Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 37
verið helsta aðdráttaraflið. Sér- staklega má þar nefna bandaríska grafreitinn í Colleville-sur-Mer sem 1,4 milljónir gesta sóttu í fyrra til að heiðra minningu fallinna hermanna. Þar hvíla 9.300 hermenn í merktum gröfum. Í átökunum í Frakklandi féllu 22.000 breskir hermenn sem jarð- settir voru í 18 grafreitum. Hefur þeim fjölgað ár frá ári sem þangað hafa lagt leið sína til að votta hinum föllnu virðingu sína. Hið sama er að segja um þýska grafreitinn í La Cambe þar sem 21.000 hermaður hvílir. Samtals heimsækja nú um 450.000 manns þessa grafreiti. „Lengi töluðum við bara um gesti vegna bandamanna en nú erum við farin að einbeita okkur einnig að þýskum gestum,“ sagði Saussey. Árið 2017 var fimmtungur stríðs- minjagesta í Normandí breskur, 15% hollensk, 14% amerísk, 11% þýsk og 10% belgísk, að sögn skrif- stofu hennar. Ný kynslóð Samhliða eldri minjum hafa nýj- ungar til afnota fyrir gesti skotið upp kollinum með fjölbreyttu vali minjagripa og ferðum í herjeppum og skriðdrekum. Það hafa menn mis- jafnlega kunnað að meta. „Við vild- um sýna sem raunverulegast hvað amerísku fallhlíðarhermennirnir gengu í gegnum aðfaranótt 6. júní og vekja með því áhuga ungs fólks á sýningu okkar,“ sagði Emmanuel Allain forstöðumaður D-dags safns- ins í Carentan-les-Marais. Fyrir 13 evrur getur gestur farið í sjö mín- útna flugtúr í flughermi fyrir C-47 herflutningavélar en úr þeim hentu 13.000 bandarískir hermenn sér í fallhlíf við Sainte-Mere-Eglise í Normandí til þátttöku í innrásinni í Frakkland. Frá því flughermirinn var tekinn í notkun 2015 hafa 130.000 manns sótt safnið árlega í stað um 20.000 áður. Er þetta aðeins fátt eitt af mörgu sem í boði er. „Á tímum þegar síðustu upp- gjafahermennirnir ganga á vit feðra sinna verðum við að reyna ná til unga fólksins sem margt hvert teng- ist innrásinni hvorki fjölskyldu- né tilfinningaböndum,“ sagði Saussey. „Logið að fólki“ Þá viðleitni hafa sérfæðingar for- dæmt og sagt hana lítillækka fórn- irnar sem þúsundir hermanna færðu í landgöngunni á söndum Normand- ístranda gegn vél- og fallbyssuskot- hríð hernámsliðs nasista og yfirbug- uðu þýsku herina, ekki bara í Normandí, heldur í öllu Frakklandi. „Þeir ljúga að fólki,“ sagði Stephane Grimaldi, safnstjóri minjasafnsins í Caen. „Bardagareynslu flytja menn ekki á milli manna. Það er meir að segja næstum útilokað að lýsa henni. Að búa þessa alvarlegu atburði í túr- istaviðburði er óásættanlegt. Það verður að útskýra margbrotið eðli stríðsátaka og manntjónið sem þeim fylgir,“ sagði hann. Gagnrýnendur hafa einnig bent á sögulega ónákvæmni hjá mörgum nýrri safnanna og öðru aðdrátt- arafli. Svo sem fullyrðingar um að Sainte-Marie-du-Mont hafi verið fyrsti bærinn sem frelsaður var úr klóm nasista á meginlandinu – þegar það í raun var Ranville. „Munir, minjagripir og neyt- endavörur hafa margfaldast. Og staðir skreyta sig með stríðinu þótt engin trúverðug tengsl hafi þar ver- ið að finna við átökin,“ sagði Bertr- and Legendre, háskólaprófessor í París sem fæddist í Sainte-Marie- Eglise. Þar í bæ er að finna „D- dags“ bjór við hliðina á búðum sem selja ætlaða forna stríðsmuni. „Þetta er nánast að breytast í skemmtigarð sem hefur þá verulegu hættu í för með sér að menn gleymi ógurlegum harmleik stríðsins.“ Innrásin í Normandí UTAH Sainte-Mere- Eglise Carentan Pointe du Hoc Bayeux Caen Douvres- la-Delivrance Deauville Trouville SWORD JUNOGOLD OMAHA Pegasus brúin 23.300 34.000 25.000 21.400 28.850 15.500 8.000* Þýskir her- flokkar 7:3 0 f .h .6:3 0 f .h. 7:4 5 f .h . 7:3 0 f .h. Lendingar- svæði fall- hlífarhermanna Fallhlífarher- menn banda- manna Hermenn banda- manna Svæði sem banda- menn náðu á sitt vald 6. júní Lendingar banda- manna Stjórskotalið Þjóðverja 6:3 0 f .h. Herstyrkur Manntjón Bandamenn 8.442156.000 Bandaríkin 73.000 Bretl. og Kanada 83.000 Þýskaland 50.000 4.695 5.000 2.543 (Bretl.) 1.204 (Kan.) 6. júní 1944 fallnir, særðir eða saknað 5 km 177 *Eitt kanadískt herfylki að auki Valognes Houlgate Colleville- sur-Mer Arromanches- les-Bains Courseulles- sur-Mer FRAKKLAND BRETLAND ÞÝSKALAND Cabourg AFP Grafreitur Breski uppgjafahermaðurinn Mervyn Kresh gengur um stríðs- grafreitinn í Colleville-sur-Mer að lokinni minningarathöfn þar í fyrradag. FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Vegan Vítamínúði Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. ð Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð ogmikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna • Vegan D3• B12• Járn & Jo Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.