Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 RENAULT KADJAR BOSE EDITION Á EINSTÖKU VERÐI TAKMARKAÐMAGN! Staðalbúnaður í BOSE Edition erm.a.: 19" álfelgur, upphituð framrúða, glerþak, LED aðalljós, leðuráklæði á slitflötum,BOSE hljómkerfimeð 8 hátölurumog bassahátalara o.m.fl. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Sjálfskiptur, dísil. Verð áður: 4.750.000 kr. Verð nú: 4.300.000 kr. Afsláttur: 450.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 9 4 4 1 5 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þrátt fyrir að skýrslan sé svört og „mjög mikil áhætta“ og „gíf- urleg áhætta“ metin þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi er Ísland enn talið í hópi öruggustu samfélaga heims. Niðurstaða skýrslunnar kom okkur ekki á óvart því þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi hefur átt sér stað jafnt og þétt,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður grein- ingardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), um áhættumat greiningar- deildar RLS varðandi skipulagaða brotastarfsemi á Íslandi sem út kom í lok maí. Ásgeir segir það hlutverk grein- ingardeildarinnar að koma stöð- unni á framfæri við almenning og stjórnvöld. Hann segir viðbrögð stjórnvalda ánægjuleg, en þau virðast ætla að rýna vel í skýrsl- una og leita leiða til þess að snúa þróun skipulagðrar glæpastarf- semi á Íslandi við. Ásgeir telur að almenningur verði ekki mikið var við skipulagða glæpastarfsemi en fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra verði aftur á móti vel vör við þennan heim. Aukningu á inn- flutningi, framleiðslu og neyslu kókíns megi líkja við faraldur, en þar sé meirihluti gerenda íslenskir karlmenn. Á sama tíma eru um þriðjungur sakborninga útlending- ar. „Markmiðið með skýrslunni er að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir fái að þróast eða glæpahóp- ar festist hér í sessi,“ segir Ásgeir og bendir á að hlutverk lögreglu sé ekki bara að upplýsa brot held- ur einnig að koma í veg fyrir þau. Hann segir það hægt með meiri mannskap sem skoðað gæti mál sjálfstætt og öflugri deild á lands- vísu sem hefði það hlutverk að ein- blína eingöngu á skipulagða glæpastarfsemi. Ásgeir segir nið- urskurð til lögreglunnar eftir hrun, fjölgun ferðamanna og fjölg- un á erlendu vinnuafli hér á landi búa í haginn fyrir skipulögð glæpasamtök. Samkvæmt skýrslunni er upp- runi margra glæpahópa í Austur- Evrópu og mun mansal vera stærsta brotastarfsemin. Undir það fellur ekki einungis vændi heldur er einnig brotið á erlendum einstaklingum sem eru hér á landi sökum atvinnu og er þá stór hluti launa þeirra tekinn af þeim. Mansal í svartri vinnu „Margir freistast til þess að kaupa svarta vinnu í von um að spara sér fjármuni en gera sér ekki grein fyrir því að ef um er að ræða erlenda verkamenn þá getur verið að stór hluti launa þeirra sé hirtur af glæpasamtökum. Lög- reglan ein upprætir ekki glæpa- starfsemi heldur þarf skatturinn, verkalýðsfélög og almenningur að leggja sitt af mörkum þegar kem- ur að svarta hagkerfinu,“ segir Ás- geir sem kveðst um leið þakklátur almenningi sem sé virkur í því að láta lögreglu vita um vafasöm mál. Þá segir Ásgeir að í skýrslunni komi fram að tilteknir erlendir af- brotamenn og hópar misnoti op- inber þjónustukerfi á Íslandi og njóti til þess aðstoðar íslenskra ríkisborgara og einstaklinga bú- settra á Íslandi. Í þeim hópi séu m.a. hælisleitendur en það eigi að sjálfsögðu ekki við um alla þá sem leiti sér alþjóðlegrar verndar. Glæpaþróunin kom ekki á óvart  Ísland þó enn meðal öruggustu samfélaga heims  Almenningur, verkalýðsfélög og stjórnvöld geta hjálpað til  Mansal í svartri vinnu  Ný öflug deild á landsvísu gegn skipulagðri glæpastarfsemi Morgunblaðið/Eggert Löggæsla Lögreglunni veitir ekki af meiri mannskap ef takast á að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi. Hælisleitendur sem fremja glæpi á Íslandi eiga rétt á því að vera á landinu á meðan umsókn þeirra um hæli er til umfjöllunar og ef ákvörðun stofnunarinnar er kærð hefur hælisleitandi alla jafna rétt á veru í landinu á meðan niður- stöðu kærunefndar útlendinga- mála er beðið, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Út- lendingastofnunar. Hún segir að afbrot hérlendis eða erlendis komi ekki í veg fyrir meðferð um- sókna hælisleitenda. Hins vegar geti sú staða komið upp að hæl- isleitanda, sem uppfyllir skilyrði flóttamanns að lögum, sé ekki veitt hæli ef fyrir hendi eru svo- kallaðar útilokunarástæður. Sam- kvæmt lögum um útlendinga geta útilokunarástæður m.a. annars verið ef ríkar ástæður eru til að ætla að flóttamaður hafi framið glæp gegn friði, stríðsglæp eða glæp gegn mannkyninu. Sama á við um flóttamann sem hlotið hefur endanlegan dóm fyrir mjög alvarlegt afbrot og er af þeim sök- um hættulegur samfélaginu eða skynsamlegar ástæður eru til að álíta hann hættulegan öryggi ríks- ins. Afbrot hafa lítil áhrif HÆLISMEÐFERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.