Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 4.990 Str. 38-50 8 litir - hvítt - svart - bleikt - dökkblátt - mosagrænt - ljósgrátt - beige - rautt Cherry Berry kvartbuxur Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 SUMARTILBOÐ TIL 18. JÚNÍ 10-70% AFSLÁTTUR af öllum vörum Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Síðbuxur, kvartbuxur, stuttbuxur og sumarpils Str. 38-58 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Fimmtudag 10-18 Föstudag 10-18 Laugardag 10-16 20% afsláttur af MOSMOSH Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til að áfengisveitingar verði heimilar í takmörkuðu magni við baðstaði í náttúrunni. Tillagan nær þó ekki til baðstaða þar sem enginn rekstur fer fram. Hún er nú í sam- ráðsgátt stjórnvalda á vefnum og gefst hverjum sem er kostur á að senda inn umsögn um tillöguna. Of ölvuðum ekki hleypt ofan í Lagðar eru til breytingar á reglu- gerð um baðstaði í náttúrunni ann- ars vegar og hollustuhætti á sund- og baðstöðum hins vegar, en í skýr- ingum með tillögunum í samráðs- gátt segir að tillagan varði veit- ingaþjónustu á baðstöðum, svo sem í afþreyingarlaugum. „Baðstaðir í náttúrunni, eins og t.d. Bláa lónið, hafa um árabil boðið upp á takmarkaðar veitingar á bað- svæðum og hefur þar verið farið eftir þeim verklagsreglum sem fram koma í starfsleyfi. Lagt er til að kveðið verði á um í reglugerðinni að heimilt sé að veita áfengi í tak- mörkuðu magni á baðstað og að fjallað verði um það í öryggis- reglum og starfsleyfi,“ segir þar enn fremur. Lagt er til að áfengisveitingar á baðstöðum takmarkist við veitingar í margnota umbúðum eða margnota glösum. Í öryggisreglum skuli fjallað um hámark áfengiseininga á hvern einstakling og umfang laug- argæslu. Þá er kveðið á um að sér- staklega skuli fjallað um veitingu áfengis í starfsleyfi, m.a. vegna ör- yggismála. Þá verði gerð strangari krafa um laugargæslu. Einnig er lagt til að óheimilt verði að veita einstaklingum undir augljósum áhrifum áfengis eða annarra vímu- efna aðgang að sund- og baðstöðum. Vilja leyfa áfengi í laugunum  Baðstaðir í nátt- úrunni fái heimild Morgunblaðið/Árni Sæberg Lón Í Bláa lóninu hefur gestum lengi verið boðið að kaupa áfengi. Vantar þig pípara? FINNA.is Hæstiréttur úrskurðaði í gær að vísa bæri frá héraðsdómi máli, sem Blönduós höfðaði á hendur ábúend- um jarðarinnar Kleifa árið 2017, en bærinn rifti í desember 2009 bygg- ingarbréfi sem gert hafði verið við ábúendur árið 1951 og lýsti því yfir að hann vildi taka jörðina eign- arnámi. Fjórir erfðaleigusamn- ingar til óákveðins tíma voru gerðir á árunum 1932-1939 og náðu þeir samtals til 7,39 hektara lands. Árið 1951 var gert byggingarbréf við Kristin Magnússon, ábúanda jarð- arinnar, þar sem 12 hektarar bætt- ust við jörðina. Greindi bæinn á við afkomendur Kristins um hvort byggingarbréfið frá árinu 1951 hefði leyst erfðaleigusamningana af hólmi, en Hæstiréttur taldi það ekki sannað. Blönduós hafði áður borið sigur úr býtum bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti, en einn landsréttardómari af þremur, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, skilaði inn sératkvæði, sem byggði meðal ann- ars á því að kröfur Blönduóss væru of víðtækar. Áslaug Thorlacius myndlist- armaður og barnabarn Kristins segir að fjölskyldan fagni mjög nið- urstöðu Hæstaréttar. Málið hafi hins vegar tekið nokkuð á, og með- al annars valdið því að fyrirhug- uðum framkvæmdum á jörðinni hefði verið slegið á frest í um ára- tug. „Mér finnst aðalatriðið að þeg- ar yfirvaldið vill fara sínu fram gegn réttindum einstaklingsins er gott að til er Hæstiréttur sem stendur vörð um þau réttindi,“ seg- ir Áslaug að lokum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Kröfu Blönduóss var vísað frá í meðförum Hæstaréttar. Kröfum Blönduóss vísað frá  Áratugadeilu um jörðina Kleifar lokið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.