Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
emmessis.is
sögu. Ég las samt söguna þeirra en
las líka 200 aðrar. Þeirra saga er
kannski pínulítill litur í þessu en lit-
rófið er svo rosalega stórt. Verkið
segir ekki einhverja eina sögu,“ segir
Kári.
„Þetta er verk sem okkur finnst að
þurfi að tala til nokkuð breiðs áhorf-
endahóps, bæði til ungra áhorfenda
en líka til fullorðinna einstaklinga.
Þannig að leiðin okkar í þessu er
kannski ekki hefðbundin.“ Kári segir
sýninguna bregða frá því sem maður
gæti búist við af svona leikriti. Hann
segir það ekki vera hádramatískt og
alvarlegt. „Auðvitað er undirtónninn
í sýningunni grafalvarlegur en ég
held að við séum að fara svolítið nýja
leið að þessu efni.“
Viljum ekki sykurhúða neitt
Fram kemur í fréttatilkynningu
um sýninguna að hún sé ekki við
hæfi barna yngri en 12 ára og segir
Kári viðfangsefnið sjálft og óheflað
orðbragð vera ástæðu þess. „Við vilj-
um tala um hlutina eins og þeir eru í
þessari leiksýningu. Við viljum ekki
þurfa að sykurhúða þá neitt og þess
vegna erum við með þetta aldurs-
takmark. Við höldum að krakkar
sem eru 10 eða 11 ára séu kannski
ekki orðnir nógu gamlir til að skilja
viðfangsefnið eins og við viljum að
fólk geri. En ef foreldrar vilja koma
með yngri börn á sýninguna þá segi
ég bara „í guðanna bænum“. Það er
bara á þeirra eigin ábyrgð.“
Þrátt fyrir að greinilegt sé að efni
sýningarinnar eigi erindi við alla
landsmenn hafa einungis verið
skipulagðar örfáar sýningar, allar í
Rifi á Snæfellsnesi. Kári segir hug-
myndina þó vera að fara með sýn-
inguna á aðra staði á landinu, ein-
hvern tímann. „Eins og staðan er
núna erum við bara að einbeita okk-
ur að þessari uppsetningu hérna hjá
okkur. Við erum með rosalega flotta
aðstöðu hérna til að gera góða sýn-
ingu svo ég mæli með að fólk reyni
að sjá þetta hérna í upprunalegu
uppsetningunni. En við munum
reyna að fara með sýninguna í aðra
landshluta.“
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Verkið er tilkomið að frumkvæði
Kvennaathvarfsins sem setti sig í
samband við mig um að taka að mér
verkefni sem þau voru komin með í
gang,“ segir Kári Viðarsson eigandi
og listrænn stjórnandi Frystiklefans
í Rifi um leiksýninguna Ókunnugur
sem frumsýnt verður í kvöld, laugar-
dagskvöld, kl. 20. Verkefnið er
styrkt af mennta- og menningar-
málaráðuneytinu og Uppbyggingar-
sjóði Vesturlands.
„Verkefnið snerist um það að
reyna að búa til einhvers konar leik-
sýningu eða listviðburð sem myndi
stuðla að samtali, helst samtali karl-
manna, um kynferðisofbeldi í sam-
böndum og það var kveikjan að þess-
ari sýningu. Þá fór í gang langt ferli
hjá mér að kynna mér allar hliðar
viðfangsefnisins, tala við fullt af
fólki, bæði gerendur og þolendur í
ofbeldismálum, sálfræðinga, lög-
fræðinga og lögregluna. Bara alla
sem gátu varpað ljósi á þetta frá
ýmsum hliðum,“ segir Kári um til-
drög einleiksins sem hann leikur
sjálfur í.
Úr þægindarammanum
„Síðan fórum við í það að búa til
sýningu sem potar svolítið í þetta
viðfangsefni, kynferðisofbeldi, og
hvetur alla sem sjá sýninguna til að
virkilega velta hlutunum fyrir sér.
Við erum svolítið að reyna að ýta
fólki úr hinum sjálfskipaða þæg-
indaramma þar sem það lítur ekki á
svona ofbeldi sem sitt vandamál.“
Tom Stranger, sem vakti athygli
fyrir bókina Handan fyrirgefning-
arinnar, sem hann skrifaði ásamt
Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur um of-
beldi sem hann beitti hana, er í sam-
starfi við Kvennaathvarfið um að
koma þessu verkefni af stað. Hann
gaf ágóðann af bók þeirra til
Kvennaathvarfsins. Kári þvertekur
þó fyrir að tengsl séu milli sýning-
arinnar og sögu Þórdísar Elvu og
Strangers. „Verkefnið sjálft og við-
fangsefnið er ekkert tengt þeirra
Sinna ábyrgðarhlutverki
Ókeypis aðgangur er á sýninguna.
„Það var hluti af minni aðkomu að
þessu verki. Mér fannst þetta vera
þannig verkefni að við værum að
sinna samfélagslegu ábyrgðar-
hlutverki því þetta stuðlar að ein-
hverju samtali sem mér finnst allir
þurfa að geta tekið þátt í óháð því
hvar þeir eru staddir í peninga-
píramídanum. Við finnum bara aðr-
ar leiðir til þess að láta það ganga
upp,“ útskýrir Kári.
„Það var ótrúlega erfitt að vinna
þetta verk og rosalega lærdómsríkt.
Ég talaði við svo mikið af fólki. Ég
var eins og svo margir aðrir með
mínar sykurhúðuðu hugmyndir um
það að þetta kæmi mér ekkert rosa-
lega mikið við og þetta væri kannski
ekki nálægt mér,“ segir Kári og
heldur áfram: „Maður kýs stundum
að horfa bara í aðra átt og það er
ekkert mjög hollt. Kynferðisofbeldi
er vandamál allra. Það er að mínu
mati meira vandamál karlmanna en
kvenna. Ég var oft andlega búinn á
því en ég lærði mikið. Þetta opnaði
huga minn fyrir öllum samskiptum,
til dæmis mínum persónulegu sam-
skiptum við aðra. Þetta var sem sagt
erfitt og krefjandi verkefni en líka
bara hollt og lærdómsríkt.“
Mörg ólík sjónarhorn mætast
Kári samdi handritið ásamt Grétu
Kristínu Ómarsdóttur og hún leik-
stýrir auk þess verkinu. „Þegar ég
fór að setja saman skapandi teymi
fyrir þessa sýningu var Gréta eini
leikstjórinn sem ég vildi fá, bæði
vegna þess að hún er kona en ekki
síður vegna þess að hún er kynja-
fræðingur og er ótrúlega klár. Ég
vildi ekki að þetta ferli yrði einhver
strákaklúbbur. Við skoðum þetta
bara öll saman. Ég er þakklátur fyr-
ir að hafa sem flest sjónarhorn á
þetta. Við erum líka með erlenda
listamenn með okkur svo við fáum
sjónarhorn úr öðrum menningar-
heimum líka.“
Kári nefnir að umræður séu eftir
hverja sýningu, bæði með skapandi
teymi sýningarinnar og með sér-
fræðingum. Á frumsýningunni tekur
forstöðukona Kvennaathvarfsins
þátt í umræðunum. „Þannig að það
verður alltaf einhver sem getur talað
um málin. Fólk getur þá líka sagt
sína skoðun á því sem ég er að segja.
Ég geri ráð fyrir því að það verði
skiptar skoðanir um það sem við er-
um að segja og það er bara hollt.
Þannig verður gott samtal til.“
Kári hvetur alla til að leggja land
undir fót til þess að sjá sýninguna og
taka þátt í samtalinu. „Það er mjög
stutt að keyra í Rif, þetta er frábær
bílferð.“
Skapa samtal um kynferðisofbeldi
Einleikur Kári Viðarsson í hlut-
verki í verkinu Ókunnugur.
Leiksýningin Ókunnugur frumsýnd í Frystiklefanum á laugardagskvöld Undirtónninn
grafalvarlegur en ný leið farin að efninu „Erfitt en lærdómsríkt ferli,“ segir Kári Viðarsson
Listasafn Reykjavíkur hefur látið
búa til smáforrit, app, um úti-
listaverk í Reykjavík og getur fólk
nú með einföldum hætti fræðst um
öll útilistaverk sem safnið hefur
umsjón með í borgarlandinu, auk
fleiri verka og hlustað á hljóð-
leiðsagnir og farið í leiki, að því er
fram kemur í tilkynningu frá safn-
inu. Forritið er ókeypis og hægt
að hlaða því niður í snjalltæki með
iOS- og Android-stýrikerfum. Það
er bæði á íslensku og ensku, allt
eftir stillingu snjalltækisins, og
heitir á íslensku Útilistaverk í
Reykjavík og á ensku Reykjavík
Art Walk.
App um útilista-
verk í Reykjavík
Útilistaverk Ferðamenn við Sólfarið.
Viktor Pétur
Hannesson opn-
ar fyrstu pop-
up-sýningu sum-
arsins á svoköll-
uðum grasa-
grafíkverkum á
miðnætti í kvöld
í Myrkraverk
stúdíó á Skóla-
vörðustíg 3.
Hann mun prenta ný verk og
vinna einungis með jurtir úr mið-
borginni. Á miðnætti lýkur hóp-
fjármögnun á Karolina Fund fyrir
Afleggjaranum, húsbíl sem verður
vinnustofa og sýningarrými Vikt-
ors í sumar.
Sýnir grasagrafík-
verk í miðbænum
Plata svart-
málmssveitar-
innar Misþyrm-
ingar, Algleymi,
er í 11. sæti á
lista Billboard
yfir söluhæstu
erlendu hljóm-
plöturnar í
Bandaríkjunum í svokölluðum
World Albums-flokki. Hlýtur það
að teljast dágóður árangur fyrir
íslenska svartmálmssveit á svo
fjölmennum markaði og má nefna
að þýska rokksveitin Rammstein
er í þriðja sæti listans með nýjustu
plötu sína samnefnda hljómsveit-
inni.
Misþyrming í 11.
sæti á Billboard
Umslag plötunnar
Algleymis.