Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 58

Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is  Svisslendingurinn Gianni Infant- ino var í gær endurkjörinn forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambands- ins, til næstu fjögurra ára á þingi sambandsins í París. Infantino, sem áður var framkvæmdastjóri UEFA, er 49 ára gamall og tók við embættinu í febrúar 2016, eftir að Sepp Blatter neyddist til að segja af sér í kjölfar spillingarmála.  Svíinn Lennart Johansson, sem margir hafa kallað „föður Meist- aradeildar Evrópu“ er látinn, 89 ára að aldri. Johansson var forseti UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í sautján ár, frá 1990 til 2007, og var um skeið varaforseti FIFA. Hann sagð- ist síðar vera stoltastur af því verki sínu að hafa komið Meistaradeildinni á laggirnar en hún kom í stað Evr- ópukeppni meistaraliða árið 1992.  Halla Margrét Hinriksdóttir, mark- vörður kvennaliðs HK/Víkings í knatt- spyrnu, spilar ekki með liðinu á næst- unni. Í ljós er komið að hún er með illa brotinn fingur og hefur hún spilað þannig síðustu tvo leiki, en Halla skýrði frá því í samtali við Fótbolta.net. HK/Víkingur teflir í staðinn fram bandaríska mark- verðinum Aud- rey Baldwin sem kom til liðsins frá Ísrael á dögunum en spilaði með Kefla- vík og Fylki fyrir nokkrum árum. Eitt ogannað EM 2020 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Fyrir ári var Gylfi Þór Sigurðsson ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem var handan við hornið í Rúss- landi. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur árum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Nú eftir slétt ár getur landsliðið svo verið að undirbúa sig fyrir Evr- ópumótið 2020, en til þess þarf liðið að komast áfram í undankeppninni. Framundan eru tveir heimaleikir á Laugardalsvelli, við Albaníu á laug- ardag og Tyrkland á þriðjudag, sem geta ráðið miklu um hvað möguleika Íslands varðar um að komast á þriðja stórmótið í röð. „Ef við náum í tvenn góð úrslit í þessum leikjum er allt mögulegt, en síðan ef þetta fer á hinn veginn er þetta strax orðið mjög erfitt,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson þegar hann ræðir við Morgunblaðið fyrir æfingu landsliðsins á sólríkum Laugardals- velli í gær. Hann segir að það að hafa þegar komist á tvö stórmót, bæði EM og HM, geri leikmenn enn hungraðri að vilja komast á EM á ný, þvert á það sem sumir hafa haldið fram. „Einhverjir halda að vegna þess að við höfum farið á stórmót áður þá sé ekki jafn mikill metnaður að komast þangað aftur, en eftir að hafa upp- lifað svona lagað þá viltu gera það aftur og það er mun sterkari tilfinn- ing. Fyrir mig persónulega eru þessi stórmót það skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum ferli. Upplifunin og stemningin að vera á stórmótum er einstök og við allir sem vorum þar, og strákarnir sem hafa ekki upplifað þetta áður, erum staðráðnir í að gera allt sem við getum til þess að komast á annað stórmót,“ segir Gylfi, en veit að leiðin þangað er síður en svo greið. Leikir sem ráða framhaldinu Eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum má segja að Ísland sé á pari. Sigur gegn Andorra var nauðsynlegur og tap fyrir Frökkum á útivelli var eitt- hvað sem ef til vill var viðbúið, það að fá eitthvað út úr honum hefði verið hreinn bónus. Baráttan um annað sætið er hins vegar líkleg til þess að vera á milli Íslands, Albaníu og Tyrk- lands og því munu þessir tveir leikir ráða miklu. „Þetta eru tveir mjög stórir leikir fyrir okkur sem munu örugglega ráða því hvernig riðillinn mun þróast hjá okkur. Það er svo mikilvægt að byrja riðilinn vel. Ef við náum í tvenn góð úrslit erum við búnir að vinna þrjá af fjórum leikjum, sem er mjög sterkt og búnir að spila við Frakkana úti. En Albaníuleikurinn verður gríð- arlega erfiður. Þótt þeir séu kannski ekki mjög ofarlega á heimslistanum þá voru þeir í úrslitakeppni EM og eru með marga góða leikmenn, svo þetta verður mjög erfitt.“ Þó að hugurinn sé fyrst og fremst á fyrri leiknum gegn Albaníu á laug- ardag þá er Tyrkjaleikurinn einnig handan við hornið. Þar er andstæð- ingur sem við höfum oft mætt á síð- ustu árum, enda voru þjóðirnar sam- an í riðli bæði í undankeppni EM 2016 og HM 2018. Hjálpar það ís- lenska liðinu að þekkja Tyrkina vel? „Já og nei. Það er gott að spila við lið þegar þú veist nokkurn veginn út í hvað þú ert að fara. En við erum bún- ir að mæta þeim það oft að þeir eru farnir að þekkja okkur líka mjög vel,“ segir Gylfi. Kannski verið of gott veður Gylfi tekur undir að það að spila á heimavelli geti skipt miklu máli, enda hafi liðið náð í lykilúrslit í þessum júníleikjum í síðustu undankeppnum. Skemmst er að minnast sigurs á Króatíu fyrir tveimur árum sem kom Íslandi stóru skrefi nær HM. „Já, fyrst það er leikið yfir sum- arið þá er frábært að fá tvo heima- leiki og það hefur gengið mjög vel í þessum leikjum. Völlurinn er frábær og veðrið hefur verið geggjað, kannski of gott samt. Það hefði verið betra að vera í skítakulda og rign- ingu,“ segir Gylfi og glottir, enda oft þekkt að gestaþjóðir kunni illa við ís- lenska slagveðrið. Sáttur en vill alltaf gera betur Gylfi mætir klár í slaginn í leikina tvo eftir að hafa átt afar gott tímabil með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þar spilaði hann alla 38 deildarleiki liðsins, var markahæstur með 13 mörk og lagði upp önnur sex. „Já, ég er nokkuð sáttur en auðvit- að vill maður alltaf gera betur. Sem lið endum við tímabilið mjög vel. Það kom kafli í desember eða janúar þar sem við eiginlega klúðruðum tíma- bilinu. En heilt á litið var þetta bara mjög fínt,“ segir Gylfi Þór Sigurðs- son við Morgunblaðið. Gerum allt til að upplifa fleiri stórmót  Gylfi Þór Sigurðsson segir engan saddan í landsliðinu eftir fyrri árangur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undirbúningur Gylfi Þór Sigurðsson hitar upp á Laugardalsvellinum. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson æfði ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á Laug- ardalsvelli í gærmorgun, þremur dögum fyrir leikinn gegn Albaníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer þar á laugardag. Aron Einar er þó ekki að glíma við meiðsli, en í stað þess að æfa á grasi með liðinu æfði hann í æf- ingasal. Þekkt er að Aron Einar tekur ekki alltaf þátt í öllum æfing- um landsliðsins fyrir leiki og á þátt- taka hans í leiknum gegn Albaníu og svo gegn Tyrklandi á þriðjudag því ekki að vera í hættu. Þá var Birkir Már Sævarsson ekki með landsliðinu á æfingunni í gær, en hann fékk leyfi af persónu- legum ástæðum. Hann er þó heill heilsu og ekki að glíma við meiðsli. Þá kemur markvörðurinn Ingvar Jónsson til móts við liðið í dag. Kapphlaup hjá Jóhanni Berg Enn ríkir óvissa með Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann kom aftur til landsins frá Dublin í gær eftir að hafa verið sendur þangað til sérfræðings sem vann með hon- um þegar hann meiddist í kálfa í vetur og missti úr leiki með Burn- ley í ensku úrvalsdeildinni. Vonir standa til að meiðsli Jó- hanns séu ekki alvarleg. Hann meiddist einnig á kálfa í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi síðasta sumar, en var mættur aftur á völl- inn í þriðja leiknum tíu dögum síð- ar. Ef meiðslin reynast smávægileg er hann þó samt í kapphlaupi við tímann að verða leikfær í tæka tíð. Aron Einar er klár en æfði ekki með liðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EM 2020 Jóhann Berg Guðmunds- son og Aron Einar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.