Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 34
0:1 Agla María Albertsdóttir 5.
I Gul spjöldEngin
Dómari: Ásmundur Þór Sveinss., 7.
Áhorfendur: 167.
STJARNAN – BREIÐABLIK 0:1
M
Kolbrún Tinna Eyjólfsd. (Stjörn.)
Hildigunnur Ýr Benediktsd. (Stj.)
Agla María Albertsdóttir (Breið.)
Áslaug M. Gunnlaugsd. (Breið.)
Hildur Antonsdóttir (Breið.)
Selma Sól Magnúsdóttir(Breið.)
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Pepsi Max-deild kvenna
KR – Keflavík ........................................... 0:4
Stjarnan – Breiðablik............................... 0:1
Staðan:
Breiðablik 6 6 0 0 18:4 18
Valur 5 5 0 0 17:3 15
Þór/KA 6 4 0 2 11:11 12
Stjarnan 6 3 0 3 5:8 9
ÍBV 5 2 0 3 9:7 6
Fylkir 5 2 0 3 6:9 6
HK/Víkingur 5 2 0 3 3:7 6
Selfoss 6 2 0 4 6:12 6
Keflavík 6 1 0 5 8:12 3
KR 6 1 0 5 5:15 3
Inkasso-deild kvenna
ÍR – ÍA....................................................... 0:3
Haukar – Afturelding .............................. 3:0
Grindavík – FH......................................... 2:1
Þróttur R. – Augnablik ............................ 3:0
Staðan:
Þróttur R. 4 4 0 0 19:3 12
ÍA 4 2 2 0 7:2 8
FH 4 2 1 1 10:7 7
Grindavík 4 2 1 1 5:5 7
Haukar 4 2 0 2 5:3 6
Augnablik 4 2 0 2 5:5 6
Afturelding 4 1 1 2 6:7 4
Tindastóll 3 1 0 2 7:10 3
Fjölnir 3 0 1 2 1:5 1
ÍR 4 0 0 4 2:20 0
2. deild karla
Völsungur – Dalvík/Reynir ..................... 1:1
Staða efstu liða:
Selfoss 5 3 1 1 12:4 10
Víðir 5 3 1 1 11:9 10
Völsungur 6 3 1 2 8:9 10
Leiknir F. 5 2 3 0 10:5 9
Fjarðabyggð 5 3 0 2 9:6 9
KFG 5 3 0 2 9:8 9
3. deild karla
Kórdrengir – Álftanes.............................. 4:2
KH – Reynir S .......................................... 2:5
Staða efstu liða:
Kórdrengir 6 4 2 0 13:5 14
KF 5 4 1 0 12:4 13
KV 5 4 0 1 13:6 12
Vængir Júpiters 5 3 0 2 9:6 9
Reynir S. 6 2 2 2 10:9 8
Álftanes 6 2 2 2 12:12 8
KNATTSPYRNA
GARÐABÆR/
VESTURBÆR
Kristófer Kristjánsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sigurganga Breiðabliks í úrvalsdeild
kvenna í fótbolta hélt áfram í gær-
kvöldi með 1:0-sigri á Stjörnunni á
Samsung-vellinum. Þrátt fyrir að
aðeins eitt mark hafi verið skorað
var sigur Blika gríðarlega öruggur
en gestirnir réðu lögum og lofum í
Garðabænum og voru oft á tíðum
klaufar að bæta ekki við mörkum.
Bæði lið féllu úr bikarnum í síð-
ustu viku, Breiðablik tapaði gríðar-
lega óvænt gegn Fylki og þá fékk
Stjarnan slæma útreið í síðasta
deildarleik er liðið tapaði 5:0 gegn
ÍBV. Það virðist hafa slegið Garðbæ-
inga nokkuð út af laginu, erfitt gengi
undanfarið, og var spilamennskan í
gær eftir því. Breiðablik, sem hefur
nú unnið alla sex leiki sína í deild-
inni, réð lögum og lofum og hefði
hæglega getað unnið með töluvert
stærri mun en sigurmarkið skoraði
Agla María Albertsdóttir strax á
fimmtu mínútu. Við tók svo orrahríð
að marki Stjörnunnar, gestirnir
fengu á annan tug tækifæra og 13
hornspyrnur til að bæta við. Varnar-
leikur Stjörnunnar hélt vel við þess-
ar erfiðu aðstæður en liðinu tókst
nær aldrei að tengja saman send-
ingar til að snúa vörn í sókn. Það
urðu gríðarlegar mannabreytingar í
Garðabænum í vetur og eftir ágæta
byrjun hefur liðið hikstað nokkuð
upp á síðkastið. Blikar eru aftur á
móti fullklárir í titilvörnina í sumar
og bíðum við flest í ofvæni eftir að
Valur og Breiðablik mætist á Hlíð-
arenda eftir nokkrar vikur.
Nýliðarnir náðu í fyrstu stigin
Keflavík er komin á blað eftir mik-
ilvægan og afar sannfærandi 4:0-
útisigur á KR. Keflavík var sterkari
aðilinn frá fyrstu mínútu og var sig-
urinn verðskuldaður. Keflavík vann
nánast hvert einasta einvígi á vell-
inum og sýndi að ekki þarf 50 send-
ingar til að spila árangursríkan og
góðan fótbolta. Keflavík spilaði á
styrkleikum sínum og nýtti sér veik-
leikana í liði KR hvað eftir annað.
Keflavíkurkonur voru búnar að
eiga nokkrar góðar sóknir þegar
fyrsta markið kom loksins á 28. mín-
útu. Anita Lind Daníelsdóttir skor-
aði það beint úr hornspyrnu. Eftir
það var aldrei spurning um hvort lið-
ið myndi fara með sigur af hólmi.
Frammistaða leikmanna Keflavíkur
var afar heilsteypt frá markmanni til
fremsta manns og voru margir sem
spiluðu vel.
Þótt Sveindís Jane Jónsdóttir hafi
ekki skorað spilaði enginn betur en
framherjinn. Sveindís vann gríðar-
lega vel fyrir liðið og bjó til fullt af
tækifærum fyrir liðsfélaga sína.
Sveindís er potturinn og pannan í
sóknarleik Keflavíkur. Hún er orðin
ákveðinn leiðtogi, þrátt fyrir ungan
aldur. Sveindís býr yfir gæðum sem
fáir leikmenn deildarinnar geta
montað sig af og er ljóst að hún get-
ur farið alla leið.
Það hefur lukkast vel hjá Keflavík
að hafa fyrirliðann Natöshu Anasi
framar á vellinum. Hún spilaði sem
miðvörður framan af móti, en hún
spilaði vel sem afturliggjandi miðju-
maður í gær og kórónaði góðan leik
með tveimur mörkum. Hún gerir
mjög vel í að vernda varnarmennina
og komust sóknarmenn KR ekki
framhjá henni. Anasi kórónaði svo
góðan leik sinn með tveimur mörk-
um. Það er mikið spunnið í þetta
Keflavíkurlið og það sýndi í gær að
það getur haldið sér uppi. KR á hins
vegar enga möguleika á slíku með
spilamennsku sem boðið var upp á í
gær. Margir leikmenn KR eru
komnir til ára sinna og virtist vanta
hungur í Frostaskjólið.
Eitt mark en
samt öruggt
Breiðablik áfram með fullt hús stiga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Birna Jóhannsdóttir og Heiðdís Lillýjardóttir í harðri baráttu um
boltann í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í gærkvöld.
0:1 Anita Lind Daníelsdóttir 28.
0:2 Sophie Groff 32.
0:3 Natasha Anasi 39.
0:4 Natasha Anasi 65.
I Gul spjöldÁsdís Karen Halldórsdóttir
(KR). Katla María Þórðardóttir, Na-
tasha Anasi (Keflavík)
Dómari: Gunnþór Steinar Jónss., 6.
Áhorfendur: 80.
KR – KEFLAVÍK 0:4
MM
Natasha Anasi (Keflavík)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Kefl.)
M
Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
Aytac Sharifova (Keflavík)
Sophie Groff (Keflavík)
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Þóra K. Klemensdóttir(Keflavík)
Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Kefl.)
Þróttarkonur náðu í gærkvöld fjögurra stiga forystu í 1.
deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni. Þróttur
tók á móti Augnabliki á Eimskipsvellinum í Laugardal
og Lauren Wade skoraði eitt mark í hvorum hálfleik.
Linda Líf Boama bætti við þriðja markinu á 67. mínútu
og lokatölur urðu 3:0.
ÍA sótti ÍR heim í Breiðholtið og sigraði 3:0. Aníta Sól
Ágústsdóttir kom Skagakonum yfir úr vítaspyrnu á 22.
mínútu. Fríða Halldórsdóttir og Eva María Jónsdóttir
bættu við mörkum í síðari hálfleik.
Grindavík og FH, liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni,
mættust á Grindavíkurvelli og þar skoraði Erna Guðrún
Magnúsdóttir fyrir FH strax á 3. mínútu. Írena Björk Gestsdóttir jafnaði
fyrir Grindavík á 14. mínútu. Nicole Maher skoraði sigurmark Grindavíkur
á 77. mínútu, 2:1.
Haukar og Afturelding áttust við á Ásvöllum og þar skoraði Sierra Mar-
ie Lelii fyrir Hauka á 48. mínútu, 1:0. Kristín Ösp Sigurðardóttir bætti við
marki á 76. mínútu og Lelii gerði sitt annað mark í uppbótartímanum, 3:0.
Góð byrjun Þróttarkvenna
Linda Líf
Boama
Framarar komust í gærkvöld í ann-
að sæti 1. deildar karla í knatt-
spyrnu, Inkasso-deildarinnar, með
því að sigra Njarðvíkinga á útivelli,
1:0, í fyrsta leik sjöttu umferðar.
Helgi Guðjónsson skoraði sigur-
markið á 63. mínútu og Fram er nú
komið með 11 stig, einu minna en
Fjölnismenn sem eru á toppnum
með 12 stig. Njarðvíkingar sitja
áfram í áttunda sæti deildarinnar
með sjö stig og náðu ekki að skora
mark í þriðja leiknum í röð í deild-
inni. vs@mbl.is
Framarar í
annað sætið
Morgunblaðið/Eggert
Sigurmark Helgi Guðjónsson
tryggði Frömurum sigurinn.
Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi
Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI
bragðgott – hollt – næringarríkt
– fyrir dýrin þín
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kórinn: HK/Víkingur – ÍBV..................... 18
Origo-völlur: Valur – Fylkir ................ 19.15
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir .... 19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Ásvellir: Haukar – Þór.............................. 18
Eimskipsv.: Þróttur R. – Leiknir R.... 19.15
Vivaldi-völlur: Grótta – Fjölnir ........... 19.15
Varmárvöllur: Afturelding – Magni ... 19.15
2. deild karla:
Akraneshöll: Kári – Víðir..................... 19.15
Í KVÖLD!