Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Með örfáum orð- um langar mig að minnast góðs vinar og félaga til tuga ára, Hilmars Guðjónssonar. Leiðir okkar lágu saman þegar við sóttum fundi sem unglingar í KFUM í Laugarnesi. Í Laugarnesi var blómlegt starf KFUM sem fram fór í litlu húsi sem nefndist Drengjaborg. Því starfi stjórnaði Bjarni Ólafsson, sem jafnframt var smíða- kennarinn okkar í Laugarnes- skólanum. Starfið bar þann ár- angur að við vorum margir sem eignuðumst lifandi trú á Guð og vildum leggja okkar af mörkum í starfinu á meðal drengja. Hilmar var einn af okkur. Hann var hæfileikaríkur að mörgu leyti. Var góður upples- ari og að auki góður píanóleik- ari. Það lenti því á honum að spila undir sönginn, bæði í yngri og unglingadeild. Hilmar var skemmtilegur og mikill grínisti og naut sín vel þegar starfsmenn hittust til að undir- búa fundi. Þegar stjórn KFUM ákvað að byggja hús á lóð félagsins við Kirkjuteig, í stað Drengja- borgar, var oft smalað saman sveitarstjórum, bæði úr KFUM og K til að taka að sér verkefni eins og að hreinsa timbur og fleira. Hilmar lét sig ekki vanta í þau störf og er minnisstæð glaðværðin og gamanið á þeim kvöldum þegar þetta var og var Hilmar hrókur alls fagnaðar. Við Hilmar fylgdumst að í fleiri félögum sem tengjast KFUM, t.d. litlum kristniboðsflokki Hilmar E. Guðjónsson ✝ Hilmar E. Guð-jónsson fæddist 15. nóvember 1938. Hann lést 15. maí 2019. Útför Hilmars fór fram 24. maí 2019. sem stofnaður var í Laugarnesi og nefndist Kátir drengir. Allnokkr- ar ferðir eru minnisstæðar er flokkurinn fór í helgarferðir og voru makar og börn með. Þá lá leiðin í Kristilegt skólafélag. Þar var Hilmar í stjórn um tíma. Á þess vegum voru haldin árlega mót í Vatnaskógi í vik- unni fyrir páska. Þessi mót voru uppbyggileg og skemmti- leg. Þar nutum við Hilmars á margan hátt. Loks má nefna lítið skíðafélag sem ungir menn í KFUM stofnuðu árið 1948. Þessir ungu menn keyptu skála á Hellisheiði sem þá var í smíðum. Skálann nefndu þeir Éljagang. Nafn skálans festist við félagana og gengu þeir und- ir nafninu Éljagangsmenn. Í mörg ár var það fastur liður að halda árshátíð. Við Hilmar keyptum okkur inn í félagið þegar einhver eldri Éljagangs- maður ákvað að hætta í félag- inu. Það var einmitt við þau tækifæri þegar hátíðarfundir voru að kraftar Hilmars komu að góðum notum. Að lokum langar mig að minnast ferðar sem Hilmar skipulagði til Vestmannaeyja eftir Surtseyjargosið. Hilmar átti taugar til Eyja, en þar hafði hann átt heima í nokkur ár í barnæsku. Það var góður hópur ungs fólks, bæði úr KFUM og K, sem ákvað að fara í ferðina. Við nutum þess að þáverandi skólastjóri og for- maður KFUM í Eyjum, Stein- grímur, fór með okkur í skoð- unarferð um Heimaey. Hilmar hafði ákveðið að leigja bát með það í huga að sigla að Surtsey. Þetta tókst og var haldið af stað. Eitthvað mun hafa gerst í samskiptum við skipstjórann sem olli því að ferð að Surtsey breyttist í siglingu umhverfis Heimaey. Ferðin var eigi að síður góð og eftirminnileg, en Surtsey urðum við að skoða úr lofti. Ég læt hér staðar numið í minningum um góðan félaga og vin og eftirminnilegan mann. Ég votta sonum Hilmars og Ólafar konu hans ásamt fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að styrkja þau og blessa. Narfi. ✝ Elín Methúsal-emsdóttir fæddist á Bustar- felli í Vopnafirði 10. júlí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. júní 2019 eftir skamm- vinn veikindi. Foreldrar henn- ar voru Jakobína Soffía Grímsdóttir ættuð frá Svefn- eyjum á Breiðafirði, f. 10. sept. 1893, d. 10. apríl 1965, og Methúsalem Methúsalemsson, Bustarfelli, f. 27. apríl 1889, d. 1. júlí 1969. Hálfsystir Elínar er Arn- fríður Snorradóttir, f. 26. febr. 1925. Elín giftist 5. júní 1955 Einari Gunnlaugssyni, f. 3. jan. 1932, d. 10. okt. 1980, syni hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Gunn- laugs Jónssonar á Felli í Vopna- firði. Elín og Einar bjuggu á Bust- arfelli og ólu þar upp sín börn. Þau eru: 1) Methúsalem, f. 12. febr. 1955, kvæntur Arndísi Álf- heiði Hólmgrímsdóttur, f. 25. júlí 1955. Þau eiga tvær dætur búskap í gamla torfbænum á Bustarfelli árið 1954 í samstarfi við foreldra Elínar. Bustarfellsheimilið var ætíð mannmargt og gestakomur tíðar. Auk þess var bærinn að hluta til sýndur ferðafólki með tilheyrandi álagi á fjölskylduna. Elín var húsmóðir . Árið 1966 flutti fjölskyldan í nýtt íbúðar- hús sem Elín og Einar byggðu við hlið gamla bæjarins og þar áttu þau nokkur góð ár, en Ein- ar lést langt fyrir aldur fram aðeins 48 ára að aldri. Elín tók við keflinu af Methú- salem föður sínum og lagði grunn að formlegri stofnun Minjasafnsins á Bustarfelli árið 1982. Hún skráði ómetanlegar upplýsingar um gamla bæinn, staðhætti, muni og minjar og var stoð og stytta næstu kyn- slóða hverra hlutskipti var að halda merkjum safnsins áfram á lofti. Elín kynntist Baldri, eftirlif- andi sambýlismanni sínum, og flutti í Öngulsstaði árið 1985. Þar stunduðu þau búskap en auk þess vann hún um árabil við Hrafnagilsskóla. Elín starfaði í kvenfélögum frá unga aldri, fyrst í Vopnafirði og síðar í Eyjafirði. Þá var hún einnig í félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveitar. Útför Elínar fór fram frá Vopnafjarðarkirkju 10. júní 2019. og tvö barnabörn. 2) Björg, f. 10. des. 1956, gift Braga Vagnssyni, f. 2. ág. 1946. Þau eiga fimm börn og fimm barnabörn. 3) Birna Halldóra, f. 23. nóv. 1958, gift Gunnari Birni Tryggvasyni, f. 10. okt. 1955. Þau eiga fjórar dætur og fimm barnabörn. 4) Gunn- laugur, f. 16. des. 1960, kvæntur Erlu Sveinsdóttur, f. 29. mars 1962. Þau eiga þrjú börn. 5) Jó- hann Lúther, f. 3. júlí 1962, kvæntur Sigríði Elvu Konráðs- dóttur, f. 16. júlí 1964. Synir Sigríðar og stjúpsynir Jóhanns eru tveir. Sambýlismaður Elínar frá árinu 1985 er Baldur Kristins- son, f. 19. febr. 1934, fyrrum bóndi og skólabílstjóri á Öng- ulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Elín ólst upp í föðurhúsum á Bustarfelli. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar og síðar við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði vetur- inn 1952-53. Elín og Einar hófu Elsku amma Ella er dáin. Hver einasta minning svo vermandi og dýrmæt. Umhyggja, góðvild og ör- læti eru orð sem við barna- börnin notum örugglega öll til að lýsa ömmu. Og ís, það var alltaf til ís sem og karamellu- hrískaka þegar ég var í sveit- inni. Svo var hún amma ætíð örlát á tímann sinn og eyra, alltaf til í að hlusta. Hvort sem málið snerist um stærðfræði, fótbolta eða ungbörn, það var alltaf gott að deila hugsunum sínum með henni; gleði og sorgum. Hún dæmdi aldrei. Amma flutti 1985 frá Bu- starfelli í Vopnafirði í Öng- ulsstaði í Eyjafjarðarsveit til Baldurs afa en hjá þeim fékk ég oft að dvelja. Amma hafði einstakt lag á að láta mér líða vel og ég fann aldrei fyrir því að ég væri fyrir á heimili þeirra, enda sótti ég í að dvelja hjá þeim. Ég fór með þeim í fjósið á morgnana og fékk að brynna kálfum og klappa, því næst með afa í traktorinn eitthvað að starfa og hlusta á útvarp, borðuðum tvíréttaðan hádeg- ismat og tókum blund eftir matinn – ég hafði reyndar ekki vit á því á þessum árum að leggja mig en hún amma sagði mér sögu með rifu á öðru auganu og hvíldi sig með hinu. Eftir blundinn fór ég gjarnan í fjósið að veiða mýs, sem ég sleppti svo að sjálf- sögðu á hlaðinu sem var kannski ekki svo ákjósanlegt en Sigga frænka á neðri hæð- inni fylgdist vel með í glugg- anum og passaði upp á að ég og mýsnar kæmum ekki of ná- lægt húsinu. Samkomulagið milli okkar ömmu var að mýsnar fengju að lifa en að þær kæmu ekki inn í íbúðar- húsið. Ætli mýsnar hafi ekki alltaf hlaupið af hlaðinu inn í fjós aftur og ég því veitt sömu mýsnar aftur og aftur, þetta hefur því verið fyrirtaks starf og lausn fyrir lítinn dýravin að hætti ömmu. Eftir miðdags- verkin var að sjálfsögðu kaffi- veisla alla daga, annaðhvort hjá ömmu eða Deddu og Siggu á neðri hæðinni en þar átti ég líka gott athvarf. Svo fórum við amma saman í vinnuna hennar í Hrafnagilsskóla og hélt þá amma áfram að segja mér sögur á meðan hún sinnti vinnunni. Þegar við komum aftur heim í Öngulsstaði hlust- uðum við amma á Köttinn Jáum eða Gosa í græjunum hans afa á meðan hún sinnti heimilisstörfum. Ég fór marg- oft í gegnum spólurnar en man ekki eftir því að amma hafi nokkurn tíma óskað eftir því að fá að hlusta á neitt annað. Eftir tvíréttaðan kvöldverð og fréttir spiluðum við lönguvit- leysu og ólsen og svo var lesið en afi og amma áttu mikið les- efni fyrir krakkaskott og dett- ur mér strax í hug Rasmus Klumpur og svo Hrói höttur síðar. Alveg hreint dásamlegir dagar. Lýsandi fyrir elsku ömmu og umhyggju hennar fyrir fólkinu sínu var að þó svo hún lægi á dánarbeði sínum gat hún gert sig skiljanlega til að spyrja um nýjasta langömmu- barnið sitt, dóttur mína. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið til Akureyrar með dóttur mína til ömmu á sjúkrahúsið og leyft henni að finna hlýju ömmu við vanga sinn og eiga sjálf minningu um lítinn fót og litlar tær í lúnum en kærleiksríkum höndum. Mikið sem ég sakna hennar. Meira: mbl.is/minningar Hildur Halldórs- og Birnudóttir. Minningarnar eru ótal- margar sem renna í gegnum hugann þessa dagana, minn- ingar um elsku Ellu ömmu og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Úr barnæskunni er margs að minnast jafnt frá Bustarfelli og Öngulsstöðum og flestar eru minningar tengdar stund- um í eldhúsinu og góðum mat, þó amma hafi nú oft sagt að bakstur og eldamennska væru ekki í uppáhaldi enda löngu búin með skammtinn sinn við slíkt stúss að eigin mati. Grjónagrautur, fiskibollur, appelsínumarmelaði, örþunnar pönnukökur og heimsins bestu súkkulaðibitakökur eru mér efst í huga í bland við sögur frá liðnum tíma og leiðsögn við réttu handtökin, t.d. við að raka dreif á bæjarhólnum á Bustarfelli á hlýjum sumar- degi. Þegar ég var við háskóla- nám á Akureyri kom ég ósjald- an í Öngulsstaði og átti dýr- mætar spjallstundir með ömmu þar sem hún rifjaði upp sögur úr uppvextinum frá Bustarfelli og því að hafa búið í torfbænum sem orðinn var safn, kostum þess og göllum, að ala þar upp börn og sinna heimilistörfum á stóru líflegu heimili. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig að- stæðurnar voru en samt svo auðvelt þar sem bærinn stend- ur reisulegur á bæjarhólnum, opinn gestum og gangandi og ber þess merki hvað tímarnir breytast og mennirnir með. Takk, elsku Ella amma, fyr- ir allt, það sem ég á eftir að sakna þess að koma við á Öng- ulsstöðum og spjalla við þig og Baldur afa um lífið og til- veruna og heyra meira frá liðnum tíma. Hólmdís Freyja. Nú ætla ég að segja sögu þér, en set það upp þú bara trúir mér: Það var í fyrra vor um morg- unstund ég vaknaði af ósköp sætum blund og klæddi mig í kjólinn rauða, nýja, þá kallaði hún amma: „Sussu bía.“ Fyrstu minningar mínar um Ellu ömmu tengjast ljóði Páls J. Árdal „En hvað það var skrýtið“. Ég sit á litlum tré- kolli í fjósinu í gamla bænum á Bustarfelli með spenvolga mjólk í glasi og fylgist með ömmu mjólka kýrnar. Mjólkin í glasinu gleymist því athyglin er öll á ömmu sem með til- þrifum fer með ljóðið og myndirnar lifna við í huga mér. Ella amma bakaði heimsins bestu súkkulaðibitakökur og gerði fullkomnar fiskibollur með stökkri skorpu sem mað- ur sparaði alltaf þar til síðast og þurfti að passa að enginn stæli af diskbarminum. Ella amma tók upp hansk- ann fyrir barnabörnin með því að rifja upp hluti frá gamalli tíð. Einhverju sinni kvartaði pabbi undan skapvonsku dótturinnar sem hafði í reiði- kasti skellt forstofuhurðinni þannig að eldhúsklukkan datt í gólfið. Amma leit á pabba og spurði rólega hvort klukkan hefði skemmst. „Nei, ég gat svo sem gert við hana“ var svar pabba. „Æ hvað það var gott. Það var nú ekki hægt að laga nýju eldhúsklukkuna sem brotnaði þegar einhverjir voru í fótbolta hér í eldhúsinu þrátt fyrir að þeim hefði verið bann- að það.“ Óhappið með eldhús- klukkuna var ekki rætt meir. Ella amma kenndi mér að meta hið gamla og vera þakklát fyrir þá tækni sem ég bý við í dag. Amma rifjaði oft hvernig það hefði verið að alast upp og búa í torfbænum á Bustarfelli og hvað hún hefði verið þakklát þegar flutt var yfir í nýja húsið að eignast þvottavél og stórt eldhús þar sem allir komust fyrir. Ella amma flutti í Önguls- staði til Baldurs afa og alltaf var jafn indælt að koma til þeirra. Eftir kaffispjall í eldhúsinu dró Baldur afi sig oft í hlé og hallaði sér í sófanum meðan við amma spjölluðum og ég fékk að heyra minningar úr lífi hennar, skemmtilegar og fræðandi en einnig erfiðar því lífshlaup hverrar manneskju er sjaldnast alltaf dans á rósum og er ég þakklát fyrir að hafa líka fengið að heyra þær. Ella amma naut þess að fara í föndrið með eldri borgurum og byrjaði m.a. aftur að vefa og fór að mála á postulín. Ein jólin fengu öll barnabörnin ofinn púða frá henni og smám saman höfum við flest fengið postulíns jólatré með ljósum sem ljúft er að skreyta með hver jól. Þegar ég var níu ára gömul arfleiddi Ella amma mig að vísu sem hafði verið samin um hana þegar hún var lítil stúlka. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þessa vísu og finnst hún enn lýsa ömmu minni öll- um þessum árum seinna. „Elín hefur bjarta brá, blíð og rjóð í framan, af þeirri hýru hringagná hafa allir gaman.“ (GH) Elsku amma, takk fyrir allt. Elín Dögg Methúsalemsdóttir. Elsku hjartans Ella amma. Þau eru þung skrefin þegar við kveðjum þig í hinsta sinn, tárin eru mörg og söknuðurinn mikill. Á sama tíma erum við þakk- látar fyrir ómetanlegar minn- ingar um ljúfar samverustund- ir, bæði heima á Bustarfelli og á Öngulsstöðum. Þú áttir alltaf hlýjan faðm, tíma til að spila og eitthvert góðgæti í munn. Oft var setið langt fram á kvöld við eldhúsborðið, spjallað um alla heima og geima og mikið hlegið. Þú hafðir svo smitandi hlátur og okkur þótti óskaplega skemmtilegt að koma þér til að hlæja. Þú varst líka óþrjótandi uppspretta af sögum og voru sögurnar frá lífinu í „gamla bænum“ sérlega skemmtilegar. Þér var svo annt um okkur öll afkomendurna og fylgdist af áhuga með því sem við tókum okkur fyrir hendur, allt fram á síðustu stundir. Þetta ljóð er eftir skáldkon- una Erlu sem þú hafðir miklar mætur á. Margir gráta bliknuð blóm. Beygja sorgir flesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggan sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. – Þú, sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla) Takk fyrir allt, elsku amma, þar til við hittumst næst í blómabrekkunni. Þínar Eva og Heiða. Elín Methúsalemsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda i ll i undirbúnings og framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju að leiðarljósi og f fa legum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.