Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Ég var svo lánsöm að starfa við
Borgarspítalann. Við hjúkrunar-
fræðingarnir skiptumst svolítið í
tvo hópa. Héldum tryggð við ann-
að hvort Borgarspítalann eða
Landspítalann. Ég hóf störf þar
um 1970 og líkaði mjög vel. Það
var gott skipulag og góður andi í
þessu húsi. Hjúkrunarforstjóri
var Sigurlín Gunnarsdóttir. Það
var mikil virðing borin fyrir henni,
en það var gagnkvæmt. Hún kom
ætíð fram við fólk af virðingu og
alúð. Hún gat verið ákveðin en
réttsýn, þetta eru eðal-eiginleikar
hjá stjórnanda. Ég vann með
henni í hjúkrunarstjórn Borgar-
spítalans í nokkur ár. Við nánara
samstarf kynntumst við betur.
Hún var framsýn, víðsýn og dugn-
aðarforkur. Fylgdist vel með á öll-
um sviðum. Þetta starf og um-
gjörð hjúkrunar átti hug hennar
allan. Þegar ég hugsa til baka þá
man ég svo vel hvað hún gaf mikið
af sér. Hún talaði hlutina upp en
ekki niður, sem er ótrúlega gef-
andi í dagsins önn. Hennar lund
var glöð, bjartsýn og umhyggju-
söm. Sigurlín hóf störf sem for-
stöðukona Borgarspítalans árið
1965, þá var spítalinn í byggingu.
Árið 1974 breyttist stöðuheitið í
hjúkrunarforstjóri. Vann hún öt-
ullega að uppbyggingu og ótelj-
andi aðföngum innanhúss. Það má
segja að spítali sé ríki í ríkinu. Það
er svo margþætt starfsemi sem
fylgir og er nauðsynleg. Frum-
kvöðlastarfið var mikið. Í þá daga
var ekki hægt að hafa samband
við hönnunardeildir eða slíka aðila
til að dreifa álaginu. Mönnun og
hjúkrun þurfti að skipuleggja,
ásamt öllu hinu. Hún byggði upp
kennslu fyrir sjúkraliða. Höfðu
tveir hópar sjúkraliða útskrifast
þegar spítalinn tók til starfa árið
1969. Voru þá deildir opnaðar
hver af annarri. Sjúkraliðaskóli
Borgarspítalans brautskráði 162
sjúkraliða. Sjúkraliðaskóli Íslands
tók til starfa 1975, útskrifuðust þá
allir sjúkraliðar þaðan. Á þessu
ári eru 100 ár síðan Hjúkrunar-
félag Íslands var stofnað. Þegar
nám í hjúkrunarfræði fór á há-
skólastig þá varð til nýtt félag.
Fljótlega sameinuðust þessi tvö
félög í Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga eins og það heitir í dag.
Nú á þessum tímamótum er
skautað aftur og fram í tíma og
rúmi. Sagt frá stofnunum, frá-
sagnir og viðtöl við ýmsa aðila í
ræðu og riti sem tengjast félaginu
og hjúkrun. Eflaust hefur eitthvað
farið fram hjá mér, en ég hef leit-
að eftir ummælum um Sigurlín og
hennar framlag til hjúkrunar. Ár-
ið 2000 gaf hún út bókina „Sjúkra-
hús verður til, upphaf og upp-
bygging hjúkrunarþjónustu
Borgarspítalans í Reykjavík“.
Vitað er að Borgarspítalinn er
ekki lengur til en hann átti samt
sitt líf og sögu. Við getum öll verið
sammála um það.
Elsku Sigurlín. Nú er komið að
leiðarlokum. Þú skilur eftir svo
ótal margt í þessu lífi. Minning þín
lifir. Ættingjum þínum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Elinborg Ingólfsdóttir.
Kveðja frá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Sigurlín M. Gunnarsdóttir,
heiðursfélagi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, er látin. Sig-
urlín útskrifaðist frá Hjúkrunar-
skóla Íslands 1951. Hún fór til
frekara náms í skurðtækni, spít-
alastjórn og heilsuvernd í Eng-
landi og Danmörku 1962 til 1964
og lauk framhaldsnámi í hjúkrun-
arfræði, kennslu og stjórnun við
Sygeplejehöjskolen í Árósum.
Sigurlín hóf starfsferilinn við
sjúkrahúsið á Akureyri og starf-
aði síðan víða bæði hérlendis og
erlendis þar til hún flutti til Akra-
ness og hóf störf við opnun
Sjúkrahúss Akraness 1952.
Haustið 1956 tók hún þar við
stöðu yfirhjúkrunarkonu, sem
hún sinnti til 1963. Þá tók hún við
stöðu aðstoðarforstöðukonustöðu
á Landspítalanum til 1965 er hún
var ráðin hjúkrunarforstjóri
Borgarspítala og starfaði Sigurlín
þar til 1988. Sigurlín bjó spítalann
undir framtíðarhlutverk hans og
gerði hún m.a. tillögur um skipu-
lag og vinnuhagræðingu. Starf
hennar var yfirgripsmikið og
gerði miklar kröfur um víðtæka
þekkingu í hjúkrunarfræði,
stjórnun og rekstri. Öll hjúkrun
og aðhlynning var á hennar
starfssviði, auk yfirstjórnar sótt-
hreinsunar, saumastofu og ræst-
inga.
Hún vann að skipulagi og mót-
un hjúkrunar við sjúkrahúsið og
einsetti sér að veita góða og fag-
lega hjúkrun og að starfsfólkinu
liði vel til að tryggja sjúklingum
spítalans góða og samfellda
hjúkrun.
Hæfileikar Sigurlínar nutu sín
vel sem hjúkrunarforstjóri
Borgarspítalans. Hún var yfir-
veguð í framkomu og hafði sér-
staklega góða nærveru.
Faglegur metnaður og einstök
yfirsýn yfir starfsemi spítalans
gerðu hana að mikilsvirtum leið-
toga hjúkrunar.
Hún kom m.a. á og réð hjúkr-
unarfræðing í stöðu fyrsta
fræðslustjóra innan hjúkrunar-
þjónustu á landinu 1972. Þá hóf
Borgarspítalinn kennslu i sjúkra-
hjálp 1966 sem var átta mánaða
kennsla nýrrar aðstoðarstéttar í
hjúkrun er hlaut starfsheitið
sjúkraliði. Allt var gert til að auka
gæði hjúkrunarþjónustunnar á
spítalanum.
Til að tryggja öryggi sjúklinga
enn frekar voru sýkingavarnir
spítalans efldar. Sigurlín réði
hjúkrunarfræðing í hálft starf til
þess og var síðan stofnuð sýk-
ingavarnanefnd spítalans 1980.
Að beiðni framkvæmdastjórn-
ar Sjúkrahúss Reykjavíkur skrif-
aði Sigurlín bók um upphaf og
uppbyggingu hjúkrunarþjónustu
á 25 ára afmæli spítalans og var
bókin Sjúkrahús verður til gefin
út árið 2000. Bókin er einstök
heimild um undirbúning og upp-
byggingu hjúkrunarþjónustu á
nýjum spítala.
Sigurlín sat í stjórn Hjúkrun-
arfélags Íslands 1965 til 1970.
Hún var fulltrúi félagsins í Al-
þjóðaráði hjúkrunarfræðinga
(ICN) og í Samstarfi hjúkrunar-
fræðinga á Norðurlöndum (SSN)
1972-1976, fulltrúi í Samtökum
heilbrigðisstétta 1969-1973 og
formaður deildar hjúkrunarfor-
stjóra og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra innan félagsins
1968-1971.
Sigurlín var gerð að heiðurs-
félaga fyrir brautryðjendastarf
hennar að hjúkrunarmálum og
uppbyggingu hjúkrunar í landinu,
í Hjúkrunarfélagi Íslands síðar
Félagi íslenskra hjúkrunarfræð-
inga 1989.
Blessuð sé minning hennar.
Guðbjörg Pálsdóttir,
formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Við fráfall Sigurlínar reikar
hugurinn mörg ár aftur í tímann
þegar við vorum samstarfsmenn
á hinum nýja spítala í Fossvogi,
Borgarspítalanum, sem tók til
starfa í árslok 1967. Hann var þó
ekki fullbyggður fyrr en síðar.
Þegar bygging spítalans var
langt komin var Sigurlín ráðin
stjórnandi hjúkrunar. Í fyrstu var
starfsheiti hennar forstöðukona
en frá árinu 1974 var titill hennar
hjúkrunarforstjóri. Áður en hún
tók formlega til starfa fór hún í
langa ferð til Norðurlanda til þess
að kynna sér nýjungar í starfsemi
sjúkrahúsa.
Áður en sjúkradeildir voru til-
búnar til að taka á móti sjúkling-
unum var að mörgu að hyggja.
Nefna má sjúkrarúm og sængur-
fatnað, áhöld og muni, lyfja-
geymslu, sótthreinsun, starfs-
mannafatnað og aðbúnað
starfsfólks en ekki síst mönnun
og skipulag hjúkrunar. Allt þetta
krafðist mikillar undirbúnings-
vinnu en Sigurlín leysti öll þessi
atriði með prýði. Hún segir frá
framangreindu í mjög fróðlegri
bók, „Sjúkrahús verður til“, sem
hún ritaði eftir að hún lét af
störfum.
Þegar spítalinn hafði tekið til
starfa var í mörg horn að líta fyrir
hana og hún fylgdist vel með
starfseminni.
Hún klæddist alla tíð hvíta
hjúkrunarbúningnum og bar
hvítan kappa á höfði a.m.k. fyrstu
árin. Í annarri hendi bar hún lítinn
kladda eða minnisbók þar sem
hún skrifaði athugasemdir sínar.
Hún mun hafa komið daglega á
allar sjúkradeildir til þess að
fylgjast með og ræða við starfs-
fólk, en aðbúnaður sjúklinganna
var henni efst í huga.
Sigurlín var sönn hæverska í
blóð borin og viðmót hennar var
hlýtt en ákveðið. Hvar sem hún
kom virtist nærvera hennar hafa í
för með sér einhvers konar frið-
sæld og vellíðan viðstaddra.
Því háttaði svo til að borgar-
stjórn Reykjavíkur kaus stjórn
spítalans en stjórnarfundi sátu
auk kjörinna fulltrúa, fram-
kvæmdastjóri spítalans, hjúkrun-
arforstjóri og formaður lækna-
ráðs.
Minnisstætt er að þegar mál-
efni sjúklinga voru til umræðu
hélt hún málstað þeirra fram af
einurð og brýndi þá gjarnan
raustina þannig að vel var tekið
eftir því sem hún lagði til mál-
anna.
Hennar er minnst með virð-
ingu, en hún var öflugur málsvari
hinna sjúku.
Ólafur Jónsson.
Það er mikill söknuður að henni
Sillu frænku.
Frá því ég man fyrst eftir mér
hefur Silla verið stór hluti af lífi
mínu og mikil fyrirmynd.
Hún fór með foreldrum mínum
á Alþingishátíðina 1974. Ég fékk
að fljóta með, sex ára. Ég man enn
ilminn af lynginu, sólina og
hlýjuna í loftinu – og einmitt þann-
ig var Silla. Alltaf hlý og alltum-
lykjandi. Í febrúar það sama ár
sendi hún mér – þá fimm ára –
póstkort frá Árósum:
„Elsku Bjarni minn, þakka þér
fyrir allar ánægjustundirnar um
jólin. Ég hugsa oft til ykkar. Ég
hlakka mikið til að koma heim í
sumar. Það er allt gott að frétta.
Skilaðu kveðju til allra. Þín einlæg
frænka, Silla.“
Silla var frænkan sem sendi
póstkort á litla frændur og frænk-
ur og sagði frá lífinu á framandi
slóðum. Alltaf skyldi Silla koma
með gjafir og sælgæti frá útlönd-
um. Það var gleði í húsinu þegar
Silla heimsótti foreldra sína á
neðri hæðinni á Steinsstöðum.
Það var gaman að fara í ísbíltúr
í bjöllunni hennar. Oftast fullur
bíll af börnum. Silla var sjálfstæða
konan sem var í stjórnunarstöðu
og ferðaðist um heiminn – langt á
undan sinni samtíð. Sillu fylgdu
ferskir vindar inn á hefðbundið
sveitaheimili. Silla var ekki dóm-
hörð, heldur hlustaði og spurði svo
þroskandi spurninga. Hún sýndi
raunverulegan áhuga á því sem
ég, barnið, var að fást við.
Þegar ég fékk heilahimnubólgu
14 ára hét Silla á mig að ef mér
batnaði skyldi hún gefa mér Lax-
nessbók á hverju ári. Næstu 25-30
árin kom hún á hverju ári með
nýja bók eða bækur þar til allt
safnið var komið upp í hillu hjá
mér. Trygglynd var hún og stóð
algjörlega við það sem hún sagði.
Hún tók sjálfa sig alvarlega.
Á háskólaárunum var gott að
koma í mat til Sillu. Hún var
fagurkeri og gerði allt vel sem hún
tók sér fyrir hendur. Hún var fé-
lagslynd og áhugasöm um sam-
félagið allt. Ekki síst þá sem
minna mega sín. Silla var góð
fyrirmynd.
Eftir lifa yndislegar minningar
um Sillu frænku. Sérlega hug-
rakka, hlýja og skemmtilega
manneskju. Hún var sönn fyrir-
mynd. Lifði innihaldsríku og
skemmtilegu lífi. Vildi öllum vel
og lét svo sannarlega gott af sér
leiða. Það er mikill söknuður að
Sillu frænku.
Bjarni Ármannsson.
Það eru hlýjar
hugsanir og þakk-
læti sem koma upp,
þegar ég hugsa til
Rögnu ömmu. Amma var einstök
kona, og verður skrýtið að fara til
Ólafsfjarðar og koma ekki við hjá
henni, setja 2-3 kubba í púsluspil-
ið á stofuborðinu. En amma var
alltaf að púsla og fannst henni
gott að fá aðstoð þegar réttur
kubbur fannst ekki. Þær voru
ófáar stundirnar sem við amma
sátum saman og hún sagði mér
skemmtilegar sögur úr sínu lífi,
amma var mikill húmoristi og átti
auðvelt með að gera grín að
sjálfri sér. Hún sagði svo
skemmtilega frá að oft var ég
hætt að sjá fyrir tárum.
Amma var mikil hannyrða-
kona og sat aldrei aðgerðalaus,
hún saumaði, prjónaði og föndr-
aði. Meðan afi lifði var hann öll-
um stundum í bílskúrnum, að
smíða og renna ýmsa fallega
hluti, og á maður marga fallega
Ragna Kristín
Karlsdóttir
✝ Ragna KristínKarlsdóttir
fæddist 3. mars
1928. Hún lést 12.
maí 2019. Útför
Rögnu Kristínar
fór fram 25. maí
2019
muni eftir þau.
Þetta gerðu þau
mest á veturna, því
á sumrin átti hús-
bíllinn hug þeirra
allan. Þau voru í
Flökkurum – félagi
húsbílaeigenda, og
voru dugleg að fara
með þeim í ferðir og
þvældust um landið
líka tvö ein. Ef ég
náði á þau heima á
sumrin þá sagði amma: „Þú ert
heppin, við komum bara til að
setja í þvottavélina, það var allt
orðið skítugt.“ Þau voru farin aft-
ur þegar búið var að fylla hús-
bílafataskápinn. Ömmu var alltaf
umhugað um afkomendur sína,
hún fylgdist vel með hverjum og
einum og var stolt af stóra hópn-
um sínum. Amma var þakklát
fyrir líf sitt og tilbúin að fara í síð-
ustu ferðina sína.
Elsku amma, takk fyrir allar
dýrmætu stundirnar sem við átt-
um saman, ég geymi þær í hjarta
mínu og allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Ég veit að þér líður vel
núna enda komin til afa sem er
örugglega að elda steik handa
þér eins og honum einum var
lagið.
Saknaðarkveðjur.
Kristín Aðalsteinsdóttir.
✝ Judith El-ísabet Christi-
ansen fæddist í
Þórshöfn í Fær-
eyjum 21. október
1944. Hún lést á
Landspítalanum 1.
júní 2019. For-
eldrar hennar
voru Anton
Christiansen, f. 5.
mars 1915, d. 12.
október 1970 og
Semona Christiansen, f. 22. júlí
1923, d. 26. febrúar 1998.
Bróðir hennar var Gunnar
Christiansen, f. 12. mars 1948,
d. 5. júlí 2004.
Judith kvæntist Sveini
Yngvasyni, f. 17. ágúst 1942,
Hún átti 4 barnabarnabörn.
Judith fluttist frá Færeyjum til
Íslands árið 1961, ásamt for-
eldrum sínum og bróður. Hún
starfaði lengst af við afgreiðslu
og þjónustustörf hjá ýmsum
aðilum, en lengst af starfaði
hún hjá dagheimilinu Suð-
urborg, fyrst í þvottahúsinu og
síðar og til starfsloka í eldhús-
inu, síðast sem matráðskona.
Hún var mjög virk í kvenfélag-
inu Fjallkonum til margra ára
og var meðlimur í Færeyinga-
félaginu. Hún hafði gaman af
hannyrðum, svo sem að prjóna,
hekla, skrautskrift og leir-
munagerð. Hún var einnig
söngelsk og söng um tíma með
Rangæinga-kórnum. Hún var
mjög dugleg að heimsækja
heimaland sitt Færeyjar og á
seinni árum var það árviss við-
burður.
Útför Judithar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 7.
júní 2019, kl.ukkan 13.
þann 30. janúar
1965. Þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru: (1) Sús-
anna Sveinsdóttir
Kosicki, f. 8. nóv-
ember 1965, á hún
2 börn, (2) Sig-
urður Yngvi
Sveinsson, f. 12.
apríl 1968, á hann
3 börn og er í
sambúð með Guð-
veigu Elísdóttur, (3) Anton
Sveinsson, f. 30. ágúst 1971, á
hann 5 börn og er giftur Jody
Towson, (4) Sveinn Júlían
Sveinsson, f. 3. júlí 1976, á
hann 2 börn og er í sambúð
með Kristínu Guðmundsdóttur.
Elsku mamma, nú hefurðu kvatt
okkur í síðasta sinn, veröldin verð-
ur tómlegri án þín. Ég mun ávallt
minnast þín í gegnum allar góðu
stundirnar okkar, samtalanna og
hlátursins. Ég er þakklátur fyrir
svo margt þegar ég lít tilbaka, en
fyrst og fremst er ég þakklátur
fyrir þann tíma sem ég fékk til að
vera samferða þér í gegnum lífið.
Þú varst alla tíð til staðar þegar ég
þurfti á þér að halda, varst klett-
urinn og sú sem hélst öllu saman,
takk fyrir það, mamma, ég er
þakklátur. Þín stærstu persónu-
einkenni voru fyrst og fremst bros-
ið sem alltaf var stutt í, þolinmæðin
og að hlusta, þannig varst þú.
Aðrir gengu alltaf fyrir, þannig
vildirðu hafa það, þannig varst þú.
Góðmennska þín átti sér engin tak-
mörk og allir sem þekktu til þín,
vissu hvaða gæðum þú varst gædd.
Þú varst elskuð af mörgum.
Minningarnar sem sitja eftir um
þig eru fallegar, góðar og ótal
margar. Til dæmis voru það fjalla-
ferðirnar sem voru farnar í gamla
daga með útlendingunum útum allt
land, þær eru mér alltaf ofarlega í
huga. Ég rifja oft upp þessar ferðir
sem ég kom með í og hugsa til baka
með bros á vör og hlýju í hjarta,
þetta voru æðislegar ferðir og góð
samvera. Í minningunni er ein-
göngu sól og blíða alla dagana í
þessum ferðum.
Einnig eru allar Færeyja-ferð-
irnar oft í huga mér, þetta var
skemmtilegur tími sem maður
fékk með fjölskyldunni okkar sem
bjó þar. Færeyjar voru þér mjög
mikilvægar og þú hafðir gaman af
að rifja upp æskuárin þín þar. Það
skipti þig miklu máli að vera þar,
þú talaðir oft um það, enda ferð-
irnar þangað orðnar ótalmargar í
gegnum árin.
Veikindi þín síðustu árin fengu
mig til að endurskoða margt í lífinu
og horfa á í nýju ljósi, þú kenndir
mér mikilvægar lexíur allt til enda.
Mikið hefði mig langað að stelp-
urnar mínar hefðu fengið lengri
tíma með þér, þær nutu góðs af
nærveru þinni. Við Kristín tölum
oft um þig og minnumst hversu fal-
lega manneskju þú hafðir að
geyma. Mamma, við elskum þig og
söknum þín og gleðjumst yfir því
að hafa þekkt þig og lifað með þér.
Elsku mamma, brottför þín er upp-
hafið að nýju ferðalagi hjá þér, við
hin sem sitjum eftir, kveðjum þig
með ást og söknuði í hjarta. Ég veit
að þú munt halda áfram að hafa
áhrif á líf annarra til hins betra eins
og áður, arfleifð þín mun sjá til
þess.
Þinn sonur,
Sveinn Júlían Sveinsson.
Elsku besta frænka mín.
Átti erfitt með að skrifa minn-
ingargrein en langar til að birta
þetta ljóð sem ég samdi og segir
mest allt sem segja þarf.
Elsku besta frænka mín
þú kvaddir allt of fljótt
Baráttan við illan vætt
tók allan þinn þrótt
Tengslin okkar mikil voru
allt frá barnæsku
Þakkir, þú kenndir mér sitt af hvoru
af þinni manngæsku
Sorgina ber nú í brjósti mér
mun ávallt sakna þín
Er óréttlætið fyllir huga
mér tárin byrgja sýn
Minningarnar ylja munu
Þú varst alltaf svo flott og fín
Í mömmu, pabba og bróðir faðmi
þau gæta munu þín
Þitt ferðalag nú hafið er
við sjáumst síðar meir
Í blómalandi er sólin skín
þú varst föðursystir mín
(EAC)
Elska þig, mín kæra, og er svo
fegin og þakklát fyrir að hafa náð
að segja þér það rétt áður en þú
kvaddir.
Elsku besti Mortan minn, Sús-
anna, Sigurður, Anton, Sveinn og
aðrir aðstandendur, við sam-
hryggjumst ykkur innilega á
þessum erfiðu tímum. Hugur
okkar er hjá ykkur og megi allir
englar alheimsins styrkja ykkur í
sorginni.
Elísabet, Arnar og dætur.
Judith Elísabet
Christiansen
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar