur orðið á starfsfólki fjármálastofnana síð- ustu misserin. Fimm manns var sagt upp hjá Borgun um síðustu mánaðamót, að sögn Sæmundar Sæmundssonar, forstjóra fyrir- tækisins. „Við erum að bregðast við breyttum rekstrarforsendum. Við fórum í aðgerðir í byrjun árs af svipuðum toga og það er hækkandi kostnaður og meiri samkeppni sem skýrir þetta.“ Fólki var sagt upp þvert á mis- munandi svið fyrirtækisins. Borg- un, eins og fleiri fyrirtæki á fjár- málamarkaði, hélt að sér höndum í ráðningum fyrir sumarið þó ein- hverjir sumarstarfsmenn hafi ver- ið fengnir til starfa. Stöðugildum fækkar um 76 Níu manns var sagt upp í Arion banka í síðustu viku og 16 manns hjá Íslandsbanka. Í Landsbankanum hafa engar stórar uppsagnir verið fram- kvæmdar síðastliðinn mánuð, sam- kvæmt upplýsingum frá bankan- um. Þó hefur stöðugildum hjá samstæðu Landsbankans fækkað um 76 frá lokum marsmánaðar síð- asta árs. Einnig þykir minni þörf á að ráða inn fólk til sumarafleys- inga nú en áður, samkvæmt upp- lýsingum frá bankanum og er það í samræmi við hagræðingu í banka- kerfinu. Í Kviku banka hafa engar stórar uppsagnir verið á síðustu miss- erum og segir forstjóri Kviku, Marinó Örn Tryggvason, að bank- inn finni ekki fyrir þrengingum. „Eins og sést í uppgjörinu okkar þá gengur reksturinn vel. Við skil- uðum bestu afkomu sem við höfum skilað í fyrsta ársfjórðungi.“ Krónutöluhækkun hjá SSF Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, SSF, sagði í viðtali við mbl.is í vikunni að fólk sem starfaði í fjármálageir- anum óttaðist uppsagnir. „Fólk hefur miklar áhyggjur og það er ekkert leyndarmál að sumir okkar félagsmanna segja að þeir taki mjög vel til á borðinu sínu fyrir hver mánaðamót vegna þess að þeir vita ekki hver er næstur. Það er hræðileg staða,“ sagði Friðbert. SSF og Samtök atvinnulífsins skrifuðu í gær undir nýjan kjara- samning. Í þeim felst m.a. krónu- töluhækkun launa, orlofs- og des- emberuppbótar. Tugir missa vinnuna á fjármálamarkaði  Borgun sagði fimm manns upp  Þrjátíu uppsagnir í liðnum mánuði  Fækkun hjá Landsbanka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.