Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 HÚÐÞÉTTING Besta lausnin gegn slappri huð, appelsínuhúð og húðslitum Hvað veist þú fal- legra og betra en að vera ávarpaður að morgni lífsins af höf- undi þess og fullkomn- ara: Sjá, ég verð með þér alla daga allt til enda varaldar, sama hvað? Ég veit alla vega fátt dýrmætara og þakk- arverðara en að hafa verið færður með formlegum tákn- rænum hætti í frelsarans fang af þeim sem komu mér í heiminn á sín- um tíma og elskuðu mig meira en orð fá lýst. Í fang hins eilífa lífgjafa sem hefur ritað nafn mitt með eigin hendi í lífsins bók sem ekkert efnislegt fær afmáð eða eytt. Engir sjúkdómar eða áhyggjur, vonbrigði eða höfnun. Eilíf samfylgd Frelsari heimsins, alls sem lifir, hefur heitið mér eilífri samfylgd og lofað að yfirgefa mig aldrei. Og mér finnst gott að vita til þess að hann biður fyrir mér daglega með and- vörpum sínum sem ég skil ekki og kann ekki að koma í orð. Og hann býður mér að andvarpa til sín í bæn með sama hætti. Hann sem daglega sendir mér sinn styrka andlega staf til að styðjast við í verkefnum dag- anna og til að ég geti sofnað áhyggju- laus á kvöldin af því að hann er hjá mér, vakir mér yfir og blessar. Hann sem fyllir á tankinn og gefur mér nýj- an þrótt. Ég veit nefnilega ekkert dýrmæt- ara en að hafa verið valinn í lið lífsins og fá að spila með til sigurs. Og þótt einstaka viðureignir kunni að tapast munum við saman sigra að lokum vegna hans sem sigurinn gefur. Dýrð sé Guði! Þess vegna finnst mér einnig svo dýrmætt að geta lagt allt mitt fólk, þau sem ég elska mest og alla þá sem á vegi mínum verða í Guðs hendur í trausti þess að hann muni vel fyrir sjá. Ég fel honum börnin mín, tengda- börn og barnabörn sem öll hafa einn- ig verið færð í fangið hans með formlegum táknrænum hætti í bæn um blessun hans sem skapaði þau og vill þeim vel og elskar þau út af lífinu, sama hvað. Í þakklæti fyrir lífið Því finnst mér það svo friðgefandi og nær- andi, gott og gefandi að finna að ég er ekki einn. Að við erum ekki ein. Mér finnst svo óendanlega þakk- arvert og gott að finna að við erum lífsins megin í þessari tilveru. Finna þakklætið um mig streyma og ná tök- um á mér. Því að þakklætið er svo innilega þakkarverð gjöf sem okkur er færð í fang til að lifa í og njóta. Því alltaf má finna eitthvað jákvætt, upp- örvandi og gott í öllum aðstæðum. jafnvel líka þegar maður er dapur og manni finnst allt mótdrægt. Þakklæti held ég að sé nefnilega einn mikilvægasti lykillinn að vellíð- an. Til að bæta líðan okkar held ég því að það sé afar mikilvægt að velja það að lifa í þakklæti. Að temja sér þá iðju að vera þakklátur. Njóta þeirrar gjafar og gefa hana óspart áfram. Því ég er nokkuð viss um það að fátt veiti okkur meiri hamingju en að gefa af sér og að lifa í þakklæti. Það sem við gefum af okkur fáum við nefnilega líka í flestum tilfellum svo margfalt til baka í þakklæti og vænt- umþykju betri líðan og ómetanlegri samstöðu. Með kærleiks- og friðar- og sumar- kveðju. Lifi lífið! Að vera færður í frelsarans fang Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Fátt veit ég fallegra, dýrmætara og þakkarverðara en að hafa verið færður með formlegum táknrænum hætti í frelsarans fang. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Áskoranir í öldrun- arþjónustu verða stöð- ugt fjölbreyttari. Fyrir liggur að með auknum framförum í læknavís- indum lifir fólk að jafn- aði lengur. Sama þróun er meðal fólks með þroskahömlun. Lífs- líkur eru misgóðar eftir því hvers eðlis þroska- hömlunin er. Lífslíkur fólks með downs-heil- kenni eru til að mynda, enn sem kom- ið er, minni en fólks með annars kon- ar þroskahamlanir. Fólk með downs- heilkenni lifir þó mun lengur í dag en það gerði á árum áður. Þeirri þróun fylgir ný áskorun. Nefnilega sú stað- reynd að fólk með downs-heilkenni er í verulega aukinni áhættu þegar kemur að því að greinast með snemmkominn Alzheimersjúkdóm. Áætlað algengi Alzheimersjúk- dóms meðal fólks með downs-heil- kenni er um 5% undir 40 ára aldri. Hlutfallið tvöfaldast svo á hverju fimm ára tímabili upp í 60 ára. 5-15% á aldrinum 40-49 og yfir 30% fólks á aldrinum 50-59 ára. Um 80% af fólki með downs-heilkenni sem nær 60 ára aldri fær Alzheimersjúkdóm. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að sá hópur fólks á frekar á hættu að glíma við annars konar veikindi á sama tíma, bæði líkamleg og geðræn. Skimunaraðferðir og greining heilabilunarsjúkdóma hjá fólki með þroskahömlun þurfa að taka mið af vitrænni getu hvers og eins. Algeng- ast er að greining byggist að hluta á upplýsingum frá aðstandendum eða öðrum umönnunaraðilum sem þekkja viðkomandi vel. Ýmiskonar matstæki eru til en misjafnt hvað er notað. Tekið skal fram að æskilegt er að byrja að meta fólk með þroska- hömlun með tilliti til heilabilunar- sjúkdóma snemma. Ef grunnmat er til staðar er auðveldara að koma auga á breytingar á vitrænni getu. Þar sem slíkt mat er ekki til er mjög líklegt að einstaklingur fái ekki greiningu fyrr en einkenni eru orðin veruleg. Fyrir fólk með downs-heilkenni er mælt með því að gera fyrsta mat um þrítugt og svo annað hvert ár eftir fertugt. Heildarsýn er afar mikilvæg í þjónustu við fólk með þroskahömlun og heilabilunarsjúk- dóm. Miklu máli skiptir að stjórnendur séu meðvitaðir um alla þá þætti sem geta haft áhrif á vellíðan skjól- stæðinga. Endurmat á meðferð ætti að fara fram reglulega til að auka líkurnar á því að einstak- lingurinn geti búið sem lengst á eigin heimili. Á það við hvort sem viðkom- andi býr sjálfstætt, í þjónustuíbúð með miklum stuðningi eða inni á heimili þar sem nokkrir einstak- lingar með þroskahömlun fá aðstoð allan sólarhringinn. Sálfélagslegur vandi getur haft bein áhrif á almenna heilsu. Þegar geta til að taka þátt í félagslegum at- höfnum minnkar getur það haft áhrif á félagstengsl og geðslag. Meðferð- aráætlanir ættu að taka tillit til sálfé- lagslegra þarfa og miða við að ein- staklingur fái þá aðstoð sem hann þarfnast til að uppfylla þær. Til dæmis með því að halda áfram að taka þátt í daglegri virkni þrátt fyrir breytingu á vitrænni getu. Gildir þá einu hvort um er að ræða þjónustu eða virkniúrræði sem ætlað er fólki með þroskahömlun eða fólki með heilabilunarsjúkdóma. Enn sem komið er eru afar fá úrræði sérsniðin að þeim sem tilheyra báðum hópum. Klínískra leiðbeininga er þörf ef vel á að vera. Gera þarf átak í að liðka fyrir upplýsingaflæði milli sérfræð- inga sem sinna hvorum þætti svo samfella náist í þjónustunni. Áhersla í stefnumótun og framkvæmd ætti að vera á að þessi hópur fái að eldast á eigin heimili eins lengi og mögulegt er. Rétt eins og aðrir þjóðfélags- hópar. Alzheimersjúkdómur og downs-heilkenni Eftir Sirrý Sif Sigurlaugardóttur » Skimunaraðferðir og greining heila- bilunarsjúkdóma hjá fólki með þroskahömlun þurfa að taka mið af vitrænni getu hvers og eins. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundur er félagsráðgjafi og fræðslustjóri Alzheimersamtakanna. sirry@alzheimer.is Oft er það í umræðu um landið okkar Ísland að það er eins og við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu gott land skaparinn hefur gefið okkur. Við kvörtum gjarnan og oft um kulda og rigningu eins og við gerum okkur enga grein fyrir því hvað hið svala loft er miklum mun heppilegra en sífelldir hitar sem geta jú verið góðir til þess að skreppa um stund í gott sólbað, en þegar til lengdar læt- ur geta þeir verið alveg óþolandi fyrir heilsu og skap þeirra sem slíkt þurfa að þola. Mér sagði maður, sem búsettur er hér á Íslandi en er ættaður frá suð- lægu og góðu landi þar sem ræktaðir eru margir af hinum bestu suðrænu ávöxtum, frá því að hann hefði farið í sumarfríinu sínu í heimsókn til föður- lands síns en hitinn hafi alveg verið að gera út af við hann og sagðist hann hafa verið farinn að þrá að komast í svalann og regnið heima á Íslandi. Þannig að við skulum reyna að skoða málið af yfirvegun, sjá hve rigningin er okkur nauðsynleg og mátuleg fyrir afkomu okkar sjálfra og gróðurs í landinu. Kaldavatns- lindir okkar um allt land, margar þjóðir þættust góðar ef þær gætu státað af því að eiga slík verðmæti af góðu drykkjarvatni nánast við hvert fótmál í fjöllum og dölum landsins. Við eigum heilbrigða og góða bú- fjárstofna og vegna sérstöðu lands- ins, sem er eyja hér langt norður í höfum langt frá meginlöndunum, höf- um við getað haldið þeim að mestu frá þeim landlægu pestum sem hrjá landbúnað úti í hinum stóra og heitari heimi. Þegnar landsins geta treyst því að búfjárafurðir okkar eru unnar úr heilbrigðri náttúru landsins hvort sem er kjötvörur, mjólkurafurðir, kornvörur eða hinir margvíslegu jarðávextir hvort sem eru úr útirækt- un eða frá hinum frábæru gróður- húsum okkar. Þessi sérstaða landsins okkar, miklar vegalengdir til annara landa og að vera á mörkum heitra og kaldra hafstrauma, gerir það að verkum að við eigum einhver bestu fiskimið í veröldinni og getum séð umheiminum sem og okkur sjálfum fyrir ferskum og góðum fisk- afurðum árið um kring. Ekki má gleyma því að við búum á eldfjalla- eyju sem gerir það að verkum að við eigum mikið og gott heitt vatn til allra okkar þarfa hvort sem er í okkar fjölmörgu sundlaugar víðs vegar um landið eða til einkanota á heimilum okkar. Eins þurfum við að muna að þrátt fyrir að við framleiðum mest af raforku okkar á vistvænan hátt með fallvötnum okkar þá framleiðum við orðið mikla raforku með heita vatninu og allt fell- ur þetta innan skilgreiningarinnar græn orka þannig að við getum verið virkilega stolt af landinu okkar og því sem við erum að gera í þessu góða landi okkar. Og við skulm gera okkur virkilega ljóst að það að búa í svo frábæru landi leggur okkur skyldur á herðar og það er að standa tryggan vörð um landið og þjóðina, að full virðing sé borin fyrir því að ganga ekki um of á hinar sameiginlegu auðlindir okkar, hvort sem er til lands eða sjávar. Gleymum ekki okkar stærstu auðlind sem er fólkið í landinu, jafnt eldri kynslóðin sem yrkt hefur landið fram til þessa eða unga og duglega fólkið okkar sem hefur sýnt það úti í hinum stóra heimi að það er sterk og dugleg þjóð sem byggir þessa litlu norðlægu eyju við ysta haf. „Gleymum því aldrei að sameinuð stöndum vér en sundruð föllum vér.“ Biðjum þess að samkennd og styrkur verði ráðandi afl á hinu háa Alþingi okkar á komandi tímum og að þangað veljist fólk sem skilur hin mörgu og flóknu mál sem hið virðu- lega þing okkar þarf að greiða úr. „Áfram Ísland!“ Ísland er land þitt Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Það að búa í svo frábæru landi leggur okkur þær skyld- ur á herðar að standa tryggan vörð um það. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. borgarvirki@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.