Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 ✝ Jóhann Ágústs-son fæddist á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka 29. október 1942, Hann lést á heimili sínu 25. maí 2019. Foreldrar Jó- hanns eru Ragna Friðriksdóttir, f. 13. janúar 1924, og Ágúst Ingvarsson, f. 28. september 1921, d. 28. nóvem- ber 1990. Systkini Jóhanns eru Garðar Ágústsson, f. 11. júní 1946, Ingv- ar Ágústsson, f. 5. júlí 1951, og Loftur Ágústsson, f. 11. desem- ber 1962. Dóttir Jóhanns og Sigrúnar Tryggvadóttur er Erla Jóhanns- dóttir, gift Sigurði Sveinssyni, börn þeirra eru a) Björn Sigurðsson, b) Ragnar Sigurðs- son, c) Hrafnhildur Sigurðardóttir. Eftirlifandi eig- inkona Jóhanns er Ingunn Kristjáns- dóttir, f. 28. mars 1944. Börn Jóhanns og Ingunnar eru a) Sigurður Jóhanns- son, b) Águst Jó- hannsson, eigin- kona hans er Anna Hjaltadóttir. Börn Ágústs og Signýjar Ósk- arsdóttur eru a) Kara Kristel Ágústsdóttir b) Erla Ágústs- dóttir. Stjúpdóttir Ágústs er Hjördís Jenný Ö. Hansen. Útför Jóhanns fer fram frá Digraneskirkju í dag, 6. júní 2019, klukkan 13. Hann Jói bróðir er fallinn frá á sjötugasta og sjöunda aldurs- ári. Hann fæddist í Reykjavík þegar seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Foreldrarnir ung og efnin lítil eins og algengt var hjá ungu fólki á þessum árum. Þau voru nýflutt úr sveitinni á mölina. Hann ólst upp í Skuggahverf- inu í lítilli íbúð í stóru húsi. Og þó að efnin væru lítil, brosti lífið við Jóa. Það var gestkvæmt og hann umvafinn ást og umhyggju enda sveinninn bæði blíður og fríður sýnum. Já, í þessu stóra húsi var margt fólk og margir krakkar. Einhvern veginn hélt húsið utan um krakkahópinn sem þarna ólst upp. Allir þekktu alla, margir voru skyldir og konurnar flestar heimavinnandi. Mikill sam- gangur var og mikið fjör. Sorg og gleði skiptust á eins og geng- ur en í öllum meginatriðum er minningin ljúf. Í hverfinu var fjöldi krakka og oft mikið fjör, ekki síst á haustin þegar allir voru að koma úr sveitinni. Þá á kvöldin var eins og spryngi út einhver gleði í krakkahópnum yfir því að hitt- ast aftur eftir sveitaveruna. Leikir frameftir kvöldi, þar til mömmurnar ráku krakkahópinn heim. Þarna voru mörg fyrirtæki sem strákarnir heimsóttu reglu- lega. Hverfið var paradís fyrir krakka og Jói var framarlega í flokki framtakssamra og stund- um uppivöðslusamra stráka í Skuggahverfinu. Snemma kom í ljós að áhugi hans var á því verklega. Hann stóð varla út úr hnefa þegar hann var farinn að skrúfa í sund- ur heimilistæki og hvaðeina sem skrúfað varð. Og það sem meira var, hann kom öllu saman aftur. Þau urðu mörg tólin og tækin sem Jói gerði upp og lagaði á lífsleiðinni. Við tveir yngri bræður hans vorum sem ungir menn sendlar hjá bókaforlaginu Helgafelli í skólafríum. Þar hjóluðum við í bókabúðirnar með heimsbók- menntirnar á forláta sendi- sveinahjóli sem Jói hafði fundið yfirgefið og hálfónýtt en gert upp og selt forlaginu. Seinna keyptum við þrír bræður saman gamla trillu sem látið hafði á sjá eftir áralanga notkun og vanhirðu. Það var eins og við manninn mælt, korteri eftir kaupin var Jói búinn að rífa mótorinn í frumeindir sínar. Skömmu eftir það var svo allt komið saman aftur og mótorinn gekk eins og klukka. Þegar Jói var búinn að fara höndum um trilluna var hún sem ný. Eftir að hafa lært járnsmíði og síðan til vélstjóra lá leiðin á sjóinn. Sjómennskan varð hans ævistarf. Framan af var hann á alls kyns fraktskipum en mörg síðustu árin var hann fyrsti vél- stjóri á skipum Hafrannsókna- stofnunar, einkum á ms. Bjarna Sæmundssyni. Jói giftist Ingunni Kristjáns- dóttur frá Bolungarvík sem lifir mann sinn. Þau áttu tvo syni, Sigurð og Ágúst. Fyrir átti hann dótturina Erlu. Bakkus tók sinn toll í lífi Jóa en leiðir skildi þar og í mörg ár hafði hann ekki „smakkað það“ eins og sagt er. Allmörg síðustu árin bjuggu þau Inga í fallegri íbúð á Kirkju- sandi með útsýni yfir sundin og Höfnina. Þarna gat hann fylgst með skipaumferðinni um Reykjavíkurhöfn og við það undi hann sér vel. Hvíl í friði, kæri bróðir. Ingu, börnum hans og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð við fráfall góðs drengs. Ingvar Ágústsson. Kynni okkar Jóhanns hófust fyrir tæpum 60 árum þegar við unnum saman í Vélsmiðjunni Hamri, þá báðir að læra vélvirkj- un. Ég var nýfluttur á mölina frá Hofsósi og þekkti fáa. Fljótlega tókst með okkur vinátta. Báðir vorum við miklir áhugamenn um veiðar og fórum að fara í veiði- ferðir ásamt Sverri Karlssyni og stundum Birni Lárussyni. Þetta voru góðir veiðifélagar. Sverrir eignaðist notaðan pallbíl frá Símanum sem við nefndum Grænu rekkjuna og bar okkur yfir land og strönd. Stundum fengu menn sér í aðra tána og var þá stutt í sönginn hjá Jóa, enda söngelskur mjög. Þá var sungið raddað, þó að ég viti ekki enn í dag, frekar en þá, í hverju það felst. Síðan tóku Vélskóla- árin við og vorum við Jói sessu- nautar og lærðum stundum sam- an. Að brautskráningu lokinni tók brauðstritið við og veiðitúr- unum fækkaði. Við Jói fórum til sjós, Sverrir í Mývatnssveit og Björn tók til við smíðar í Reykjavík. Alltaf hélt samt þráð- urinn og við fylgdumst ágætlega með hver öðrum. Þegar svo brauðstritinu lauk gerði veiðieðl- ið vart við sig hjá okkur Jóa á ný í trillubátaútgerð, hvorum í sínu lagi. Nokkra túra fórum við sam- an, veiddum ágætlega og áttum skemmtileg ævintýri. Kæri vinur, þín verður sárt saknað. Stundirnar verða ekki fleiri yfir kaffibolla og spjalli hérna megin en eftir situr minn- ing um góðan dreng. Kæra Inga og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Sigvaldi H. Pétursson. Jóhann Ágústsson sem það er skrítið að þú sért ekki hér hjá mér að styðja mig í minni vegferð. þetta var bæði svo óvænt og ótímabært, þar sem við vorum búin að plana svo margt, meðal annars að ferðast um Vestfirði í sumar og fara í sumarbústað með fjölskyldu okkar og vinum í tilefni sjötugsafmælis þíns. Það verður svo erfitt að fylla uppí þitt skarð. Ást breytist í harm á þessum stundum og gleði í tár. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín Þorbjörg. Það er sagt að tíminn lækni öll sár, eins og sorgin sé á einhvern hátt takmörkuð eða endanleg. Elsku besta amma mín, þeir sem trúa því hafa greinilega ekki verið svo heppnir að fá að kynnast þér. Með þér var alltaf stutt í hlát- urinn og gleðina. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og allir höfðu orð á því hvað þú varst alltaf hress, skemmtileg og fyndin. Missir okkar er svo mikill, því- lík gæfa sem það var að hafa þig hinum megin við götuna þar sem þú gast alltaf komið með lausnir við öllu og varst alltaf til staðar fyrir mann. Það er svo skrítið að sitja úti á palli í sólinni og vita til þess að þú munir ekki mæta, brosandi, í lit- ríku fötunum þínum, að tala um hvað veðrið sé dásamlegt. Það var svo gott að vera með þér, hvort sem það var með prjón- ana að kjafta eða bara fyrir fram- an sjónvarpið með Bugles og Prins. Jú, eða á „lengstu messu í heimi“ í Þingvallakirkju á föstu- deginum langa. Síðan þú fórst frá okkur hafa allir dagar verið langir. Þú varst svo dugleg að aðlagast nýjungum, eins og þú áttir erfitt með suma tækni fyrst um sinn – til dæmis þegar þú stakkst auð- kennislyklinum þínum inn í tölv- una þína þegar þú varst að reyna að fara inn á heimabankann eða þegar þú skrifaðir allt í hástöfum í marga mánuði þangað til einhver slökkti á því í tölvunni fyrir þig. Þú stóðst alltaf þétt við bakið á mér, eins og þegar þú komst á heila málstofu upp í háskóla af því að ég var að halda erindi þar – þrátt fyrir að öll málstofan hafi farið fram á ensku. Þú varst alltaf svo dugleg, það hryggir mig svo að hugsa til þess að þú áttir aðeins nokkrar vaktir eftir á Reykjalundi þangað til þú áttir loksins að komast á eftirlaun og það er svo stutt í að við ætl- uðum öll að halda upp á sjötugs- afmælið þitt uppi í bústað. Einnig varstu svo spennt fyrir því að fara til Færeyja og Spánar eftir aðeins nokkrar vikur. Ég trúi ekki að ég fái aldrei að tala við þig aftur eða knúsa þig. Ég get hreinlega ekki ímyndað mér jólin, áramótin eða afmælið mitt án þín. Ég neita að trúa því að þú munir ekki vera hjá mér þegar ég útskrifast úr doktorsnáminu eða þegar ég gifti mig og að börnin mín munu aldrei fá að kynnast þér, og að þú hafir aldrei fengið að verða langamma. Þetta kvöld missti ég ekki að- eins ömmu heldur líka eina af mínum bestu vinkonum. Betri ömmu eða flottari fyrirmynd er vart hægt að finna. Takk fyrir að veita mér alltaf öryggi, stuðning og síðast en ekki síst, takk fyrir allar dásamlegu minningarnar. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin, nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þín ömmustelpa, Snæfríður Guðmunds- dóttir Aspelund. Við Erna nutum þess, sem þá var alsiða, að margar fjölskyldur og ömmur og afar bjuggu í sama húsinu. Þannig var það á Lauga- teig 22 en þar bjó móðuramma okkar, tvær dætur hennar og sonur. Fjölskyldur þessa fólks bjuggu á öllum hæðum. Og þarna var Erna frænka mín. Við vorum jafn- gamlar og þegar farið var í heim- sókn á Laugateiginn sóttum við eðlilega hvor í aðra til þess að skottast um. Það gerðum við svo allt okkar líf. Ég heimsótti hana til Gauta- borgar þegar hún bjó þar. Fórum saman norður til Davíðs að passa Jöklu þegar foreldrarnir fóru í frí. Síðasta samverustund okkar Ernu var þegar við fórum að sjá Ellý, með tilheyrandi, nokkrum dögum fyrir andlátið, og er ég þakklát fyrir þá stund. Ég minnist með miklu þakklæti þess að hafa átt samleið með Ernu við allt sem er skemmtilegt í lífinu og líka þegar á móti blés. Við átt- um náið frænku- og vinkvenna- samband og nutum samvista í ferðalögum innanlands og utan – leikhúsferðum og tónleikum og ekki síst við prjónaskap. Alls stað- ar var Erna hrókur alls fagnaðar. Nú er komið að kveðjustund sem mér datt ekki í hug að væri að nálgast, hvað þá öðrum. Eftir sit- ur minning um nána vinkonu og frænku og ótrúlega gefandi sam- veru. Missirinn er mikill, eins og allra í fjölskyldunni, þó sérstak- lega barna, tengdabarna, barna- barna og systra. Elsku frænka, góða ferð í sumarlandið, englarnir taka vel á móti þér. Katrín Pálsdóttir. Fyrstu viðbrögð okkar þegar við fréttum andlát Ernu var af- neitun, þetta gat ekki verið, við vorum nýbúin að hitta hana og hún var sjálfri sér lík, létt í lund. Við vissum jú að hún var að takast á við mein en … andlát hennar bar svo brátt að, að það var líkast því að hún hefði orðið fyrir slysi og dáið. Höggið er þungt fyrir að- standendur og vini. Erna var vinmörg og vinsæl og við gönguhópurinn Fótavist sem breyttist í Jeppavist með hækk- andi aldri félaganna, erum stolt og þakklát fyrir að hafa notið fé- lagsskapar hennar í okkar hópi. Það var eitthvað svo gott sem fylgdi Ernu. Hún var aðalgleði- gjafinn, sá það spaugilega í öllum aðstæðum, sagði brandara á færi- bandi og lét okkur hlæja þar til tárin runnu niður kinnarnar. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Ernu. Erna var hrein og bein, vinur vina sinna og vildi öllum gott gera. Hún var góður vinnufélagi, vann alla tíð mikið og oft langan vinnu- dag. Lífið fór ekki alltaf um hana mjúkum höndum, en hún uppskar einnig mikla gleði og umbun. Var afar stolt af börnunum sínum fjór- um sem öll eru vel gerð og góðir þjóðfélagsþegnar. Hún elskaði músík og samkomur, naut þess að fara á tónleika og mannamót. Starfslokin voru handan við horn- ið og hún ætlaði sér að njóta þess að eiga allan sinn tíma sjálf. En ör- lögin tóku völdin og hún yfirgaf okkur allt of fljótt. Við söknum hennar sárt. Við vottum börnum Ernu, fjöl- skyldum þeirra og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Félagar í Fótavist (Jeppavist), Ragna, Albert, Gunnar, Svava, Jóna, Pálmi, Nanna, Einar, Hanna Maja, Jóhannes, Brynja og Jóhanna. Elsku besta vinkona og skóla- systir. Það var mín gæfa að kynn- ast þér þegar ég kom frá Húsavík á vorönn 1985 og hitti þig í kvöld- skóla hjá Guðrúnu Halldórsdóttir í gamla Miðbæjarskólanum við Tjörnina. Það var glaðvær hópur af frábærum vinkonum sem fór út í vorið. Um haustið hófum við nám við Sjúkraliðaskóla Íslands og út- skrifuðumst í september 1986, Holl-31. Það er með mikilli sorg sem ég kveð þig, elsku Erna, en í rúm 34 ár höfum við hist eða alla- vega talast við í síma nánast viku- lega. Nú hringir engin og segir „Sæl elskan mín hvað segirðu“, þess mun ég sakna alla tíð. Ég veit að það væri þér ekki að skapi að dvelja lengi við sorgina heldur gleðjast yfir öllu því góða og skemmtilega sem við höfum gert saman. Þegar við fórum til Þýska- lands með Sigrúnu og Hrafnkeli, Ítalíuferðin okkar 2005, þegar við dönsuðum á Pirata, fórum upp í marmarafjöllin og borðuðum Lardo í baguette, siglingin til Monte Rosso, ferðin til Pisa þegar lestarvörðurinn hótaði okkur lög- reglu og fangelsi því við vissum ekki að það ætti að gata farmiðann áður en við fórum inn í lestina. Eða þegar við vorum á lestarstöð- inni í Flórens og allar lestar voru stopp vegna sprengjuhótana á Ítalíu, orlofsferðin með Elínu, Sínu og Önnu, helgarferðin með Sínu og Kötu á Laugarbakka. Tjaldferðirnar ykkar Sínu þegar þið voruð með litla tjaldið, þá hringduð þið í mig á kvöldin og ég fékk ferðasöguna eða þegar þið Sína fóruð á Bræðsluna og hringd- uð, þig með litla tjaldið inn á milli allra fínu stóru húsbílana og vagn- ana, þvílíkt ævintýri. Ekki má gleyma því þegar þú komst í hús- mæðraorlof úr Mosó í Kópavog, það sem við skemmtum okkur vel. Nú verða ferðirnar þínar ekki fleiri norður til Davíðs og fjöl- skyldu í Mývatnssveit eða til Hel- enu á Ólafsfjörð með viðkomu og oft gistingu hjá okkur Stefáni á Laugarbakka. Við Stefán vottum börnunum þínum og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð en þú varst svo stolt af fólkinu þínu og lést það svo innilega í ljós. Þín vinkona að eilífu Hlíf Geirsdóttir. Elsku Erna. Við í fjölskyldunni í Laxárhlíð þökkum þér allar okkar ógleym- anlegu stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Öll okkar góðu tengsl og samveru. Það var alltaf gleði og tilhlökkun þegar eitthvað var um að vera í fjöl- skyldunni, ljúft er að minnast brúðkaups Guðmundar og Berg- lindar sem verður lengi í minnum haft, þar hafðir þú stórt hlutverk á hendi. Það var engin lognmolla í kringum Ernu, sópaði að henni hvar sem hún fór og hafði skoð- anir á hlutunum, kát og skemmti- leg. Erna átti fallegt heimili og var dugleg að halda utan um fjölskyld- una, barnabörnin nutu þess að heimsækja ömmu sína. Þetta eru stundir sem gott er að eiga og hlýja sér við í minning- unni, stundir sem verða ekki frá okkur teknar. Elsku Erna, svo sárt og óvænt kom kallið en það mun verða vel tekið á móti þér í sumarlandinu. Þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur og biðjum þér guðs- blessunar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, góður guð styðji ykk- ur og styrki. Sigríður Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við með söknuði kæra vinkonu okkar Ernu Aspel- und. Kynni okkar hófust á Hús- mæðraskólanum á Laugum árið 1966 eða fyrir tæpum 53 árum. Haustið 1967 stofnuðum við sem bjuggum á höfuðborgarsvæðinu saumaklúbb sem hefur verið virk- ur alla tíð síðan, auðvitað einhverj- ar breytingar eins og gengur. Hinn 6. maí síðastliðinn hélt Erna síðasta saumaklúbb vetrar- ins hress að vanda, ekki grunaði okkur þá að það yrði síðasti klúbb- urinn hennar og við sætum hér nú þremur vikum síðar og skrifuðum minningarorð um hana. Það er mikil eftirsjá að Ernu, hún var sterkur, litríkur persónu- leiki, ófeimin að láta skoðanir sín- ar í ljós var góður húmoristi, sá spaugilegu hliðarnar á hlutunum og gerði óspart grín, ekki síst að sjálfri sér. Saumaklúbburinn verður ekki samur án hennar. Erna var vinamörg, ræktaði vinskap vel og var sannur vinur vina sinna. Hún var mikill listunn- andi, dugleg að sækja tónleika, myndlistarsýningar eða reyndar hvaða tegund listar sem var. Hún naut þess líka að ferðast innan- lands sem utan og á hún ófáar gönguferðir um landið að baki. Heimili Ernu í Björtuhlíð var fallegt, bar þess vitni að þar bjó smekkleg og myndarleg húsmóð- ir. Erna var höfðingi heim að sækja og eldaði dásamlega góðan mat og bakkelsið ekki síðra. Hún var alltaf með eitthvað á prjónun- um oftast með barnabörnin í huga enda var þarna um stóran hóp að ræða, börnin hennar fjögur, tengdabörn og barnabörn, fjöl- skylda sem Erna var afar stolt af. Elsku Júlíana, Berglind, Helena, Davíð og fjölskyldur, Edda, Sigrún, Elín og fjölskyldur við sendum ykkur einlægar sam- úðarkveðjur. Minning hennar lifir um ókomin ár. Minning til vinar Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ókunnur) Kveðja frá saumaklúbbnum, Björk, Sigríður, Guð- björg, Elsa og Esther. Kær vinkona er fallin frá og líf- ið verður aldrei aftur eins. Skyndilegt fráfall þitt var okk- ur samstarfskonum þínum þungt högg. Undangengnir dagar hafa ein- kennst af doða, afneitun og sökn- uði. Skemmtileg, umhyggjusöm, forvitin og þrjósk varstu, en um- fram allt heil, góð og traust. Fagmennska og umhyggja ein- kenndi þig í starfi sem sjúkraliði. Þú varst einn af stofnendum Mið- garðs, legudeildar Reykjalundar, fyrir níu árum. Þar kom reynsla þín og þekking að góðu gagni. Minningarnar geymum við, hver og ein. Við vottum Júlíönu, Berglindi, Helenu, Davíð og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Þau voru þín auðlegð, af þeim varstu stoltust. Samstarfskonur í Miðgarði, Reykjalundi. Ingibjörg Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.