Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 M.BENZ C350e plug in hybrid Nýskráður 03/2018. Ekinn aðeins 14 þkm. Gjörsamlega DREKKHLAÐINN AUKAHLUTUM LANGBESTAVERÐIÐ! Verð kr. 5.690.000. M.BENZ E350e plug in hybrid Nýskráður 05/2017. Ekinn 34 þkm. Exclusive utan, Avantgarde innan. FRÁBÆRT verð á GLÆSILEGUM bíl. Verð kr. 6.450.000. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Bensín og rafmagn Bensín og rafmagn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Holtin og Landsveitin í Rang- árþingi ytra, sveitirnar norðan og ofan við hringveginn milli Þjórsár og Ytri-Rangár, eru sögusviðið í þessari grein. Nokkuð á fjórða hundrað manns búa á þessu svæði, þar sem hefðbundinn bú- skapur er stund- aður á fjölda bæja. Margar jarðir hafa þó verið teknar undir til dæmis hrossabúskap og þar byggðar reiðskemmur og keppnisvellir. Þá er ferðaþjónusta á fjölda bæja, sumarhús og fleira gott. Allt þetta hefur treyst búsetu á svæðinu, segir Engilbert Ol- geirsson í Nefsholti. Dósir fyrir íþróttastarfið „Hér eru margir sem vilja njóta kosta dreifbýlisins en sækja svo vinnu til dæmis á Hellu, Selfoss eða jafnvel á Reykjavíkursvæðið,“ segir Engilbert sem lengi hefur látið til sín taka í hagsmunamálum íbúa á þessum slóðum. Þau Rán Jósepsdóttir eiginkona hans reka tjaldsvæðið á Laugalandi í Holtum. Það er fjölsótt allt sumarið og Ís- lendingar áberandi meðal gesta. Nýta þeir sér þá meðal annars leiksvæði og íþróttaaðstöðu á Laugalandi, sem er skólasetur þessa svæðis. Börnin, það er í leik- og grunnskólabörn, eru um 120 talsins og fjölgar frekar en hitt. Það veit á gott um framtíðina og að byggð haldist, segja heima- menn. „Starfið í Íþróttafélaginu Garpi er öflugt. Krökkunum stendur til boða að æfa til dæmis frjálsar íþróttir, körfubolta og borðtennis. Þetta er vinsælt og engin eru æf- ingagjöldin. Þökk sé höfðingjanum Guðna Guðmundssyni á Þverlæk, sem fer vítt hér um svæðið og safnar dósum og flöskum og gefur andvirði þess til íþróttastarfsins. Í fyrra var þetta vel á aðra milljón króna,“ segir Engilbert sem er framkvæmdastjóri Héraðssam- bandsins Skarphéðins – íþrótta- samtaka Sunnlendinga. Neðst í Holtunum er land mjög grasgefið og gott undir bú. Hér eru hæðir í landinu áberandi og víða kvosir og spildur þar sem skógur dafnar. Þegar svo kemur upp í Land- sveit er gróðurinn gisnari; sand- flákar og hraun áberandi á svæði þar sem Hekla gnæfir yfir. Eld- fjallið mótar svip þessarar sveitar og enginn kemst hjá því að bera virðingu fyrir ógn þess og afli. Einhverjir muna líka úr fréttum að í Heklugosum fyrri ára voru íbúar í Landsveit jafnan lykilvitni í frá- sögnum fjölmiðla af hamförunum. Kóngulóarvefur Í bókmenntum Íslendinga sér þessa svæðis stað meðal annars í skáldsögum Guðmundar Daníels- sonar (1910-1990) sem var frá Guttormshaga í Holtum og einn mikilvirkasti rithöfundur Íslend- inga á 20. öldinni. Drættir lands- lagsins í þessari sveit eru skýrir í sumum sagna Guðmundar. Frá Landvegamótum við Suður- landsveg liggur þjóðleiðin upp sveitina; Landvegur og frá honum svo alls konar tengivegir, brautir og afleggjarar heim að bæjum. Fyrir ókunnuga gæti þetta veg- anet virst ruglingslegt, enda minn- ir það svolítið á vel spunninn kóngulóarvef. Að minnsta kosti er til bóta að hafa kort með í bílnum þegar hér er farið um. Ofan byggð- arinnar liggur leiðin svo áfram inn í Landmannalaugar og á Fjallabak, í Veiðivötn og inn á Sprengisand. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Holt og Land  Milli Þjórsár og Ytri-Rangár  Börn- unum fjölgar  Ferðaþjónusta og hest- ar  Eldfjallið mótar svip sveitarinnar Stúfholt Byggingar frá ýmsum tímum skapa myndræna bæjarröð. Minjar Kambsréttir, sem eru neðst í Holtum, vekja eftirtekt þegar flogið er yfir þetta svæði. Við bæinn Húsagarð í Landsveit eru svo þessar fjárborgir, hringlaga hlaðin byrgi sem notuð voru fyrr á öldum til að skýla sauðfé á vetrum. Marteinstunga Kirkja í Holtunum og íbúðarhúsið í mjög dæmigerðum stíl slíkra bygginga á Suðurlandi. Hvít- og rauðmálað, samkvæmt hefðinni. Hestamenn Fara fetið í einni röð í rigningu í Landsveit. Úr myndasafni. Ytri-R angá Yt ri- Ra ng á 1 Hella Selfoss La nd ve gu r Þin gsk ála - veg ur Stúfholt Hjallanes Skarð Leirubakki Sk ar ðs fja ll S K E IÐ RANGÁR - V ELLIR Guttormshagi Marteinstunga Laugaland Kambsrétt Nefsholt Þjó rsá Þjórsá Vestra- og Eystra- Gíslholtsvatn Holtin og Landsveitin K or ta gr un nu r: O p en S tr ee tM ap Spre ngis and ur Engilbert Olgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.