Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 1
Stillanleg HEILSURÚM Ertu örugglega í besta rúminu fyrir þínar þarfir? Verð frá 264.056 Með einni snertingu geturðu komið rúminu í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS FENGU KUÐUNGSÍGRÆÐSLU REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC BRÆÐUR Á TÍMAMÓTUM 16 FJÖLDI LISTAMANNA 64FINNA VINNU 8 SÍÐUR Stofnað 1913  137. tölublað  107. árgangur  F I M M T U D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 1 9 Segja má að sannkölluð sólstrandarstemmning hafi ráðið ríkjum í Nauthólsvík í gær, og nutu gestir ylstrandarinnar sólarinnar á Suð- vesturhorninu til hins ýtrasta. Veðurblíða síðustu daga hefur enda varla farið fram hjá neinum, en tiltölulega þurrt og hlýtt hefur verið í veðri víðast hvar. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Ís- lands má gera ráð fyrir að góða veðrið muni halda áfram næstu daga, en gert er ráð fyrir að hitinn í dag verði á bilinu 13-23 stig á landinu sunnanverðu, en gera má ráð fyrir lítils háttar úrkomu norðaustan til og hita á bilinu 7 til 14 stig. Þá má gera ráð fyrir að veðrið haldist svipað fram yfir helgi. Morgunblaðið/Hari Sólstrandarstemmning í Nauthólsvík Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fjöldi tilfella álagðra vanrækslugjalda vegna öku- tækis sem ekki er fært til lögbundinnar skoðunar á tilsettum tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Lítil breyting hefur orðið á fjölda álagninga þau 10 ár sem kerfið hefur verið við lýði, en tilgangur van- rækslugjaldsins er að fækka óskoðuðum ökutækj- um í umferðinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) seg- ir gjaldið ekki ná tilgangi sínum því hægt sé að greiða það án þess að færa ökutækið til skoðunar á ný. Hefur RNSA nú beint þeirri tillögu til sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að taka til endurskoðunar viðurlög við að vanrækja skoðun- arskyldu ökutækja. Ekki einkamál hvers og eins Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir það vera „mjög furðulega ráðstöfun“ að hægt sé að greiða vanrækslugjald án þess að fara með viðkomandi ökutæki í skoðun. „Umferðin er ekki einkamál hvers og eins,“ segir hann. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum annast álagningu og innheimtu vanrækslugjalds, sem er 15.000 krónur. Jónas Guðmundsson sýslumaður segir embættið innheimta eina milljón vegna van- rækslugjalda á degi hverjum, en að mati hans ætti að koma til greina að endurskoða gjaldið með hækkun í huga. »4 Nær ekki tilgangi sínum  Ein milljón í van- rækslugjöld dag hvern  Alfreð Gíslason, handknatt- leiksþjálfari frá Akureyri, segist í samtali við Morg- unblaðið ætla að taka sér frí frá handboltanum þar til á næsta ári í það minnsta. Hann ætlar ekki að skuldbinda sig né fara í samningaviðræður á þeim tíma. Á næsta ári í fyrsta lagi mun hann skoða hvort hann hafi áhuga á að fara aft- ur út í landsliðsþjálfun en fé- lagsliðaferlinum er lokið. Alfreð stýrði THW Kiel í mótsleik í síðasta sinn í Kiel á sunnudaginn. Rætt er við Alfreð á bls. 58 og 59 á íþróttasíðum blaðsins í dag. »58 Alfreð skuldbindur sig ekki á næstunni Alfreð Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.