Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrir- tækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að um- hverfismati á svæðinu. Björgun, sem vinnur að dýpkun og uppdælingu steinefna úr sjó, er hætt starfsemi sinni við Sævarhöfða, að því er fram kemur í frétt frá Reykjavík- urborg. „Á mánudaginn tók ég við lyklunum að Björgun, malarvinnslu- fyrirtækinu við Bryggjuhverfið, sem nú er loks á förum,“ sagði Dagur B. Eggertsson í vikulegum pistli sínum á föstudaginn. „Núverandi Bryggju- hverfi er ótrúlega fínt en fullbyggt verður Bryggjuhverfið algjörlega frá- bært!“ bætti borgarstjóri við. Samkvæmt samningi við Faxaflóa- hafnir vinnur Björgun að því að ljúka við landfyllingu sem nýtt verður fyrir stækkun Bryggjuhverfisins í Reykja- vík og dýpkun innsiglingarrennu að smábátahöfn hverfisins. Starfsleyfið útrunnið Björgun hefur hins vegar ekki starfsleyfi lengur á Sævarhöfða til uppdælingar og vinnslu á efni. Fyrir- tækið er ennþá með einhverjar birgð- ir af steinefnum á athafnasvæðinu sem verða kláraðar á næstunni, að því er fram kemur í fréttinni frá Reykja- víkurborg. Lóðarvilyrðið sem Reykjavík- urborg hefur veitt Björgun nær til 7,5 hektara lóðar við Álfsnesvík og heim- ilar byggingu 1.200 fermetra hús- næðis. Það er háð þeim skilyrðum að landnotkun á svæðinu verði skil- greind fyrir iðnaðarstarfsemi með breytingu á svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur sem auglýst verður á næstunni. Þegar nauðsynlegar breytingar á skipulagi svæðisins hafa verið sam- þykktar mun borgarráð úthluta Björgun lóð við Álfsnesvík til 40 ára á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði. Björgun mun sjá um að móta lóðina í tiltekna hæð og sjá um nauðsynlegar fram- kvæmdir við mótun hennar. Björgun mun bera kostnað við landmótun svæðisins, bæði í sjó og á landi, fyllingagerð, grjótvarnir, mön við lóðarmörk, gerð viðlegumann- virkja og dýpkun á siglingarleið. Björgun hefur verið með aðsetur í Sævarhöfða allt frá árinu 1970. Fram kemur í frétt á heimasíðu fyrir- tækisins að efnisvinnsla á Sævar- höfða hafi stöðvast í bili en verið er að afgreiða efnisbirgðir á athafnasvæð- inu á meðan þær endast. Búið er að taka niður sandþvottastöð, þ.e. véla- samstæðu sem stóð næst Bryggju- hverfinu. Hún hefur verið flutt í geymslu. „Til skoðunar eru hug- myndir um áframhaldandi starfsemi Björgunar á smærra og afmarkaðra svæði á Sævarhöfða fram að flutn- ingi, en fram að þeim tíma er efnis- vinnslan stopp. Vonir standa til að efnisvinnsla á nýju athafnasvæði geti hafist fyrir mitt næsta ár,“ segir í fréttinni á heimasíðu Björgunar. Björgun og Reykjavíkurborg í samstarfi við Alta ráðgjafafyrirtæki vinna nú hörðum höndum að loka- vinnslu allra gagna sem leggja þarf fram til samþykkar á svæðis-, aðal- og deiliskipulaginu, auk umhverfis- mats framkvæmdarinnar. Í síðustu viku var skrifað undir samkomulag á milli Faxaflóahafna og Björgunar um frágang í Sævarhöfða og dýpkun að smábátahöfn Bryggju- hverfisins auk undirritunar lóðarvil- yrðisins. Lárus Dagur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, rituðu undir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jóns- dóttir, borgarfulltrúi og stjórnar- formaður Faxaflóahafna, voru vottar að undirrituninni. Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík  Björgun og Reykjavíkurborg undirrita samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemina  Skipulagsferli er hafið  Vonir standa til að starfsemi geti hafist á nýja staðnum um mitt næsta ár Tölvumynd/Alta Nýtt athafnasvæði Tölvugerð tilgátumynd af fyrirhuguðu athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík á Álfsnesi. Á myndinni sést hvernig byggingar, setlón, efn- ishaugar og tæki geta verið staðsett á landfyllingu. Enn fremur er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir dæluskip fyrirtækisins. Þau eru tvö í dag, Sóley og Dísa. Ljósmynd/Rvíkurborg Undirritun Lárus og Gísli með penn- ana. Dagur og Kristín fylgjast með. Viðey Geldinganes Álfsnes Grafarvorgur Sorpa Leirvogur Faxafl ói REYKJAVÍK MOSFELLSBÆR Björgun Sævarhöfða Álfsnes A Við Kollafjörð Álfsnes B Við Álfsnesbæinn Álfsnes C Við Álfsnesvík Gufunes Geldinganes Sundahöfn Tillögur að staðsetningu Björgunar Kortagrunnur: OpenStreetMap Tillögur Ýmsar staðsetningar voru til skoðunar og var Álfsnes C valin. Faxaflóahafnir sf. hafa sett upp veglega ljósmyndasýningu á steypt- um stöplum á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Árlega eru haldnar slíkar sýningar. Þær byrja rétt fyrir Hátíð hafsins í byrjun júní og standa fram á haust. Sýningin í ár ber heitið: Reykja- víkurhöfn - þar sem hjartað slær. – Örlagasögur úr lífæð borgar. Um er að ræða frásagnir af við- burðum í daglegu lífi Íslendinga á árum áður. Fjallað er um merka viðburði sem höfðu áhrif til breyt- inga á íslenskt samfélag og ein- staklinga sem þátt tóku. Höfundar ljósmyndasýningarinnar eru þeir Guðjón Ingi Hauksson sagnfræð- ingur og Guðmundur Viðarsson ljósmyndari, en þeir hafa séð um sýninguna fyrir Faxaflóahafnir sf. undanfarin ár. Ljósmyndir eru úr einkasöfnum, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, frá Morgunblaðinu og Þjóðminjasafni Íslands. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Miðbakki Ljósmyndasýningin vekur ætíð mikla athygli vegfarenda. Örlagasögur sýndar á gömlum myndum  Árleg ljósamyndasýning á Miðbakka Utanborðsmótorar Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar Fyrirliggjandi á lager, margar stærðir utanborðsmótora Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum. Bátar á sjó og vötn Ný sending af TERHI bátum TERHI 475 BR TERHI 450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.