Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef haft áhuga áfuglum frá því ég varkrakki, elsta minningmín tengd fuglum er frá því ég var lítill gutti hér á Siglu- firði og hélt að lóa og spói væru hjón. Ég var mikið að snudda í fuglum þegar ég var í gagnfræða- skóla og ég hafði góðan náttúru- fræðikennara, Guðbrand Magnús- son, sem ýtti undir þennan áhuga. Á vorin þegar snjóa leysti var maður strax kominn niður á bryggju og ofan í fjöru þar sem fuglarnir voru. Húsið okkar var rétt við fjöruna og maður var alveg ofan í náttúrunni alla daga. Útaf þessari nálægð við náttúruna held ég að áhuginn fyrir fuglum hafi kviknað,“ segir Sigurður Ægisson, prestur og þjóðfræðingur á Siglu- firði og fuglaáhugamaður, en hann vinnur nú að bók um fugla og þjóðtrú. Hann hefur verið að safna efni í hana í áraraðir. „Það er virkilega gaman að tvinna saman fuglaáhugann og þjóðfræðina. Við eignum okkur marga farfugla og köllum þá ís- lenska þó að þeir séu ekki hér nema í þrjá mánuði á ári, en við berum sannarlega ábyrgð á varp- stofninum, til dæmis hjá lóu og spóa. Með þessari bók er ég líka að safna heimildum annars staðar að úr heiminum, um fuglana sem eru hér á landi, því hugmyndir fólks um sömu fuglategund geta verið ólíkar eftir löndum,“ segir Sig- urður og bætir við að þegar hann þjónaði sem prestur í Bolungarvík hafi hann skrifað þætti um fugla sem birtust í Vestfirska frétta- blaðinu og Degi á Akureyri. Þá þætti gaf hann síðar út á bók sem heitir Ísfygla. „Fuglar eru rosalega skemmti- legt áhugamál. Ég fer í fuglaskoð- anir og hef tekið fuglamyndir árum saman. Fimmtán ára sonur minn er á kafi í þessu með mér og tekur líka fuglamyndir, við erum alltaf roknir af stað ef einhver merkileg fuglategund sést og skiptir þá engu hvar er í landinu.“ Keldusvín í tygjum við myrkraöfl Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af lómnum að segja. Einkum er hann talinn góður veðurspáfugl upp á þurrk og regn; má af hljóðunum ráða hvort verður. Snorri Björns- son á Húsafelli (1710-1803) segir m.a. að lómurinn spái þerri fljúg- andi en vætu sitjandi; er fuglinn háleitur sem væri hann einn stjörnumeistari. Af þessum orðum mætti e.t.v. draga þá ályktun að 19. aldar nafnið háleita eigi við umrædda tegund; það er samt ekki víst. Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1856-1918) ritar m.a. um lóminn í bók sinni, Íslenzkir þjóðhættir, eftirfarandi: „Fyrir þurrki gaggar hann og segir: „Þurrka traf“, en fyrir óþurrki væl- ir hann og segir: „Marvott“. Þegar hann vælir segir fólk að „nú taki lóminn í lærið“ og býst þá við illu. Norðmenn segja að þar sem lómur heyrist væla muni einhver drukkna; þess vegna minni röddin á hróp manns í neyð. Gaggi lómur- inn á flugi er hinsvegar gott veður í nánd. Einnig er þar við lýði sú trú að fuglinn verpi á hafsbotni. Í Svíþjóð er mælt að fljúgi lómur yfir ís á vorin komi óvenju mörg óskilgetin börn til með að fæðast það árið. Sums staðar þar litu menn á hann sem fugl dauðans; gól hans var talið illur fyrirboði. Indíánar Norður-Ameríku telja lóminn með þeim dýrum er hjálp- uðu til við sköpun heimsins, með því að sækja jörð niður á botn hyl- dýpisins. Á meðal Algonquin- ættbálksins er hann talinn sendi- boði hetjunnar Kuloskap; sá mun hafa kennt fuglinum hið einkenn- andi væl. Og Slave-ættbálkurinn álítur lóminn ferja hina dánu yfir vatnið mikla, til annars heims. Mogunblaðið/Bogi Arason Ferjar hina dánu yfir vatnið Himbriminn kemur mikið fyrir í erlendri þjóðtrú, ekki síst vegna hins draugalega góls. Á 17. öld var sú trú við lýði í Færeyjum og á 18. öld í Bretlandi, að him- briminn ungaði út tveimur eggj- um sínum í holum eða grópum, sem áttu að vera undir vængj- unum, ein hvorum megin. Á 19. öld sögðu menn í Finnmörku í Norður-Noregi, að fuglinn hefði í upphafi verið skapaður fótalaus, en almættið hefði áttað sig á þessu á elleftu stundu, og náð að kasta fótunum á eftir honum. Himbriminn var talinn spá fyrir um veður á Íslandi. Kona fædd árið 1912 á Vesturlandi segir: „Himbriminn var einn spáfuglinn þannig að hann virtist óróast þegar vont veður var í aðsigi. Hann flaug um loftið fram og aftur, hlakkaði mikið og þá var vont veður í aðsigi, helst rok og regn.“ En í Árnessýslu var hljóð hans aftur á móti talið vita á þurrk. Nootkas- eða Ahts- Indíánar á Vancouvereyju út af norðvesturströnd Kanada segja að eitt sinn hafi tveir menn ver- ið á lúðuveiðum. Annar veiddi mikið en hinn fékk ekkert. Sá lánlausi rotaði þá hinn, skar úr honum tunguna og hirti aflann. Þegar báðir sneru heim gat hinn fyrrnefndi ekkert tjáð sig nema með óhljóðum eða gráti. Andinn mikli breytti honum þá í fuglinn sem við síðan þekkjum sem him- brima, en óþokkanum í hrafn. Þegar himbriminn gólar er hann að reyna að segja sögu sína. Og að sögn Inúíta blindaði illgjörn móðir, sem var seiðkona eða sjaman, ungan son sinn, vegna einhverrar ótilgreindrar öfundar. Sá leitaði uppi himbrima, kast- aði sér tvisvar í vatnið og kaf- aði, og í þriðja skiptið ásamt með fuglinum, og fékk þannig sjónina að nýju. Í þakklætisskyni gaf hann himbrimanum forláta töfrahálsfesti sína, og við það að snerta hálsinn og bakið, sem áður hafði verið alsvart, varð af hvíta mynstrið sem enn er þar. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gaf ungum dreng aftur sjón Í eina tíð var keldusvínið talið hálf- ur ormur og í tygjum við myrkraöfl- in eða hreinlega illur andi. Gengju menn fram á eitt og það skrækti var það talið ólánsmerki. Galdra- bækur voru því skiljanlega ritaðar með keldusvínsfjöðrum, sem og bréf til myrkrahöfðingjans. Þeir sem áttu keldusvín gátu látið það draga til sín peninga. En það var reyndar dálítið snúið. Það varð að geyma fuglinn í barmi sér þegar farið var til altaris og dreypa þar á hann messuvíni. Síðan átti að láta hann liggja í hári óspjallaðrar meyj- ar og stela svo undir hann peningi frá bláfátækri ekkju, undir messu, vel að merkja, og þar á ofan milli pistils og guðspjalls. Ef þetta gekk allt upp tók keldusvínið að draga undir sig sams konar pening með hverju sjávarfalli. Í því gat líka búið sagnarandi. Sé ætlunin að vekja upp draug er ágætt ráð að skrifa upp faðirvorið aftur á bak kvöldið áður og að sjálfsögðu á að nota til þess keldusvínsfjöður sem og eigið blóð úr vinstri handlegg. Ljósmynd/Guðmundur Falk Jóhannesson Gat dregið undir sig peninga Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Sigurður Að merkja hettumáfsunga fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.