Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Xi Jinping, forseti Kína, hóf í gær
þriggja daga opinbera heimsókn
sína til Rússlands. Þar var honum
tekið með opnum örmum af Vladimír
Pútín Rússlandsforseta, en forset-
arnir undirrituðu meðal annars nýja
viðskiptasamninga auk þess sem Xi
færði dýragarðinum í Moskvu tvær
risapöndur í gjöf.
„Pútín forseti er fyrir mér eins og
besti vinur,“ sagði Xi við fjölmiðla
eftir fund forsetanna tveggja. Sögð-
ust þeir báðir mjög ánægðir með góð
samskipti ríkjanna tveggja.
„Við ákváðum að við myndum
færa tvíhliða samband okkar á nýtt
og hærra plan,“ sagði Xi jafnframt
og bætti við að í því fælist að ríkin
myndu veita hvort öðru gagnkvæm-
an stuðning á nýjum tímum.
Til merkis um það undirrituðu for-
setarnir einnig sameiginlega yfirlýs-
ingu ríkjanna tveggja um samstarf
og samvinnu á sviði öryggis- og
varnarmála. Þá undirrituðu fulltrúar
kínverskra og rússneskra fyrirtækja
ýmsa samstarfssamninga í tilefni af
heimsókninni.
Sneru sér til austurs
Heimsókn Xis vakti athygli ekki
síst þar sem hún kemur á sama tíma
og leiðtogar vesturveldanna minnast
innrásarinnar í Normandí, en Pútín
tók þátt í hátíðahöldunum fyrir fimm
árum, þrátt fyrir að Úkraínudeilan
væri þá í hámæli.
Sérfræðingar í málefnum Rúss-
lands tjáðu AFP-fréttastofunni, að á
þeim fimm árum sem liðin væru
hefðu Rússar „snúið sér að“ Kína
þar sem refsiaðgerðir vegna innlim-
unar Krímskagans hefðu neytt þá til
þess. Nú væri svo komið, að Kínverj-
ar væru mikilvægasta viðskiptaþjóð
Rússa. sgs@mbl.is
Stefna að auknum tengslum
milli Rússa og Kínverja
Xi heimsækir Pútín, sinn „besta vin“, til Moskvu
AFP
Heimsókn Vel fór á með þeim Xi og
Pútín á fundi þeirra í Moskvu gær.
Uppfinningamaðurinn Aidan Meller ræðir hér við upp-
finningu sína, myndlistarvélmennið Ai-du, á meðan hún
teiknar mynd af honum. Ai-da nýtir gervigreind til
þess að skapa listaverk og eru verk hennar nú til sýnis í
Oxford. Ai-da er nefnd eftir Adu Lovelace, enskum
stærðfræðingi og frumkvöðli í tölvufræðum.
AFP
Myndlistarþjarki sýnir listir sínar
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Leiðtogar mótmælenda í Súdan
höfnuðu í gær boði herforingja-
stjórnarinnar um að hefja á ný við-
ræður um framtíð landsins og
kröfðust þess að þeir sem bæru
ábyrgð á aðgerðum hersins á mánu-
daginn, þegar hersveitir ruddu þau
svæði sem mótmælendur höfðu tek-
ið sér stöðu á í höfuðborginni
Khartoum, yrðu látnir svara til
saka.
Samtök súdanskra lækna, sem
starfað hafa með mótmælendum,
héldu því fram í gær að tala fallinna
eftir atburði mánudagsins hefði enn
hækkað, og að minnsta kosti 101
maður hefði fallið þegar herinn hóf
skothríð á mótmælendur. Sagði í yf-
irlýsingu læknanna að um fjörutíu
lík hefðu fundist á floti í ánni Níl.
Læknir sem tjáði sig nafnlaust
við AFP-fréttastofuna í gær sagði
að ástandið á sjúkrahúsum Kharto-
um væri mjög erfitt, og að þau væru
flest yfirfull eftir aðgerðir hersins.
Þá væri skortur á bæði mannafla og
blóði til blóðgjafa og líklegt að tala
fallinna myndi enn hækka á næstu
dögum.
Hershöfðinginn Abdel Fattah al-
Burhan, leiðtogi herforingjastjórn-
arinnar, sagði í gær að stjórn sín
myndi taka „opnum örmum“ á móti
fulltrúum mótmælenda til viðræðna
og að engin skilyrði yrðu sett áður
en þær hæfust.
Amjad Farid, talsmaður fyrir
SPA, ein helstu samtök mótmæl-
enda, hafnaði hins vegar boði Bur-
hans um viðræður. „Súdanska þjóð-
in er ekki opin fyrir þessu
herforingjaráði sem drepur fólk og
við þurfum réttlæti og ábyrgð áður
en hægt er að ræða um nokkra þró-
un stjórnmálanna,“ sagði Farid við
AFP-fréttastofuna. Boðaði hann
jafnframt frekari friðsamar mót-
mælaaðgerðir þar til hlustað yrði á
kröfur mótmælenda um réttlæti.
Komu í veg fyrir ályktun
Ástandið í Súdan var rætt á lok-
uðum fundi öryggisráðsins í fyrra-
kvöld. Kínverjar beittu neitunar-
valdi sínu til að koma í veg fyrir að
ráðið fordæmdi aðgerðir hersins, og
nutu þeir einnig stuðnings Rússa.
Átta Evrópuríki sendu hins vegar
frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar
sem ofbeldi súdanskra öryggissveita
gegn óbreyttum borgurum var for-
dæmt. Þá lagði Bandaríkjastjórn
áherslu á það að koma yrði aftur á
borgaralegri stjórn í landinu, og
ræddi David Hale, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, við Kha-
lid bin Salman, aðstoðarvarnarmála-
ráðherra Sádí-Arabíu um ástandið
símleiðis í gær. Sádí-Arabar og
Egyptar hafa verið á meðal helstu
stuðningsmanna herforingjastjórn-
arinnar, og hafa báðar þjóðir kallað
eftir því að viðræður hæfust á ný á
milli stjórnarinnar og mótmælenda.
Hafna boði um
viðræður við
herforingjana
Meira en hundrað manns sagðir hafa
látist í aðgerðum hersins á mánudag
AFP
Súdan Hátíðarhöld vegna Eid-al-fitr,
síðasta dags Ramadan, fóru fram
undir vökulu auga öryggissveita.
Hershöfðinginn Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herfor-
ingjastjórnarinnar í Taílandi, var í gær kjörinn fyrsti
forsætisráðherra landsins frá því herinn tók völd árið
2014. Fyrstu þingkosningarnar frá þeim tíma voru
haldnar í mars og naut flokkur Prayuts þar mikils fylgis.
Helsti keppinautur Prayuts um embættið var hinn fer-
tugi Thanathorn Juangroongruangkit. Sigur Prayuts
þótti hins vegar vís, þar sem herinn hafði skipað megnið
af þingmönnum efri deildarinnar, en 325 atkvæði þarf til
að skipa meirihluta beggja deilda.
Kjörinn í embætti forsætisráðherra
Prayut Chan-O-Cha
& 585 8800
Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum
Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800
Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515
ERTU Í SÖLU-
HUGLEIÐINGUM
Hafðu samband
og við aðstoðum þig
Bílaviðgerðir
Almennar
bílaviðgerðir
fyrir
tegundir bíla
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
SAMEINUÐ GÆÐI