Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 48

Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 ✝ HermínaSigurjónsdóttir fæddist 30. mars 1920 í Sigríðar- staðakoti í Flóka- dal. Hún lést 10. maí 2019 á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurjón Björns- son, skipstjóri og síðar bræðslumað- ur á Elliða, og kona hans Sig- urlaug Jóhannsdóttir húsfreyja. Systkini Hermínu voru Herdís, Sævaldur, Fjóla, Eva, Hörður, Ester, Alfa og Geir. Á lífi eru Ester og Geir. Hermína stundaði hefðbundið skólanám á Siglufirði þar sem fjölskyldan bjó og fór ung til vinnu. Hún starfaði á Sjúkra- húsi Siglufjarðar sem og í kaup- félagi staðarins. Árið 1943 flutti hún til Reykjavíkur. Hún giftist 1944 Finni Th. Jónssyni, bókara og verslunarm. frá Ísafirði. Finnur var sonur hjónanna Ásu Finnsd. Thordarson húsfreyju og Jóns Grímssonar málaflutn- ingsm. á Ísafirði. Börn Hermínu og Finns Th. eru: 1) Ása, f. 23.11. 1944 á Ísafirði, maður Jó- þeirra eru a) Kristín, gift Arnaud Genevois. Þau eiga tvö börn. b) Guðlaug, sambýliskona er Emilía Eiríksdóttir. Þær eiga fjórar dætur. c) Áki, sambýlis- kona er Ásta Karen Kristjáns- dóttir. Kjörforeldrar Soffíu voru hjónin Áki Pétursson, deildarstjóri hjá Hagstofu Ís- lands, og Kristín Grímsdóttir, starfsm. Krabbameinsf. Herm- ína og Finnur bjuggu í Þórshöfn í Færeyjum en þar starfaði Finnur hjá G. Helgason & Mel- sted. Berklar urðu þess valdandi að fjölskyldan var gerð útlæg frá Færeyjum. Þau skildu síðar. Finnur giftist á ný, Margréti V. Guðmundsd. frá Ísafirði, og eignaðist með henni fimm dætur og ól upp fósturdóttur. Finnur Th. bjó í Bolungarvík og starf- aði hjá Einari Guðfinnssyni hf. sem bókari en síðar kaupmaður í Reykjavík. Hann lést árið 1976. Hermína náði heilsu á ný, starf- aði m.a. hjá Verslun Ingibjargar Johnsen. Hún flutti til Banda- ríkjanna árið 1953, þar bjó hún í rúm 46 ár. Hún starfaði nánast alla tíð hjá Silberman-hjón- unum, þar til þau létust. Þau bjuggu á Long Beach í New York og á Miami Beach í Flórída til skiptis. Til Íslands flutti hún í mars 2000 og bjó fyrst í Furu- gerði 1, en síðar á Hjúkrunar- heimilinu Eir. Útför Hermínu fór fram 23. maí, í kyrrþey að hennar eigin ósk. hannes Long ljós- myndari. Börn þeirra eru a) Lára, gift Martin Bailey, á eina dóttur. b) Guðlaug Sif, gift Gesti Guðmunds- syni, börn þeirra eru þrjú. c) Sig- urður, sambýlis- kona Guðný Fann- ey Friðriksdóttir, börn þeirra eru fjögur. Kjörforeldrar Ásu voru hjónin Sigurður Grímsson borgarfógeti og Lára Jóns- dóttir. 2) Sigurjón, f. 16.7. 1946 í Þórshöfn í Færeyjum, kona Margrét Þóra Blöndal, f. 1949, fv. bókari. Börn þeirra eru a) Helga Hermína, gift Gunnlaugi Jónssyni. Þau eiga tvö börn. b) Finnur Tryggvi, kvæntur Þóru Björk Bjarnadóttur, þau eiga þrjár dætur. Ása Margrét, gift Sigurði Garðari Flosasyni. Þau eiga fjögur börn. Fósturfor- eldrar Sigurjóns voru hjónin Jón Grímsson málaflutningsm. og Ása Finnsd. Thordarson á Ísafirði. 3) Soffía, f. 26.10. 1947 í Þórshöfn í Færeyjum, maður Jón Þóroddur Jónsson, f. 1945, fjarskiptaverkfræðingur. Börn Hermína Sigurjónsdóttir móðir okkar er látin 99 ára að aldri. Líf hennar var mjög sér- stakt og ævintýri líkast. Hún ólst upp á Siglufirði í litlu húsi með foreldrum sínum og sjö systkinum. Hún fór snemma að vinna og flutti ung til Reykja- víkur. Árið 1944, þá 23 ára, eignaðist hún fyrsta barn sitt, Ásu, með föður okkar, Finni Th. Jónssyni frá Ísafirði. Fæddist Ása þar í skjóli afa og ömmu, Jóns Grímssonar og Ásu. Faðir okkar fékk vinnu í Færeyjum og fór þangað einn og átti mamma síðan að koma til hans seinna þegar fjárhagurinn leyfði. Eitt- hvað varð mamma leið á biðinni og varð sér úti um far með skútusiglingarmanni sem var staddur í Reykjavíkurhöfn fyrir sig og Ásu til Færeyja. Hún var þá ófrísk að öðru barni sínu, sem hún eignaðist í júlí 1946, Sigurjóni bróður. Mamma talaði oft um að árin í Færeyjum hefðu verið erfiðasti tími lífs síns og átti hún þó eftir erfið ár. Í október 1947 eignaðist hún þriðja barn sitt, Soffíu. Á fæð- ingardeildinni uppgötvaðist að hún var með berkla og var hún því flutt í flýti til Íslands. Sú sjóferð var mömmu gríðarlega erfið. Enginn vildi koma nálægt henni og aðstoða vegna sjúk- dómsins og var hún mjög langt leidd þegar hún komst á Vífils- staði. Sagðist hún hafa heyrt á tal nokkurra sjúklinga: „Þessi á ekki eftir að lifa lengi“, sem varð til þess að hún ákvað að lifa hvað sem það kostaði. Það tókst henni svo sannarlega. Hún var lengi á Vífilsstöðum, Krist- neshæli og Hvíta bandinu. Foreldrar okkar voru skilin þeg- ar mamma kom út af hælinu og faðir okkar sestur að í Bolungarvík með nýja fjöl- skyldu. Mamma fór að vinna í Reykjavík og einhvern veginn sætti hún sig við að börnin yrðu ekki hennar. Eftir nokkurn tíma fluttist hún til New York, þar sem hún lærði hand- og fót- snyrtingu á stórri stofu á Man- hattan. Dag nokkurn bað besta vinkona hennar hana um að taka fyrir sig eina helgi við að að- stoða hjón, hr. og frú Silberman, en eiginkonan var bundin hjóla- stól og þurfti sólarhrings- umönnun. Silberman-hjónin urðu svo hrifin af henni að hún endaði með að flytja til þeirra og vann hjá þeim í áratugi allt þar til þau létust. Mamma bjó í Ameríku í 45 ár og átti svo sannarlega skrautlegt líf. Hún skrifaði okkur fjölda bréfa og hélt íslenskunni fullkomlega. Mamma var ákaflega falleg og kát þegar hún var yngri, hafði góða og létta lund og var mjög myndarleg í höndunum. Saumaði föt og bróderaði, var ofur hreinleg og bjó til góðan mat. Þetta kunni Silberman að meta. Margar minningar eigum við um móður okkar, sumar góð- ar en margar erfiðar. Mamma var sérstök. Hún var alltaf ein og tók ekki beinan þátt í lífi okkar eða barna okkar en hún var þó ávallt mamma Hermína í Ameríku, fylgdist með og kom í fermingar og brúðkaup okkar systkinanna. Síðustu tvö árin bjó mamma á hjúkrunarheim- ilinu Eir þar sem hún var vinsæl og elskuð af starfsfólkinu. Við systkinin ólumst upp án hennar og hvert án annars. Með komu hennar til landsins urðum við nánari og er ég í dag þakklát og auðmjúk og kveð mömmu Hermínu með virðingu. Soffía. Elsku mamma mín. Þetta er síðasta bréfið sem ég skrifa þér. Þau voru nú allmörg á árum áð- ur. Minningarnar hellast yfir, frásagnir sem voru svo yfir- þyrmandi um örlög okkar litlu fjölskyldunnar í Færeyjum, frá viðskilnaði okkar á kajanum í Reykjavík eftir siglingu með Dronning Alexandrine í desem- ber 1947, þú, ég og pabbi. Hel- sjúk af berklum varstu borin frá borði og ég, litli drengurinn þinn, rifinn úr fangi þínu. Hróp mín út í dimman kaldan morg- uninn „mamma, mamma“ greyptust í huga þér, elsku mamma mín. Hversu oft þú sagðir mér frá þessu, samt varstu aldrei mamma mín í þeim skilningi sem móðir er. Úti í Færeyjum biðu systur mínar, Ása og Soffía. Öll lentum við hjá föðurfólki okkar, ég sendur vest- ur á Ísafjörð til afa míns og ömmu sem höfðu þá þegar alið upp sjö börn. Systur mínar lentu hjá afasystkinum okkar sem tóku þær að sér og ætt- leiddu. Faðir okkar átti líka í miklum erfiðleikum, með hel- sjúka konu og þrjú lítil börn, sjálfur veikur af berklum. Sjálf upplifðir þú mikil veikindi, varst höggvin á Kristnesi vegna berklanna. Lífið fór allt úr skorðum, en svo breyttust hlut- irnir. Þú náðir heilsu á ný og fórst að vinna en ákvaðst að velja frelsið frekar en að taka börnin þín aftur. Við vorum komin í öruggt skjól svo þú ákvaðst eftir skilnað ykkar pabba að flytja til Bandaríkj- anna. Þar áttir þú mjög gott líf, kynntist ríkum gyðingahjónum sem réðu þig í vinnu. Þú varst flink í höndunum, úrræðagóð og glaðlynd. Hjónin og fjölskylda þeirra reyndust þér vel. Þú áttir skrautlegt og viðburðaríkt líf í Ameríku. Við heimsóttum þig oft börnin þín, nutum þess að vera í sól og blíðu, en lífið var ekki alltaf dans á rósum, mamma mín. Þú áttir það til þegar Bakkus var annars vegar að láta ýmislegt særandi fjúka og tókst þá oft að gera góða hluti að slæmum. Sjálfur fór ég ekki varhluta af því og samband okkar var oft ansi stormasamt eftir að ég komst til vits og ára. Þú gast aldrei tjáð þig almenni- lega um viðskilnað okkar, það endaði alltaf í einhverri upp- lausn og sárindum. Árið 2000 komstu heim. Mér tókst eftir mikla baráttu að koma þér inn í íslenskt samfélag. Hér áttir þú 19 ár með okkur, mörg þeirra góð en undir það síðasta varstu bundin hjólastól og gast lítið tjáð þig. Gleðin við það að hitta okkur börnin þín í heimsóknum okkar til þín var alltaf mikil. Mamma mín, misgjörðum í minn garð vil ég gleyma, ég vil aðeins muna það besta og vona að góðu minningarnar um þig verði yf- irsterkari og veiti mér sálarró. Ég vil muna húmorinn sem ein- kenndi þig ávallt og lífsgleðina sem fylgdi þér þegar þú varst upp á þitt besta. Hversu smekk- lega þú bjóst heimilin þín og naust þín þegar allra augu beindust að þér. Mér þótti leitt að geta ekki verið við dánarbeð þinn eins og ég var oft búinn að lofa þér, vegna fjarveru minnar erlendis, en systur mínar voru hjá þér sem og tvö barna minna. Ég vona að þú hafir fengið góða heimkomu og veit að þér hefur verið fagnað. Falleg og lífsglöð. Þannig sé ég þig nú fyrir mér Ég kveð þig nú eins og í svo mörgum bréfum okkar á milli, elsku mamma mín. Vertu kært kvödd og ávallt Guði falin. Sigurjón Finnsson. Í dag kveð ég ömmu Herm- ínu, sem náði þeim merkilega áfanga að verða 99 ára gömul. Amma Hermína bjó í Ameríku alla mína barnæsku og var því ekki þessi alvöru amma eins og þær sem ég ólst upp með. Amma kom nokkrum sinnum til Íslands og man ég sérstaklega eftir einu skipti, í kringum 1982. Ég man hvað mér þótti hún fal- leg og glæsileg. Hún tók okkur frænkurnar allar í handsnyrt- ingu þennan dag, klippti negl- urnar og lakkaði. Ég heimsótti ömmu með foreldrum mínum og systur 1979 til Ameríku og var það mikið ævintýri. Ég dvaldi þá hjá henni í nokkra daga árið 1989. Þá fengum við okkur einn drykk á hverjum degi, sem okk- ur leiddist ekki. Ég kveð ömmu mína og er þakklát fyrir þær fáu en góðu stundir sem ég átti með henni. Guðlaug Jónsdóttir. Hermína Sigurjónsdóttir Það eru hlýjar hugsanir og þakk- læti sem koma upp, þegar ég hugsa til Rögnu ömmu. Amma var einstök kona, og verð- ur skrýtið að fara til Ólafsfjarðar og koma ekki við hjá henni, setja 2-3 kubba í púsluspilið á stofu- borðinu. En amma var alltaf að púsla og fannst henni gott að fá aðstoð þegar réttur kubbur fannst ekki. Þær voru ófáar stundirnar sem við amma sátum saman og hún sagði mér skemmtilegar sögur úr sínu lífi, amma var mikill húmoristi og átti auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. Hún sagði svo skemmtilega frá að oft var ég hætt að sjá fyrir tárum. Amma var mikil hannyrða- kona og sat aldrei aðgerðalaus, hún saumaði, prjónaði og föndr- aði. Meðan afi lifði var hann öll- um stundum í bílskúrnum, að smíða og renna ýmsa fallega hluti, og á maður marga fallega Ragna Matthíasdóttir ✝ Ragna Matt-híasdóttir fæddist 24. septem- ber 1962. Hún lést 4. maí 2019. Útför Rögnu fór fram 15. maí 2019. muni eftir þau. Þetta gerðu þau mest á veturna, því á sumrin átti hús- bíllinn hug þeirra allan. Þau voru í Flökkurum – félagi húsbílaeigenda, og voru dugleg að fara með þeim í ferðir og þvældust um landið líka tvö ein. Ef ég náði á þau heima á sumrin þá sagði amma: „Þú ert heppin, við komum bara til að setja í þvottavélina, það var allt orðið skítugt.“ Þau voru farin aft- ur þegar búið var að fylla hús- bílafataskápinn. Ömmu var alltaf umhugað um afkomendur sína, hún fylgdist vel með hverjum og einum og var stolt af stóra hópn- um sínum. Amma var þakklát fyrir líf sitt og tilbúin að fara í síð- ustu ferðina sína. Elsku amma, takk fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við átt- um saman, ég geymi þær í hjarta mínu og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég veit að þér líður vel núna enda komin til afa sem er örugglega að elda steik handa þér eins og honum einum var lagið. Saknaðarkveðjur. Kristín Aðalsteinsdóttir. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, – seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) 5. júní átti systir okkar afmæli. Hún hefði orðið 70 ára í þetta sinn en hún lést í ágúst 2018. Við systkinin minnumst hennar með söknuði. Auðvitað megum við þakka fyrir að hafa fengið að hafa hana þó svona lengi. Hún var með léleg lungu. Já, mjög léleg lungu – svo kannski ættum við bara að fagna með henni því nú dansar hún örugg- Auður S. Sæmundsdóttir ✝ Auður StefaníaSæmundsdóttir fæddist 5. júní 1949. Hún lést 9. ágúst 2018. Útför Auðar Stefaníu fór fram 30. ágúst 2018. lega um himininn með englunum og blæs ekki úr nös! Hún var einstök perla, afar fágæt perla eins og segir í ljóði Sigurbjörns Þorkelssonar en það ljóð endar á þessum orðum: Blessuð sé minning einstakrar perlu. Vertu sæl systir, – yndi og líf þeim garði sem þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. (Þ.V.) Eins og djúpan ilm, sem fer aldrei burt, en heldur sér, minning um þig innst ég geymi, ímynd þinni úr huga mér aldrei gleymi – öðru ég gleymi – ekki þér. (Y.J.) Rúna, Kolbrún og Sigurður Rúnar. Ástkær bróðir minn og frændi okkar, ODDGEIR PÁLSSON frá Miðgarði, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 2. júní. Jarðarför fer fram frá Kapellunni í Fossvogi föstudaginn 7. júní klukkan 11. Anna Regína Pálsdóttir og systkinabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Syðra-Skógarnesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Brákarhlíðar fyrir umhyggjusemi og góða aðhlynningu. Kristín S. Traustadóttir Hallgrímur Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir Hallfríður Traustadóttir Sigurþór Ólafsson Elva Traustadóttir Georg Óskarsson og ömmubörn Fyrir rúmum tutt- ugu árum þegar ég kom til Tálknafjarð- ar sem nýr sveitar- stjóri þá átti ég eftir að kynnast góðu samstarfsfólki hjá hreppnum sem allt átti eftir að reynast mér mjög vel. Fyrstu samstarfsmenn mínir sem ég kynntist voru þau heiðurs- hjón Ársæll og Jóhanna, eða Sæli og Hanna. Ársæll var í hlutverki hafnarvarðar og hélt utan um hafn- armálin með miklum ágætum og Hanna hélt utan um íþróttahúsið og sundlaugina og stóð sig eigi síð- ur. Í þrjú ár átti ég eftir að deila með þeim mörgum kaffibollum bæði á voginni, í íþróttahúsinu, á skrifstofunni en einnig heima hjá þeim. Alltaf var jafn gaman að hitta þau og spjalla um heima og geima. Ég var fljótur að fatta að Sæli var ekki bara hver sem er. Hann Ársæll Egilsson ✝ Ársæll Egilssonfæddist 2. sept- ember 1931. Hann lést 18. maí 2019. Útför Ársæls fór fram 25. maí 2019. var mikill fagmaður, þrautreyndur skip- stjóri og mikil aflakló. Lærði ég mikið af honum hvað varðar fiskveiðar, þessa undirstöðuat- vinnugrein okkar Ís- lendinga og ekki var mikið mál fyrir mig að hafa titil sem hafn- arstjóri með annan eins mann mér við hlið. Okkar samstarf var alltaf með miklum ágætum. Sæli var einnig litrík og skemmtileg persóna sem ætíð var hress, þótt auðvitað hefði hann skap og gæti byrst sig ef svo bar undir. Sérstaklega naut ég þess að fara með honum á hafna- þing í Vestmannaeyjum og var samveran með Sæla þar stór- skemmtileg. Hann þekkti ótrúlega marga frá tíma sínum sem skip- stjóri og var hrókur alls fagnaðar. Við sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur og þökk- um fyrir kynnin af Sæla og Hönnu. Þau voru frábær bæði hvort um sig, en ekki síst saman. Björn Óli Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.