Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
✝ Oddgeir Páls-son fæddist í
Vestmannaeyjum
22. desember 1923.
Hann lést á heimili
sínu á Hrafnistu í
Hafnarfirði 2. júní
2019.
Foreldrar hans
voru Páll Odd-
geirsson, kaup-
maður og útgerð-
armaður, f. í
Kálfholti, Holtum, Rang. 5. júní
1888, d. 24. júní 1971, og kona
hans Matthildur Ísleifsdóttir
húsfreyja, f. í Kirkjubæ í Vest-
mannaeyjum 7. maí 1900, d. 29.
ágúst 1945.
Systkini Oddgeirs eru Rich-
geir lauk námi frá Samvinnu-
skólanum árið 1944. Eftir það
vann hann aðallega við versl-
unarstörf og ráku þeir feðgar
saman verslun í herstöðinni í
Keflavík.
Oddgeir flutti til Bandaríkj-
anna árið 1958. Þar vann hann
áfram ýmis störf, s.s. við af-
greiðslustörf, viðhald og við-
gerðir fasteigna, nýbyggingar
og útleigu eigin fasteigna. Odd-
geir bjó lengst af í Los Angeles,
kom heim nokkrum sínum í
stuttar heimsóknir. Hann bjó
með Corinne A. Baca, f. 1913,
d. 1988, í hátt í þrjá áratugi.
Hann flutti heim til Íslands
haustið 2016 og bjó síðast á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Oddgeirs fer fram frá
Kapellunni í Fossvogi í dag, 7.
júní 2019, og hefst athöfnin
klukkan 11.
ard Pálsson, f. 27.
september 1920, d.
4. mars 1994, Ís-
leifur Annas Páls-
son, f. 27. febrúar
1922, d. 14. desem-
ber 1996, Anna
Regína Pálsdóttir,
f. 16. maí 1928, og
Bergljót Pálsdóttir,
f. 19. janúar 1933,
d. 28. nóvember
2017.
Oddgeir ólst upp á foreldra-
heimili sínu Miðgarði í Vest-
mannaeyjum fram yfir 20 ára
aldur og vann þar við ýmis
störf, en aðallega við verslun,
útgerð og landræktun Breiða-
bakka með föður sínum. Odd-
„Ég hef ekki yfir neinu að
kvarta en fyrir margt að þakka.“
Oddgeir móðurbróðir minn sem
nú hefur kvatt svaraði svona til
þegar hann var aðspurður um
hans hagi.
Þetta lýsir honum vel. Hann
var sjálfum sér nægur stóran
hluta af lífinu en var bóngóður ef
til hans var leitað. Það eru ófáir
sem nutu gjafa og peningasend-
inga frá honum. Gamansamur
var hann og oft stutt í hláturinn.
Síðan hann flutti aftur til Íslands
2016 hafa samskipti okkar verið
mjög náin og aldrei bar skugga á.
Ég lærði margt af honum og fyr-
ir það vil ég þakka. Þótt hann
byggi í Bandaríkjunum í 58 ár
talaði hann íslenskuna óaðfinn-
anlega og aldrei kom enskt orð
inn í tal hans.
Þegar hann var spurður
hvernig hann hefði getað varð-
veitt málið svona vel svarði hann
því til að hann hefði farið reglu-
lega með öll ljóðin sem hann
lærði í æsku.
Um leið og kveð hann hinstu
kveðju bið ég guð og alla góða
vætti að varðveita hann og læt ég
hér fylgja með ljóð Gríms Thom-
sen sem hann hét mikið uppá.
Heyrið vella á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja í veri:
Íslands er það lag.
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskorum bruna:
Íslands er það lag.
Eða fugl í eyjum kvaka,
undir klöpp og skútar taka:
Íslands er það lag.
Heyrið brim á björgum svarra,
bylja þjóta svipi snarra:
Íslands er það lag.
Og í sjálfs þín brjósti bundnar
blunda raddir náttúrunnar:
Íslands eigið lag.
Innst í þínum eigin barmi,
eins í gleði og eins í harmi
ymur Íslands lag.
Björn
Hermannsson.
Ég kveð nú kæran frænda,
Oddgeir Pálsson, aldinn móður-
bróðir.
Í bernskuminningu drengs
voru þeir þrír móðurbræður mín-
ir úr Miðgarði í Vestmannaeyj-
um hver á sinn hátt stærri en
flest annað sem ég þekkti, glæsi-
legir, barngóðir og heimsóknir
þeirra alltaf tilhlökkunarefni.
Oddgeir, þeirra yngstur, hélt á
vit ævintýra vestur um haf við 35
ára aldur, hugrakkur og ferðin
óráðin. Ég man enn glöggt, þá
fimm ára, þegar stélljós flugvél-
arinnar hurfu út fjörðinn í kvöld-
myrkrið og fyrir þann sem ekki
þekkti stærri heim en götuna
sína og leikvöllinn var töfrum lík-
ast að fylgjast með frænda í út-
löndum þegar það tóku að berast
póstkort frá Miklugljúfrum, bíla-
þröng og hraðbrautafléttum í
borg englanna, prýdd pálma-
trjám í eilífu sólskini. Oddgeir
fylgdist af áhuga með íslenskum
málefnum og ættmenna, var ör-
látur og rétti systkinum sínum
hjálparhönd svo það skipti máli
og ógleymdur er mér fótstiginn
brunabíll, með bjöllu, kastara og
stigum, sem án fyrirvara barst
einn dag með póstinum.
Ár Oddgeirs í Englaborginni
urðu alls 58, þangað heimsóttur
af systkinabörnum, og 18 ára var
ég þar í þrjár vikur í vinnu með
honum við viðgerð fasteigna.
Það olli mér heilabrotum þá, og
jafnan síðan, að aldrei í töluðu
orði eða rituðu máli brá hann
fyrir sig ensku vegna skorts á ís-
lensku orði svo ég muni eftir.
Jafnvel „OK“ heyrðist aldrei
heldur „gott og vel“.
Í samtali við Oddgeir í miðju
efnahagshruni notaði hann ein-
göngu íslensk orð og hugtök úr
heimi banka og fjármála. Það er
mér hulið hvaðan þau öll bárust
honum því ekki hafði hann til-
einkað sér nútímalegri tækni en
símann.
Hann sagði mér, þegar ég
nefndi þetta við hann eftir heim-
flutning til Íslands, að öll árin er-
lendis las hann og lærði ljóð úr
gömlum bókum og flutti þau fyr-
ir sjálfan sig upphátt eða í hljóði
til að viðhalda móðurmálinu.
Það var honum kært. Eins átti
Oddgeir það til í samræðum að
grípa orð á lofti og spyrja um og
velta merkingu þess fyrir sér.
Með tímanum áttaði ég mig á að
hann spurði ekki af vankunnáttu
heldur til að vekja athygli og
kenna gott mál.
Bernskumyndir úr ævintýra-
heimi póstkorta og lýsingar úr
bréfum lifa enn. Farðu vel
frændi og takk fyrir samfylgd-
ina.
Páll Tryggvason.
Föðurbróðir minn Oddgeir
Pálsson ólst upp við ástríki for-
eldra sinna, Matthildar Ísleifs-
dóttur og Páls Oddgeirssonar í
Miðgarði í Vestmannaeyjum.
Systkini hans eru Richard, Ís-
leifur Annas, Anna Regína og
Bergljót. Lifir Anna Regína
bróður sinn. Hálfbróðir þeirra
systkina er Rúdolf Pálsson.
Að Oddgeiri stóðu sterkir
stofnar. Sigurlaug Guðmunds-
dóttir var dótturdóttir síra Páls
prófasts Pálssonar í Hörgsdal af
ættum Síðupresta.
Hann var annar tveggja full-
trúa Vestur-Skaftfellinga á
Þjóðfundinum 1851, hinn var
Jón Guðmundsson ritstjóri, nán-
asti samverkamaður Jóns Sig-
urðssonar forseta. Afi Oddgeirs,
Ísleifur Guðnason bóndi á
Kirkjubæ, bar nafn sem gengið
hefur í ættir fram svo langt sem
kirkjubækur ná og síðast bar
faðir minn.
Páll Oddgeirsson var útgerð-
armaður og kaupmaður í Vest-
mannaeyjum. Hann hafði for-
göngu um að reisa minnisvarða
við Landakirkju um drukknaða
sjómenn og þá sem hrapað hafa í
björgum.
Síra Oddgeir Þórðarson Guð-
mundsen, föðurafi Oddgeirs og
þeirra systkina, var hinn síðasti
gömlu Eyjaprestanna. Hann var
prestur á Ofanleiti í aldarþriðj-
ung þannig að engin þótti sam-
koma í Vestmannaeyjum nema
hann héldi ræðu.
Kona hans var Anna Guð-
mundsdóttir prófasts í Arnar-
bæli Einarssonar. Séra Guð-
mundur Einarsson var bróðir
Ingibjargar konu Jóns forseta
og bræðrungur við Jón.
Faðir séra Oddgeirs var
Þórður Guðmundsson, sýslu-
maður, dómari við Landsyfir-
réttinn, konungkjörinn alþingis-
maður og kammerráð að
nafnbót, nafnkunnur öndvegis-
maður.
Móðir séra Oddgeirs var Jó-
hanna Andrea Knudsen, ein
hinna glæsilegu systra í Landa-
koti. Þær voru dætur Lárusar
Mikaels Knudsens, ættföður
Knudsensættar, en eldri systir
Jóhönnu Andreu var Kristjana
Dóróthea, ástin í lífi Jónasar
Hallgrímssonar eftir því sem
fram kemur í ævisögu Jónasar
eftir Pál Valsson bókmennta-
fræðing.
Oddgeirsnafnið birtist ekki í
framættum séra Oddgeirs. Þess
er getið í í ævisögu séra Árna
Þórarinssonar eftir Þórberg
Þórðarson að þeir Þórður Guð-
mundsson og Oddgeir Stephen-
sen námu skólalærdóm hjá Árna
stiftprófasti Helgasyni, biskupn-
um í Görðum, móðurbróður
Þórðar.
Er það tilgáta mín að Þórður
kammerráð Guðmundsson hafi
sótt nafn sonarins til skóla-
bróður síns og vinar.
Oddgeir Stephensen var einn
af nánustu samverkamönnum
Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn og í ritnefnd Nýrra
félagsrita fram að því að hann
var skipaður forstöðumaður ís-
lensku stjórnardeildarinnar eins
og Guðjón Friðrikssona rekur í
ævisögu Jóns Sigurðssonar.
Hlutskipti Oddgeirs var að
búa áratugum saman í Los Ang-
eles í Kaliforníu á vesturströnd
Bandaríkjanna. Aldrei týndi
hann uppruna sínum og var
Eyjamaður til hinsta dags.
Oddgeiri kynntist ég eftir að
hann var fluttur heim kominn á
tíræðisaldur. Hann var viðræðu-
góður, tók vel undir gamanyrði
og var áhugasamur um marga
hluti. Minnist ég samverustunda
með honum með ánægju.
Ég kveð Oddgeir föðurbróður
minn með alúð og færi fyrir
hönd okkar bræðra, Jóhanns og
Arnar, Önnu Regínu föður-
systur okkar og frændfólki inni-
legar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Oddgeirs Páls-
sonar.
Ólafur Ísleifsson.
Oddgeir Pálsson
✝ Magnús Hall-dórsson fædd-
ist 9. september
1976 á Landspít-
alanum. Hann lést á
heimili sínu Svölu-
ási 40, Hafnarfirði,
24. maí 2019. Hann
var sonur hjónanna
Halldórs N. Valde-
marssonar, f. 1. júlí
1954, d. 3. mars
1987, og Bryndísar
Magnúsdóttur, f. 2. janúar
1959. Systur: 1) Guðrún Valdís,
f. 3. febrúar 1979, maki Krist-
ján Guðbjartsson, f. 13. sept-
ember 1976, synir þeirra eru,
Benedikt Davíð, f. 2006 og Ant-
on Davíð, f. 2010. 2) Helga
Kristín, f. 14. ágúst 1980, maki
Gauti Sigurpálsson, f. 15. ágúst
1977, börn þeirra eru Halldór
Óskar, f. 2004, Snædís Guðrún,
f. 2007, og Emil
Snær, f. 2016.
Sammæðra, Fann-
ar Már Arnarson,
f. 16. mars 1991,
maki Sigríður
Jónsdóttir, f. 21.
júlí 1992. Sandra
Hrönn Arnar-
dóttir, f. 24. júlí
1994. Faðir þeirra,
Örn Agnarsson, f.
5. ágúst 1949, d.
10. janúar 2017.
Magnús ólst upp á Akureyri.
Árið 1995 flutti hann á sambýli
í Kópavogi, bjó þar um tíma og
flutti svo að Tjaldanesi í Mos-
fellsdal. Árið 2003 flutti hann á
sambýlið Svöluási 40, Hafnar-
firði, og bjó þar til æviloka.
Magnús verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag, 7. júní
2019, klukkan 13.
Elsku Maggi minn, nú er
komið að kveðjustund. Mikið
hefur þú gefið mér. Þú varst fal-
legur, ljúfur, glaður og heillaðir
alla sem þú kynntist. Fyrstu ár-
in voru þó erfið en þegar komið
var jafnvægi áttir þú mjög gott
líf. Þú heillaðir alla sem unnu
með þér og studdu á allan hátt.
Þú gast verið mjög ákveðinn og
vanafastur. Það var nú ekki
sama í hvaða föt var farið eða
hvaða sænguver voruð notuð.
Ekki má nú gleyma því að þú
áttir þitt sæti við eldhúsborðið
og ef því var að skipta var sá
sem settist í þitt sæti svo
sannarlega rekinn úr því. Alltaf
vildir þú að skórnir í forstofunni
væru í röð og reglu, þú raðaðir
þeim alltaf í röð. Þú varst yndis-
legur drengur og fullorðinn
maður, varstu hvers manns hug-
ljúfi og bræddir hjörtu allra sem
kynntust þér. Elsku Maggi
minn, í framtíðinni mun ég rifja
upp allt það skemmtilega sem þú
gerðir og veitti mér ánægju.
Fyrir ári var vitað að nýrun voru
að bila en þú komst mér og öll-
um á óvart með þrautseigju
þinni. Það voru síðustu tvær vik-
urnar í þínu lífi sem einkennin
fóru að gera vart við sig og fyrir
það er ég ævinlega þakklát.
Elsku Maggi minn, ég veit að
pabbi þinn tekur vel á móti þér
ásamt öllum hinum sem eru
farnir og sérstaklega hún amma
Helga sem var þér alltaf svo góð.
Þú áttir fallegt og gott heimili á
Svöluási 40 frá árinu 2003. Ég vil
þakka öllum sem þar búa og
starfa kærlega fyrir hlýju og
kærleik á liðnum árum. Takk
starfsfólk á Svöluási fyrir að
Maggi fékk að vera heima til
loka þessa lífs. Guð blessi ykkur.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Mamma.
Elsku Maggi bróðir.
Nú er komið að leiðarlokum í
bili og margar minningar koma
upp í hugann. Við systur eigum
margar minningar frá því við
vorum litlar og munum við vel
eftir því þegar þú fékkst þitt
fyrsta hjól. Það var risastórt
þríhjól og fengum við að nota
það þegar þú varst ekki að hjóla
á því og urðum fyrir vikið mjög
vinsælar í hverfinu. Það var
hægt að komast alveg ótrúlega
hratt á þessum fák og oft vorum
við með hjólareiðakeppni út
götuna og þá var yfirleitt sigur-
vegarinn sem var á þríhjólinu.
Í herberginu þínu í Flötu-
síðunni vorum við duglegar að
leika okkur og þá sérstaklega í
rúminu þínu sem var mjög
óhefðbundið. Það var í raun ein
risastór dýna sem við settum
upp á rönd og notuðum hana
sem rennibraut mömmu ekki til
mikillar gleði.
Á sunnudögum voru fastir
liðir að fara í Akureyrarlaug en
þá var laugin ekki opin fyrir al-
menning. Okkur fannst við því-
líkt heppnar að fá bara einka-
sundlaug og það var þér að
þakka.
Þegar kom að því að flytja
suður ákvað mamma að við
myndum bara dvelja í eitt ár til
að byrja með en það sem var
þér fyrir bestu var að vera fyrir
norðan á Sólborg. Eftir árið var
ákveðið að við myndum ekki
fara aftur norður og því var far-
ið að vinna í því að fá þig líka
suður. Síðustu 16 árin hefur þú
búið á yndislegu heimili í Hafn-
arfirði. Það var alltaf ánægju-
legt að koma í heimsókn til þín í
Svöluás, þú tókst alltaf á móti
okkur með því að sitja úti við
glugga í stólnum þínum. Þar
leið þér vel og það var svo gam-
an að fylgjast með þér spila á
orgelið þitt. Það var alveg ómet-
anlegt að koma til þín á mæðra-
daginn síðasta, þar sem við öll
systkinin og mamma komum til
þín og tókum fína hópmynd af
okkur. Það besta við þessa
heimsókn, þó að þú hafir verið
orðinn mjög veikur var að þú
vildir alls ekki leyfa okkur að
draga gardínu fyrir gluggann
eða snúa stólnum þínum til að
ná góðri mynd, það sýndi okkur
hvað þú varst sterkur og vildir
hafa hlutina alveg eins og þér
hentaði.
Við vitum að þú ert kominn á
betri stað og þér líður vel. Pabbi
hefur tekið vel á móti þér og
amma með volgum pönnukökum
og kaffi.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Guðrún Valdís og
Helga Kristín.
Elsku Maggi okkar,
Nú ert þú farinn að heiman í
ferðalagið langa sem bíður okk-
ar allra. Við erum svo þakklát
fyrir að hafa verið hjá þér þeg-
ar þú lagðir af stað og að við
gátum kvatt þig hér heima.
Þú varst einstakur maður.
Hjartahlýr, ákveðinn, oft á tíð-
um erfiður og vildir hafa allt
eftir þínu höfði. Fallega og ein-
læga brosið þitt gerði það þó að
verkum að sjálfsagt var að fyr-
irgefa og gleyma.
Þú varst fyndinn og
skemmtilegur karakter og allt-
af stutt í söng og hlátur, enda
yfirleitt í miklu stuði og til í að
grínast.
Þú varst umhyggjusamur og
þér þótti vænt um vini þína. Þú
varst sjarmerandi og hikaðir
ekki við að smella kossi á kinn,
glottandi og ánægður með þig.
Þér fannst fátt betra en að
borða góðan mat og þá ber
helst að nefna lambakjöt, svo
hægt væri að naga utan af
beinunum. Þú gladdir okkur á
hverjum degi með því að spila
lög á orgelið þitt og varst hæst
ánægður þegar þú náðir að
plata einhvern með þér í
þvottahúsið að þvo. Toppurinn
á tilverunni var svo að fá sér
kaffibollann góða.
Þín verður sárt saknað. Öll
eigum við yndislegar minningar
um þig sem við munum geyma
um ókomna tíð. Sorg okkar er
mikil en við gleðjumst yfir því
að þú sért laus undan veikindum
þínum. Nú ert þú kominn í faðm
föður þíns sem hjálpar þér að
fóta þig í nýjum heimkynnum.
Þegar ég leystur verð þrautunum
frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Þú munt alltaf eiga stað í
hjörtum okkar, við vorum lán-
söm að þekkja þig. Hvíl í friði,
elsku vinur.
Fyrir hönd allra í Svöluási 40,
Birna Guðmundsdóttir.
Magnús
Halldórsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum.
Minningargreinar