Morgunblaðið - 06.06.2019, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 06.06.2019, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Bezt áflest er gæðakrydd sem hentar vel með flestummat. Kryddið inniheldur meðal annars hvítlaukspipar, sítrónupipar, papriku og salt. Kryddblandan er án allra aukaefna. BEZTÁFLEST Hvítlaukskryddblanda HANDBOLTI Danmörk Annar úrslitaleikur um brons: Skjern – Bjerringbro/Silkeborg ....... 32:28  Björgvin Páll Gústavsson var varamark- vörður Skjern. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað fyrir liðið.  Skjern vann einvígið 2:0 og þar með bronsverðlaun. Umspil HM kvenna Noregur – Hvíta-Rússland ................. 31:28  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.  Noregur á HM, 65:49 samanlagt. Ungverjaland – Austurríki.................. 28:19  Ungverjaland á HM, 69:42 samanlagt. Sviss – Danmörk................................... 14:26  Danmörk á HM, 61:36 samanlagt. Þýskaland – Króatía............................. 25:21  Þýskaland á HM, 49:45 samanlagt. Svartfjallaland – Tékkland.................. 25:23  Svartfjallaland á HM, 49:49 samanlagt.  Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í 2. sæti eftir fyrsta hring á Thisted Forsikring-mótinu í golfi en það er hluti af Nordic Tour-atvinnumótaröð- inni. Guðmundur er einn þriggja sem léku á -4 höggum í Álaborg í gær en Norðmaðurinn Mats Heien er efstur á -5 höggum. Guðmundur fékk sex fugla en einn tvöfaldan skolla. Har- aldur Franklín Magnús er á -3 högg- um en Axel Bóasson í 82. sæti á +7.  Ítalski knattspyrnumarkvörðurinn Gianluigi Buffon mun yfirgefa her- búðir Paris SG þegar samningur hans við félagið rennur út í lok mánaðar. Hinn 41 árs gamli Buffon var í eitt ár í París eftir 17 ár hjá Juventus, þar sem hann varð ítalskur meistari níu sinnum. Buffon hefur þó ekki tilkynnt að hanskarnir séu komnir upp í hillu þrátt fyrir að dvölin í París sé á enda. Eitt ogannað GOLF Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir vikur og mánuði á Symetra- mótaröðinni, þar sem hún kveðst ekki hafa notið sín, hefur Ólafía Þór- unn Kristinsdóttir leikið á tveimur síðustu mótunum á stóra sviðinu, LPGA-mótaröðinni. Þar skemmti hún sér mun betur og á US Open, því golfmóti kvenna þar sem hæst verðlaunafé er í boði, munaði litlu að hún kæmist í gegnum niðurskurð. Ólafía er nú mætt til New Jersey á þriðja mót sitt í röð á LPGA- mótaröðinni, ShopRite-mótið sem hefst á morgun. Þessi 26 ára kylf- ingur vonast eftir góðum árangri á mótinu og horfir jafnframt til þess að komast inn á næsta risamót, KPMG-mótið 20. júní, sem yrði hennar áttunda risamót. Þetta eru mótin sem Ólafía vill spila á, en ár- angur hennar í fyrra dugði ekki til að fá fullan keppnisrétt á LPGA í ár heldur aðeins takmarkaðan. Því hef- ur hún til að mynda spilað á sex mót- um á Symetra-mótaröðinni sem er sú næststerkasta í Bandaríkjunum. „Það er búið að vera mjög erfitt að vera á Symetra-mótaröðinni. Ég er ekki búin að finna mér gott hugarfar þar. Það vantar einhvern eldmóð í mig á þeim mótum og ég þarf að finna eitthvað sem virkar. Það er smá skellur að vera þar, og mér finnst það ekki alveg jafngaman. Þegar ég komst inn á Pure Silk- mótið [á LPGA-mótaröðinni, 23. maí] fann ég hvað allt var ótrúlega skemmtilegt. Ég gleymdi mér alveg við æfingar og var úti á vellinum í 11 klukkutíma, og það flæddi einhvern veginn allt betur hjá mér. Þetta var miklu skemmtilegra og mér fannst ég vera að berjast fyrir einhverju,“ segir Ólafía við Morgunblaðið. Hún var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á US Open um síðustu helgi og tryggja sér þar með verðlaunafé. „Það gekk alveg mjög vel á mótinu. Ég spilaði vel og fyrri dag- inn féll meira með mér. Ég byrjaði kannski ekkert rosalega vel en átti svo miðkafla þar sem ég vann högg til baka og á lokaholunni kom ég mér aftur á parið. Seinni daginn spilaði ég mjög svipað golf, en það var nátt- úrlega búið að stilla „pinnanum“ upp á erfiðum stöðum á flötunum, svo það var aðeins erfiðara að setja nið- ur púttin sem ég hafði verið að setja niður daginn áður. Skorið var því ekki eins gott seinni daginn.“ Góðar líkur á risamóti í júní „Það var mjög erfitt að missa svona af niðurskurðinum, þannig að mér leið ekkert svakalega vel eftir það. En spilamennskan er alveg að fara í rétta átt og maður getur sætt sig við þetta. Svona US Open-vellir eru ekkert auðveldir. Það er nokkuð gott að vera alveg við það að komast í gegn á einu sterkasta móti ársins, en það er ekki létt að sjá það frá því sjónarhorni þegar maður er nýbúinn að missa af því,“ segir Ólafía. Eins og fyrr segir er hún með fleiri risa- mót í sigtinu, en alls eru fimm risa- mót á ári í golfi kvenna: „Ég held að ég geti ekki komist á Evian [25.-28. júlí] nema í gegnum stöðu á stigalista og ég mun þurfa að fara í úrtökumót fyrir Opna breska [1.-4. ágúst]. En það eru svo góðar líkur á að ég geti spilað á KPMG- mótinu [20.-23. júní], annaðhvort með því að fá boð eða með því að standa mig vel á mótinu núna og vinna mér inn sæti sjálf,“ segir Ólafía, sem er því kannski ekki með eins skýra dagskrá eins og í fyrra: „Ég fékk til að mynda boðið á þetta mót hér í New Jersey síðasta föstudagsmorgun. Þetta fer bara eftir því hversu margar ákveða að taka þátt á hverju móti, og vikan eft- ir US Open er frekar erfið svo fleiri hætta við þátttöku. Það var líka yfir 38 gráða hiti á mótinu og því eðlilegt að fólk vilji taka sér pásu. Þetta var alveg klikkað. Ég var með blautt, kalt handklæði utan um hálsinn á mér, sólarhlíf, drakk nóg og reyndi að gera allt rétt til að eiga við þetta því hitinn var bara mjög brútal.“ Miklu skemmtilegri mót  Ólafía ekki fundið eldmóðinn á Symetra-mótaröðinni  Nokkuð góð á US Open en erfitt að missa af niðurskurðinum  Mætt á sitt þriðja LPGA-mót í röð Ljósmynd/@olafiakri LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik í New Jersey á sínu þriðja LPGA-móti í röð. Hún fékk boð á mótið síðastliðinn föstudag. Körfuknattleikskonan Auður Íris Ólafsdóttir er snúin aftur „heim“ til Hauka og hefur gert samning til tveggja ára við félagið. Hún var síð- ast hjá Stjörnunni en var einnig um tíma hjá Skallagrími og Breiðabliki eftir að hún fór frá Haukum 2016. „Ég er spennt að fá spila með litlu systur og spila í Ólafssal,“ seg- ir Auður, en Sigrún systir hennar leikur með Haukum og nýr heima- völlur liðsins er nefndur í höfuðið á föður þeirra, Ólafi E. Rafnssyni heitnum. Auður var valin varn- armaður ársins í vor. Systurnar saman í „pabbasal“ Morgunblaðið/Eggert Öflug Auður Íris Ólafsdóttir átti góða leiktíð með Stjörnunni í vetur. Íslandsmeistarar Selfoss í hand- knattleik karla hafa ákveðið að skrá lið sitt til leiks í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Dregið verður í keppninni 26. júní og þá verður ljóst hvort Selfoss fer í for- keppni eða beint í riðlakeppnina þar sem liðið fengi að reyna sig við afar erfiða andstæðinga. Ísland er í 17. sæti af 42 þjóðum á styrk- leikalista EHF og því ekki útilokað að Selfoss sleppi við forkeppni. Selfoss er enn án þjálfara eftir að Patrekur Jóhannesson tók við Skjern í Danmörku. Selfoss ætlar í Meistaradeildina Ljósmynd/Guðmundur Karl Meistarar Grímur Hergeirsson, fyrirliði, með verðlaunagripinn. Handknattleiksmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvals- deildarfélagið KIF Kolding og er genginn til liðs við það frá Aftureldingu. Árni Bragi er 24 ára gamall örvhentur hornmaður sem einnig getur spilað í skyttustöðunni. Hann hittir fyr- ir Ólaf Gústafsson hjá Kolding, en liðið rétt slapp við fall úr dönsku úrvalsdeildinni í vor. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa liðinu að komast aftur á meðal þeirra bestu þar sem það á heima,“ sagði Árni Bragi við heimasíðu Kolding. KIF Kolding er sigursælasta handknattleikslið Dan- merkur og hefur 14 sinnum hampað meistaratitlinum. Það hefur þó gengið í gegnum rekstrarerfiðleika og síðasta haust var meðal annars óskað eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Áður en til þess kom fengust þó nýir eigendur að borðinu og björguðu félaginu frá þroti. yrkill@mbl.is Árni Bragi á sigursælar slóðir Árni Bragi Eyjólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.