Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 42

Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar VAKÚMPÖKKUNARVÉLAR Allar gerðir af vakúmpökkunarvélum Stærri vélar frá HenkoVac fyrir matvælaiðnað Minni vakúmvélar frá MagicVac fyrir heimili sem henta til að vakúmpakka matvörum til geymslu eða Sous Vide eldun Í takt við tímann eða taktlaust? Höf- undur rakst á þessa málsgrein hjá einum af þeim mörgu áhrifa- völdum sem Ísland hefur alið síðustu ár. „Eins og allir vita þá arkaði H&M loks- ins inn á íslenskan markað fyrir ekki svo löngu og nú eftir opn- un Weekday og Monki þá hefur sænska tísku- móðurskipið aldeilis sett svip sinn á íslenska tískumarkaðinn, með opnun COS bætist síðan enn frekar í flóruna, klassískur og vandaður klæðnaður á viðráðan- legu verði.“ Því spyr höfundur á kostnað hvers? Fréttir af neyðarástandi í lofts- lagsmálum hafa aldrei verið fleiri og raddir sem kalla á aðgerðir hafa aldrei verið háværari. Í skýrslu Greenpeace um svokall- aða örtísku eða ’fast fashion’ kemur fram að tískubransinn er ábyrgur fyrir 10 prósentum af allri kolefnislosun í heiminum og í 2. sæti yfir stærsta mengunar- vald hreins vatns. Örtíska ein- blínir á hraða og lágmörkun kostnaðar og vísar til fatnaðar sem er bæði framleiddur og verð- lagður ódýr til að mæta nýjustu tískustraumum, á „viðráðanlegu verði“. Þessum fatnaði er síðan dælt inn í verslanir hratt og örugglega til að hámarka gróða áður en næsta tískubylgja fer yfir heiminn. Um 150 billjón flíkur eru fram- leiddar á ári hverju, sem er um 20 flíkur á mann, ár hvert. Neyt- endur kaupa 60 prósent fleiri flík- ur nú en þeir gerðu árið 2000 en samt sem áður er ending þeirra hjá neytendum helmingi styttri. Breska þingið lýsti yfir neyðar- ástandi í loftslagsmálum og Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsmálin vera stærstu áskorun 21. aldarinnar. Ís- lensk yfirvöld vilja meina að þeir séu vakandi fyrir vánni sem steðjar að um- hverfinu en samt sem áður greiða þeir leið- ina fyrir starfsemi er- lendra stórfyrirtækja sem hafa sýnt full- komið ábyrgðarleysi gagnvart umhverfis- málum. Íslenskir neytendur hafa aldrei verslað meira en í dag, hvort sem það eru gallabuxur sem þurftu 7.500 lítra af vatni til framleiðslu eða stutt- ermabol sem notaði erfðabreytta bómull og stuðlaði að óafturkræf- um áhrifum á vistkerfið, þá virð- ast æ fleiri neytendur ekki gefa raunverulegum kostnaði gaum. Það hefur sýnt sig að jörðin getur ekki haldið í við lifnaðarhætti dagsins í dag. Fyrirtæki og neyt- endur verða að vera vakandi gagnvart þeim kostnaði sem þetta hefur á umhverfið, því það sem er viðráðanlegt í dag, verður kostn- aðarsamt á morgun. Neytendur verða að fara að taka við sér, til- einka sér gagnrýna hugsun þegar kemur að fatakaupum og veita því athygli hver raunverulegur fórnarkostnaður er við framleiðsl- una á þeim flíkum sem verið er að selja. Sú þróun sem á sér stað á ís- lenskum neytendamarkaði í dag virðist langt frá því að vera í takt við tímann og færist mun nær því að vera hreinlega taktlaus. Í takt við tímann eða taktlaust? Eftir Heiðrúnu Hödd Jónsdóttur » Vangaveltur um íslenskan neyt- endamarkað með tilliti til loftslagsmála. Heiðrún Hödd Jónsdóttir Höfundur er meistaranemi í alþjóðafræðum með áherslu á samskipti og sjálfbæra þróun. heidrunhoddj@gmail.com Við erum hálf- hrædd, ég og mín fjöl- skylda. Því undarlegt hefur verið að fylgjast með storminum í vatnsglasinu, hvort nú- verandi þjóðleik- hússtjóri Ari Matthías- son eigi að halda áfram sínu góða starfi eða ekki sem for- stöðumaður hússins. Við ætlum bara rétt að vona að hann og hans góða sam- starfsfólk haldi sem lengst áfram, meðan andinn er yfir þeim. Við og allstór hópur úr Sálarrann- sóknarfélaginu förum oft og reglu- lega í bæði stóru leikhús borg- arinnar. Erum við því nokkuð dómbær á hvernig stóru húsin standa sig. Og án þess að á nokkurn sé hallað þá er greinilegt bæði á verkefnavali og aðsóknartölum Þjóð- leikhússins að núverandi þjóðleik- hússtjóri hefur staðið sig með prýði, vægast sagt. Þar að auki er hann maður sem þorir í verkefnavali. Það verður ekki sagt um alla í hans stöðu, nú eða fyrr. En það getur verið að þá stigi maður á tærnar á einhverjum sem telja sig borna til valda í því flókna batteríi. Ég tek það fram að ég þekki nú- verandi þjóðleikhússtjóra alls ekki neitt. Hef aldrei talað við hann eða hitt, utan það að ég sat einu sinni við hliðina á honum í leikhúsinu sjálfu fyrir fjöldamörgum árum í miðjum sal, löngu áður en hann varð Þjóð- leikhússtjóri, og án nokkurs samtals af okkar hálfu. Svo ekki eru það vina- tengsl sem reka mig í að skrifa ábendingu þessa. Við komu mína í Þjóðleikhúsið undanfarnar vikur hefi ég verið að spurja sumt starfsfólk hússins sem ég næ í hvort það sé svona mikil óánægja með leikhússtjórann, eins og lesa má í sumum gulum miðlum bæjarins. Enginn þeirra sem ég hefi hitt kannast við neitt af því sem for- maður stéttarfélags leikara er að dreifa um bæinn af óhæfi leik- hússtjórans. Enginn. Alls enginn. Og flest starfsfólkið er hálfhrætt við þessar ekki-fréttir. – Hvernig stend- ur þá á svona mikilli umræðu um lítið eða ekki neitt? Spyr sá sem ekki veit. Málið er afar einfalt. Þjóðleikhúsið er stút- fullt alla daga af ánægð- um gestum á sýningum hússins. Áberandi mun meira en áður, og var það þó mjög gott áður. Fjöldi nýrra og gamalla íslenskra vel heppnaðra verka er settur upp þar á hverju ári, öll ákaflega vel sótt. Undantekn- ingalaust. Séní allra sénía þar í dag er leik- ritaskáldið og leikarinn Guðjón Dav- íð Karlsson (Gói). Að ógleymdum er- lendum perlum sem sýnd eru þar og eru flest hvert öðru betra. Varla er hægt að hugsa sér betra musteri ís- lenskrar menningar og tungu en Þjóðleikhúsið er eins og það hefur verið rekið undanfarin ár. Og þrátt fyrir að ansi margt hafi farið úrskeiðis hér á landi á und- anförnum árum, og sé sumt óttalega eyjarskeggjalegt, sbr. bankakerfið og vextirnir sem almenningi er gert að greiða ofl., ofl, þá er það okkur verulegt ráðgáta hvers vegna leik- húslífið á Íslandi er eins vandað og flott og raun ber vitni. Við höfum far- ið í leikhús í fjölmörgum löndum, þar á meðal á Broadway. Flott eru leik- ritin þar. Mjög. En ekkert síðri eru íslensku leikhúsin þegar þau tjalda sínu besta. Með því allrabesta sem við höfum séð erlendis. Algerlega. – Meira af því. Að fara að skipta um þjóðleik- hússtjóra í miðri á, þegar best geng- ur væri glórulaus stjórnviska, sem ég veit ekki hverju ætti að þjóna. Ég og við ætlum bara rétt að vona að ráðherra málaflokksins haldi besta stjóranum inni eins lengi og kostur er. Og helst að hvetja hann til að hafa enn fleiri íslenska gaman- og söng- leiki í húsinu. Og helst af öllu að láta hann hafa aðeins meiri pening til að koma því vel í höfn. Þeim fjármunum væri vel varið. Í alvöru talað. – Það myndi gleðja okkur leikhúsunnendur og skattgreiðendur mjög. – Og takk fyrir okkur. – Sannarlega. Stormur í vatnsglasi Eftir Magnús H. Skarphéðinsson Magnús H. Skarphéðinsson »Að fara að skipta um Þjóðleikhússtjóra í miðri á, þegar best geng- ur væri glórulaus stjórn- viska, sem ég veit ekki hverju ætti að þjóna. Höfundur er m.a. formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur. mhs@vortex.is Við höfum lengi vit- að, Íslendingar, að það sem þekkt er meðal erlendra þjóða og gerir erlendar þjóðir markverðar er einnig til staðar hér í miklum mæli – og hreint ekki síðra. Við Íslendingar kunnum að setja banka á haus- inn ekkert síður en Lehman Brothers í Bandaríkjunum. Ekki bara einn banka, heldur marga. 600 okkar manna kunna að vista fjármuni sína í skattaskjólum ekkert síður en Bretar eða Banda- ríkjamenn – og miklu hærra er hlutfall þekkingarinnar meðal Ís- lendinga en á meðal Kana, sem þykjast kunna. Bandaríkjamenn áttu Hawkins – við eigum Kára Stefánsson. Þá eiga þeir Donald Trump í Bandaríkjunum – við eig- um … fleiri en einn. Bretar eiga Theresu May – við eigum Dag B. Eggertsson. Og þeir eiga Brexit – við eigum flugexit. Langt á undan Löngu áður en Bretar fóru að ræða um að losa sig við Evrópu- sambandið hófu Reykvíkingar um- ræðu um að losa sig við Reykjavík- urflugvöll. Löngu áður en Bretum hugkvæmdist að taka af skarið með þjóðaratkvæðagreiðslu ákvað borg- arstjórn Reykjavíkur að taka af skarið með allsherjaratkvæða- greiðslu. Löngu áður en fyrir lá nið- urstaða um þjóðaratkvæðagreiðsl- una um að losa sig við ESB lá fyrir niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í um að losa sig við flugvöllinn. Hvort tveggja var samþykkt – en við langt á undan. Gleymdist að hugsa áður Sameiginlegt er með báðum – Brexit og flugexit – að svo gerðist ekki neitt. Alls ekkert! Í báðum herbúðum hófust miklar ráðagerðir um hvað ætti að koma í staðinn – í staðinn fyrir ESB hjá Bretum og í staðinn fyrir flugvöll hjá Reykvík- ingum. Báðar atkvæðagreiðslurnar áttu það sammerkt að ekkert slíkt hafði verið hugsað áður en til at- kvæða var gengið. Og báðir – bæði Bretar og Reykvík- ingar – voru gersam- lega ósammála inn- byrðis um efnið. Sumir vildu að ekkert kæmi í staðinn. Aðrir að eitt- hvað kæmi í staðinn – en hvað? Einhver samningur við þá sem niðurstaða atkvæða- greiðslunnar var um að losna þyrfti við. En samningur um hvað? Og einhver flugvöllur einhvers staðar í stað þess sem losna þurfti við. Í Hvassahrauni? Á Hólmsheiði? Í Skerjafirði? Í Vog- unum? Á Álftanesi? Eða kannski bara hvergi? Leiðtogar víkja – og við taka Þetta var hrikalega erfitt úr- lausnarefni. Hinn skynsami stjórn- málaleiðtogi Breta sem efndi til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að losa sig við ESB sá auðvitað strax að eftirleikurinn yrði hreint ekki auðveldur. Eftirleikur um hvað? Sá merki stjórnmálaleiðtogi sagði sig því úr embætti. Og nýr tók við: Theresa May. Sá skynsami stjórn- málaleiðtogi Reykvíkinga, sem beitti sér fyrir atkvæðagreiðslunni um burtu með flugvöllinn, sá líka að eftirleikurinn myndi reynast erf- iður. Eftirleikur um hvað? Sá merki stjórnmálaleiðtogi sagði sig því líka frá embætti. Við tók: Dagur B. Eggertsson. Mikill héraðsbrestur Þetta nýja forystufólk hefur ákaft reynt að ná landi með samningum um það sem losna átti við. Theresa May í tvö ár með mikilli fyrirhöfn og harmkvælum – en engum ár- angri. Dagur B. Eggertsson í miklu fleiri ár og líka með harmkvælum – en litlum árangri. Brexit eiga Bret- ar. Flugexit eigum við. Aldrei neinir eftirbátar nokkurrar þjóðar! Brexit eiga Bretar – flugexit eigum við Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson » Þetta nýja for- ystufólk hefur ákaft reynt að ná landi með samningum um það sem losna átti við. Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.