Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 38
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Pascal Siakam frá Kamerún átti
stórleik með Toronto Raptors í fyrri-
nótt þegar Kanadaliðið vann meistara
Golden State Warriors, 118:109, á
heimavelli í fyrsta úrslitaleik liðanna
um NBA-meistaratitilinn í körfuknatt-
leik. Siakam skoraði 32 stig og
skyggði á stjörnur meistaranna en hjá
þeim var Stephen Curry atkvæða-
mestur með 34 stig. Liðin mætast aft-
ur í Toronto annað kvöld, á miðnætti
að íslenskum tíma.
Ítalinn Antonio Conte hefur verið
ráðinn knattspyrnustjóri Inter Mílanó í
stað Luciano Spalletti sem var rekinn
í vor. Conte stýrði síðast Chelsea í tvö
ár en var sagt upp þar fyrir ári. Hann
var áður með ítalska landsliðið í tvö ár
og með Juventus í þrjú ár þar á undan.
Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvins-
dóttir er í 7.-13. sæti fyrir lokahring-
inn á Lavaux Ladies-mótinu á LET Ac-
cess-mótaröðinni í golfi sem leikinn er
í Sviss í dag. Guðrún Brá, sem er Ís-
landsmeistari í golfi, lék þriðja
hringinn á pari í gær og
var nokkuð stöðug,
fékk þrjá skolla og
þrjá fugla en ann-
ars pör og er sam-
anlagt á
einu höggi und-
ir pari. Hún er
fimm höggum
frá hinni spænsku Mar-
iu Beautell sem er ein í
toppsætinu á sex högg-
um undir pari.
Eitt
ogannað
vildum þetta greinilega miklu meira.
Við vorum vel undirbúnir og með
hjartað á réttum stað.“
Ágúst Elí varð fyrir meiðslum
seint í fjórða leiknum en þau reynd-
ust þó ekki alvarleg. „Ég var að
hlaupa inn á völlinn til að komast í
markið. Hornamaður í þeirra liði
stoppaði til að hindra leið mína í
markið. Ég tók ekki eftir því og hljóp
því blint á hann og fékk olnbogann á
honum í rifbeinið. Ég missti því af
síðustu mínútunum í venjulegum
leiktíma,“ sagði Ágúst en fjórða leik-
inn vann Sävehof eftir framlengingu.
Ágúst sagði rifbeinið hafa sloppið og
hann fann einungis fyrir eymslum í
oddaleiknum.
7. sæti í deildakeppninni
Sigur Sävehof kom mörgum á
óvart þar sem liðið hafnaði í 7. sæti í
deildakeppninni. Sú niðurstaða gaf
þó ekki heilsteypta mynd af getu liðs-
ins sem ekki fann taktinn vegna ým-
issa skakkafalla.
„Við vorum í rauninni að glíma við
meiðsli alla deildakeppnina og spil-
uðum þar af leiðandi ekki eins vel og
við áttum að geta gert. Deildin er
mjög jöfn og getumunurinn ekki
mjög mikill á milli liðanna. Við fund-
um ekki taktinn og í lok deildakeppn-
innar voru erfiðir leikir gegn góðum
liðum sem unnu okkur sanngjarnt. Í
úrslitakeppninni byrjar hins vegar
ný keppni og þá voru fá forföll hjá
okkur. Þá kviknaði glóð í mönnum og
liðið spilaði betri og harðari vörn. Þá
kom markvarslan með og auðveldu
mörkin. Við vorum góðir að læra inn
á andstæðingana og það hjálpaði mér
mikið. Í svona rimmum skiptir miklu
máli að lesa andstæðinginn,“ sagði
Ágúst Elí Björgvinsson við Morg-
unblaðið.
Geðshræring
í klukkutíma
í klefanum
Ágúst Elí og samherjar hans í
Sävehof hrukku í gang á réttum tíma
Ljósmynd/Sävehof
Meistarinn Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson með bikarinn eftir sigur
Sävehof á Alingsås í oddaleik liðanna í fyrradag.
SVÍÞJÓÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hafnfirðingurinn Ágúst Elí Björg-
vinsson varð á fimmtudagskvöldið
sænskur meistari í handknattleik
með Sävehof á sínu fyrsta tímabili
sem atvinnumaður. Sävehof tók á
móti bikarnum eftir fimm leikja úr-
slitarimmu við Alingsås sem hafði
komið geysilega á óvart með því að
slá út fráfarandi meistara í Kristians-
tad 3:0.
„Stemningin var sjúk í gærkvöldi
og æðislegt að upplifa þetta. Ég var í
geðshræringu í búningsklefanum í
klukkutíma á eftir,“ sagði Ágúst þeg-
ar Morgunblaðið hafði uppi á honum í
síma í gær. Hann var þá staddur fyr-
ir utan hina þekktu dómkirkju í Köln.
Þangað flaug Ágúst í gærmorgun til
að horfa á úrslitahelgina í Meist-
aradeildinni.
Staða Sävehof var ekkert sérstök
eftir þrjá leiki í rimmunni því þá var
Alingsås 2:1 yfir en Sävehof tókst að
vinna síðustu tvo leikina og oddaleik-
inn á útivelli.
Fínpússað á ögurstundu
„Við vorum góðir í leikjunum í úr-
slitunum og mér fannst við hafa yf-
irhöndina. Í tapleikjunum tveimur
gerðum við mistök sem reyndust dýr
en hefðum vel getað unnið þá leiki að
mínu mati. Við vorum því vissir um
að við gætum unnið og tókst að fín-
pússa okkar leik í síðustu tveimur
leikjunum. Kannski urðu þeir einn-
ig værukærir eftir að hafa komist í
2:1. Í oddaleiknum var eins og þeir
væru búnir á því í síðari hálfleik. Þá
fór allt á skrið hjá okkur og við spil-
uðum frábærlega í seinni hálfleik. Við
Ensku félögin Liverpool og Totten-
ham mæta í úrslitaleik Meistara-
deildar Evrópu í fótbolta í Madríd í
kvöld með ólíka sögu að baki. Liv-
erpool leikur til úrslita um Evrópu-
meistaratitilinn í níunda sinn og
freistar þess að verða þriðja sigur-
sælasta félag keppninnar frá upp-
hafi á meðan Tottenham þreytir
frumraun sína á þessu stærsta sviði
félagsliðafótboltans í Evrópu.
Liverpool hefur fimm sinnum
orðið Evrópumeistari, 1977, 1978,
1981, 1984 og 2005, og aðeins Real
Madríd (13 sigrar) og AC Milan (sjö
sigrar) hafa unnið keppnina oftar.
Auk þess tapaði Liverpool úr-
slitaleikjunum árin 1985, 2007 og
2018.
Tottenham komst í undanúrslit
árið 1962 og 8-liða úrslit 2011 en
lengra hefur félagið ekki náð á
þessum vettvangi. Hinsvegar hefur
félagið unnið „minni“ Evrópumótin
í þrígang, Evrópukeppni bikarhafa
árið 1963 og UEFA-bikarinn árin
1972 og 1984.
Óhætt er að segja að bæði ensku
liðin séu komin í þennan úrslitaleik
á ævintýralegan hátt. Liverpool eft-
ir að hafa tapað fyrri leiknum gegn
Barcelona 3:0 og Tottenham eftir
að hafa lent samtals 3:0 undir um
tíma í einvíginu við Ajax.
Bæði lið koma með sína sterkustu
sveit til leiks í Madrid. Harry Kane
hjá Tottenham og Roberto Firmino
hjá Liverpool eru klárir í slaginn á
ný eftir meiðsli og verða líklega í
byrjunarliðunum í kvöld.
Leikurinn í kvöld er einvígi
tveggja af áhugaverðustu stjór-
unum í enska fótboltanum um þess-
ar mundir. Jürgen Klopp hjá Liver-
pool og Mauricio Pochettino hjá
Tottenham hafa gert geysilega
góða hluti með sín lið en eiga það
sameiginlegt að hafa þrátt fyrir
það ekki unnið stóran titil með sínu
liði. Eyðimerkurgöngu annars
þeirra mun ljúka í kvöld. vs@mbl.is
Langþráður titill í
sigti tveggja stjóra
AFP
Madríd Jürgen Klopp og Mauricio
Pochettino mætast í kvöld.
Valgarð Reinhardsson keppir til úrslita í gólfæfingum á
heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Koper í Slóveníu í
dag en litlu munaði að hann kæmist líka í úrslitin á
tvíslá. Valgarð varð áttundi og síðastur inn í úrslit í gól-
fæfingunum með 13.750 stig, jafnmörg stig og Breti og
Ungverji sem enduðu í níunda og tíunda sæti.
Valgarð er aðeins annar Íslendingurinn til að komast í
úrslit á heimsbikarmóti en Rúnar Alexandersson var sá
eini sem hafði áður afrekað slíkt.
Á tvíslánni var baráttan líka tvísýn en þar varð Val-
garð níundi með 13.100 stig. Rakesh Patra frá Indlandi
náði áttunda sætinu með 13.250 stig. Valgarð keppti
einnig í stökki þar sem hann varð í 13. sæti og á svifrá þar sem hann hafn-
aði í 19. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson, sem er nýkominn upp úr ung-
lingaflokki, varð í 14. sæti á svifrá, 14. sæti í stökki og 30. sæti á gólfi og
Arnþór Daði Jónasson varð í 30. sæti á bogahesti. vs@mbl.is
Valgarð í úrslitum í Koper
Valgarð
Reinhardsson