Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Valin besta nýja
vara ársins,
Nordbygg 2016
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og
framleidd í Svíþjóð.
Frank-Walter Steinmeier, forseti
Þýskalands, fundaði með forseta
lýðveldisins, Guðna Th. Jóhann-
essyni, á Bessastöðum í gærmorg-
un. Ræddu forsetarnir þar saman
um loftslagsmál, sameiginlega
hagsmuni ríkjanna á norðurslóðum
og horfur í alþjóðamálum.
Sagði Steinmeier að fundurinn
hefði leitt í ljós hversu líka sýn
hann og Guðni hefðu á alþjóðamál
og hvernig mætti best tryggja við-
skiptasambönd þjóða um allan
heim. Þar skipti mestu máli að forð-
ast sundrungu.
Steinmeier mun í dag leggja land
undir fót, en hann mun meðal ann-
ars heimsækja Hellisheiðarvirkjun
og Vestmannaeyjar, þar sem ís-
lenskar lausnir í umhverfismálum
verða kynntar fyrir honum. Stein-
meier hefur látið loftslags- og um-
hverfismál sig miklu varða í emb-
ættistíð sinni og sagði hann í gær
að Þjóðverjar gætu lært margt af
Íslendingum, meðal annars um það
hvernig skipta eigi um orkugjafa,
án þess að valda of miklum breyt-
ingum í lífi fólks. Þar hefði þróunin
í Þýskalandi verið of hæg.
Opinber heimsókn Þýskalandsforseta til Íslands
Ánægju-
legur for-
setafundur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar
Seltjarnarness í gær með sex at-
kvæðum gegn einu að bærinn myndi
taka þátt í greiningar- og hönnunar-
vinnu með öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu vegna fyrir-
hugaðrar borgarlínu. Er þar með
ljóst að öll sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu hafa samþykkt að
taka þátt í þeirri vinnu, og munu þau
leggja saman 300 milljónir króna til
þeirrar vinnu, á móti 300 milljónum
frá ríkinu.
„Ég fagna því samstarfi, sem nú
verður farið í með ríkinu og Vega-
gerðinni í að skoða hvernig hægt er
að efla almenningssamgöngur á höf-
uðborgarsvæðinu og hlakka bara til
að sjá hvað kemur úr þeirri vinnu,“
segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæj-
arstjóri Seltjarnarness. Hún segir að
næsta skref muni koma eftir að
þeirri forvinnu lýkur, en ekki verður
farið í næsta fasa verkefnisins nema
ásættanlegur samningur náist við
ríkið.
Einungis Magnús Örn Guðmunds-
son, forseti bæjarstjórnar, greiddi
atkvæði á móti samþykktinni, en
hann lagði fram bókun á fundi bæj-
arráðs 23. maí síðastliðinn þar sem
hann lagðist gegn borgarlínunni.
Magnús Örn segir í samtali við
Morgunblaðið að hann telji þær hug-
myndir sem liggi fyrir um verkefnið
vera óraunhæfar, en í sérstakri bók-
un sem hann lagði fram á fundi bæj-
arstjórnar í gær segir meðal annars
að áætlanir um heildarkostnað og
fjármögnun verkefnisins séu í besta
falli óljósar. Þá hafi engin umræða
um rekstrarforsendur og rekstrar-
kostnað farið fram. „Það er óábyrgt
af kjörnum fulltrúum að skrifa undir
samninga sem hafa svo óþekkta út-
komu fyrir skattgreiðendur,“ segir
að lokum í bókun Magnúsar.
Þá sendi stjórn Sjálfstæðisfélags
Seltirninga frá sér bókun í fyrra-
kvöld, þar sem hún lýsti yfir stuðn-
ingi sínum við sjónarmið Magnúsar í
málinu. Sagði þar meðal annars að
stjórnin teldi undirritun samninga
um borgarlínu vera á skjön við
stefnuskrá flokksins í bænum. Ás-
gerður kvaðst ekki hafa séð þá bók-
un, þegar leitað var viðbragða í gær.
Fyrsti fasinn samþykktur
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir þátttöku í borg-
arlínuverkefninu Forseti bæjarstjórnar einn á móti
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
(RNSA) hefur beint þeirri tillögu til
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytisins að taka til endurskoðunar
viðurlög við að vanrækja skoðunar-
skyldu ökutækja. Regluleg skoðun
ökutækja er mikilvægur liður í að
tryggja öruggari umferð.
Þessi tillaga RNSA í öryggisátt er
sett fram í skýrslu um banaslys sem
varð á Miklabraut við Skeiðarvog í
Reykjavík seint í nóvember 2017. Í
slysinu lést ökumaður bifreiðarinn-
ar, en bíllinn hafði hlotið endurskoð-
un og ekki verið færður til endur-
skoðunar fyrir slysið. Ástand bílsins
var metið „verulega ábótavant“ af
RNSA og hafði vanrækslugjald ver-
ið lagt á ökutækið vegna vanefnda á
að færa það til skoðunar. Gjaldið var
greitt í október, rúmum mánuði fyrir
slysið. Talsverð vanhöld höfðu verið
á því að færa bifreiðina til skoðunar.
Hafði hún ekki verið skoðuð árin
2007, 2009, 2011 og 2016. Tekið skal
fram að á þessu tímabili voru eig-
endaskipti tíð.
Sé ökutæki ekki fært til skoðunar
er meginreglan sú að leggja á van-
rækslugjald, 15.000 krónur, innan
tveggja mánaða frá lokum þess mán-
aðar sem endastafur á skráningar-
merki vísar til.
„Að mati nefndarinnar nær gjald-
ið ekki tilgangi sínum því hægt er að
greiða gjaldið án þess að færa öku-
tækið til skoðunar á ný. Ef gjaldið er
greitt en ökutækið ekki fært til skoð-
unar er ekki lagt á annað gjald innan
sama árs. Að mati nefndarinnar ætti
að taka til skoðunar hvernig hægt sé
að gera kerfið skilvirkara,“ segir í
skýrslu rannsóknarnefndar.
Bara auknar tekjur í ríkissjóð?
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, segir tilgang vanrækslu-
gjaldsins að auka öryggi í umferð-
inni. „Umferðin er ekki einkamál
hvers og eins og þetta gjald er hugs-
að sem ákveðin forvörn – forvarn-
arhlutinn fer aftur á móti fyrir lítið
þegar menn geta bara greitt gjaldið
án þess að fara með ökutækið í skoð-
un,“ segir hann og heldur áfram:
„Miðað við þetta þá tryggir þetta
gjald bara ríkissjóði auknar tekjur
en uppfyllir ekki meginmarkmið
sitt.“
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
annast álagningu og innheimtu van-
rækslugjalds. Jónas Guðmundsson
sýslumaður segir fjölda álagðra van-
rækslugjalda hafa verið um og yfir
40 þúsund á ári þau 10 ár sem kerfið
hefur verið við lýði. Allan þann tíma
hefur sama fjárhæð, 15.000 krónur,
verið notuð.
„Þetta er ekki hátt gjald og ég
held að það mætti hækka það og
jafnvel bæta við öðru þrepi. Í dag
eru lagðar á 15 þúsund krónur og ef
viðkomandi greiðir innan mánaðar
fæst helmingsafsláttur,“ segir hann
og bætir við að embætti hans inn-
heimti um eina milljón króna á
hverjum degi vegna vanrækslu-
gjalda.
Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð-
stjóri í umferðardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu
klippa númer af þeim ökutækjum
sem vanrækt hafa skoðun í átta mán-
uði eða lengur. Segir hann heimilt
samkvæmt reglugerð að hækka van-
rækslugjaldið úr 15.000 krónum í
30.000 krónur. „Okkar afstaða er sú
að það ætti að nýta reglugerðina til
fulls. En svo mætti auðvitað einnig
skoða að hækka gjaldið,“ segir hann.
„Menn geta komist upp með það ansi
lengi að vera með óskoðuð ökutæki.“
Bitlítið vanrækslugjald í umferð
Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir vanrækslugjald á ökutæki ekki ná tilgangi sínum Tryggir
bara ríkissjóði auknar tekjur, segir FÍB Sýslumaður innheimtir eina milljón á hverjum einasta degi
Morgunblaðið/Ernir
Lögbundið Það getur tekið á taugarnar að fara með bílinn í skoðun.