Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 M.BENZ C350e plug in hybrid Nýskráður 03/2018. Ekinn aðeins 14 þkm. Gjörsamlega DREKKHLAÐINN AUKAHLUTUM LANGBESTAVERÐIÐ! Verð kr. 5.690.000. M.BENZ E350e plug in hybrid Nýskráður 05/2017. Ekinn 34 þkm. Exclusive utan, Avantgarde innan. FRÁBÆRT verð á GLÆSILEGUM bíl. Verð kr. 6.450.000. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Bensín og rafmagn Bensín og rafmagn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Holtin og Landsveitin í Rang- árþingi ytra, sveitirnar norðan og ofan við hringveginn milli Þjórsár og Ytri-Rangár, eru sögusviðið í þessari grein. Nokkuð á fjórða hundrað manns búa á þessu svæði, þar sem hefðbundinn bú- skapur er stund- aður á fjölda bæja. Margar jarðir hafa þó verið teknar undir til dæmis hrossabúskap og þar byggðar reiðskemmur og keppnisvellir. Þá er ferðaþjónusta á fjölda bæja, sumarhús og fleira gott. Allt þetta hefur treyst búsetu á svæðinu, segir Engilbert Ol- geirsson í Nefsholti. Dósir fyrir íþróttastarfið „Hér eru margir sem vilja njóta kosta dreifbýlisins en sækja svo vinnu til dæmis á Hellu, Selfoss eða jafnvel á Reykjavíkursvæðið,“ segir Engilbert sem lengi hefur látið til sín taka í hagsmunamálum íbúa á þessum slóðum. Þau Rán Jósepsdóttir eiginkona hans reka tjaldsvæðið á Laugalandi í Holtum. Það er fjölsótt allt sumarið og Ís- lendingar áberandi meðal gesta. Nýta þeir sér þá meðal annars leiksvæði og íþróttaaðstöðu á Laugalandi, sem er skólasetur þessa svæðis. Börnin, það er í leik- og grunnskólabörn, eru um 120 talsins og fjölgar frekar en hitt. Það veit á gott um framtíðina og að byggð haldist, segja heima- menn. „Starfið í Íþróttafélaginu Garpi er öflugt. Krökkunum stendur til boða að æfa til dæmis frjálsar íþróttir, körfubolta og borðtennis. Þetta er vinsælt og engin eru æf- ingagjöldin. Þökk sé höfðingjanum Guðna Guðmundssyni á Þverlæk, sem fer vítt hér um svæðið og safnar dósum og flöskum og gefur andvirði þess til íþróttastarfsins. Í fyrra var þetta vel á aðra milljón króna,“ segir Engilbert sem er framkvæmdastjóri Héraðssam- bandsins Skarphéðins – íþrótta- samtaka Sunnlendinga. Neðst í Holtunum er land mjög grasgefið og gott undir bú. Hér eru hæðir í landinu áberandi og víða kvosir og spildur þar sem skógur dafnar. Þegar svo kemur upp í Land- sveit er gróðurinn gisnari; sand- flákar og hraun áberandi á svæði þar sem Hekla gnæfir yfir. Eld- fjallið mótar svip þessarar sveitar og enginn kemst hjá því að bera virðingu fyrir ógn þess og afli. Einhverjir muna líka úr fréttum að í Heklugosum fyrri ára voru íbúar í Landsveit jafnan lykilvitni í frá- sögnum fjölmiðla af hamförunum. Kóngulóarvefur Í bókmenntum Íslendinga sér þessa svæðis stað meðal annars í skáldsögum Guðmundar Daníels- sonar (1910-1990) sem var frá Guttormshaga í Holtum og einn mikilvirkasti rithöfundur Íslend- inga á 20. öldinni. Drættir lands- lagsins í þessari sveit eru skýrir í sumum sagna Guðmundar. Frá Landvegamótum við Suður- landsveg liggur þjóðleiðin upp sveitina; Landvegur og frá honum svo alls konar tengivegir, brautir og afleggjarar heim að bæjum. Fyrir ókunnuga gæti þetta veg- anet virst ruglingslegt, enda minn- ir það svolítið á vel spunninn kóngulóarvef. Að minnsta kosti er til bóta að hafa kort með í bílnum þegar hér er farið um. Ofan byggð- arinnar liggur leiðin svo áfram inn í Landmannalaugar og á Fjallabak, í Veiðivötn og inn á Sprengisand. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Holt og Land  Milli Þjórsár og Ytri-Rangár  Börn- unum fjölgar  Ferðaþjónusta og hest- ar  Eldfjallið mótar svip sveitarinnar Stúfholt Byggingar frá ýmsum tímum skapa myndræna bæjarröð. Minjar Kambsréttir, sem eru neðst í Holtum, vekja eftirtekt þegar flogið er yfir þetta svæði. Við bæinn Húsagarð í Landsveit eru svo þessar fjárborgir, hringlaga hlaðin byrgi sem notuð voru fyrr á öldum til að skýla sauðfé á vetrum. Marteinstunga Kirkja í Holtunum og íbúðarhúsið í mjög dæmigerðum stíl slíkra bygginga á Suðurlandi. Hvít- og rauðmálað, samkvæmt hefðinni. Hestamenn Fara fetið í einni röð í rigningu í Landsveit. Úr myndasafni. Ytri-R angá Yt ri- Ra ng á 1 Hella Selfoss La nd ve gu r Þin gsk ála - veg ur Stúfholt Hjallanes Skarð Leirubakki Sk ar ðs fja ll S K E IÐ RANGÁR - V ELLIR Guttormshagi Marteinstunga Laugaland Kambsrétt Nefsholt Þjó rsá Þjórsá Vestra- og Eystra- Gíslholtsvatn Holtin og Landsveitin K or ta gr un nu r: O p en S tr ee tM ap Spre ngis and ur Engilbert Olgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.