Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 14

Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ónefnd frétta-stofa réð sérilla vegna dönsku kosning- anna. Hún endurtók að flokkur jafn- aðarmanna væri að vinna þar sigur. Sá flokkur var þá að taka á móti úrslitum upp úr kössum sem danskir fréttaskýrendur sögðu að yrðu þau næstverstu í meira en öld. Og fréttastofan þessi fagnaði því einnig sérstaklega að nú brygði rauðum lit á Svíþjóð, Finnland og Danmörku. Ekki stendur hugur til að spilla gleði þeirra sem ráða sér ekki fyrir flokkselsku sinni og gleyma jafnan öllum skyldum sínum vegna þess. Í Svíþjóð þrásitur vissulega forsætisráðherra úr röðum krata eftir tvær verstu kosningar flokks hans í röð um hundrað ára skeið. Hann fær að hokra í minnihlutastjórn þar sem flokkar hægra megin við miðju vildu útiloka flokk sem hefur hvað mest fylgi með kjósendum. Í Finnlandi náði flokkur sósíal- demókrata því naumlega að verða stærstur á meðal jafninga og samkvæmt finnskri hefð fær sá flokkur forsætisráðuneytið. En flokkurinn myndaði stjórn yfir miðjuna til hægri eins og segir í norrænum fjölmiðlum. Sá flokkur sem vann mest á í kosningunum í Danmörku var flokkur Lökkes forsætisráðherra sem þykir nokkurt afrek hjá sitj- andi forsætisráðherra. En frétta- stofan þessi getur með pínulitlum rétti, og meiri en hún telur sig að jafnaði þurfa til að réttlæta vafa- samar fullyrðingar, sagt að leið- togi danskra krata sé sigurvegari kosn- inganna þótt hann standi í stað. Ástæð- an er sú að Fólka- flokkurinn tapaði miklu fylgi. Öllum fréttaskýrendum í Danmörku ber sam- an um að það gerðist vegna þess að krat- arnir hefðu tekið upp innflytj- endastefnu Fólkaflokksins! En það var einmitt hin „ógeðslega“ innflytjendastefna, studd af „hat- ursumræðu“ sem réttlætti að enginn flokkur taldi sig af sið- ferðisástæðum geta verið í stjórn með flokknum. En kratarnir gátu tekið upp hina ógeðslegu og hat- ursfullu stefnu þyrfti það til svo komast mætti í ríkisstjórn! Stefnan fordæmda, sem syst- urflokkur íslensku Samfylking- arinnar hefur nú tekið upp, er harðlega fordæmd af öllumeins- flokkunum á Alþingi. Þessi nú- verandi stefna systurflokksins í Danmörku varð til þess að þing- maður Samfylkingar þoldi ekki við og fór með rassaköstum út af þingpalli á Þingvöllum þar sem látið var eins og fyrirmenni væru að minnast fullveldis en enginn Íslendingur mætti þó til að horfa á, enda vitað að stuðnings við full- veldið var ekki að vænta frá þeim palli. En nú er spurt: Þegar öllum ber saman um það að flokkur Danskra jafnaðarmanna hefur fyrir allnokkru tekið upp innflytj- endastefnu Piu Kjærsgaard og félaga mun ekki Samfylkingin ís- lenska höggva á öll tengsl við þennan nýja flokk „haturs og ras- isma“? Fréttin úr dönsku kosningunum er samdóma fullyrð- ingu um að Sósíal- demókratar hafi tekið upp fordæmda innflytjendastefnu} Verða ný rassaköst? Vladimír PútínRússlands- forseti ræddi við alþjóðlega fjölmiðla í gær í tilefni af sér- stakri viðskipta- ráðstefnu sem haldin var vegna heimsóknar Xis Jinpings, forseta Kína. Kom margt forvitnilegt fram í máli forsetans, en eitt af því sem vakti mikla athygli var að Pútín sagðist reiðubúinn til þess að draga Rússland úr nýja START-samkomulaginu, sem undirritað var árið 2010, en það takmarkar fjölda þeirra kjarn- orkuodda sem Bandaríkin og Rússland mega eiga. Samkomulagið er sem slíkt ein arfleifð kalda stríðsins og þeirra afvopnunarsamninga sem gerðir voru á milli risaveldanna, en þeir hafa átt undir högg að sækja á síðustu misserum. Er þar skemmst að minnast INF- sáttmálans, sem féll óbeint úr gildi fyrr á þessu ári, þar sem hvorki Bandaríkjamenn né Rússar vilja standa við hann að óbreyttu. Yfirlýsing Pútíns í gær átti sér hins vegar aðrar rætur. Bandaríkjastjórn hefur nefni- lega ekki sýnt mikla viðleitni til þess að ræða við Rússa um að framlengja sam- komulagið fram til ársins 2026, en það á að renna út eftir tvö ár. Sagði Pútín það ljóst að ef aðrir vildu ekki halda lífi í samningnum, þá myndu Rússar ekki sitja einir eftir. Varaði hann jafnframt við því að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir alla heims- byggðina, ef nýtt og óhamið víg- búnaðarkapphlaup hæfist. Rússlandsforseti hefur þar nokkuð til síns máls. Það sem helst virðist þó standa í veginum fyrir frekari afvopnun er sú staðreynd að bæði Bandaríkja- menn og Rússar hafa horft til Kínverja, sem hingað til hafa ekki verið bundnir af neinu samkomulagi í kjarnorkuvopna- smíði sinni, og hafa jafnframt þegar hafnað því að þeir muni taka þátt í nokkru slíku samkomulagi. Pútín ætti því að beina orðum sínum að nýja besta vini sínum, Xi, og hvetja hann til að vinna með Bandaríkjunum og Rússlandi að því að draga úr fjölda kjarnorkuvopna. Er nýtt vígbún- aðarkapphlaup í uppsiglingu?} Kjarnorkusamkomulag í hættu Þ að stendur til að setja ný lög um Seðlabankann sem veikja bæði bankann og Fjármálaeftirlitið. Það stendur til að fjölga vara- bankastjórum Seðlabankans og þá geta flokkarnir skipt með sér embætt- unum. Það stendur til að stofna þjóðarsjóð með arði af orkufyrirtækjunum okkar sem einka- aðilar eiga að ávaxta í útlöndum. Það stendur til að selja hluti ríkisins í bönkunum. Það eru athafnamenn í viðskiptalífinu sem eiga áhrifamikla fjölmiðla. Það eru 10 ár frá hruni og gerendur í ís- lensku efnahagslífi eru margir þeir sömu og fyrir hrun. Það er verið að búa í haginn. SÍ og FME Nú stendur til að sameina Seðlabankann og Fjármála- eftirlitið. Frumvarpið um það bíður afgreiðslu Alþingis. Verður sjálfstæður Seðlabanki með allt fjármálaeftirlit sterkari til að takast á við framtíðaráföll? Ég efast stór- lega um það. Heildaryfirsýn á kerfisáhættu og sterkt eftirlit með fjármálageiranum er nauðsynlegt en leiðin sem ríkis- stjórnin vill fara er hins vegar afar líkleg til að veikja fjármálaeftirlit og skapa vantraust á Seðlabanka Ís- lands. Allt eftirlit með fjármálastarfsemi verður hjá Seðla- bankanum og auk þess á bankinn að framfylgja pen- ingastefnu og stuðla að fjármálastöðugleika. Þannig á að sameina stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni undir einni stofnun. Þetta er ekki sú leið sem mest hefur verið rædd og mælt með, þ.e. að sameina þjóðhags- varúð og eindarvarúð í Seðlabankanum en að Fjármálaeftirlitið sinni áfram viðskiptahátta- eftirliti og neytendavernd í sjálfstæðri stofn- un. Einn af lærdómum fjármálahrunsins var að mikilvægt sé að skýr skil séu milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafi tæki til þess að tryggja fjármálastöðugleika. Samþykki Alþingi frumvarpið um Seðla- bankann yrði hann gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun og það er mjög líklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi slíkrar stofnunar. Verið er að bjóða upp á að flokks- pólitískir hagsmunir ráði för frekar en faglegt mat við ráðningu embættismanna enda á forsætisráðherra að ráða tvo yfirmenn og fjármálaráðherra tvo. Slíkt fyrir- komulag er fullkomið fyrir gamalkunn helmingaskipti. Seðlabankastjórar verða að geta beitt sér og tekið ákvarðanir sem gætu verið óvinsælar hjá stjórnmála- mönnum, ákvarðanir sem varða hag almennings til langs tíma en þjóna ekki skammtímahagsmunum stjórnmála- manna eða flokka fyrir kosningar. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlit í sjálfstæðri stofnun. Oddný G. Harðardóttir Pistill Að búa í haginn Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. oddnyh@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á útbreiðslu plastagna í lík- ömum fólks bendir til þess að með- almaðurinn innbyrði að lágmarki 50 þúsund agnir af örplasti á ári hverju og tvöfalt fleiri ef innöndun plastagna er talin með. Þetta eru sannarlega ekki uppörvandi tölur, en neyslan er þó í reynd talin mun meiri, þar sem enn hefur aðeins lítill hluti drykkjar- vatns og matvæla verið rannsakaður. Þeir sem rannsóknina gerðu segja að þeir sem drekka oft vatn úr plast- flöskum innbyrði mun fleiri plastagn- ir en aðrir. Niðurstöðurnar er að finna í tímaritinu Environmental Science and Technology. Byggt er á gögnum úr 26 eldri rannsóknum þar sem er að finna upplýsingar um magn örplasts í fiskum, skelfiski, sykri, salti, bjór og vatni. Frá þessu er greint á vef The Guardian. Mikill mengunarvaldur Plast er gríðarlegur mengunar- valdur, er lengi að brotna niður, og hefur þegar haft mikil áhrif á fæðu- keðjuna í hafinu. Sameinuðu þjóð- irnar vilja að hvert og eitt land skrifi undir og heiti því þar með að draga verulega úr framleiðslu á plasti sem og að banna notkun einnota plasts í skrefum til ársins 2030. Á hverju ári eru framleidd yfir 300 milljón tonn af plasti og í hafinu fljóta nú að minnsta kosti fimm billjón (milljón milljónir) plasthluta, að mati vísindamanna. Enn er lítið vitað um heilsufarsleg áhrif plastagna á líkamann, en þó er talið að þær geti leitt til eituráhrifa og skaðað vefi. Meginástæðan fyrir því að plast- agnir komast inn í líkama fólks er mikil útbreiðsla einnota plasts og plastúrgangs. Plastagnir er hvar- vetna að finna í náttúrunni, í jarðvegi og höfunum, vötnum, ám og lækjum. Ráðið gegn þessum vágesti er helst talið að stórminnka notkun einnota plasts á öllum sviðum og gæta var- úðar við förgun þess. Í grein, sem birtist í apríl í vísinda- tímaritinu Nature Geoscience, kom fram að á fimm mánaða tímabili á ár- unum 2017 og 2018 féllu að jafnaði 365 örplastagnir á hvern fermetra á óbyggðu svæði í Pýreneafjöllum, í um 1.500 metra hæð, á landamærum Frakklands og Spánar. Höfðu þær borist þangað með vindum. Var mengunin sögð svipuð og í stór- borgum á borð við París. Engin heildstæð rannsókn á ör- plasti hefur verið birt hér á landi. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í desember í fyrra niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar sem sýndi að í drykkjarvatni á heimilum á höf- uðborgarsvæðinu eru að meðaltali 27 örplastagnir í hverjum lítra. Viða- mikil rannsókn á drykkjarvatni stendur nú yfir á vegum Veitna, HS Orku og Norðurorku og er niður- staðna að vænta innan tíðar. Á vegum Umhverfisstofnunar fór í fyrra fram rannsókn á örplasti í kræklingi og í maga fýla. Fannst plast í um 70% fýla og voru um 16% þeirra með meira en 0,1 gramm. Plast fannst einnig í fjörukræklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Var fjöldi örplastagna á bilinu 0 til 4 í hverjum kræklingi og voru þær í 40-55% kræklings á hverri stöð. Magnið er samt minna en í ýmsum öðrum lönd- um þar sem þetta hefur verið kannað. Dregið úr plastnotkun Eins og allur almenningur hefur orðið var vinna nú bæði opinberir að- ilar og fyrirtæki að því að draga úr plastnotkun hér á landi. Margar verslanir eru til dæmis hættar að bjóða upp á plastpoka við afgreiðslu- borðin og selja þess í stað pappírs- poka og poka úr umhverfisvænum efnum. Í gær greindu forsvarsmenn Dekkjahallarinnar frá því að fyrir- tækið hefði hafið sölu á fjölnota dekkjapokum og væri það liður í bar- áttunni við einnota plastpoka. Segja þeir að tugum tonna af dekkja- plastpokum sé hent á hverju ári. „Þetta er verkefni sem við höfum verið að vinna að í talsverðan tíma. Við leituðum eftir birgi sem myndi bjóða upp á gæðavöru. Við seljum pokana á kostnaðarverði en sömu poka er t.d. hægt að fá á Amazon á hærra verði en við seljum út og þá á eftir að borga flutning til Íslands, vörugjöld og virðisaukaskatt,“ var haft eftir Jóhanni Jónssyni, markaðs- stjóra Dekkjahallarinnar. Pokinn er einfaldur í notkun, auðveldara er að bera dekkin og auk þess verður öll umgengni um bílinn snyrtilegri þegar kemur að því að setja dekkin í bílinn. Pokana er svo hægt að setja í þvotta- vél til að halda þeim hreinum. Þess má geta að lokum að Um- hverfisstofnun auglýsir nú eftir til- nefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Verður hún veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir fram- úrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Er þetta hluti af aðgerð- um umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Innbyrðum 50 þús- und plastagnir á ári Örplast Plastagnir í sjávarsalti hafa verið kannaðar erlendis. Var 21 teg- und borðsalts t.d. athuguð í fyrra og fannst plast í þeim öllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.