Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 1
Stillanleg
HEILSURÚM
Ertu örugglega í besta
rúminu fyrir þínar þarfir?
Verð frá 264.056
Með einni snertingu geturðu komið rúminu
í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni.
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS FENGU KUÐUNGSÍGRÆÐSLU
REYKJAVÍK
MIDSUMMER
MUSIC
BRÆÐUR Á TÍMAMÓTUM 16 FJÖLDI LISTAMANNA 64FINNA VINNU 8 SÍÐUR
Stofnað 1913 137. tölublað 107. árgangur
F I M M T U D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 1 9
Segja má að sannkölluð sólstrandarstemmning hafi ráðið ríkjum í
Nauthólsvík í gær, og nutu gestir ylstrandarinnar sólarinnar á Suð-
vesturhorninu til hins ýtrasta. Veðurblíða síðustu daga hefur enda
varla farið fram hjá neinum, en tiltölulega þurrt og hlýtt hefur verið
í veðri víðast hvar. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Ís-
lands má gera ráð fyrir að góða veðrið muni halda áfram næstu
daga, en gert er ráð fyrir að hitinn í dag verði á bilinu 13-23 stig á
landinu sunnanverðu, en gera má ráð fyrir lítils háttar úrkomu
norðaustan til og hita á bilinu 7 til 14 stig. Þá má gera ráð fyrir að
veðrið haldist svipað fram yfir helgi.
Morgunblaðið/Hari
Sólstrandarstemmning í Nauthólsvík
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fjöldi tilfella álagðra vanrækslugjalda vegna öku-
tækis sem ekki er fært til lögbundinnar skoðunar
á tilsettum tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Lítil
breyting hefur orðið á fjölda álagninga þau 10 ár
sem kerfið hefur verið við lýði, en tilgangur van-
rækslugjaldsins er að fækka óskoðuðum ökutækj-
um í umferðinni.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) seg-
ir gjaldið ekki ná tilgangi sínum því hægt sé að
greiða það án þess að færa ökutækið til skoðunar á
ný. Hefur RNSA nú beint þeirri tillögu til sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að taka til
endurskoðunar viðurlög við að vanrækja skoðun-
arskyldu ökutækja.
Ekki einkamál hvers og eins
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB,
segir það vera „mjög furðulega ráðstöfun“ að
hægt sé að greiða vanrækslugjald án þess að fara
með viðkomandi ökutæki í skoðun. „Umferðin er
ekki einkamál hvers og eins,“ segir hann.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum annast álagningu
og innheimtu vanrækslugjalds, sem er 15.000
krónur. Jónas Guðmundsson sýslumaður segir
embættið innheimta eina milljón vegna van-
rækslugjalda á degi hverjum, en að mati hans ætti
að koma til greina að endurskoða gjaldið með
hækkun í huga. »4
Nær ekki
tilgangi
sínum
Ein milljón í van-
rækslugjöld dag hvern
Alfreð Gíslason, handknatt-
leiksþjálfari frá Akureyri,
segist í samtali við Morg-
unblaðið ætla að taka sér frí
frá handboltanum þar til á
næsta ári í það minnsta. Hann
ætlar ekki að skuldbinda sig
né fara í samningaviðræður á
þeim tíma. Á næsta ári í fyrsta
lagi mun hann skoða hvort
hann hafi áhuga á að fara aft-
ur út í landsliðsþjálfun en fé-
lagsliðaferlinum er lokið.
Alfreð stýrði THW Kiel í mótsleik í síðasta
sinn í Kiel á sunnudaginn. Rætt er við Alfreð á
bls. 58 og 59 á íþróttasíðum blaðsins í dag. »58
Alfreð skuldbindur
sig ekki á næstunni
Alfreð
Gíslason