Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
FRÉTTASKÝRING
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það fyrsta sem maður hugsar þeg-
ar stórar fréttir berast í viðskipta-
lífinu er hvernig gengi krónunnar
kemur til með að breytast,“ segir
Ólafur Örn Niel-
sen, eigandi vef-
síðunnar Gengi.is
og forstjóri Kol-
ibri, um mikinn
vöxt heimsókna á
vefsíðuna Gengi-
.is í marsmánuði
fyrr á þessu ári.
Líkt og sjá má
á línuritinu hér
til hliðar ríflega
tvöfaldaðist fjöldi
heimsókna á vefinn undir lok mán-
aðarins. Að sögn Ólafs má rekja
vöxtinn til fréttaflutnings af falli
flugfélagsins WOW air.
Alls voru heimsóknir á vefinn
1.609 talsins þann 27. mars, en til
samanburðar voru heimsóknirnar
ríflega 3.500 talsins þegar félagið
féll degi síðar.
Eðlilegt að spurningar vakni
„Ég var að skoða grafið og sá al-
veg svakalega aukningu daginn
sem WOW air fer í þrot. Maður fór
að skoða þetta nánar og velta upp
hugmyndum um hvað gæti hafa
gerst. Eftir að hafa kannað málið
áttaði ég mig á því að WOW air var
orsakavaldurinn. Í kringum gjald-
þrotið bárust margar fréttir og
óvíst var hvaða áhrif þetta gat
haft,“ segir Ólafur og bætir við að
eðlilegt sé að spurningar vakni hjá
fólki þegar eins stórt fyrirtæki og
WOW air verður gjaldþrota. Sjálf-
ur hafi hann haft áhyggjur af því
hvaða áhrif fall félagsins hefði á
gengi krónunnar.
„Fólk bregst við því sem það les í
fjölmiðlum og fregnir sem þessar
vekja strax spurningar um gengi
krónunnar. Á þeim tíma sem WOW
air féll var ég á leið erlendis með
fjölskyldunni og við áttum eftir að
borga gistinguna. Til að verja okk-
ur gegn hugsanlegu gengisfalli
ákváðum við að kaupa dollara. Það
sem var athyglisvert var að sjá
hversu margt fólk var í sömu
erindagjörðum en útibúið var troð-
fullt af fólki,“ segir Ólafur.
Nú eru liðin um sex ár frá því að
Gengi.is fór fyrst í loftið. Að sögn
Ólafs hafa vinsældir vefsins aukist
jafnt og þétt, en mánaðarlegar
heimsóknir eru að meðaltali um 40
þúsund talsins. Þá var stofnun vefs-
ins einskonar gæluverkefni sem
sett var á laggirnir með það fyrir
augum að auðvelda fólki aðgang að
öflugum myntbreyti.
Notkunin aukist jafnt og þétt
„Þetta er orðinn sex ára gamall
vefur sem er gæluverkefni á okkar
vegum og ekki hluti af okkar
kjarnastarfsemi. Ástæðan fyrir því
að við fórum á stað með þetta verk-
efni er sú að við sáum á sínum tíma
tækifæri til að búa til skemmtilega
vöru. Til marks um það má benda á
að við höfum ekkert auglýst Gengi-
.is og þrátt fyrir það hefur verið
mikil stígandi í notkuninni. Vefur-
inn er alltaf að stækka og nú eru í
kringum 20 þúsund manns sem
nota vefinn mánaðarlega,“ segir
Ólafur og bætir við að vefurinn sé
fyrst og fremst hugsaður sem skil-
virk og einföld leið fyrir einstak-
linga og fyrirtæki þegar kanna á
gengi gjaldmiðla.
„Gengi íslensku krónunnar gagn-
vart öðrum myntum hefur áhrif á
daglegt líf fólks og rekstur fyrir-
tækja í útflutningsgreinum. Gengið
hefur auðvitað áhrif á allt verðlag
og með aðgengilegri gengisreikni-
vél er hægt að nálgast gengi gjald-
miðla á skjótan og einfaldan máta,“
segir Ólafur.
Áhuginn aldrei verið meiri
Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sem nýtti sér myntbreyti Gengi.is ríflega tvö-
faldaðist daginn sem WOW air féll Um 40 þúsund mánaðarlegar heimsóknir
Gengisáhugi
» Ríflega 20 þúsund ein-
staklingar nýta sér Gengi.is í
hverjum mánuði.
» Áhuginn aldrei verið meiri
en eftir fall WOW air.
» Gjaldþrotið olli áhyggjum
meðal almennings sökum
óvissu um gengisbreytingar.
hún að meðaltali verið 6,8%. Á eftir
honum í fimm ára mælingunni kem-
ur svo Lífeyrissjóður Vest-
mannaeyja með 5,0% og Gildi, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna og
LSR þar á eftir með 4,8%. Þegar lit-
ið er til 10 ára er Frjálsi lífeyris-
sjóðurinn næstur á eftir sjóði
starfsmanna Búnaðarbankans með
4,9% eins og Lífeyrissjóður Tann-
læknafélags Íslands. LSR er í
fjórða sætinu með 4,8%, Lífeyr-
issjóður verslunarmanna með 4,6%
í fimmta sætinu og Gildi í 14. sæti
með 3,9%. Lökustu ávöxtunina til
fimm ára hefur Lífeyrissjóður
bankamanna (aldursdeild) eða 3,5%
en litið til tíu ára rekur Stapi lífeyr-
issjóður lestina með 2,7%.
Á vefnum lifeyrismal.is hefur nú
verið birt yfirlit yfir raunávöxtun
íslenskra lífeyrissjóða. Annars veg-
ar er horft til fimm ára og hins veg-
ar 10 ára ávöxtunar. Ávöxtun milli
sjóða er ekki fyllilega samanburð-
arhæf þar sem sumir sjóðir gera
upp skuldabréfaeign sína á svokall-
aðri kaupkröfu en aðrir á gang-
virði. Hins vegar gefa upplýsing-
arnar grófa mynd af gengi sjóð-
anna á síðustu árum.
Sá sjóður sem kemur best út í
fimm og 10 ára viðmiðum er
Lífeyrissjóður starfsmanna Bún-
aðarbanka Íslands, sem enn er
starfræktur en er lokaður fyrir nýj-
um sjóðfélögum. Fimm ára ávöxtun
hans er 5,7% og síðustu 10 ár hefur
Afar mismunandi raunávöxtun
Samtryggingardeildir lífeyrissjóða
Morgunblaðið/Jim Smart
Sjóðir Á lifeyrismal.is má skoða raunávöxtun fimm og 10 ár aftur í tímann.
● Í maí flutti Icelandair 419 þúsund far-
þega eða 14% fleiri en í maí á síðasta ári.
Á sama tíma jókst framboð félagsins um
7% og því hækkaði sætanýting félagsins
úr 77,7% í 82,5%. Farþegum fjölgaði á
öllum mörkuðum að sögn félagsins en
mest á markaðnum til Íslands eða um 36
þúsund. Nemur fjölgunin í þeim flokki því
33%. Stærsti markaðurinn var þó sá
sem lá um Norður-Atlantshafið eða 50%
af heildarfarþegafjölda. Þar nam aukn-
ingin aðeins 4%.
Farþegum Air Iceland Connect fækk-
aði um 8% milli ára og voru þeir 25 þús-
und talsins. Sætanýtingin var 69,2% og
jókst um 7,2 prósentustig milli ára.
Farþegum Icelandair
fjölgaði um 14%
7. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.5 124.08 123.79
Sterlingspund 157.02 157.78 157.4
Kanadadalur 92.28 92.82 92.55
Dönsk króna 18.624 18.732 18.678
Norsk króna 14.22 14.304 14.262
Sænsk króna 13.085 13.161 13.123
Svissn. franki 124.52 125.22 124.87
Japanskt jen 1.1399 1.1465 1.1432
SDR 170.91 171.93 171.42
Evra 139.11 139.89 139.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.9156
Hrávöruverð
Gull 1337.75 ($/únsa)
Ál 1751.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.58 ($/fatið) Brent
● Harpa Jóns-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
fjármálastöðug-
leikasviðs Seðla-
banka Íslands, hef-
ur verið ráðin í
starf fram-
kvæmdastjóra Líf-
eyrissjóðs starfs-
manna ríkisins.
Hún tekur við starfinu síðar í sumar
þegar Haukur Hafsteinsson lætur af
störfum en hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri sjóðsins frá árinu 1985.
Harpa er með BS-gráðu í stærðfræði
frá Háskóla Íslands og meistara- og
doktorspróf í verkfræði frá Tækni-
háskóla Danmerkur.
Hrein eign LSR til greiðslu lífeyris í
lok árs 2018 nam 872,8 milljörðum
króna.
Harpa yfir Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins
Harpa Jónsdóttir
STUTT
Heimsóknir á vefsíðuna Gengi.is í mars 2019
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31
Heimild: Gengi.is/Kolibri
47.842 heimsóknir í marsmánuði
Ólafur Örn
Nielsen
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn