Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 42
Sunnudaginn 16. júní næstkomandi verða 110 ár liðin síð- an fyrsta vatnið barst til Reykjavíkur um vatnsveiturör bæjar- ins frá Elliðaánum. Það var merkisvið- burður í sögu Reykja- víkur. Haft var eftir göml- um og lífsreyndum konum að vissulega hefði rafmagn- ið breytt miklu fyrir þær og alla bæjarbúa en þó hefði mestu munað um vatnið. Fram til miðvikudagsins 16. júni 1909 hafði vatn Reykvíkinga verið sótt í grafna brunna vítt og breitt um bæinn eftir því sem húsum fjölgaði og byggðin dreifðist. En þann dag skeðu þau undur að skrúfað var frá krana á vatnsleiðsl- unni á horni Laugavegs og Vatns- stígs og menn sáu bunu í fyrsta skipti úr vatnslögn bæjarins. Þeir, sem höfðu beitt sér fyrir vatnsveitunni gátu glaðst og fagn- að sigri. Sú barátta hafði verið löng og um tíma tvísýn. Flestir trúðu í upphafi þeirrar baráttu á brunnana og blöskraði sá óþarfa kostnaður sem vatnsveita hefði í för með sér. Borgarstjóri á þessum árum í Reykjavík var Knud Zimsen, verk- fræðingur. Í endurminningum sín- um í bókinni Úr bæ í borg rekur hann sögu ýmissa stórmála í borg- arstjóratíð sinni, þar á meðal hvernig vatnsveitan varð til og hverjir komu þar við sögu. Það er fróðleg lesning fyrir okkur sem nú teljum vatn úr krönum sjálfsagðan hlut. Fræðimenn telja að Ingólfur Arnarson hafi staðsett bæ sinn í kvosinni miðað við að geta sótt vatn í tjörnina. Sú von hans hafi hinsvegar brugðist þegar sjór flæddi á stórstraumsflóði eftir læknum inn í tjörnina og spillti vatninu. Hann hafi því neyðst til að grafa brunn að norskum sið. Þar með hófst brunnagröftur í Reykja- vík og stóð yfir í rúmlega 1000 ár. Faðir Vatnsveitunnar Fram til aldamótanna 1900 var almennt talið að vatnsöflun bæj- arbúa væri þeirra einkamál og kæmi bæjarstjórn ekki við. Meðal bæjarfulltrúa voru þó menn sem ekki létu þau mál afskiptalaus. Meðal þeirra var Þórhallur Bjarna- son, síðar biskup, taldi hann að bæjarstjórn væri skylt að eiga frumkvæði í vatnsöflun fyrir bæj- arbúa. Við bæjarstjórnarkosningar í janúar árið 1900 urðu þáttaskil. Var þá kosinn í bæjarstjórnina Guðmundur Björnsson þáverandi héraðslæknir, sem Knud Zimsen kallar í bók sinni Úr bæ í borg föð- ur vatnsveitunnar. Barátta hans fyrir vatnsveitu stóð þrotlaust þau 6 ár sem hann átti sæti í bæjar- stjórn og á Alþingi fékk hann sam- þykkt lög um vatnsveitu fyrir höf- uðstaðinn. Hver var þessi athafnasami brautryðjandi? Guðmundur Björnsson var fædd- ur 12. október 1864. Hann var námsmaður góður og lauk stúd- entsprófi 1887 og sigldi hann til Hafnar og lauk þaðan embættis- prófi í læknisfræði 1894. Hann varð héraðslæknir í Reykjavík árið 1895 og skipaður landlæknir haust- ið 1906 en því embætti gegndi hann allar götur til ársins 1931. Guðmundur sat í bæjarstjórn ár- in 1900-1905 og sat á Alþingi 1905- 1907 og aftur 1913-1922. Hann var árum saman í stjórn Íþrótta- sambands Íslands og formaður Slysavarnafélags Íslands frá stofn- un þess 1929-1932. Meðal þeirra mála sem Guðmundur lét sig sér- staklega varða var baráttan við holdsveikina sem þá var algengari hér en annars staðar á Norð- urlöndunum. Fór hann til Noregs og kynnti sér meðferð holds- veikra þar. Eftir heimkomuna lagði hann fyrir þing og stjórn tillögur um byggingu sjúkrahúss fyrir alla holdsveika í landinu. Með stuðn- ingi danskra Odd- fellowa var spítalinn reistur í Laugarnesi og var Guðmundur í stjórn þess spítala meðan hann var starfræktur. Þá tók Guðmundur einnig mjög virkan þátt í baráttunni við berklaveikina í landinu. Hann gaf út tvo bækl- inga um meðferð berklasjúkra og var aðal hvatamaður að stofnun Heilsuhælisfélagsins árið 1906 en það stóð með styrk ríkissjóðs fyrir byggingu Vífilstaðaspítala árið 1909 og hann var í byggingarnefnd Kristneshælis sem var vígt 1927. Hann var aðal hvatamaður að setn- ingu berklavarnarlaga, sem sam- þykkt voru 1923 og var brautryðj- andi í baráttunni við sullaveiki í landinu. Barátta Guðmundar Björnssonar fyrir vatnsveitunni mótaðist ekki einvörðung af því að hún væri ódýrari en önnur vatnsöflun og þægilegri heldur einnig af því að gömlu vatnsbólin væru uppsprettur smitsjúkdóma, ekki síst taugaveiki. Andstaða Vatnsveitan átti erfitt uppdrátt- ar. Menn töldu henni ýmislegt til foráttu. Eitt var að á vetrum myndi vatnsbólið og leiðslurnar frjósa og bærinn yrði vatnslaus vikum saman. Þá væri kostnaðurinn óyfirstíg- anlegur og auk þess myndi fjöldi vatnsbera, karla og kvenna missa vinnuna. Þegar Guðmundur Björnsson hóf baráttu sína fyrir vatnsveitu töldu margir að hann væri varla með réttu ráði. En Guð- mundur lét ekki deigan síga. Hóf hann fyrst umræður í bæjarstjórn um vatnsveitu haustið 1902. Hann hafði kynnst enskum togaraútgerð- armanni og fiskkaupanda Pike Ward að nafni. Var honum falið að kanna hvort í Englandi finndist að- ili sem vildi kanna möguleika á vatnsveitu hér og ef svo væri, vildi taka að sér að leggja hana. Hafði Guðmundur kynnt sér að margir bæir í Englandi hefðu gert slíka samninga. Jafnframt fékk Guð- mundur samþykkt í bæjarstjórn að Ólafur Sigurðsson steinsmiður yrði fenginn til að rannsaka vatnsnotk- unina í bænum og kostnað við vatnsburð. Snemma árs 1903 tilkynnti Pike Ward að vatnsveitufélag í Englandi vildi taka að sér að gera vatnsveitu í Reykjavík og í júní kom verk- fræðingur frá því félagi og hóf rannsóknir sínar. Í upphafi beind- ist athyglin að Elliðavatni en rann- sóknir bentu hinsvegar til að vatn- ið lægi ekki nægilega hátt til að tryggja rennsli til bæjarins auk þess sem jarðvegurinn á þeirri leið væri þannig að lögn leiðslunnar yrði of dýr. Var talið að hún myndi kosta um 200 þúsund krónur. Þeg- ar sá möguleiki var úr sögunni taldi verkfræðingurinn að reyna mætti að bora fyrir vatni í Öskju- hlíð. Ef vatn fyndist þar myndi þurfa að byggja 3 stóra vatnstanka til að dæla vatninu upp í svo að rennsli fengist til hæstu bygginga. Taldi hann að reksturskostnaður slíkrar virkjunar yrði sem næst 30 þúsund krónur á ári. Mörgum bæjarbúanum féll allur ketill í eld þegar þessi kostnaðar- áætlun fréttist og sóru þess dýran eið að bæjarstjórn skyldi aldrei líð- ast að leggja slíkar drápsklyfjar á bæjarbúa. Menn vildu mikið vatn og gott, en það mátti ekkert kosta. Það þekktist ekki í bænum að borga fyrir vatn. Menn gátu sótt það eða látið sækja í næsta brunn án greiðslu. Borgarafundur um vatnsveitumál Þegar bæjarstjórn hafði sam- þykkt að senda Ólaf steinsmið í öll heimili í borginni, útbjó Guð- mundur læknir í hendurnar á hon- um spurningalista sem átti að út- fylla. Þar kom fram hve margar fötur af vatni séu sóttar á dag, hve mikið borgað fyrir vatnsburð og í hverju borgunin sé fólgin, pening- um, mat eða kaffi. Guðmundur vissi að þessi kostnaður við vatns- öflun væri vanmetinn og nauðsyn- legt að afla réttra upplýsinga um hann til samanburðar við kostnað af vatnsveitunni. Þegar Guðmundur dró saman niðurstöður þessarar könnunar kom m.a. í ljós að hvert heimili greiddi að meðaltali 52 krónur á ári fyrir vatnsburð miðað við að hver maður fékk að meðaltali 18 potta á sólarhring en í nágranna- löndunum voru það minnst 40 pott- ar á mann. Verð á vatninu komnu í hús var átta sinnum dýrara hér en í nágrannalöndunum og heildar- kostnaður bæjarbúa af vatnsöflun, sé allt með talið, um 60 þúsund krónur á ári. Þessar staðreyndir flutti Guðmundur Björnsson bæj- arbúum á fundi í Iðnaðarmanna- húsinu sunnudaginn 15. nóvember árið 1903. Ræða hans vakti að vonum geysimikla athygli og breytti skoð- unum fjölda manna á vatnsveit- umálinu sem og fleiri ræður sem hann flutti opinberlega um sama efni. En hvað var til ráða? Boð kom frá Pike Ward í mars 1904 um að verkfræðingafélag í Exeter vildi taka að sér að gera vatnsveituna. Í maímánuði komu tveir verkfræðingar frá félaginu sem töldu að heppilegast myndi vera að leiða vatnið úr Elliðaánum. Áætluðu þeir að vatnslögnin myndi í heild sinni kosta til bæjarins 300 þúsund krónur og reksturskostnað á ári áætluðu þeir 33 þúsund krón- ur. Hinn 17. maí var fundur í bæj- arstjórn sérstaklega um vatnveit- umálin. Þá sagði Guðmundur Björnsson meðal annars: „Vatns- leiðsla í bæinn er orðin það lífs- spursmál að vér verðum ann- aðhvort að flytja bæinn að vatninu eða vatnið í bæinn“. Laugardaginn 28. maí var borg- arafundur um vatnsveituna. Guð- mundur Björnsson hafði framsögu um málið. Ekki voru allir fund- armenn fylgjandi tillögum hans. Sumir töldu að ekki væri fullreynt með boranir í bæjarlandinu. Guð- mundur Björnsson átti hinsvegar uppástunguna um Gvendarbrunna til vatnstöku og fékk við hana ötul- an stuðning Jóns Þorlákssonar verkfræðings. Viku eftir borgarafundinn kaus bæjarstjórn sérstaka nefnd til að vinna að framgangi vatnsveit- umálsins. Var Guðmundur Björns- son formaður hennar. Skömmu síðar komu tveir dansk- ir verkfræðingar til bæjarins. Eftir að hafa kynnt sér allar aðstæður féllust þeir á að ekki væri nema ein leið fyrir hendi og hún væri að leiða vatnið frá Elliðaánum. Borgin kaupir árnar Haustið 1905 fór Guðmundur Björnsson utan til þess að ræða við Mr. Payne eiganda Elliðaánna um kaup á Elliðaánum, verkfræð- ingana í Exeter og fulltrúa þriggja verkfræðifyrirtækja í Danmörku, sem höfðu látið í ljós áhuga á að framkvæma veituna. Mr. Payne hafði látið berast að hann vildi selja bænum vatnstöku úr ánni fyr- ir 1500 krónur á ári en dró síðan það tilboð sitt til baka og bauðst í þess stað til að selja bænum ána fyrir 12.500 sterlingspund. Bæjarstjórn samþykkti hins- vegar að bjóða 6 þúsund sterlings- pund fyrir árnar. Samningum lauk svo að Mr. Payne samþykkti að selja bænum árnar fyrir 8 þúsund sterlingspund, jafnvirði kr. 144.000. Þar með eignaðist bærinn öll vatnsréttindi og veiðiréttindi í of- análag en tekjur af veiðileyfum í ánni námu um 9 þúsund krónum á ári. Fól nú bæjarstjórn Jóni Þor- lákssyni að hefja undirbúning vatnsveitunnar, teikna og skipu- leggja. Í nóvember 1906 skeði atburður sem hafði áhrif á skoðanir manna um vatnsveituna. Þá kom upp taugaveiki í bænum sem 99 bæj- arbúar sýktust af en bæjarbúar voru þá um 9500. Þessi taugaveikisfaraldur geisaði fyrst og fremst í Skuggahverfinu í bænum. Þrír læknar í bænum börðust aðallega við taugaveikina og var Guðmundur Björnsson einn þeirra. Matthías Einarsson var hinsvegar fyrstur til að vekja at- hygli á því að flestir sem veikina tóku bjuggu á því svæði í bænum sem sótti vatn í brunninn við Bjarnaborg. Var brunninum þá samstundis lokað og eftir það dró úr taugaveikinni í bænum. Vatnsveitulög Snemma árs 1907 hafði vatns- veitunefnd undir forystu Guð- mundar Björnssonar lokið við að semja lagafrumvarp um vatnsveitu og vatnsskatt og var Guðmundi fal- ið að flytja það á Alþingi og varð það að lögum síðla í september. Samkvæmt þeim lögum mátti bær- inn leggja vatnsskatt á allar hús- eignir í bænum miðað við bruna- bótamat þeirra. Brunabótamat allra fasteigna í bænum var þá 8 milljónir króna. Þótt búið væri að samþykkja vatnsveituna, framkvæmdir hafnar, höfðu andstæðingar hennar enn ýmislegt við hana að athuga. Eft- irlitsmanni með framkvæmdunum hafði verið útvegaður hestur til að komast greiðlega milli vinnustaða á leiðinni upp að Elliðaám. Hann hafði kostað 230 krónur sem mönn- um þótti óheyrt verð á hrossi auk þess sem þeir töldu að fyrst farið var að grafa fyrir vatnsleiðslum hefði átt að setja í þá skurði einnig gas- og skolpleiðslur sem sparað hefði mikinn pening. Báru þeir fram vantrauststillögu á Pál Ein- arsson borgarstjóra vegna van- rækslu hans við vatnslögnina. Guð- mundur Björnsson bar fram frestunartillögu, sem var samþykkt og vantrauststillagan kom aldrei til atkvæða. Svo rann upp sá merki dagur miðvikudagurinn 16. júní 1909 þeg- ar bunan stóð út úr krananum á horni Laugavegs og Vatnsstígs. Guðmundur Björnsson læknir hafði sigrað. Guðmundur Björnsson andaðist 7. maí 1937. Fáum mönnum eiga Reykvíking- ar eins mikið að þakka og Guð- mundi Björnssyni. Vatnið og Guðmundur Björnsson Eftir Valgarð Briem » Fáum mönnum eiga Reykvíkingar eins mikið að þakka og Guð- mundi Björnssyni. Valgarð Briem Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Vatnsberi Vatnsburð- arkarl tekur vatn úr Prent- smiðjupóstinum. Hinum megin við götuna er hús Valgarðs Breiðfjörð, nú nr. 8. í Aðal- stræti. Lækjargata 12b Fyrsta íbúðarhúsið sem í var leitt vatn í Reykjavík. 42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.