Morgunblaðið - 07.06.2019, Side 25

Morgunblaðið - 07.06.2019, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 ✝ Drengur HelgiSamúelsson fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1960. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 3. júní 2019. Foreldrar hans eru Samúel Þórir Haraldsson, f. 12. apríl 1932, d. 6. apr- íl 1969, og Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, f. 25. september 1930. Systkini hans Samúelsdóttir og Jón Finnur Kjartansson, látinn. Eiginkona Drengs Helga er Sóley Ósk Stefánsdóttir, f. 25.12. 1959. Börn þeirra eru Guðjón Finnur Drengsson, f. 1979, Stef- án Aðalsteinn Drengsson, f. 1980, og Samúel Þórir Drengs- son, f. 1981. Barnabörnin eru sjö. Drengur vann ýmis verka- mannastörf auk þess að stunda sjómennsku um árabil. Hann vann hjá Gámastöðinni til fjölda ára og sinnti þar akstri og við- gerðum á vörubílum. Starfsferil- inn endaði hann hjá Héðni í Hafnarfirði. Drengur var meðal stofnenda Jeppaklúbbs Reykja- víkur. Útför hans fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 7. júní 2019, klukkan 15. eru Haraldur Guð- jón Samúelsson, óskírður drengur, látinn, Guðrún Ólafía Samúels- dóttir, Borgný Sam- úelsdóttir, Kristín Björk Samúels- dóttir, Arnlaugur Kristján Samúels- son, Samúel Krist- inn Samúelsson, lát- inn, Gísli Sigurjón Samúelsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Jónína Ingibjörg Baráttujaxl og vinur í raun. Á fögrum sumardegi í sumar- bústaðnum heyrast vélhjóla- drunur sem færast nær. Þar er kominn Drengur Helgi á mótor- hjólinu til okkar í Borgarfjörð- inn með stóran blómvönd í tilefni af brúðkaupsafmæli okkar hjóna. Þannig var Drengur, fylgdist með úr fjarska og kom færandi hendi með eitthvað skemmtilegt og dreif sig í vinnu- gallann ef það var eitthvað sem þurfti að gera. Kom hann þegar Addi bróðir hans var að mála þakið og ekkert hangs, Drengur var mættur upp á þak að hjálpa til og þeir bræður tautuðu og hlógu meðan ég beið niðri eftir að þurfa að grípa þá, þeir bræð- ur gátu nefnilega verið svolítið djarfir fyrir þá viðkvæmu. Sumarið 2017 rættist draum- ur þeirra bræðra og þeir fóru hringinn í kringum landið ásamt Vestfjörðum á mótorhjólum. Í tvær vikur var sofið í tjaldi, eldað á gasi eða borðað úti. Farið snemma upp alla daga, pakkað saman dótinu og brunað á hjól- unum allt upp í 14 tíma á dag með vindinn í fangið í rigningu eða sól og sælu í algjöru frelsi með Deep Purple í eyrunum. Svo eftir langan dag voru eldaðar kótelettur og bakaðar baunir og eftir mat var skriðið inn í tjald. Þeir bræður nutu frelsisins, hittu margt skemmtilegt fólk og upplifðu landið í sinni breytilegu mynd. Það var alltaf gaman að koma í Sílakvíslina til Drengs og Sól- eyjar og heyra söng sonanna þriggja Gaua, Stebba og Samma. Pabbinn söng ekki með en sat stoltur og fylgdist með. Svo kom Stelpa í fjölskylduna af Irish Setter-kyni. Stelpa gaf sterklega til kynna að henni lík- aði ekki þurrmatur og það skildi Drengur vel og hunsaði allt hundamatsfræðingatal og bland- aði einhverju bragðgóðu í mat- inn og Stelpa horfði á hann með mikilli aðdáun og varð ekki meint af. Drengur afi naut þess að vera með barnabörnunum og eyddi með þeim ófáum stundum. Fyrir sl. jól vorum við ásamt Dreng stödd í IKEA. Drengur var þá töluvert veikur, en viti menn, ég leit við og sá að það voru kominn sjö piparkökuhús, litir og nammi í körfuna hjá honum. Það skyldi takast að gera piparkökuhús með krökkunum, það þyrfti bara smá kraft og gleði sem tókst eins og svo margt sem hann gerði og lét sín erfiðu veikindi sl. þrjú ár ekki stoppa það. Drengur var baráttujaxl sem vissi að baráttan skilar meiru en uppgjöfin. Árbæjarlaug kl. 10.30. Þessi boð sá Drengur um að senda til fjölskyldunnar á hverjum laugardegi í nokkur ár. Þú varst ósérhlífinn fjöl- skyldumaður sem sást oft litlu hlutina sem skipta miklu máli. Eitt dæmi af mörgum. Veisla í fjölskyldunni, Drengur mættur beðinn eða óumbeðinn með stórt fat af upprúlluðum volgum pönnukökum. Þær hurfu fljótt af fatinu og hefði í flestum tilfellum ekki þurft neitt annað meðlæti fyrir börnin. Minningin um pönnukökudrenginn með stóra hjartað mun örugglega ylja mörgum um ókomin ár. Þú vildir fá lengri tíma og barðist til síðustu stundar, en endalokin voru ófrávíkjanleg. Þú varst góður ferðafélagi og þín verður sárt saknað. Vertu sæll, bróðir kær. Baráttunni er lokið, bróðir kær. Brostu því nú ertu kominn í heiminn þinn. Friðurinn kom og bar þig fjær. Fljúgðu því þú ert fullkominn. (Birgitta Birgisdóttir) Elsku mamma, Sóley og fjöl- skylda, megi góður Guð vera með ykkur. Kær kveðja, Arnlaugur og Jana. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Í dag er erfið kveðjustund er ég fylgi Dreng Helga, kærum bróður, hinsta spölinn í þessari jarðvist. Ég var aðeins sex ára þegar hann kom í heiminn en samt varð hann fyrsta barnið sem ég gætti og það var ekki erf- itt verk. Hann var mér þægur, hefur sjálfsagt litið upp til stóru systur sinnar, enda sótti ég eftir því að hafa hann með mér hvert sem ég fór. Ljúfur í lund og glað- vær en þó fastur fyrir og þrjósk- ur en alsæll ef hann fékk rúsínur og lýsi, en það var uppáhaldið. Systkinahópurinn var stór en Drengur var sjötta barn foreldra okkar og síðar áttu fimm eftir að bætast í hópinn, enda lærðum við fljótt að bera ábyrgð og gæta hvert að öðru og finna lausnir í daglegu streði. Margar minning- ar hafa sótt á hugann undan- farna daga og er ein frá því er við vorum börn. Ég sennilega um níu ára og Drengur þriggja ára. Ég fór með yngri bræður mína í strætó niður að Tjörn að veiða síli. Ekkert þótti athuga- vert við það á þessum tíma þó níu ára barn bæri ábyrgð á sér yngri börnum. Drengur var í pollagalla og eitthvað fór hann óvarlega við sílaveiðina því hann féll út í Tjörnina á bólakaf. Ég náði að draga hann upp og koma honum í strætó heim. Alla leið- ina heim lak vatnið úr stígvélum og pollagalla og var ég mest hrædd um að strætóbílstjórinn ræki okkur út úr vagninum fyrir sóðaskapinn, en þá gekk strætó aðeins á klukkutíma fresti í Fossvoginn þar sem við bjugg- um. Drengur var alsæll og upp- lifði þetta sem mikið ævintýri enda með nokkur síli í gler- krukku. Drengur var alla tíð mikill fjölskyldumaður og ein- staklega trygglyndur. Hann var óþreytandi við að draga okkur systkinin með sér í útilegur, gönguferðir, í sund eða til út- landa, vildi alltaf hafa alla með, unga og gamla. Þegar þau hjónin áttu afmæli þá oftar en ekki hó- aði hann í alla fjölskylduna í súpu og pönnukökur sem hann hristi fram úr erminni. Hann bakaði nokkrar sortir af smákökum fyrir jólin og þótti nauðsynlegt að sjóða góðan slatta af rabarbar- asultu á haustin. Ungur kynntist hann Sóleyju sinni og saman eiga þau þrjá uppkomna syni og sjö barnabörn. Barnabörnin hans voru einstaklega hænd að afa sín- um enda sinnti hann þeim vel og er því missir þeirra mikill. Strák- arnir hans voru nánir pabba sín- um og miklir vinir. Addi bróðir var aðeins tveimur árum eldri en Drengur en frá barnsaldri voru þeir yfirleitt nefndir í sömu setn- ingu. Þeir voru einstaklega nánir, áttu sömu áhugamál og brölluðu margt saman. Addi hefur staðið með Dreng og stutt í gegnum þessi erfiðu veikindi og vonandi finnur hann styrk í sorginni. Mamma fylgir nú sínum fjórða syni yfir í eilífðina og veit ég að hennar sorg er mikil. Elsku Sóley, Gaui, Stebbi, Sammi og fjölskyldur, samúðar- kveðjur frá okkur Mumma. Guðrún Ólafía Samúelsdóttir. Sporin eru búin að vera þung síðustu daga, vikur, mánuði og ár við að horfa á litla bróður berjast við það sem enginn ætti að þurfa að gera. En svo kom að því að hann gat ekki meir og hvarf inn í sumarlandið þar sem pabbi og bræður okkar þrír ásamt öllum þeim sem á undan eru gengnir hafa eflaust tekið vel á móti þess- um sterka kletti sem Drengur bróðir var. Hann var kletturinn í lífi okkar allra sem fengum að njóta samvista við þennan góða mann. En mestur er missir Sól- eyjar og strákanna þriggja, tengdadætranna og sjö barna- barna. Móðir hans horfir á eftir fjórða syninum hverfa inn í sum- arlandið og Arnlaugur bróðir hans sem vék ekki frá bróður sín- um og besta vin. Stórfjölskyldu- rnar syrgja góðan Dreng. Ég er full þakklætis fyrir að hafa alist upp í þessum stóra og flotta systkinahóp. Við deilum með okkur minningum um gleði og sorg sem kennir manni að lífið er ekki sjálfgefið, það er stundum harkalegt en að sama skapi lær- dómsríkt. En minningarnar tek- ur enginn frá okkur, njótum þeirra, tölum saman um allar stundirnar sem höfum átt saman. Við vottum Sóleyju og fjölskyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þökkum þér, Drengur, fyrir allt sem þú varst okkur. Farðu í friði, elsku bróðir, og Guð gæti þín. Borgný og Halldór. Elsku Drengur. Kveðju- stundin er runninn upp, ég sem hélt að við myndum hafa þig lengur og að þú myndir útskrif- ast af spítalanum eins og í öll hin skiptin, ganga út beinn í baki og sterkur að vanda. Í síðasta sam- talinu okkar varstu ekki viss um hvort þú kæmir heim eftir nokkra daga „eða kannski bara á morgun“. Sú varð ekki raunin og eftir sitjum við sorgmædd og reynum að halda áfram því þannig er víst lífið. Þó svo að við höfum öll vitað að þessi dagur kæmi er ekkert sem undirbýr mann fyrir hann. Mér þykir ég heppin að hafa fengið að eiga þig að. Að stelpurnar mínar fengu báðar að kynnast þér vel og það segir mikið að þrátt fyrir að síð- ustu tvö ár hafi úthaldið þitt og þrek minnkað til muna vildi Freydís Sóley samt eyða öllum sínum frítíma niðri hjá „afa“, enda var gott að vera þar. Rólegur, yfirvegaður og þolin- móður afi var alltaf til staðar fyrir dísina sína og faðmurinn hlýr að vanda. Elddís Helgey var líka mikil afastelpa og fékk ár af daglegu samneyti við þig og þar vorum við líka heppinn að fá að eiga þó þann tíma. Nú ert þú afi Drengur engill og Freydís syngur fyrir þig áður en hún fer að sofa og lokar aug- unum glöð því við segjum henni að þú passir hana þegar hún sefur. Ég kann svo að meta að það var ekkert óþarfa blaður um allt og ekkert hjá þér, enda hrein- skilnin alltaf best og þá veit maður hvar maður hefur fólk. Þú varst alltaf til staðar, en passaðir þig að halda þinni fjar- lægð síðustu tvö árin enda ná- býlið mikið á milli okkar. Ég hugsaði oft um það hvort þetta krabbamein væri ekki bara kjaftæði því þú varst alltaf að. Þú hafðir mikið verksvit sem kom með reynslunni sem fylgir því að hafa alltaf gert allt sjálfur og dugnaðurinn alltaf til staðar. Það var að sjálfsögðu engan bil- bug á þér að finna alveg fram á síðasta daginn sem þú lifðir. Þú varst með þeim sterkari mönn- um andlega og líkamlega sem ég hef kynnst og það kom eflaust líka með reynslunni sem hefur mótað þig í gegnum árin. Svo ertu líka sonur móður þinnar sem er mesti dugnaðarforkur sem til er. Þú tókst þessum veik- indum með æðruleysi sem kom mér og þínum ekkert á óvart. Ég verð svo óskaplega sorg- mædd þegar ég hugsa um það að framtíð stelpnanna minna og allra þinna barnabarna sem elskuðu þig skilyrðislaust verði án þín því þú varst þeim svo óskaplega mikið. Það eru erfiðir tímar fram undan fyrir þau og okkur öll. Ég vona að þú sért nú á góðum stað, keyrir um á fákn- um þínum í sól og sælu og njótir þín verkjalaus. Við söknum þín mikið, meistari. Takk fyrir allt og það voru forréttindi að fá að hafa þig í lífi mínu og okkar allra, þín tengdadóttir. Guðlaug Ósk. Drengur Helgi Samúelsson ✝ Lára Hannes-dóttir Schram fæddist 1. október 1959 í Kópavogi. Hún andaðist í Ven- nesla í Noregi 23. maí 2019. Foreldrar Láru voru Berta Her- bertsdóttir, f. 18. júlí 1926, d. 5. sept- ember 2005, og Hannes Helgason, f. 10. ágúst 1929, d. 23. apríl 2006. Systkini Láru eru: Guð- laug Maggý, f. 20. janúar 1950, gift Jóni Pétri Jónssyni; Hafdís, f. 19. október 1953, gift Stefáni Gunnari Stefánssyni; Helgi, f. 21. ágúst 1955, kvæntur Guð- mundu Huldu Eyjólfsdóttur; Sigmundur, f. 5. september 1961. Lára giftist 27. desember 1981 Hilmari Önfjörð Magnús- syni, f. 30. september 1948, d. 4. desember 2001. Þau skildu 1989. Synir þeirra eru Magnús Helgi Schram, f. 24. september 1982, og Davíð Örn, f. 9. september 1987. Lára ólst upp í Kópavogi, gekk í Kársnesskóla og Þing- hólsskóla. Hún flutti ung til Sví- þjóðar, stofnaði sitt fyrsta heim- ili og eignaðist þar báða syni sína. Þar vann hún ýmis störf, m.a. við sjúkrahús og við gróðurhús sem þau hjónin ráku saman. Eftir skilnað árið 1989 flutti Lára til Ís- lands með syni sína. Næstu tvö árin bjó hún og starfaði sem dagmamma með Maggý systur sinni í Mosfellsbæ. Lára keypti sína fyrstu íbúð við Engihjalla í Kópavogi og starfaði næstu árin við ýmis þjónustustörf og veisluþjónustu, lengst af hjá Múlakaffi. Seinni árin sem hún bjó á Íslandi vann hún sem sölumaður hjá Íspan glerverksmiðju í Kópavogi. Hún flutti til Danmerkur árið 1995 þar sem hún vann hjá bílaleig- unni Hertz. Í febrúar 1996 flutti Lára með syni sína til Vennesla í Noregi. Þar hóf hún störf hjá Kvarstein gartneri við garð- yrkju og að loknu námi við garð- yrkjuskóla vann hún sem versl- unarstjóri í blómaversluninni sem garðyrkjustöðin rak. Árið 2008 hóf hún störf hjá trygg- ingafélaginu IF í Kristiansand og starfaði þar á meðan heilsan leyfði. Útför hennar fór fram frá Vennesla-kirkju í Noregi 29. maí 2019. Elsku Lára systir okkar er lát- in, langt um aldur fram, eftir erf- ið veikindi. Lára var fjórða í röð- inni af okkur systkinum. Við ólumst upp í stórri fjölskyldu auk okkar og foreldra okkar voru Lauga amma og Lára systir hennar á heimilinu. Til aðgrein- ingar var Lára systir alltaf kölluð Lára litla. Við bjuggum þröngt fyrstu árin í tveggja herbergja íbúð á Kópavogsbraut, síðan byggðu foreldrar okkar hús á Mánabraut og við fluttum þangað 1965. Lára fór ung að heiman til starfa í Keflavík og á Hótel Geysi. Hún flutti til Svíþjóðar 19 ára gömul og vann þar við ýmis störf við sjúkrahús og fleira. Þar kynntist hún Hilmari, þau giftust og eignuðust synina Magnús og Davíð. Saman ráku þau gróður- hús í Lundi. Árið 1989 skildu Lára og Hilm- ar og hún flutti til Íslands með drengina. Fyrstu tvö árin á Ís- landi bjó Lára hjá Maggý og Nonna og voru systurnar dag- mömmur. Hún keypti sína fyrstu íbúð í Engihjalla í Kópavogi og vann við ýmis þjónustustörf og veisluþjónustu. Síðar hóf hún störf hjá Íspan glerverksmiðju þar var hún fyrsti kvensölumað- urinn, ekki höfðu allir mikla trú á því að það gengi en hún varð fljótt vinsæll sölumaður sem margir leituðu til. Enn tók Lára sig upp og nú lá leiðin til Danmerkur. Þar átti hún aðeins stutt stopp því hún flutti til Vennesla í Noregi 1996 þar sem fyrir voru Simmi, Maggý og fjölskyldur þeirra. Þar festi hún rætur og var það mikið gæfuspor fyrir hana og drengina. Fyrstu árin bjó hún í leiguhúsnæði en keypti árið 2001 hús við hliðina á Maggý og Nonna á Saga 26 í Vennesla. Það hús endurnýjaði hún að mestu leyti með góðri hjálp fjölskyld- unnar. Það gladdi Láru mjög á seinustu dögum ævinnar að synir hennar voru sammála um að Magnús mundi yfirtaka húsið og búa þar. Lára var mjög hjálpsöm, mátti ekkert aumt sjá og var fyrst á vettvang þegar eitthvað þurfti að gera. Hún setti sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti, ekkert var svo erfitt að ekki væri hægt að vinda sér í verkið og ljúka því, eða þrusa því af eins og hún sagði alltaf. Meðan hún lifði varð hún ekki svo lán- söm að eignast eigin barnabörn, en tók ástfóstri við börn og barnabörn okkar systkinanna og var þeim sem allra besta amma. Vilma, St.Bernhards hundurinn hans Magnúsar, var henni mjög kær og talaði hún um hana eins og barnabarn. Lára var mikill gleðigjafi og naut þess að vera með fólki og aðstoða á allan hátt og var því vinamörg. Helstu áhugamálin voru garðyrkja og prjónaskapur, það eru margar peysurnar sem hún prjónaði og gaf bæði á jólamarkaði í Vennesla og til vina og vandamanna. Láru verður sárt saknað af allri stór- fjölskyldunni og mun hún áfram lifa í hugum og hjörtum okkar. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Kær kveðja frá okkur systkin- unum, Maggý, Hafdís, Helgi og Sigmundur. Lára Hannesdóttir Schram Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ADAM ÞÓR ÞORGEIRSSON, Háholti 5, Akranesi, lést 5. júní á Sjúkrahúsi Akraness. Útförin verður frá Akraneskirkju miðvikudaginn 12. júní klukkan 13. Ólöf Erna Adamsdóttir Hreinn Haraldsson Friðrik Adamsson Lise Dandanell Auður Adamsdóttir Gunnlaugur V. Snævarr Þorgeir Adamsson Hrönn Hilmarsdóttir barnabörn og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDDU MAGNÚSDÓTTUR, Hjallalundi 20, Akureyri, sem lést 16. maí. Vilborg Gautadóttir Hlynur Jónasson Magnús Gauti Gautason Hrefna G. Torfadóttir Elín Gautadóttir Steinþór Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.