Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 33

Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af HM Í FRAKKLANDI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lyon er líklega besta kvennalið heims í fótbolta. Að meðtöldum þeim 24 landsliðum sem eru mætt til Frakklands og taka þátt í heims- meistaramótinu en það hefst í París í kvöld með viðureign Frakklands og Suður-Kóreu. Sennilega er leikmannahópur Evr- ópu- og Frakklandsmeistaranna sterkari en hjá landsliðum Bandaríkj- anna, Þýskalands og Frakklands, sem ættu að vera líklegustu liðin til að slást um verðlaunasætin á þessu heimsmeistaramóti. Fimmtán leikmenn Lyon eru mættir til leiks á HM og þeir dreifast á sjö landslið. Sú sextánda og kannski sú besta, sem vissulega ætti að vera þar, er norska markadrottningin Ada Hegerberg sem var kjörin besta knattspyrnukona heims 2018. Hún hefur skorað 193 mörk í 165 leikjum fyrir Lyon en gefur ekki kost á sér í landslið Noregs vegna deilna við þar- lenda knattspyrnusambandið. Kjarni franska landsliðsins Með Lyon leikur kjarninn úr franska landsliðinu. Þær Amandine Henry, Wendie Renard og Eugénie Le Sommer hafa um árabil verið á meðal albestu leikmanna heims og samherjar þeirra Amel Majri, Griedge Mbock, Delphine Cascarino og markvörðurinn Sarah Bouhaddi eru líka í franska hópnum. Lyon á átta aðra fulltrúa í sex landsliðum á HM: Þýskaland: Dzsenifer Marozsán og Carolin Simon. England: Lucy Bronze og Nikita Parris. Japan: Saki Kumagai. Kanada: Kadeisha Buchanan. Holland: Shanice van de Sanden. Argentína: Sole Jaimes. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Lyon tapaði ekki leik í frönsku 1. deildinni í vetur, vann 20 af 22 og skoraði 89 mörk gegn að- eins 6, og vann meistaratitilinn þrett- ánda árið í röð. Að auki vann Lyon Meistaradeild Evrópu fjórða árið í röð og svo franska bikarinn í sjöunda skipti á átta árum. Ellefu frá París SG Eina franska liðið sem veitir Lyon keppni er París SG en aðeins fimm stig skildu liðin að í deildinni í vetur. En þess ber að geta að Lyon vann uppgjör þeirra undir lok tímabilsins með yfirburðum, 5:0, þar sem fimm af þeim snjöllu knattspyrnukonum sem nefndar hafa verið hér fyrir ofan skoruðu sitt markið hver (Heger- berg, Le Sommer, Renard, Maroszán og van de Sanden). PSG er líka með stóran hóp af HM- leikmönnum en ellefu landsliðskonur frá átta þátttökuþjóðum spila með Parísarliðinu. Þar er frægust hin brasilíska Formiga, fyrirliði PSG, sem setur væntanlega nýtt heimsmet, 41 árs gömul, með því að spila á sínu sjö- unda heimsmeistaramóti. Annars eru það heldur minna þekktar landsliðs- konur sem spila fyrir PSG sem á full- trúa í landsliðum Frakklands, Þýska- lands (Sara Däbritz), Kanada, Brasilíu, Svíþjóðar, Spánar, Síle og Kína. 60 frá bandarískum liðum Annars er það bandaríska atvinnu- deildin sem á flesta leikmenn á HM í Frakklandi. Liðin níu sem leika í deildinni eru alls með 60 fulltrúa á HM, fjóra til níu leikmenn hvert. Þar af er allt bandaríska liðið, 23 leik- menn, og einar tíu HM-þjóðir skipta hinum á milli sín. Dagný Brynj- arsdóttir hjá Portland Thorns á átta samherja á HM og sex koma frá Utah Royals, liði Gunnhildar Yrsu Jóns- dóttur. Eins merkilegt og það er þá heldur keppni í Bandaríkjunum áfram á fullu á meðan HM stendur yfir og liðin spila bara án HM- stjarnanna á meðan! Þekktasti leikmaðurinn úr banda- rísku deildinni er hin brasilíska Marta sem spilar með Orlando Pride og svo að sjálfsögðu allar bandarísku stjörnurnar eins og Carli Lloyd (Sky Blue), Alex Morgan (Orlando), Meg- an Rapinoe (Reign) og Tobin Heath (Portland) sem eiga eftir að setja svip sinn á keppnina í Frakklandi næsta mánuðinn. Besta liðið í heiminum?  Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon eiga 15 leikmenn í sjö landsliðum á heimsmeistaramótinu þó sú besta sé ekki með  Flautað til leiks á HM í kvöld AFP Lyon Saki Kumagai frá Japan, Griedge Mbock frá Frakklandi og Lucy Bronze frá Englandi eru í Evrópumeist- araliði Lyon og eru allar á leið á HM. Hér fagna þær eftir sigur á Barcelona, 4:1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Áhyggjur. Þetta er hálfgert lykilorð í aðdragandanum að landsleikjunum við Albaníu og Tyrkland í undankeppni EM karla í fótbolta sem fram fara á morg- un og þriðjudag í Laugardal. Áhyggjur yfir því að ekki verði uppselt. Í seinni tíð hefur Laug- ardalsvöllur verið troðfullur á flestum leikjum karlalandsliðs- ins, enda þótt ekki séu mörg ár síðan það þótti fínt að fá fimm til sex þúsund manns á landsleiki. Áhyggjur yfir því að það verði erfitt að skora mörk í fjarveru Al- freðs Finnbogasonar og með Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson nýstigna uppúr meiðslum. Áhyggjur yfir því að neistinn í landsliðsmönnunum okkar sé ekki lengur til staðar, þeir séu kannski orðnir saddir eftir að hafa komist bæði á EM og HM. Áhyggjur yfir því að landsliðið okkar sé að verða of gamalt og endurnýjunin of hæg. Áhyggjur yfir því að sólin verði hætt að skína á höfuðborg- arsvæðinu á morgun. Mér sýnist þær allavega vera ástæðulausar. 13 stiga hiti, 6-7 metrar á sek- úndu og heiðskírt þegar flautað verður til leiks kl. 13, segir spá- kortið þegar þetta er skrifað. Áhyggjur yfir því að góða veðrið verði þá of hagstætt fyrir mótherjana. Eru þetta ekki óþarfa áhyggj- ur? Ég held að okkar menn séu klárir í slaginn. Þeir ætla sér á EM 2020 og sigur á morgun kæmi þeim betur á sporið. Og fyrir þá sem hafa áhyggjur af því hvort Laugardalsvöllurinn verði fullur eða ekki þá sér veðrið til þess að fylla hann endanlega á morgun og sigur í leiknum til að fylla hann á þriðjudag! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Holland mætir Portúgal í fyrsta úr- slitaleik Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í Porto á sunnudags- kvöldið. Þetta varð ljóst í gærkvöld þegar Hollendingar sigruðu Eng- lendinga 3:1 í framlengdum leik í Guimaraes en í fyrrakvöld höfðu Portúgalar lagt Svisslendinga að velli með sömu markatölu, 3:1, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði öll mörkin. Þessar fjórar þjóðir unnu riðlana í A-deild Þjóðadeildarinnar síðasta haust og eru öruggar með í það minnsta sæti í umspili fyrir EM 2020, komist þær ekki beint í gegn- um undankeppnina sem lýkur í nóv- ember. Marcus Rashford kom Englend- ingum yfir úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 32. mínútu. Matthijs de Ligt jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 73. mínútu og leik- urinn því framlengdur. Þar gerðu Hollendingar tvö ódýr mörk eftir slæm varnarmistök Englendinga, fyrst skoraði Kyle Walker sjálfs- mark á 97. mínútu og síðan sendi Quincy Promes boltann í tómt mark Englands á 114. mínútu. vs@mbl.is AFP Fyrirliðar Virgil Van Dijk og Raheem Sterling í leiknum í gærkvöld. Holland í úrslitaleik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.