Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
nd.is
and.isBRIMBORG REYKJAVÍK | BÍLDSHÖFÐA 8 | S. 515 7040 | BRIMBORG AKUREYRI | TRYGGVABRAUT 5 | S. 515 70
PEUGEOT 2008
Á SUMARTILBOÐI
-400.000kr.
AFSLÁTTUR
Peugeot 2008 Allure SUV
Sjálfskiptur 1.2 bensín 110 hö
Verðlistaverð með málmlit og
bakkmyndavél: 3.650.000 kr.
Sumartilboðsverð:
3.250.000 KR.
i
e ti l50
Fjórir heimsþekktir fiskihagfræðingar flytja fyrirlestra um ýmis svið fiskihagfræðinnar,
einkum stjórn fiskveiða, á ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, Rannsóknarseturs
um nýsköpun og hagvöxt (RNH), Hagfræðideildar HÍ og Hagfræðistofnunar.
Síðan eru umræður og fyrirspurnir. Loks er móttaka á Litla torgi í Hámu kl. 18–19.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 14. júní kl. 16–18
Ráðstefna til heiðurs
Ragnari Árnasyni sjötugum
Trond Bjorndal Rögnvaldur
Hannesson
GordonMunro JamesWilen
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bilun í Sauðárveitu í fyrrinótt varð
þess valdandi að farið var fram á það
við alla notendur kalds vatns á Sauð-
árkróki, íbúa þar meðtalda, að þeir
færu eins sparlega með kalda vatnið
og mögulegt væri næstu daga. Sagði
í tilkynningu á heimasíðu Skaga-
fjarðarveitna að bilunin hefði leitt til
þess að minna vatnsrennsli hefði
verið inn á forðatanka neysluvatns á
Skarðsmóum fram til gærmorguns.
Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri
veitu- og framkvæmdasviðs Skaga-
fjarðar, segir í samtali við Morgun-
blaðið að gert hafi verið við bilunina
um leið og hennar varð vart í gær-
morgun, en svo virðist sem raf-
magnsleysi sem varð í dreifbýlinu
kringum Sauðárkrók um nóttina hafi
valdið biluninni.
Fréttamiðillinn Feykir.is greindi
frá því á föstudaginn, að svo mikill
skortur væri á köldu vatni að farið
hefði verið fram á það við fyrirtæki
að þau drægju úr framleiðslu eða
minnkuðu vatnsnotkunina á annan
hátt. Var í úttekt Feykis greint frá
því að lítil úrkoma í vetur og vor væri
orsakavaldurinn.
„Það hefur ekki komið deigur
dropi úr lofti í margar vikur hérna
frekar en víða annars staðar og það
hjálpar ekki til,“ segir Indriði. Hann
bætir við að veiturnar ættu þó að
hafa undan vatnsþörfinni, en að
sama skapi megi varla við áföllum á
borð við biluninni í fyrrinótt. „Þetta
vindur upp á sig, því við erum að
fylla á forðatanka yfir nóttina, og ef
við missum póst eins og þennan, þá
hefur það áhrif út vikuna.“ Það sé
ekki síst vegna þess að á Sauðár-
króki séu stór fyrirtæki í matvæla-
framleiðslu. „Við megum því ekki við
svona áföllum þegar verið er að fylla
á forðabúrið.“
Fyrirtæki sýnt mikinn skilning
Indriði segir að verið sé að leita
lausna á vatnsskortinum, og að með-
al annars hafi í gær lokið viðgerð á
seinni vatnsdælunni af tveimur sem
hafði bilað fyrr í mánuðinum. „Þann-
ig að við vonum að þetta ástand verði
ekki viðvarandi, auk þess sem við er-
um að leita leiða til að afla meira
vatns.“ Þá hafi fyrirtækin á Sauð-
árkróki sýnt mikinn skilning á
ástandinu og brugðist vel við þeim
tilmælum sem komið hafa um að
spara vatnið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðárkrókur Íbúar hafa verið beðnir um að spara notkun kalda vatnsins.
Íbúar spari
kalda vatnið
Lítil úrkoma farin að hafa áhrif