Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Almería
Frábært verð!
2. júlí í 7 nætur
Verð frá kr.
112.595
Frá kr.
98.095
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fimm heppnir áskrifendur Morgunblaðsins voru
dregnir út í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins í út-
varpsþættinum „Ísland vaknar“ á K100 í gær, en í vinn-
ing var úrvals Landmann-grill frá Grillbúðinni, að
verðmæti 99.900 krónur.
Vinningurinn kom sér vel
Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri Árvakurs,
heimsótti þáttarstjórnendur í morgunsárið og dró úr
hópi áskrifenda, en hinir heppnu voru að þessu sinni
þau Einar Hjálmar Jónsson, íbúi í Reykjavík, Frosti L.
Meldal, íbúi á Akureyri, Gunnar Gísli Guðlaugsson, íbúi
í Reykjanesbæ, Elísabet Gestsdóttir, íbúi á Akureyri og
Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ.
Hjördís Ýr segir það ávallt skemmtilegt verkefni að
hringja í vinningshafa í áskriftarleikjum Morgunblaðs-
ins, en eins og áskrifendur vita eru slíkir leikir haldnir
reglulega.
„Það voru allir virkilega kátir þegar þeir heyrðu að
þeir hefðu unnið. Einn hafði á orði að hann hefði ein-
mitt verið að fara í að endurnýja, þannig að vinning-
urinn kom sér sérstaklega vel,“ segir hún.
Tíu dregnir út í viðbót
Útdrátturinn í gærmorgun var sá fyrsti af þremur í
sumar, en alls munu fimmtán áskrifendur fá grill í
happdrættinu. Næst verður dregið miðvikudaginn 12.
júní. Lokaútdráttur verður svo 19. júní nk.
Í áskrifendahappdrættinu er dregið úr hópi áskrif-
enda Morgunblaðsins af handahófi, en allir þeir sem
gerast áskrifendur að blaðinu fara sjálfkrafa í pottinn.
Fengu glæsileg gasgrill
Dregið var í áskriftarleik
Morgunblaðsins í gær
Morgunblaðið/Eggert
Happdrætti Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri Árvakurs.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Á fundi formanna stjórnmálaflokka
á Alþingi upp úr hádegi í gær náð-
ist engin niðurstaða um þinglok og
var þingfundi framhaldið klukkan
þrjú. Í gærkvöldi stóð enn yfir um-
ræða í þingsal um þriðja orkupakk-
ann sem hófst síðdegis í gær.
Segja má að stjórnarandstaðan
sé klofin hvað varðar samkomulag
um þinglok og fyrir dyrum stendur
hjá ríkisstjórninni að ná lendingu
gagnvart Miðflokknum hvað þriðja
orkupakkann varðar annars vegar
og hins vegar við aðra stjórnarand-
stöðuflokka um önnur mál, þ.á m.
sameiningu Seðlabankans og Fjár-
málaeftirlitsins og afgreiðslu frum-
varps um þjóðarsjóð.
Á fyrrnefndum fundi flokksfor-
mannanna lagði Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra fram til-
lögu um þinglok sem ekki fékk
brautargengi.
„Ég var þar með tillögu um það
hvort ljúka mætti öllum málum og
við myndum síðan semja um að
þingið kæmi saman í ágúst til að
ræða Seðlabankann og orkupakk-
ann. Þetta var mín tillaga af því
það var mín tilfinning að þetta
væru þannig mál. Þá fengju
„stjórnarandstöðurnar“ tíma til að
kynna sér málin,“ segir Katrín sem
útilokar þó ekki
að samkomulag
náist. „En það
náðist alla vega
ekki í dag. Ég
sagði það í lok
fundar að ég
teldi eðlilegt að
þinghald héldi þá
áfram,“ segir
hún, en á dag-
skrá þingins í
gær voru alls yfir fjörutíu mál.
„Það eru mjög mörg mál sem eru
tilbúin til umræðu og það er í hönd-
um forseta hvernig hann heldur
áfram umræðunum,“ segir Katrín.
Grundvöllur að samkomulagi
„Það var mat forseta Alþingis að
upp úr hefði slitnað. Það er svo
sem misjafnt mat manna á þeirri
stöðu, en úr því forsetinn vildi
hefja umræðuna aftur, þá vorum
við klárir í það og tókum til við þar
sem frá var horfið þegar hlé var
gert á umræðum um málið fyrir
nokkrum dögum síðan,“ segir
Bergþór Ólason, varaformaður
þingflokks Miðflokksins. „Ég
reikna með að þetta verði fyrsta
mál á dagskrá í fyrramálið,“ segir
hann.
Spurður út í afstöðu Miðflokks-
manna til hugmynda forsætisráð-
herra segir hann að þær gefi tilefni
til bjartsýni um að samkomulag sé
í nánd. „Það er ánægjulegt að það
sé komin fram sú afstaða forsætis-
ráðherra að vandalítið sé að fresta
umræðu um orkupakkann fram á
haust. Það getur vafalaust orðið
grundvöllur að samkomulagi um
málið hvað okkur varðar,“ segir
Bergþór. „Þetta gefur mönnum
tíma í sumar til að skoða ákveðna
þætti málsins,“ segir hann. Hall-
dóra Mogensen, varaformaður
þingflokks Pírata, segir að þunga-
miðjan liggi í samkomulagi ríkis-
stjórnarinnar við Miðflokkinn.
„Flækjan er að það eru tveir aðilar
sem er verið að semja við og það
náðist ekki í dag. Ég myndi ekki
segja að það strandaði á okkur
endilega,“ segir Halldóra. „Ríkis-
stjórnin virðist ekki tilbúin að horf-
ast í augu við það að þetta eru tveir
aðilar sem þarf að semja við. Það
er uppi fordæmalaus staða á
þinginu, átta flokkar, fimm stjórn-
arandstöðuflokkar. Þetta er upp-
skrift að flóknum aðstæðum. Einn
flokkur hefur staðið í málþófi út af
þriðja orkupakkanum í langan tíma
og við hin í stjórnarandstöðunni er-
um ekki sammála nálgun Mið-
flokksins í því máli. Það er ekki
verkefni stjórnarandstöðunar að
leiða það mál til lykta, það er alfar-
ið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“
segir hún.
Ekkert samkomulag enn í þinginu
Þriðji orkupakkinn til umræðu í þingsal á ný Fundarhöld formanna skiluðu ekki samkomulagi
Miðflokksmönnum hugnast hugmynd Katrínar Á ábyrgð ríkisstjórnar að semja við Miðflokkinn
Katrín
Jakobsdóttir
Halldóra
Mogensen
Bergþór
Ólason
Framkvæmdir standa nú yfir við
endurnýjun Reykjaæðarinnar svo-
nefndu, hitaveitulagnar sem nær
frá dælustöðinni við Reykjalund í
Mosfellsbæ og niður í vatnsgeymi í
Öskjuhlíð. Veitur fara með fram-
kvæmdirnar sem eru hluti stærra
verks, en þær stóðu einnig yfir síð-
asta sumar, að sögn Eiríks Hjálm-
arssonar, upplýsingafulltrúa
Veitna. Samhliða framkvæmdunum
við hitaveituna er unnið að endur-
nýjun á aðalkaldavatnsæð á um 800
metra kafla. Endurnýjun hitaveitu-
lagnarinnar stendur nú yfir á 200-
300 metra löngum kafla.
„Þetta er verkefni sem hefur ver-
ið unnið í áföngum síðustu árin. Við
höfum farið gegnum Ártúnsholtið,
verið uppi við Grafarholt, farið
meðfram Bústaðaveginum. Eftir er
leggurinn frá Kringlumýrarbraut
og upp að Perlunni, en um þessar
æðar fara um 40% af öllu heitu
vatni sem nýtt er í hitaveituna í
bænum,“ segir Eiríkur, en lagn-
irnar voru síðast endurnýjaðar á
árunum 1975-1985, u.þ.b.
Nýjar pípur eru lagðar samhliða
þeim eldri, en upphaflega voru stál-
pípurnar lagðar í stokk og einangr-
aðar með torfi og síðar steinull.
Upprunalegu lagnirnar voru lagðar
undir lok seinna stríðs.
Í dag heyra stokkarnir sögunni
til og nú eru lagnirnar foreinangr-
aðar með plastkápu. Að loknum
veituframkvæmdum verður um-
hverfinu á svæðinu breytt og þar
lagðir hjóla- og göngustígar með
svipuðum hætti og gert var milli
Stigahlíðar og Kringlumýrar-
brautar á síðasta ári. Stokkurinn
við Veðurstofuna verður því aflagð-
ur, en um hann lá leið margra sem
leið áttu um svæðið. Framkvæmd-
unum við Veðurstofuna lýkur í
sumar, en áætlað er að verkið í
heild verði klárað á þessu ári og því
næsta. jbe@mbl.is
Stór lögn í end-
urnýjun lífdaga
Stokkur á Veðurstofuhæð aflagður
Morgunblaðið/Kristján Johannessen
Veðurstofuhæð Nýja hitaveitulögnin á Veðurstofuhæð er talsvert stærri en sú eldri sem sjá má til hægri í stokki.