Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Nýgift Sumarið er tími brúðkaupa. Þessi brúðhjón stilltu sér upp fyrir ljósmyndatöku í góða veðrinu við Hallgrímskirkju í Reykjavík í vikunni og brúðurin fékk aðstoð við að hagræða kjólnum.
Eggert
Fátt er betra en
gott siðferði. Gamall
skólameistari brýndi
gott siðferði fyrir
nemendum sínum með
því að ávarpa þá á Sal
í mergjuðum ávörpum.
Voru ávörpin nem-
endum til halds og
trausts í lífinu. Þannig
kom hann nemendum
til nokkurs þroska.
Einu sinni brá svo við að skóla-
meistarinn heyrðist muldra fyrir
munni sér, þá er hann gekk af Sal
og framhjá einum kennara við skól-
ann:
„Graður maður Brynleifur.“
Það er svo að þegar tveir herra-
menn standa andspænis öðrum og
dæma hvor annan mega þeir vita að
þeir eru báðir dæmdir.
Klausturpostular
Þegar herramenn ganga í Klaust-
urbar, þá eru herramennirnir í al-
mannarými. Þá dæmast þeir. Þegar
herramenn ganga í klaustur ganga
þeir í heim þagnar og íhugunar. Þar
er allt geymt með sjálfum sér, sem
heyrist. Þegar menn ganga í klaust-
ur, þá fylgja þeim ekki konur. Hug-
svik og blautlegar hugsanir eru ekki
leyfðar í klaustrum.
Á Klausturbar er konum jafnt
sem körlum heimill aðgangur. Sum-
ar konur ganga á Klausturbar til
þess að votta mönnum virðingu sína
og tjá lotningu vegna yfirburða
gáfna karla. Maður, sem konan hafði
þekkt lengi, hafði alltaf rétt fyrir
sér!
Konur geta einnig gengið á
Klausturbar einar og sjálfar, án allra
karla. Þær eru einar
með sjálfum sér! Ef
mikið ber við geta þær
notið skemmtunar úr
öðrum rýmum Klaust-
urbarsins. Rétt eins og
túlkun stjórnarskrár-
innar tekur mið af hug-
myndum samtímans
nota konur þau tæki
sem í boði eru í sam-
tímanum. Í stað steno-
grafíu er brúkuð upp-
tökutækni snjallsíma.
Auðvitað er meiri
skemmtan af því að eiga frumeintök
af snjallyrðum fremur en niðurrit-
anir stenografíunnar.
Orðræða greind
Þegar orðræðan er greind kemur í
ljós að Klausturbarspostular urðu
viti sínu fjær af öli, en eins og segir í
ljóðinu góða „öl birtir ört til sanns
innræti sérhvers manns“.
Þessir postular, sem sögðu það er
þeir hugsuðu, urðu ekki hlægilegir í
augum konu. Miklu fremur urðu þeir
miklir menn um stund af orðum sín-
um.
Með postullegri athugun má
greina að eigi færri en þrjú boðorð
voru brotin, og farið frjálslega um
„gullnu regluna“.
Það er að borið var ljúgvitni gegn
náunganum.
Því var lýst hvernig drýgja skyldi
hór.
Því var lýst á hvern veg hjáguðir
voru dýrkaðir.
Þá var einnig farið frjálslega með
hvað menn vildu gera öðru fólki en
það er varla það sem Klausturpost-
ular vildu að annað fólk gerði þeim.
Því var hótað að hjóla í annað fólk,
eins og mannýgir hrútar eða áfloga-
seggir í réttum.
Þegar angan draumsins á Klaust-
urbar leið hjá var lífið aftur orðið
sannleiki.
Þá kom Persónuvernd
Þar kom að Klausturpostular
töldu að sér vegið þegar taut þeirra
og karlagrobb með lofgjörðum kon-
unnar varð á almannavitorði, að nú
skyldu postularnir njóta sérstakrar
verndar Persónuverndar.
Tekið skal fram að allir eru post-
ularnir „opinberar persónur“ í þeim
skilningi, sem Persónuvernd hefur
ályktað, án löggjafar en í framsæk-
inni túlkun sinni á ímyndaðri lög-
gjöf. Hugtakið „opinber persóna“
er ekki að finna í hegningarlögum
eða öðrum verkum löggjafans.
Nú skyldi frumeintakinu af hjali
Klausturpostula eytt. Afritanir og
eftirritanir fá að lifa með fagnaðar-
erindi sitt.
Alþingi hertekið of postulum
Næst gerist það í afrekum Klaust-
urpostula, til að efla vinsældir sínar,
að þau hertaka Alþingi í nauðaein-
földu máli, sem mun ekki hafa laga-
gildi. Um margt er hegðun Klaustur-
postula lík hegðun götustráka, sem
taka gjald af öðrum fyrir að ganga
um götu sína. Í þeim samkvæm-
isleik, sem umræðan um orkumál er
komin í, er orðbragðið að vonum
smekklegra en á börum borgarinnar.
En því miður, það kemur ekkert
nýtt fram utan nýr útúrsnúningur,
nýjar rangfærslur og bollaleggingar
sem enga þýðingu hafa um eðli máls.
Um margt minnir hegðun Klaust-
urpostula og félaga þeirra á hegðan
kenjóttra barna, sem vilja ekki borða
þann mat sem er á boðstólum á
venjulegum heimilum, en til að
kaupa friðinn er börnunum boðið að
fá SS-pylsur eða pítsu að eigin vali.
Það er fyrir neðan virðingu Al-
þingis að hegða sér með þessum
hætti, þar sem siðuð hegðan er for-
senda starfshátta.
Þessi hegðan með málæði og
munnræpu er ekki að hafa skoðun,
en sennilega fljóta allsnægtir að
mönnum, sem hafa ekki skoðun á
neinu.
Svo koma siðanefndir
Alþingi hefur stofnað sér til halds
og trausts siðanefnd, sem á að fjalla
um siðbresti, sem kunna að koma
fram í háttum Alþingis.
Forseti Alþingis hefur agavald
yfir þinghaldi og getur beitt
alþingismenn vítum. Því miður er
það allt of sjaldan gert.
Siðanefnd er tilkomin vegna
kjarkleysis alþingismanna sjálfra.
Þeir telja sig ekki þess umkomna
að fjalla um félaga sína, sem þeim
ber samkvæmt þingsköpum, sem
eru lögbundnar reglur um starfs-
hætti Alþingis.
Siðanefnd getur aðeins gert
tvennt í úrskurðum sínum:
Siðanefnd getur sagt „þú framdir
siðbrest, skammastu þín, og þegiðu
svo!“ eða „þú framdir ekki siðbrest
og þú átt ekki að skammast þín!“
Annað hefur siðanefnd ekki í
vopnabúrum sínum. Þó ber að hafa
í huga að vinstrimenn og stjórn-
leysingjar eru ávallt mjög siðprúðir.
Siðbrestir til hægri og vinstri
Siðareglur, sem vinstrimenn og
stjórnleysingjar krefjast að settar
verði, ná aðeins að þeim en ekki til
þeirra. Siðbrestir eru ekki til hjá
vinstrimönnum. Vinstrafólk er bet-
ur af guði gert en annað fólk.
Vinstrimenn og stjórnleysingjar
eru ávallt með kröfur um hegningar
og hegningarauka fyrir andstæð-
inga sína, sérstaklega þá á hægri
væng stjórnmála. Bjarmalands-
ferðir til Landsdóms eru dæmi um
slíkt.
Sumir vinstriflokkar eru þó með
siða- og siðferðisnefndir í eigin mál-
um. Þær minna um margt á litlar
kommúnistasellur eða kapelána á
stúkufundum, sem gátu endurreist
þá, sem fallið höfðu í freistni eða
farið út af línunni.
Eðli máls og tittlingaskítur
Er ekki mál til komið að alþing-
ismenn ræði efnislega þau mál sem
eru á dagskrá Alþingis hverju sinni
og hætti að stunda útúrsnúning og
orðhengilshátt um það, sem ekki
skiptir máli, og annan tittlingaskít.
Og að alþingismenn séu sjálfum sér
samkvæmir á þingi og til þings. Þá
þverra siðbrestir.
Þá geta alþingismenn sagt eins
og Skáldið, „má ég bjóða þér dús
mín elskulega þjóð!“
En eins og annað skáld sagði:
Mikill
er máttur
vinsældanna
og megn.
Jú
vinsæll
verður óðara
góður og
gegn.
Eftir Vilhjálmur
Bjarnason » Þegar angan
draumsins á Klaust-
urbar leið hjá var lífið
aftur orðið sannleiki.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Af siðbrestum