Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 595 1000 Sérferð til Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð g Víetnam . ge tur 20. september í 18 nætur Frá kr. 599.995 eð fyr irv a ÖRFÁ SÆTI LAUS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ísland er meðal þrettán fremstu ríkja þegar kemur að vernd réttinda launafólks að því er fram kemur í út- tekt Alþjóðasambands verkafólks, ITUC, fyrir síðasta ár. Í úttektinni er sérstaklega fjallað um íslenska lög- gjöf frá því á síðasta ári um að öll fyrirtæki með 25 eða fleiri starfs- menn skuli hafa jafnlaunavottun og stefnu stjórnvalda um að útrýma launamun kynja fyrir árið 2022. Í fremsta flokki úttektarinnar eru lönd þar sem brotum gegn launafólki hefur ekki verið útrýmt, en þau verða þó ekki með reglulegu millibili og til- tekin réttindi þess eru tryggð. Í þess- um flokki eru öll Norðurlönd og er Úrúgvæ þar eina ríkið utan Evrópu. Sambærilegt við fyrri ár Nokkuð hefur verið fjallað um brot gegn launafólki hér á landi undanfar- ið, einkum erlendum verkamönnum sem starfa fyrir milligöngu starfs- mannaleiga. Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, segir að niðurstaðan fyrir árið 2018 sé sambærileg við fyrri ár. „Okkar umbúnaður kringum vinnumarkaðinn er góður. Við erum með sterkt kerfi kjarasamninga sem gilda sem lágmarkskjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta útilokar þó ekki að einstakir atvinnurekendur geti misboðið starfsmönnum sínum og brotið reglurnar. Þess vegna rekum við t.d. verkefni okkar Einn réttur, ekkert svindl,“ segir Magnús. Niður- staða skýrslu ITUC gefi þannig ekki til kynna að réttur verkafólks sé virt- ur að öllu leyti og að allt sé í lagi. „Þetta er stimpill um það að ef eitt- hvað er ekki í lagi, þá er hægt að kippa því í liðinn. Það er hægt að orða það þannig,“ segir Magnús og bendir á að ASÍ eigi í góðu samstarfi við bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld um eftirfylgd með því að reglurnar séu í heiðri hafðar. Aldrei verði þó hægt að koma í veg fyrir brot. „En við gerum okkar besta og þess vegna mælumst við nokkuð vel samkvæmt þessum viðmiðum sem þarna eru gefin,“ segir hann. Árangurinn ekki kominn í ljós Sem fyrr sagði er sérstaklega fjallað um löggjöf um jafnlaunavott- un hér á landi í úttektinni. Magnús segir hana hafa vakið athygli mjög víða. „Við erum auðvitað ekki farin að tína ávextina af trénu ennþá, en kerf- ið er komið á laggirnar. Stjórnvöld virðast hafa einsettan ásetning til þess að klára þetta mál,“ segir Magn- ús og nefnir að margt hafi þó verið reynt í þessum efnum. „Við höfum verið með lög, stjórnarskrárákvæði um jafnrétti og bann við mismunun. Samt viðgengst kynbundinn launa- munur sem virðist vera erfitt að eyða. Þetta er ein aðferð til að reyna það,“ segir Magnús sem er nú stadd- ur á þingi Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar, sem fagnar hundrað ára af- mæli á þessu ári. Magnús var kjörinn í stjórn fyrr á þessu ári, fyrstur Íslendinga, og var studdur af ITUC í kjörinu. Á þinginu hafa m.a. verið til umræðu mál er varða félagafrelsi og lágmarksrétt- indi launafólks. „Okkar vandamál eru afskaplega smá í því stóra samhengi. Þar er talað um nauðungarvinnu, barnavinnu, þrælavinnu, morð á verkalýðsleiðtogum, bann við kjara- samningum o.fl. Við erum í svolítilli bómull miðað við það samhengi,“ seg- ir Magnús. Meðal fremstu ríkja í réttindavernd Morgunblaðið/Golli Launafólk Ísland er eitt þrettán ríkja sem mælast hæst í úttekt ITUC 2018.  Ísland meðal ríkja sem tryggja best réttindi launafólks  Jafnlaunavottun vekur athygli erlendis  Gefi ekki til kynna að allt sé sem best verður á kosið  Vandamál Íslands séu smá í stóra samhenginu Í góða veðrinu sem leikið hefur við íbúa höf- uðborgarsvæðisins að undanförnu hafa margir nýtt sér Klambratún til að flatmaga og njóta sól- arinnar. Strandblakvöllurinn er til reiðu fyrir þá sem vilja sýna hvað í þeim býr ásamt ýmsum leik- og æfingatækjum. Morgunblaðið/Hari Afslappað andrúmsloft á Klambratúni Það var kátt á hjalla í útvarpsþætt- inum „Ísland vaknar“ á K100 í gær þegar dregið var í annað sinn í áskrifendahappdrætti Morgunblaðs- ins. Voru fimm heppnir áskrifendur dregnir út að þessu sinni og hlutu þeir í vinning úrvals Landmann-grill frá Grillbúðinni, að verðmæti 99.900 krónur. Hjördís Ýr Johnson, kynningar- stjóri Árvakurs, sá um útdráttinn, en vinningshafar voru þau Haraldur Haraldsson, Seltjarnarnesi, Halldór Berg Jónsson, Hafnarfirði, Sigrún Guðný Arndal, Hveragerði, Berglind Tryggvadóttir, Reykjavík og Ásta Angela Grímsdóttir, Hafnarfirði. Hjördís Ýr segir að allir vinnings- hafarnir hafi verið hæstánægðir með vinninginn, enda komi það sér held- ur betur vel að geta grillað í góða veðrinu sem hefur verið í sumar. Þá hafði einn vinningshafinn frétt af vinningnum í gegnum vin sinn sem heyrði útdráttinn, en sá flýtti sér að hafa samband til að láta bjóða sér í grillveislu um kvöldið. Dregið verður í áskrifendahapp- drættinu í þriðja og síðasta sinn næstkomandi miðvikudag og verða allir áskrifendur Morgunblaðsins, bæði núverandi sem og þeir sem fá sér áskrift á næstu dögum, sjálfkrafa með í pottinum. sgs@mbl.is Bauð sjálfum sér í grillveislu  Dregið í annað sinn í áskrifendahappdrætti Morgun- blaðsins  Fimm grill verða dregin út í næstu viku Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Útdrátturinn Þau Jón Axel, Hjördís Ýr Johnson og Ásgeir Páll á K100 munu draga út fimm heppna áskrifendur til viðbótar næsta miðvikudag. Flugfreyjufélag Íslands hefur vísað kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect til rík- issáttasemjara. Þetta staðfesti Berglind Kristófersdóttir sem situr í samninganefnd fyrir hönd FFÍ við mbl.is. Samningar hafa verið lausir frá áramótum. Segir Berglind að frá áramótum hafi verið góðir vinnufundir og við- ræðufundir milli deiluaðila. „Eins og staðan er núna ber of mikið á milli. Til að koma þessu áfram ákváðum við að fara þessa leið,“ segir Berg- lind. Ekki er búið að ákveða fyrsta fund milli deiluaðila en býst Berglind að hann verði á næstu tveimur vikum. Vísa til ríkis- sáttasemjara Deila Engin lausn hjá flugfreyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.