Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Björgun og Reykjavíkurborg hafa
undirritað samkomulag um að fyrir-
tækið fái lóð undir starfsemi sína í
Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá
urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli
er hafið og jafnframt er unnið að um-
hverfismati á svæðinu.
Björgun, sem vinnur að dýpkun og
uppdælingu steinefna úr sjó, er hætt
starfsemi sinni við Sævarhöfða, að því
er fram kemur í frétt frá Reykjavík-
urborg. „Á mánudaginn tók ég við
lyklunum að Björgun, malarvinnslu-
fyrirtækinu við Bryggjuhverfið, sem
nú er loks á förum,“ sagði Dagur B.
Eggertsson í vikulegum pistli sínum á
föstudaginn. „Núverandi Bryggju-
hverfi er ótrúlega fínt en fullbyggt
verður Bryggjuhverfið algjörlega frá-
bært!“ bætti borgarstjóri við.
Samkvæmt samningi við Faxaflóa-
hafnir vinnur Björgun að því að ljúka
við landfyllingu sem nýtt verður fyrir
stækkun Bryggjuhverfisins í Reykja-
vík og dýpkun innsiglingarrennu að
smábátahöfn hverfisins.
Starfsleyfið útrunnið
Björgun hefur hins vegar ekki
starfsleyfi lengur á Sævarhöfða til
uppdælingar og vinnslu á efni. Fyrir-
tækið er ennþá með einhverjar birgð-
ir af steinefnum á athafnasvæðinu
sem verða kláraðar á næstunni, að því
er fram kemur í fréttinni frá Reykja-
víkurborg.
Lóðarvilyrðið sem Reykjavík-
urborg hefur veitt Björgun nær til 7,5
hektara lóðar við Álfsnesvík og heim-
ilar byggingu 1.200 fermetra hús-
næðis. Það er háð þeim skilyrðum að
landnotkun á svæðinu verði skil-
greind fyrir iðnaðarstarfsemi með
breytingu á svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi
Reykjavíkur sem auglýst verður á
næstunni.
Þegar nauðsynlegar breytingar á
skipulagi svæðisins hafa verið sam-
þykktar mun borgarráð úthluta
Björgun lóð við Álfsnesvík til 40 ára á
fyrirhuguðu iðnaðarsvæði. Björgun
mun sjá um að móta lóðina í tiltekna
hæð og sjá um nauðsynlegar fram-
kvæmdir við mótun hennar.
Björgun mun bera kostnað við
landmótun svæðisins, bæði í sjó og á
landi, fyllingagerð, grjótvarnir, mön
við lóðarmörk, gerð viðlegumann-
virkja og dýpkun á siglingarleið.
Björgun hefur verið með aðsetur í
Sævarhöfða allt frá árinu 1970. Fram
kemur í frétt á heimasíðu fyrir-
tækisins að efnisvinnsla á Sævar-
höfða hafi stöðvast í bili en verið er að
afgreiða efnisbirgðir á athafnasvæð-
inu á meðan þær endast. Búið er að
taka niður sandþvottastöð, þ.e. véla-
samstæðu sem stóð næst Bryggju-
hverfinu. Hún hefur verið flutt í
geymslu. „Til skoðunar eru hug-
myndir um áframhaldandi starfsemi
Björgunar á smærra og afmarkaðra
svæði á Sævarhöfða fram að flutn-
ingi, en fram að þeim tíma er efnis-
vinnslan stopp. Vonir standa til að
efnisvinnsla á nýju athafnasvæði geti
hafist fyrir mitt næsta ár,“ segir í
fréttinni á heimasíðu Björgunar.
Björgun og Reykjavíkurborg í
samstarfi við Alta ráðgjafafyrirtæki
vinna nú hörðum höndum að loka-
vinnslu allra gagna sem leggja þarf
fram til samþykkar á svæðis-, aðal-
og deiliskipulaginu, auk umhverfis-
mats framkvæmdarinnar.
Í síðustu viku var skrifað undir
samkomulag á milli Faxaflóahafna og
Björgunar um frágang í Sævarhöfða
og dýpkun að smábátahöfn Bryggju-
hverfisins auk undirritunar lóðarvil-
yrðisins. Lárus Dagur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Björgunar, og Gísli
Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna,
rituðu undir. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri og Kristín Soffía Jóns-
dóttir, borgarfulltrúi og stjórnar-
formaður Faxaflóahafna, voru vottar
að undirrituninni.
Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík
Björgun og Reykjavíkurborg undirrita samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemina
Skipulagsferli er hafið Vonir standa til að starfsemi geti hafist á nýja staðnum um mitt næsta ár
Tölvumynd/Alta
Nýtt athafnasvæði Tölvugerð tilgátumynd af fyrirhuguðu athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík á Álfsnesi. Á myndinni sést hvernig byggingar, setlón, efn-
ishaugar og tæki geta verið staðsett á landfyllingu. Enn fremur er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir dæluskip fyrirtækisins. Þau eru tvö í dag, Sóley og Dísa.
Ljósmynd/Rvíkurborg
Undirritun Lárus og Gísli með penn-
ana. Dagur og Kristín fylgjast með.
Viðey
Geldinganes
Álfsnes
Grafarvorgur
Sorpa
Leirvogur
Faxafl ói
REYKJAVÍK
MOSFELLSBÆR
Björgun
Sævarhöfða
Álfsnes A
Við Kollafjörð
Álfsnes B
Við Álfsnesbæinn
Álfsnes C
Við Álfsnesvík
Gufunes
Geldinganes
Sundahöfn
Tillögur að
staðsetningu
Björgunar
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Tillögur Ýmsar staðsetningar voru til skoðunar og var Álfsnes C valin.
Faxaflóahafnir sf. hafa sett upp
veglega ljósmyndasýningu á steypt-
um stöplum á Miðbakka við Gömlu
höfnina í Reykjavík. Árlega eru
haldnar slíkar sýningar. Þær byrja
rétt fyrir Hátíð hafsins í byrjun júní
og standa fram á haust.
Sýningin í ár ber heitið: Reykja-
víkurhöfn - þar sem hjartað slær. –
Örlagasögur úr lífæð borgar.
Um er að ræða frásagnir af við-
burðum í daglegu lífi Íslendinga á
árum áður. Fjallað er um merka
viðburði sem höfðu áhrif til breyt-
inga á íslenskt samfélag og ein-
staklinga sem þátt tóku. Höfundar
ljósmyndasýningarinnar eru þeir
Guðjón Ingi Hauksson sagnfræð-
ingur og Guðmundur Viðarsson
ljósmyndari, en þeir hafa séð um
sýninguna fyrir Faxaflóahafnir sf.
undanfarin ár. Ljósmyndir eru úr
einkasöfnum, Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, frá Morgunblaðinu og
Þjóðminjasafni Íslands.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Miðbakki Ljósmyndasýningin vekur ætíð mikla athygli vegfarenda.
Örlagasögur sýndar
á gömlum myndum
Árleg ljósamyndasýning á Miðbakka
Utanborðsmótorar
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
Fyrirliggjandi á lager,
margar stærðir
utanborðsmótora
Verkstæði Vélasölunnar
hefur á að skipa sérhæfum
starfsmönnum til viðgerða
og viðhalds á Mercruiser
bátavélum og Mercury
utanborðsmótorum.
Bátar á
sjó og vötn
Ný sending af TERHI bátum
TERHI 475 BR TERHI 450