Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
emmessis.is
60 ára Valdís ólst upp í
Vesturbænum í Reykja-
vík en býr í Kópavogi,
og er nýflutt heim eftir
níu ára búsetu erlend-
is. Hún er hjúkrunar-
fræðingur að mennt og
starfar á Eir – endur-
hæfingardeild.
Maki: Hafliði Nielsen Skúlason, f. 1958,
félagsfræðingur.
Börn: Ásdís Rósa, f. 1991, og Mímir, f.
1993.Barnabörn: Hjörtur Benjamín, f.
2015, og Mímir Hrafn, f. 2018, Hjartar-
synir.
Foreldrar: Kristján Jónasson, f. 1937, d.
2011, gjaldkeri í Stálsmiðjunni, og Rósa
Þorsteinsdóttir, f. 1939, d. 1971, hús-
móðir. Þau voru búsett í Reykjavík.
Valdís Kristjánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur tilhneigingu til þess að
hafa of miklar áhyggjur. Að sjálfsögðu átt
þú ekki að taka vinnuna með þér heim.
Komdu yfirmönnum þínum í skilning um
það.
20. apríl - 20. maí
Naut Allt hefur sinn stað og stund og nú
þarftu ekki annað en grípa tækifærið þeg-
ar það gefst. Vertu á varðbergi því ekki eru
allir viðhlæjendur vinir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki bregðast illa við, þótt sam-
starfsmenn þínir hafi uppi efasemdir um
verklag þitt. Láttu stundargróða ekki villa
þér sýn, heldur leitaðu ráða þar sem þau
eru gefin á faglegum grunni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Haft er á orði að kossar út í loftið
séu sóun, en það er ekki rétt því þeir lenda
alltaf einhvers staðar. Ástalífið blómstrar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk er jákvætt gagnvart þér og þú
sýnir því vináttu á móti. Reyndu að standa
meira á eigin fótum en þú hefur gert hing-
að til.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst einhvern veginn eins og
þú náir ekki til fólks og ættir því að endur-
skoða með hvaða hætti þú talar til þess.
Sýndu ástvinum hvers þú ert megnug/ur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Leggðu sérstaklega mikið á þig í verk-
efnum sem tengjast heimilinu í dag. Ham-
ingjan eltir þig á röndum og þú færð lík-
lega einhvern vinning fljótlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Veltu því vandlega fyrir þér
hvort nú sé rétti tíminn til að skipta um
starfsvettvang. Vinur er sá er til vamms
segir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Peningavandræði og ágrein-
ingur við ástvin koma hugsanlega upp í
dag. Reyndu að ferðast og eiga samskipti
við fólk frá öðrum heimshlutum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú nærð hæfileika þínum upp á
æðra svið. Einhver sendir þér skilaboð
sem þú veist ekki hvernig þú átt að svara.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þegar þú getur ekki gert allt og
verður að velja, verður það ekki erfitt..
Fjármál þín standa vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í hönd fer tímabil mannfagnaða.
Gakktu samt hægt um gleðinnar dyr, sem
þér hættir til að gleyma í öllu fjörinu.
Fjölskylda
Eiginkona Ingólfs er Erna Fríða
Berg, f. 2.9. 1938, fyrrverandi skrif-
stofustjóri á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Sigurrós
Sveinsdóttir, f. 13.9. 1897, d. 13.5.
1991, formaður Verkakvennafélags-
ins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, og
meistarabréf fyrir Sýslumanninn og
Lögreglustjórann í Reykjavík, eða
þar til hann varð 88 ára.
Ingólfur hefur fylgst vel með
tækniþróun og er í daglegum tölvu-
samskiptum við vini og ættingja
víða um heim, auk þess sem hann
hannar og prentar tækifæriskort
fyrir vini og fjölskyldu.
I
ngólfur Páll Steinsson fædd-
ist 1. júní 1924 í Vest-
mannaeyjum en ólst upp í
Reykjavík frá 5 ára aldri.
Hann var yngstur tíu
systkina.
Ingólfur lauk prófi frá Iðnskól-
anum í Reykjavík og sveinsprófi í
prentiðn við Félagsprentsmiðjuna
1944 þar sem hann lærði meðal ann-
ars setningu í blý. Hann stundaði
framhaldsnám í prentiðn við Uni-
versity of Kansas 1947 og vann þar
við útgáfu skólablaðsins. Ingólfur
öðlaðist meistararéttindi í prent-
setningu 1953.
Á yngri árum keppti Ingólfur í
frjálsum íþróttum, knattspyrnu,
handbolta og körfubolta. Hann sat í
stjórn ÍR um skeið og var formaður
frjálsíþróttadeildar ÍR. Ingólfur var
fréttaritari Vísis á EM 1946. Hann
var stofnandi Körfuboltadeildar ÍR
1949 og fyrsti formaður. Ingólfur
sat í stjórn Frjálsíþróttasambands
Íslands og Íþróttaráðs Reykjavíkur,
í undirbúningsnefnd fyrstu lands-
keppni í frjálsum íþróttum hér á
landi 1948 gegn Noregi, og var
fararstjóri frjálsíþróttamanna til
Skotlands og Írlands 1949, til
Brussel og Óslóar 1950 og til
Berlínar og Kaupmannahafnar
1951. Ingólfur var fulltrúi Íslands á
þingi Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins í Brussel 1950. Ingólf-
ur er í dag í Félagi íþróttavina á
Íslandi. Hann sat í fyrstu stjórn
Íslendingafélagsins í Washington
DC og í stjórn Íslensk-ameríska
félagsins.
Ingólfur starfaði í Bandaríkj-
unum á árunum 1961-1974. Hann
var verkstjóri í prentsetningu við
dagblaðið Washington Post og síðar
yfirmaður grafík- og prenthönn-
unardeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (IMF) í Washington D.C. Meðan
á dvölinni í Bandaríkjunum stóð
sótti hann fjölda námskeiða í prent-
iðn, auglýsingagerð og stjórnun.
Eftir heimkomu til Íslands var
Ingólfur framkvæmdastjóri Alþýðu-
blaðsins til 1976, auglýsingastjóri
hjá DB til 1981 og auglýsingastjóri
hjá DV til 1994. Ingólfur lærði
skrautskrift og útbjó lengi vel
Björn Jóhannesson f. 28.3. 1895, d.
22.11. 1964, hafnargjaldkeri í Hafn-
arfirði og forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar. Fyrri eiginkona
Ingólfs er Sólveig Pálmadóttir, f.
25.2. 1929, fyrrverandi skrifstofu-
stjóri á geðdeild Landspítala.
Börn Ingólfs: 1) Dóttir Ingólfs og
Jóhönnu Magnúsdóttur, f. 20.7.
1927, d. 7.2. 2013, er Þórunn, f. 27.8.
1947, framkvæmdastjóri Íslands-
funda ehf. Börn Ingólfs með Sól-
veigu eru tvö: 2) Kristín, f.
14.2.1954, lyfjafræðingur og fyrr-
verandi rektor HÍ, gift Einari Sig-
urðssyni f. 30.6. 1955, fram-
kvæmdastjóra. 3) Pálmi f. 28.10.
1958, fyrrverandi deildarstjóri Upp-
lýsingatækni- og samskiptadeildar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF),
búsettur í Prag.
Börn Ernu Fríðu frá fyrra hjóna-
bandi með Sverri Bjarnasyni, f.
15.1. 1933, d. 13.9. 2013 eru 1) Sig-
urrós, f. 15.11. 1957, fyrirtækja-
fulltrúi hjá Íslandsbanka, gift Sig-
urjóni Inga Ingólfssyni, f. 7.6. 1956,
skrifstofu- og innheimtustjóra hjá
HS Veitum, búsett í Vestmanna-
eyjum. 2) Lillý Halldóra, f. 28.2.
1960, iðjuþjálfi á Grensásdeild
Landspítalans, búsett í Hafnarfirði.
3) Björn Bragi, f. 22.4. 1967, starfs-
maður Ísal, búsettur í Hafnarfirði.
Barnabörn Ingólfs eru fjögur.
Börn Þórunnar og Stefáns Bergs-
sonar, f. 8.3. 1947, löggilts endur-
skoðanda eru: 1) Stefán Þór, f. 24.3.
1969, framkvæmdastjóri Central
Pay ehf. Maki hans er Jenný Guð-
mundsdóttir, f. 27.9. 1973, bókari og
eiga þau dótturina Karenu Lind, f.
25.12. 2006. Sonur Stefáns Þórs og
Þórunnar Marínósdóttur, f. 13.11.
1972 er Gabríel Þór, f. 4.1. 2000 og
dóttir Jennýjar og Ragnars H. Guð-
mundssonar, f. 28.10. 1969 er Anna
Lára, f. 17.9. 2000. 2) Margrét f.
16.3. 1973, markaðs- og vefstjóri.
Börn Margrétar og Úlfars Haralds-
sonar, f. 22.11. 1969 eru Þórunn
Birna, f. 29.3. 1999, Berglind Hrönn,
f. 4.8. 2005 og Fanney, f. 9.2. 2007.
Dætur Kristínar og Einars eru: 1)
Hildur, f. 20.11. 1982, rafmagns-
verkfræðingur og framkvæmda-
stjóri hjá Össuri hf. Maki hennar er
Ingólfur P. Steinsson, prentari og fyrrverandi auglýsingastjóri – 95 ára
Hjónin Erna Fríða Berg og Ingólfur P. Steinsson um jól fyrir um tíu árum.
Fylgist vel með og er enn að prenta
Morgunblaðið/RAX
Vel tengdur Ingólfur er í daglegum tölvupóstsamskiptum við vini og ættingja.
50 ára Kristófer er úr
Breiðholtinu en býr í
Kópavogi. Hann er
Cand.oecon í við-
skiptafræði frá Há-
skóla Íslands og er
löggiltur endurskoð-
andi. Hann vinnur hjá
KPMG sem endurskoðandi.
Maki: Erla Kristín Helgadóttir, f. 1974,
Cand.oecon. í viðskiptafræði frá HÍ.
Börn: Sindri Snær, f. 2003, Anna
Sigríður, f. 2007, og Kristófer Máni, f.
2014.
Foreldrar: Ómar Arason, f. 1944, fyrr-
verandi flugstjóri hjá Icelandair, og Anna
Sigríður Kristófersdóttir, f. 1946, fyrrver-
andi bankastarfsmaður hjá Íslands-
banka. Þau eru búsett í Reykjavík.
Kristófer Ómarsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Gunnbjörn Ernir
Atlas Arnarson fæddist föstu-
daginn 1. júní 2018 í Reykjavík
og á því eins árs afmæli í dag.
Hann vó 3.774 grömm og var 51
cm langur. Foreldrar hans eru
Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir
og Örn Elvar Arnarson.
Nýr borgari