Morgunblaðið - 07.06.2019, Side 32
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti
í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 120.000 kr.
ALBANÍA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Albanska knattspyrnulandsliðið
sem mætir Íslandi í undankeppni
EM á Laugardalsvellinum á morg-
un er alls ekki ósvipað íslenska
landsliðinu hvað varðar samsetn-
ingu leikmannahópsins.
Albanar eru ekki með marga
leikmenn úr sterkustu deildum
Evrópu og langflestir leika með
„miðlungsliðum“ víðsvegar í álf-
unni. Þessi lýsing gæti hæglega
líka átt við um landsliðshópinn sem
Ísland teflir fram. Útfrá því er
hægt að álykta að á pappírunum
séu þessi landslið mjög áþekk að
styrkleika.
Albanar náðu, eins og Íslend-
ingar, ákveðnum hápunkti á EM í
Frakklandi sumarið 2016, þar sem
þeir voru líka nýliðar og stóðu sig
vel. Unnu Rúmena í riðlakeppninni
og náðu þriðja sæti í sínum riðli, þó
það reyndist ekki nóg til að komast
í sextán liða úrslitin.
Þeir hafa síðan heldur gefið eftir
og gekk frekar illa í C-deild Þjóða-
deildar UEFA í haust, þar sem
þeir töpuðu þremur leikjum af fjór-
um gegn Skotlandi og Ísrael.
Albanar töpuðu 0:2 fyrir Tyrkj-
um á heimavelli í fyrstu umferð
undankeppni EM í mars en sigruðu
Andorra 3:0 á útivelli þremur dög-
um síðar. Þeir mæta því til landsins
með þrjú stig, jafnir Íslandi.
Þrír í A-deildinni í vetur
Í sínum eina vináttuleik í vetur
unnu Albanar sigur á Wales á
heimavelli, 1:0, í nóvember með
marki frá Bekim Balaj.
Þrír Albananna sem eru í hópnum
að þessu sinni léku í ítölsku A-
deildinni í vetur. Hægri bakvörð-
urinn Elseid Hysaj spilaði 27 leiki
með Napoli, sem hafnaði í 2. sæti,
markvörðurinn Etrit Berisha varði
mark Atalanta, sem hafnaði í 3.
sæti, í 18 leikjum og Freddie Veseli,
sem ýmist spilar sem bakvörður eða
miðvörður, lék 31 leik með Empoli
sem féll úr deildinni í vor. Berisha
markvörður er leikjahæstur í alb-
anska liðinu sem hingað kemur með
55 landsleiki en hann varði áður
mark Lazio og sænska liðsins Kal-
mar.
Þá lék miðjumaðurinn Amir
Abrashi 10 leiki með Freiburg í
efstu deild Þýskalands í vetur en
hann á þar fjögur ár að baki.
Uppalinn hjá Barcelona
Bakvörðurinn Iván Balliu sem er
spænskur og uppalinn hjá Barce-
lona, hóf að leika með Albaníu síð-
asta haust og var í byrjunarliðinu
gegn Tyrklandi, sem kantmaður.
Hann varð meistari í frönsku B-
deildinni með Metz í vetur.
Miðvörðurinn Arlind Ajeti gæti
komið við sögu en hann hefur spilað
20 landsleiki og var samherji Rún-
ars Más Sigurjónssonar hjá Grass-
hoppers í Sviss í vetur.
Lykilmaður á miðjunni er Taul-
ant Xhaka, fyrrverandi samherji
Birkis Bjarnasonar hjá Basel, en
hann hefur verið í röðum Basel frá
11 ára aldri og er bróðir Granit
Xhaka, miðjumanns Arsenal og
svissneska landsliðsins. Xhaka-
bræður mættust einmitt á sögulegri
stund á EM í Frakklandi með
Sviss og Albaníu.
Sadiku skæðastur frammi
Armando Sadiku er helsti sókn-
armaður Albana og markahæstur í
liðinu í dag með 12 mörk í 35 lands-
leikjum. Hann skoraði þó aðeins 3
mörk í 16 leikjum með Lugano í
Sviss í vetur.
Myrto Uzuni, leikmaður Lokomo-
tiva Zagreb í Króatíu, var í byrj-
unarliðinu gegn Tyrklandi og An-
dorra. Hann hefur ekki skorað í 6
landsleikjum en gerði 7 mörk í kró-
atísku deildinni í vetur.
Framherjinn Bekim Balaj hefur
spilað með Akhmat Grozní í rúss-
nesku úrvalsdeildinni undanfarin ár
en gerði þar aðeins 3 mörk í vetur.
Reyndir fyrir þá meiddu
Þrír þeirra sem léku með Albön-
um gegn Tyrklandi og Andorra í
fyrstu leikjunum í mars eru ekki
með núna vegna meiðsla. Það eru
Berat Gjimshiti, miðvörður Atal-
anta á Ítalíu, Ledian Memushaj,
miðjumaður Pescara á Ítalíu, og
Eros Grezda, miðjumaður Rangers
í Skotlandi. Þar munar mest um
Gjimshiti sem var annar miðvarð-
anna í báðum leikjunum.
Fyrirliðinn Mërgim Mavraj leys-
ir Gjimshiti væntanlega af hólmi en
hann spilaði ekki í mars. Mavraj
leikur með Ingolstadt í þýsku B-
deildinni og á 48 landsleiki að baki.
Þá kemur Odishe Roshi, miðju-
maður Akhmat Grozní, aftur inn í
lið Albana en hann á að baki 50
landsleiki. Þessir tveir spiluðu fáa
leiki með sínum félagsliðum í vetur.
Ráku þjálfarann eftir
Tyrkjatapið
Albanar mæta til leiks á Laug-
ardalsvelli með nýjan þjálfara í
brúnni. Edoardo Reja, 73 ára gam-
all Ítali sem síðast stýrði Atalanta
tímabilið 2015-2016, tók við um
miðjan apríl eftir að landi hans
Christian Panucci var rekinn eftir
tapið gegn Tyrkjum 22. mars. Að-
stoðarþjálfarinn Ervin Bulku stýrði
liðinu í leiknum við Andorra þrem-
ur dögum síðar.
Albanska liðið er væntanlegt til
landsins snemma í dag, aðeins
rúmum sólarhring fyrir leik, en það
hefur dvalið við æfingar í Frank-
furt í Þýskalandi síðan á sunnudag.
Svipuð sam-
setning og hjá
íslenska liðinu
Fáir Albananna leika með stórliðum
Lykilmenn frá Atalanta og Napoli
Morgunblaðið/Golli
2013 Ergys Kace, leikmaður Panathinaikos í Grikklandi, og Ari Freyr
Skúlason í leik Íslands og Albaníu fyrir sex árum. Þeir geta mæst á ný.
Alfreð Gíslason var í gær útnefndur
þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik karla en hann stýrir þar sínum
síðasta leik á sunnudaginn þegar hann
kveður Kiel eftir að hafa þjálfað liðið frá
árinu 2008. Alfreð hefur áður hlotið
þennan heiður árin 2002, sem þjálfari
Magdeburg, og árin 2009 og 2012 sem
þjálfari Kiel.
Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá
belgíska B-deildarliðinu Lommel í knatt-
spyrnumanninn Jonathan Hendrickx.
Hann hefur samið við Lommel til tveggja
ára. Hendrickx er 25 ára Belgi sem hefur
spilað með Blikum í hálft annað ár en lék
áður með FH og í millitíðinni með Leixo-
es í Portúgal.
Ómar Ingi Magnússon, leikmaður
Aalborg og íslenska landsliðsins í hand-
knattleik, hefur verið valinn í lið ársins í
dönsku úrvalsdeildinni. Ómar var í stóru
hlutverki með Álaborgarliðinu í vetur en
er sem stendur frá keppni vegna
meiðsla. Álaborg vann í gærkvöld drama-
tískan útisigur án hans, í öðrum úrslita-
leiknum gegn GOG um danska meist-
aratitilinn, 32:31, og fær oddaleikinn um
titilinn á heimavelli á sunnudaginn.
Hilmar Örn Jónsson fékk brons-
verðlaun í sleggjukasti á bandaríska há-
skólameistaramótinu í Austin í Texas.
Hann kastaði 73,31 metra en Íslandsmet
hans er 75,26 metrar. Sindri Hrafn Guð-
mundsson varð fjórði í spjótkasti og
kastaði 73,92 metra en hefur best kast-
að tæpan 81 metra.
Haraldur Franklín Magnús er einn í
efsta sæti eftir tvo hringi á Thisted For-
sikring-mótinu í golfi í Danmörku en það
er hluti af Nordic-mótaröðinni. Hann lék
á 66 höggum í gær og er samtals á átta
höggum undir pari.
Eitt
ogannað
Albanskir fjölmiðlar telja fullvíst að nýi landsliðsþjálf-
arinn Edoardo Reja muni beita leikaðferðinni 3-5-2 í
leiknum gegn Íslandi í undankeppni EM karla í fótbolta
á Laugardalsvellinum á morgun. Albanar spiluðu 4-3-3
og 4-4-2 í mars undir stjórn forvera hans. Albanska liðið
hefur búið sig undir leikinn í Frankfurt og samkvæmt
íþróttavefnum Vipsport hafa uppstillingar Reja á æfing-
unum þar miðast við þessa leikaðferð.
Vipsport telur öruggt að hann tefli fram sömu þremur
miðjumönnum og í 3:0-sigrinum gegn Andorra, Taulant
Xhaka (Basel), Migjen Basha (Aris Saloniki) og Ergys
Kace (Panathinaikos). Kantmenn verði væntanlega bak-
verðirnir Elseid Hysaj (Napoli) og Naser Aliji (Dinamo Búkarest).
Hinsvegar sé Reja greinilega mjög óviss um hverjir skipi varnarlínuna
og framlínuna því hann hafi prófað margar útgáfur á æfingum liðsins síð-
ustu daga. Þó megi ráða af þeim að Armando Sadiku (Lugano) og Myrto
Uzuni (Lokomotiv Zagreb) séu líklegastir til að hefja leik í fremstu víglínu
á Laugardalsvellinum. vs@mbl.is
Albanar breyta skipulaginu
Edoardo
Reja
Björgvin Stefánsson sóknarmaður KR-inga getur næst
spilað með Vesturbæjarliðinu á Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu 21. júlí, eftir 44 daga, þegar það fær Stjörnuna í
heimsókn í 13. umferð deildarinnar. Hann var í gær úr-
skurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd
KSÍ fyrir ósæmileg ummæli í garð þeldökks leikmanns
Þróttar þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar í 1. deild
karla í útsendingu Hauka TV fyrir skömmu.
Björgvin getur ekki spilað gegn ÍA 15. júní, gegn Val
19. júní, gegn FH 23. júní, gegn Breiðabliki 1. júlí og
gegn ÍBV 6. júlí. Að auki er hann í eins leiks banni í bik-
arkeppninni þar sem KR mætir Njarðvík 27. júní en
hann hafði áður verið úrskurðaður í það vegna gulra spjalda í bikarnum.
Fyrstu leikirnir sem Björgvin getur spilað eru þó leikir KR í 1. umferð
undankeppni Evrópudeildarinnar en þar spila Vesturbæingar dagana 11.
og 18. júlí. vs@mbl.is
44 daga bann á Íslandsmóti
Björgvin
Stefánsson