Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Fat Burner™ frá New Nordic eru háþróaðar jurtatöflur þar sem sérvalin innihaldsefni styðja við heilbrigða og skilvirka fitubrennslu.Fat Burner™ er samsett af yerba mate jurtinni sem blönduð er með svörtu kummin (Nigella fræjum), engifer, grænu te, mjólkurþistli og kólíni. Kólín stuðlar að eðlilegu niðurbroti á fitu og yerba mate getur stutt við þyngdartap samhliða heilbrigðu mataræði. Stuðlar að eðlilegu niðurbroti fitu og styður við þyngdartap Fat Burner ™ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins hafnaði í gær tillögu Verkamannaflokksins og nokkurra þingmanna Íhaldsflokksins sem hefði gert þeim kleift að leggja fram lagafrumvarp til að hindra að Bretland gengi úr Evrópusamband- inu án samnings eftir að íhaldsmenn kjósa nýjan flokksleiðtoga sem á að taka við embætti forsætisráðherra eftir afsögn Theresu May. Boris Johnson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra og borgarstjóri Lundúna, er talinn sigurstranglegastur í leiðtoga- kjörinu og ný skoðanakönnun bendir til þess að Íhaldsflokkurinn fengi mikinn meirihluta á þinginu í næstu kosningum færi Johnson fyrir flokkn- um. Boris Johnson hóf baráttu sína fyr- ir leiðtogastöðunni formlega í gær og kvaðst ekki stefna að því að Bretland gengi úr ESB án samnings. Hann sagði hins vegar að hann útilokaði ekki útgöngu án samnings „ef allt annað bregst“ og liti á það sem „nauðsynlegt tæki“ til að knýja fram breytingar í samningaviðræðum við ESB um útgönguna. Útgöngunni hefur verið frestað tvisvar og Johnson hefur sagt að ef hann verði forsætisráðherra gangi Bretland úr ESB með eða án samn- ings 31. október í samræmi við niður- stöðu þjóðaratkvæðisins í júní 2016 þegar útgangan var samþykkt með 52% atkvæða. „Eftir þriggja ára bið og tvær frestanir verðum við að ganga úr Evrópusambandinu 31. október,“ sagði Johnson. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sagt að þeir ljái ekki máls á nýjum samningi um brexit og telja að líkurnar á út- göngu án samnings hafi aukist eftir að May tilkynnti afsögn sína. Vilja hindra Brexit án samnings Verkamannaflokkurinn og nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins lögðu fram tillögu sem hefði gert þeim kleift að leggja fram lagafrumvarp síðar í mánuðinum til að koma í veg fyrir út- göngu án samnings 31. október en til- lagan var felld í gær með 309 atkvæð- um gegn 298. Stuðningsmenn tillögunnar óttast að Brexit án samn- ings myndi valda mikilli röskun á við- skiptum við ríki Evrópusambandsins. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur spáð því að breska hagkerfið dragist saman um alls 9,3% á næstu 15 árum gangi Bretland úr ESB án samnings, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. „Umræðan um Brex- it í Íhaldsflokknum er orðin ugg- vænleg, fáránleg og gáleysisleg,“ hef- ur fréttaveitan AFP eftir Keir Starmer, talsmanni Verkamanna- flokksins í Brexit-málum. „Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá ef næsti forsætisráðherra reynir að knýja fram samningslausa útgöngu án sam- þykkis bresku þjóðarinnar.“ Einn frambjóðendanna í leiðtoga- kjörinu, Dominic Raab, fyrrverandi Brexit-ráðherra, hefur sagt að út- ganga án samnings yrði miklu betri en fyrirliggjandi Brexit-samningur og hann hefur jafnvel neitað að úti- loka þann möguleika að þingið verði sent heim til að koma í veg fyrir að það hindri útgöngu án samnings. Johnson hefur sagt að ef Bretland gangi ekki úr Evrópusambandinu 31. október verði það til þess að Íhalds- flokkurinn gjaldi afhroð í næstu þing- kosningum og Jeremy Corbyn, leið- togi Verkamannaflokkksins, verði forsætisráðherra. Ný skoðanakönnun The Daily Telegraph bendir til þess að fylgi Verkamannaflokksins sé nú 27%, Íhaldsflokksins 23%, Brexit-flokksins 22% og Frjálslyndra demókrata 17%. Yrði þetta niðurstaða næstu kosninga myndi Verkamannaflokkinn vanta 26 sæti til að ná meirihluta á þinginu. Fengi mikinn meirihluta Ef marka má könnunina er John- son eina leiðtogaefni íhaldsmanna sem getur sigrað Verkamannaflokk- inn og Brexitflokkinn í næstu kosn- ingum, að sögn The Daily Telegraph. Um 37% sögðust myndu kjósa Íhaldsflokkinn ef Johnson yrði leið- togi hans, 22% sögðust myndu kjósa Verkamannaflokkinn, 20% Frjáls- lynda demókrata og 14% Brexit- flokkinn. Gengi þetta eftir fengi Íhaldsflokkurinn 140 sæta meirihluta á þinginu og fjórum sætum minna en í kosningasigri flokksins árið 1983 þegar hann var undir forystu Marg- aret Thatcher. Um 25% aðspurðra sögðust myndu kjósa Íhaldsflokkinn ef annaðhvort Dominic Raab eða Jeremy Hunt utanríkisráðherra færi með sigur af hólmi í leiðtogakjörinu. 23% sögðust myndu kjósa flokkinn ef Michael Gove umhverfisráðherra færi fyrir honum og 22% ef Sajid Javid innan- ríkisráðherra yrði leiðtogi hans. Gæti leitt flokkinn til sigurs  Könnun bendir til þess að Johnson sé eina leiðtogaefni Íhaldsflokksins sem geti tryggt honum sig- ur á Verkamannaflokknum og Brexit-flokknum  Boðar útgöngu án samnings „ef allt annað bregst“ AFP Boris Johnson Er 54 ára, var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008-2016 og utanríkisráðherra 2016-2018. Sajid Javid Er 49 ára og varð innanríkisráðherra á síðasta ári. AFP Jeremy Hunt Studdi aðild að ESB í þjóðaratkvæðinu 2016 og varð utanríkisráðherra í fyrra. Er 52 ára. Michael Gove Er 51 árs og varð umhverfisráðherra 2017. Kjörið hefst í dag » Fyrsta atkvæðagreiðslan í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins fer fram í dag. » 313 þingmenn flokksins kjósa á milli leiðtogaefnanna í nokkrum umferðum þar til tveir verða eftir. » Um 160.000 skráðir félagar flokksins fá síðan tækifæri til kjósa á milli leiðtogaefnanna tveggja í póstkosningu. » Líklegt er að niðurstaðan liggi fyrir seint í júlí. Dominic Raab Er 45 ára og fyrr- verandi ráðherra Brexit-mála. Lögreglan í Hong Kong beitti tára- gasi og skaut gúmmíkúlum á mót- mælendur sem berjast gegn laga- frumvarpi um að heimila framsal meintra glæpamanna frá sjálf- stjórnarsvæðinu til meginlands Kína. Mótmælendurnir lokuðu veg- um að opinberum byggingum, reyndu að ráðast inn í þær og köst- uðu múrsteinum og öðrum hlutum á lögreglumenn. Tugir manna særðust í átökunum og a.m.k. tveir þeirra lífshættulega. Gert er ráð fyrir því að þing Hong Kong samþykki frumvarpið á fimmtudaginn kemur. Mótmælend- urnir óttast að frumvarpið verði til þess að pólitískir andstæðingar stjórnvalda í Kína verði framseldir þangað og að meintir afbrotamenn verði pyntaðir í fangelsum á megin- landinu, þvingaðir til að játa á sig glæpi og mál þeirra fái ekki sann- gjarna meðferð í kínverska dóms- kerfinu. Stjórnvöld í Hong Kong segja að framsalsheimildin nái að- eins til alvarlegra glæpa eins og morða og nauðgana. Dómstólar í Hong Kong hafi lokaorðið þegar óskað sé eftir framsali og enginn verði framseldur vegna ásakana um pólitíska glæpi. Hörð átök í Hong Kong AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.