Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 52
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Súkkulaðibitakökur með grískri jógúrt 1½ dl kókosolía 2¼ dl púðursykur 1 dl döðlusykur frá Rapunzel 2 egg 1 tsk. vanilludropar 5 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 dl grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum 100 g hvítt súkkulaði 100 g dökkt súkkulaði Hrærið saman sykur og kókosolíu, bætið svo einu eggi út í í einu og hrærið vel á milli. Bætið því næst vanilludropum út í. Setjið hveiti, lyftidufti, salti saman við ásamt grískri jógúrt, blandið var- lega saman við. Skerið súkkulaðið niður í grófa bita og bætið úr í, blandið saman með sleikju. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið það í 2-3 tíma eða yfir nótt, eftir því hvað hentar best. Kveikið á ofninum og stillið á 190°C. Notið matskeið til að skammta hverja köku, mótið kúlu með lófunum og raðið á smjörpappír, passið að hafa gott bil á milli þar sem kökurnar fletj- ast út í ofninum. Bakið í 10-12 mín. Súkkulaðibitakökur með grískri jógúrt Það er fátt betra á fögrum degi en nýbökuð súkkulaðibitakaka. Hvað þá ef hún inniheldur ekki alveg jafn mikinn sykur og maður á að venjast. Þessar dásemdarkökur koma úr smiðju Lindu Ben. og ættu því engan að svíkja. Einstakt góðgæti Kökurnar eru sérlega bragðgóðar og renna ljúflega niður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Við erum að vinna mikið með kóreskar bragðtegundir og hráefni sem við leggjum upp með smá LA-snúningi. Það er ekkert heilagt hjá okkur,“ segir matreiðslumað- urinn Atli Snær sem á og rekur KORE. Í upphafi þegar við opnuðum í Granda mathöll var hugmyndin að þetta yrði lítið fjölskyldufyrirtæki. Ég ætlaði að vera þar og „dunda mér með stráknum mínum. Við sáum mjög fljótt að við þyrftum töluvert af fólki í vinnu til að geta annað eftirspurninni. Í dag hefur því „fjölskyldan“ stækkað til muna. Þetta er æðislegt lið sem hefur unnið með okkur nánast frá upphafi,“ segir Atli. Fjölskyldan stækkar „Þegar við opnuðum KORE í Granda mathöll óraði okkur ekki fyrir þessum móttökum. Móttökunar í Granda mathöll voru ævintýri líkastar og dag erum við með mjög stóran hóp af fastakúnum og við heyrum fólk oft tala um hvað það væri gott ef við værum á fleiri stöð- um. Þegar við sáum Kringluna auglýsa eftir þátttöku í nýju matartorgi sáum við það sem kærkomið tækifæri til þess stækka við okkur.“ Að sögn Atla hafa viðtökurnar verið afar góðar. „Það hefur aukist mikið að fólk sé að skjótast inn á Kringlu- torg til okkar og grípa mat með sér. Við sjáum mikið af sömu andlitunum aftur aftur sem er alltaf mjög góðs viti. Samsetning veitingastaða á Kringlutorginu er mjög flott og skemmtileg viðbót við aðra staði sem eru fyrir í hús- inu. Staðirnir sem eru á nýja Kringlutorginu eru Fjár- húsið, KORE, JÖMM, Tókýó sushi og Halab Kebab.“ KORE opnar í Kringlunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Í alfaraleið Nýja matartorgið í Kringlunni er í alfaraleið og þar eru spennandi veitingastaðir. Vinsælir vængir Kjúklingavængirnir á KORE hafa verið einstaklega vinsælir. Á dögunum var opnað nýtt matartorg í Kringlunni en þar kennir ýmissa grasa eins og við er að búast. Einn vinsælasti staðurinn í Granda mathöll opnaði þar sitt annað útibú en hann ber nafnið KORE og er svokölluð „steet food“- búlla undir kóreskum áhrifum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.