Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 20

Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Dagana 25.-26. maí voru hljóðritaðar sex messur í Húsavíkurkirkju. Þetta er fimmta sumarið sem Rík- isútvarpið hljóðritar messur safnaða á landsbyggðinni og hefur þetta verkefni mælst vel fyrir bæði hjá út- varpshlustendum og þátttakendum sem voru í þetta sinn um eitt hund- rað talsins, segir í frétt á heimasíðu biskups Íslands. Húsavíkurkirkja varð fyrir valinu sem upptökustaður og var öllum boðið að sækja messu tvisvar á laug- ardag og fjórum sinnum á sunnudag. „Fjölmennur hópur presta, org- anista, lesara og kirkjukóra hefur lagt á sig mikla vinnu við undirbún- ing og ánægjuleg samvinna smærri kirkjukóra hefur skapað stærri heild og möguleika til að flytja metn- aðarfyllri tónlist,“ segir í fréttinni. Messunum verður útvarpað á sunnudögum á Rás 1 sem hér segir: 23. júní, messa úr Laufásprestakalli, 30. júní, úr Grenjaðarstað- arprestakalli, 7. júlí úr Skútustaða- prestakalli, 14. júlí úr Skinnastað- arprestakalli, 21. júlí úr Langanesprestakalli og 4. ágúst úr Húsavíkurprestakalli. Upptökumaður Ríkisútvarpsins var Einar Sigurðsson og Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, annaðist skipulagningu og umsjón. Í fyrra voru fluttar sjö messur úr Vesturlandsprófastdæmi, sem teknar voru upp um eina helgi í Reykholtskirkju. sisi@mbl.is Messur hljóðrit- aðar á Húsavík  Útvarpað á sunnudögum í sumar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurkirkja Hljóðritaðar voru sex messur sömu helgina í maí. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Frá árinu 2018 hafa yfir 90 ríki deilt með sér upplýsingum um 47 milljón aflandsreikninga með heildarvirði eigna um 4,9 billjónir evra. Um er að ræða alheimsátak í gagnsæi skattalegra upplýsinga, þekkt sem CRS (Common Report- ing Standard). Þetta kemur á heimasíðu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um alþjóðlegar aðgerðir til að auka gagnsæi í sjálfvirkum skiptum á bankaupplýsingum. Heildarskýrslu um átaksverkið er að vænta í lok árs en samkvæmt fyrstu upplýsingum hefur sam- starfið bætt skattskil og skilað markverðum árangri fyrir ríki á heimsvísu. Ísland nýtur góðs af Alls hafa 4.500 tvíhliða sambönd myndast milli ríkja um að deila skattalegum upplýsingum í gegn- um The Automatic Exchange of Information Initiative (AEOI) sem markar stærstu sameiginlegu notkun á skattalegum upplýsing- um í mannkynssögunni. Njóta góðs af samstarfinu Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri segir að Ísland hafi notið góðs af þessu samstarfi og bendir á að ríkisskattstjóri sé m.a. að bera þessar upplýsingar saman við aðrar upplýsingar sem aflað hefur verið um eignir Íslend- inga í skattaskjólum. „Þetta er eitt af þessum stóru verkfærum sem hafa komið á síð- ustu árum. Það er grundvallarat- riði að þetta er nú sent sjálfkrafa, bæði héðan og til annarra ríkja og frá öðrum ríkjum og til Íslands, andstætt því sem var áður var, en þá þurfti að miklu leyti að biðja um þessar upplýsingar.“ Bryndís segir að um sé að ræða lista með nöfnum og fjárhæðum. „Nú sjá íslensk skattayfirvöld í kerfunum bankainnistæður sem eru hér á landi og erlendis þannig að þetta gefur allt aðra mynd held- ur en var áður,“ segir Bryndís og bætir við að þetta sé öflugt tól í baráttunni við skattsvik. „Bæði til að finna mál en einnig sem hluti af þeim upplýsingum sem hægt er að styðjast við þegar verið er að rannsaka mál. Til dæmis þegar verið er að leita að því hvar fjár- muni er að finna getur þetta veitt upplýsingar um það og þá er hægt að óska eftir frekari gögnum.“ Viðbótartekjur ríkja miklar Valfrjáls birting upplýsinga um aflandsreikninga, fjárhagslegar eignir og tekjur í aðdraganda þess að AEOI tók gildi skilaði meira en 95 milljörðum evra í við- bótartekjum (skattar, vextir og sektir) fyrir OECD- og G20-ríkin á tímabilinu 2009 til 2019. Þessi upphæð hækkaði um 2 milljarða evra, jafnvirði yfir 280 milljarða króna, frá síðustu skráningu OECD í nóvember í fyrra. Haft er eftir Angel Gurria, framkvæmdastjóra OECD, á heimasíðu samtakanna, að búist sé við því að mun meiri viðbót- arskattur muni skila sér til ríkja á komandi árum með þessum tól- um. „Það taka auðvitað ekki öll ríki þátt í þessu og menn leita alltaf einhverra leiða,“ segir Bryndís og bætir við að hægt sé að nota leit- arvélar á netinu til að fá upplýs- ingar um hvernig sé best að forð- ast CRS. „En þetta gerir slíkt mun erfiðara. Menn leita þá til annarra ríkja eða fara með þetta í annars konar afurðir en þær sem falla þarna undir,“ segir Bryndís. Gagnsæi í skattamálum skilar árangri  Bankaupplýsingum deilt sjálfkrafa milli ríkja í átaki OECD  Upplýsingar um 47.000.000 aflandsreikn- inga  „Eitt af þessum stóru verkfærum sem hafa komið á síðustu árum,“ segir skattrannsóknarstjóri Morgunblaðið/Arnaldur Peningar Aukið gagnsæi milli ríkja skilar árangri í baráttunni við skattsvik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.