Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Einstaklega vel hannaðar íbúðir með yfirbyggðum þaksvölum sem
eykur notagildi og nýtur sólar frá morgni til sólarlags að kvöldi.
Tvö baðherbergi eru í öllum íbúðum og allar þriggja herbergja
með mismunandi skipulagi.
Sérstæði í lokaðri bílageymslu með rafhleðslustöð.
GRANDAVEGUR 42 A, B OG C
F A S T E I G N A S A L A N
MIKLABORG
Segir báða tapa á tollum
Forseti Mexíkó mótmælir fyrirhugaðri tollahækkun Bandaríkjastjórnar
framt á að ríki sitt væri um þessar
mundir helsta viðskiptaþjóð Banda-
ríkjanna, og að því myndu tollarnir
einnig hafa neikvæð áhrif á banda-
rískt efnahagslíf. Sagðist hann jafn-
framt ætla að krefjast þess að við-
ræður yrðu hafnar á milli ríkjanna
vegna málsins, en utanríkisráðherra
Mexíkó hélt þegar í stað til Wash-
ington ásamt sendinefnd til þess að
bregðast við tollunum.
Snýst einnig um vímuefni
Trump svaraði Obrador fullum
hálsi á Twitter. Í máli hans kom fram
að hann teldi tollunum einnig beint
að flæði vímuefna yfir landamærin,
og sagði Trump að um 90% af þeim
fíkniefnum sem flutt væru til Banda-
ríkjanna kæmu að sunnan.
Viðbrögð á Bandaríkjaþingi við yf-
irlýsingum forsetans voru blendin.
Repúblikaninn Chuck Grassly, sem
er formaður fjárlaganefndar öld-
ungadeildarinnar, varaði við því að
tollarnir gætu stefnt nýjum fríversl-
unarsamningi milli Mexíkó, Banda-
ríkjanna og Kanada í hættu. Obra-
dor sagði þó að land sitt hygðist
staðfesta samkomulagið.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Andres Manuel Lopez Obrador, for-
seti Mexíkó, gagnrýndi Donald
Trump Bandaríkjaforseta og ríkis-
stjórn hans harðlega í gær, eftir að
Trump hafði tilkynnt á fimmtudags-
kvöld að hann hygðist leggja á tolla,
sem næmu allt að 25% á allar vörur
frá Mexíkó. Sagði Trump meðal ann-
ars á samfélagsmiðlinum Twitter að
Mexíkóar hefðu haft of mikinn
ávinning af viðskiptum sínum við
Bandaríkin um áratugaskeið og að
tollarnir myndu vera í gildi þar til
búið væri að laga það vandamál sem
fælist í straumi ólöglegra innflytj-
enda yfir landamæri ríkjanna.
Þá gerði Trump ráð fyrir að toll-
arnir tækju gildi 10. júní næstkom-
andi, og vera þá 5% á allar vörur frá
Mexíkó. Svo færu þeir stighækkandi
um 5% á mánuði alveg fram til októ-
bermánaðar þegar tollarnir væru
orðnir 25%.
Lopez Obrador tók illa í þau
áform, enda fer um 80% af öllum út-
flutningi Mexíkóríkis norður til
Bandaríkjanna. Benti hann jafn-
Þúsundir Írana tóku þátt í fjölda-
göngum víðsvegar um Íran í gær
gegn friðartillögum Bandaríkja-
stjórnar í átökunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, en þá var síðasti föstudag-
urinn í ramadan, helgimánuði
múslima. Héldu mótmælendur á
skiltum þar sem Jerúsalem var sögð
höfuðborg Palestínu um aldur og ævi,
auk þess sem fánar Ísraelsríkis og
Bandaríkjanna voru brenndir.
Sú hefð að tileinka síðasta föstudag
ramadan-mánaðar Palestínumönnum
og Jerúsalemborg hófst í tíð Kho-
meinis erkiklerks, og hefur verið
haldið áfram af valdhöfum í Íran síð-
an.
Hassan Rouhani, forseti Írans,
sagði í ræðu sinni í höfuðborginni Te-
heran að friðartillögur Bandaríkj-
anna, sem Donald Trump hefur kallað
„samning aldarinnar“ yrði áreiðan-
lega „gjaldþrot aldarinnar“.
Tillögunum hafnað óséðum
Jared Kushner, tengdasonur og
ráðgjafi Trumps, er sagður eiga heið-
urinn af tillögunum, en hann er nú á
ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess
að kynna þær nokkrum þjóðarleið-
togum á svæðinu. Gert er ráð fyrir að
tillögurnar verði opinberaðar í heild
sinni á sérstakri ráðstefnu í Bahrain
sem haldin verður dagana 25.-26. júní
næstkomandi. Utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna staðfesti í gær að
staðið yrði við þá dagsetningu, þrátt
fyrir að Benjamín Netanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels, hefði boðað til
þingkosninga í fyrradag.
Palestínumenn hafa þegar hafnað
tillögunum, þar sem þeir segja fram-
göngu Trumps á forsetastóli hafa
sýnt að hann dragi taum Ísraela um
of, en palestínska heimastjórnin sleit
öllum samskiptum við Bandaríkin eft-
ir að Trump viðurkenndi Jerúsalem
sem höfuðborg Ísraelsríkis.
Mótmæltu tillög-
unum á götum úti
Kosningar hafi engin áhrif á ferlið
AFP
Mótmæli Íranskir mótmælendur
tröðkuðu á fánum vestrænna ríkja.
Suðurkóreska
dagblaðið Chosun
Ilbo hélt því fram
í gær að Kim
Jong-un, einræð-
isherra Norður-
Kóreu hefði látið
taka Kim Hyok
Chol, aðalsamn-
ingamann sinn í
kjarnorkudeil-
unni við Banda-
ríkin, af lífi ásamt fjórum öðrum
samningamönnum eftir að leiðtoga-
fundurinn með Donald Trump
Bandaríkjaforseta, sem haldinn var í
Hanoi í febrúar síðastliðnum, fór út
um þúfur
Sagði í frásögn blaðsins, sem
byggðist á nafnlausum heimildar-
manni, að Kim Hyok Chol hefði ver-
ið tekinn af lífi af aftökusveit fyrir að
hafa „svikið leiðtoga sinn“ í aðdrag-
anda fundarins.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að Banda-
ríkjastjórn væri að reyna að stað-
festa að frásögn blaðsins væri rétt,
en að ekkert meira væri vitað um
málið að svo stöddu. Stjórnvöld í
Suður-Kóreu neituðu að tjá sig um
frétt blaðsins.
Send í fangabúðir
Þá var þýðandi Kim Jong-un, Shin
Hye Yong, sögð hafa verið send í
fangabúðir fyrir að hafa gert mistök
á fundinum með Trump, sem hafi
orðið til þess að Bandaríkjaforseti
ákvað að slíta fundinum án sam-
komulags.
Sérfræðingar í málefnum Norður-
Kóreu bentu hins vegar á að suð-
urkóreska pressan hefur áður greint
frá því þegar háttsettir embætt-
ismenn í Norður-Kóreu hafi verið
teknir af lífi fyrir misgjörðir sínar,
en þær frásagnir hafa ekki alltaf
reynst réttar. Það þykir þó grun-
samlegt að Chol hefur ekki sést á al-
mannafæri frá því að leiðtogafund-
inum lauk.
Sagðir hafa
verið tekn-
ir af lífi
Kim
Jong-un
Samningamenn
hafa ekki sést
Mótmælendur gengu um götur Algeirsborgar í
gær með stóra fána og kröfðust þess að forseta-
kosningum landsins, sem eiga að vera í júlí, yrði
frestað þar til núverandi ráðamenn hefðu farið
frá. Tveir mánuðir eru liðnir síðan Abdelaziz
Bouteflika, hinn aldurhnigni forseti landsins,
sagði af sér vegna mótmæla, en aðstandendur
mótmælanna segja að helstu samverkamenn for-
setans verði einnig að víkja.
Halda uppi þrýstingi á alsírsk stjórnvöld
AFP