Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 16
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í október sama ár. Andrea og Sigurjón leggja áherslu á að Ingibjörg og Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur hafi verið gulls ígildi í því ferli Óla að læra að heyra. „Því að fá kuð- ungsígræðslu fylgir mjög mikil vinna, stöðug talþjálfun endalaust,“ segir Andrea. Óli hafi verið í leik- skólanum Sólborg og starfsmenn þar hafi unnið náið með Bryndísi og HÍT. „Hann bjó við stöðuga mál- örvun alla daga,“ heldur hún áfram og Sigurjón bætir við að í raun hafi verið búið til teymi og módel í kringum drenginn. „Hann var sá fyrsti sem fékk svona þjálfun og þeir sem á eftir komu nutu þess.“ „Þetta var mikil vinna,“ áréttar Andrea og vísar meðal annars til þess að nær öll leikföng á heimilinu hafi haft tilgang, til dæmis gefið frá sér ákveðin hljóð, þegar ýtt var á takka. Sigurjón bendir á að mikil- vægt sé fyrir börn að læra mál strax og Óli hafi byrjað á að læra táknmál. Það hafi síðan þróast yfir í talmál. „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Óli og er þakklátur öllum sem hafa lagt hönd á plóg. „Nú nota ég tákn- málið eiginlega bara í sundi, þegar ég er ekki með tækin á mér,“ segir hann. Góð aðstaða í Hlíðaskóla og MR „Mér gekk býsna vel og ég býst við því að komast inn í Versló,“ segir Nói um námið í Hlíðaskóla. Hann heyrir betur en bróðir hans vegna þess að hann var yngri, þeg- ar hann fór í kuðungsígræðsluna, tæplega eins árs. Hann segir að vel sé búið að heyrnarlausum í skól- anum og kennarar noti hátal- arakerfi í kennslu. „Ég tek varla eftir því að ég sé með sérstök heyrnartæki og hef ekki lent í nein- um vandræðum,“ segir Nói, sem er bakvörður í 3. flokki í Val í fótbolta og vinnur í unglingavinnunni í sum- ar auk þess að passa heimilishund- inn Hermann. Sumarvinna Óla er í kirkjugörð- unum. Hann gekk líka í Híðarskóla og var í síðasta árganginum sem tekur námið í MR á fjórum árum. Hann segir fátt hafa komið á óvart og hann hafi fengið alla nauðsyn- lega aðstoð í skólanum. „Ég var eini nemandinn með kuðungs- ígræðslu í MR, skólinn setti upp sérstakt hátalarakerfi í stofunni minni og kennararnir töluðu í míkrófón.“ Opinbera kerfið á eftir En ekki er öll sagan sögð, því einstaklingar eins og bræðurnir reka sig á margar hindranir í opin- bera kerfinu. Andrea segir að ekk- ert mál sé að eiga börn á forskóla- aldri með kuðungsígræðslu. Leiðbeinendur í leikskólanum þeirra hafi talað táknmál og unnið markvisst í málörvun. Um það leyti sem Óli greindist heyrnarlaus hafi Heyrnleysingjaskólanum verið lok- að og starfsemin flutt í Hlíðaskóla. Þegar Óli hafi komið í grunnskól- ann hafi þurft að taka á málum á nýjan hátt, en stjórnendur hafi brugðist við vandanum eins vel og hægt var. Sérstaka fjárveitingu hafi þurft frá borginni til kaupa á nauð- synlegu hljóðkerfi og hjálpar- tækjum og það hafi tekið tíma að fá hana auk þess að finna hafi þurft út hvað hentaði best. „Við og HTÍ unnum ákveðið brautryðjandastarf með Hlíðaskóla og með því hljóð- kerfi, sem varð endanlega fyrir val- inu, heyra allir betur, það nýtist öll- um nemendum, líka þeim sem eru ekki heyrnarskertir,“ segir Andrea. En vandinn eykst þegar fram- haldsskólinn tekur við. „Við viljum að strákarnir geti stundað sitt nám við bestu hugsanlegu aðstæður,“ segir Andrea og bendir á að víða sé pottur brotinn, þegar heyrnar- skertir eiga hlut að máli. „Ef Óli þyrfti að nota táknmál ætti hann rétt á túlki, lögum samkvæmt. Hann þarf ekki túlk, þar sem hann heyrir með tækjunum, en hann þarf sérstakan hljóðbúnað í skólastof- unni, búnað sem kennararnir þurfa að nota, svo hann heyri sem best.“ Andrea segir að framhaldsskól- arnir geti ekki sótt aukafjárveitingu vegna sérþarfa nemenda heldur þurfi að greiða fyrir aukakostnað eins og hljóðbúnað úr almennu rekstrarfé, sem sé af skornum skammti. Þegar Óli hafi byrjað í MR hafi Yngvi Pétursson, þáver- andi rektor, tekið þá ákvörðun að taka af rekstrarfé skólans til þess að kaupa nauðsynlegan búnað. Áð- ur hafi Kristján Sverrisson, for- stjóri HTÍ, boðist til þess að leggja út fyrir búnaðinum svo hann yrði tilbúinn í byrjun skólaársins. „Við erum endalaust þakklát fyrir stuðn- inginn, en auðvitað stendur þetta í skólastjórnendum, sem hafa úr tak- mörkuðu fé að moða.“ Tækin kosta um 3,2 milljónir Tækin, sem bræðurnir þurfa að nota, kosta um 1,3 til 1,6 milljónir króna í hvort eyra, samtals allt að 3,2 milljónir króna á mann. Ríkið borgar ný tæki á fjögurra ára fresti til 18 ára aldurs. Eftir það greiðir notandinn 10% kostnaðarins af nýju tæki og allan kostnað við varahluti og viðgerðir. Fyrir skömmu þurfti Óli til dæmis að borga 145 þúsund krónur fyrir viðgerðir og hann þarf væntanlega að borga um 320 þús- und krónur í haust upp í nauðsyn- lega endurnýjun á tækjunum. Þau vekja athygli á því að eftir því sem tækin verði eldri bili þau oftar auk þess sem varahlutir séu mjög dýrir. „Þú ert illa settur með bilað tæki,“ segir Sigurjón. „Þetta er spurning um að heyra eða heyra ekki,“ botn- ar Andrea. Þau leggja samt áherslu á að hjá HTÍ séu allir af vilja gerð- ir til að hjálpa og láni þeim tæki strax þegar á þurfi að halda vegna bilana. „Í raun gilda sömu reglur um kostnaðarþátttöku með þessi dýru tæki, sem þarf í öllum til- fellum að senda í viðgerð til útlanda með ærnum kostnaði, og venjuleg heyrnartæki, sem oft er hægt að gera við hjá HTÍ fyrir lægri upp- hæð,“ segir Andrea. Sigurjón bend- ir líka á að mun fleiri hlutir séu í tækjum bræðranna og kostnaður margfaldur. „Reglugerðir um kostnaðarþátttöku hafa ekki fylgt tækninni en mikilvægt er að greiðsluþátttökukerfið bitni ekki á kuðungsígræðsluþegum,“ segir hann. „Venjuleg heyrnartæki og kuðungsígræðslutæki eru sitt hvor hluturinn og við getum ekki sett þau alveg undir sama hatt,“ bætir Andrea við. Skólarnir þurfi líka að fá nauðsynlega fjárveitingu til að koma upp nauðsynlegu hljóðkerfi vegna nemenda með kuðungs- ígræðslu og annarra heyrnar- skertra. Eiga undir högg að sækja Andrea segir að mikill meirihluti kuðungsígræðsluþega sé fólk, sem hafi misst heyrn á fullorðinsaldri. Nær allir þeirra séu bara með eitt tæki en ekki tvö. Þetta fólk þurfi að borga sitt en kostnaður Óla og ann- arra sem fá ígræðslu á unga aldri sé í raun tvöfalt hærri því ein- staklingar í síðarnefnda hópnum séu með tvö tæki. „Það er erfitt að ná eyrum ráðamanna í þessu efni,“ segir hún og leggur áherslu á að möguleikinn til þess að öðlast heyrn sé mannréttindi. Sparnaður heilbrigðiskerfisins vegna þeirra sem hafi fengið kuðungsígræðslu nemi tugmilljónum króna, en kostn- aðurinn, sem kuðungsígræðsluþeg- um sé gert að standa undir, sé allt- of mikill. „Viljum við hafa umhverfið þannig að aðeins sé á færi þeirra efnameiri að fá að heyra?“ spyr Andrea. Morgunblaðið/Hari Fjölskyldan á tímamótum Frá vinstri: Sigurjón Guðni Ólason, Óli Þór Sigurjónsson, nýstúdent frá MR, Nói Hrafn Sigurjónsson, sem útskrifaðist úr grunnskóla í liðinni viku, og Andrea Guðnadóttir. Að öðlast heyrn og mannréttindi  Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri og standa á tímamótum  Óli fer í háskóla í haust og Nói er á leið í framhaldsskóla VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnar- lausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Óli Þór er nýstúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík og stefnir á nám í lífeindafræði í Háskóla Íslands, en Nói Hrafn út- skrifaðist úr Hlíðaskóla fyrir helgi og vonast til þess að fá inngöngu í Verzlunarskóla Íslands. „Þetta er hægt en það krefst mikillar vinnu,“ segir Andrea Guðnadóttir, móðir piltanna, sem vill að kuðungs- ígræðsluþegar njóti réttlætis og jafnræðis, þegar kemur að greiðslu- þátttöku í opinbera kerfinu. Andrea og Sigurjón Guðni Óla- son, foreldrar strákanna, segja þá heppna að hafa fæðst eftir að kuð- ungusígræðsla varð möguleg. „Óli er fyrsta barnið sem fæðist heyrn- arlaust á Íslandi og fer í kuðungs- ígræðslu á unga aldri,“ segir Sig- urjón. Andrea bætir við að áður hafi tvö íslensk börn misst heyrnina eftir að hafa fengið heilahimnubólgu á forskólaaldri og farið í kuðungs- ígræðslu, en þau hafi bæði verið eldri og ekki fengið sambærilegan stuðning og Óli. „Hann væri ekki þar sem hann er í dag ef hann hefði fæðst þremur árum fyrr.“ Málörvun alla daga Óli fæddist 23. mars 1999. Hann var snemma með miklar eyrnabólg- ur og í mars 2000 fóru foreldrarnir með hann í heyrnarmælingu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þá kom í ljós að hann var fæddur heyrnarlaus. Ingibjörg Hinriks- dóttir, yfirlæknir hjá HTÍ, var ný- komin heim úr sérnámi frá Svíþjóð og þau segja að hún hafi tekið málið í sínar hendur. Táknmálskennsla hafi hafist og Óli hafi farið í kuð- ungsígræðsluna á Huddinge- 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, FASTBORG.IS Sölusýning Laugardaginn 15. júní kl. 13:00–14:00 Árskógar 6 og 8 Íbúðir fyrir 60 ára og eldri • 2ja herb. 76,3 fm, 12. hæð. Ásett verð 42.900.000. • 3ja herb. 93 fm, 2. hæð. Ásett verð 49.900.000. • 4ra herb. 108 fm, 6. hæð. Ásett verð 51.900.000. • 3ja-4ra herb. 108 fm, 12. hæð. Auk bílastæðis í lokuðum bílakjalla. Ásett verð 55.900.000. Þóra Birgisdóttir löggiltur fasteignasali s. 777 2882 Guðrún Antonsdóttir löggiltur fasteignasali s. 621 2020 Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali s. 897 1401 Verið hjartanlega velkomin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.