Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 50

Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is 70 þvotta. Ekki er verra ef þú getur notað þær undir kjól en líka kannski í ræktina. Fjölnota föt eru nefnilega að koma mjög sterk inn. Föt sem hægt er að nota spari og hversdags og líka föt sem nýtast í ræktinni og utan leikfimissalarins. Nútímafólk með nútímalegan þankagang hugsar um að fullnýta allar eigur sínar og láta helst ekkert fara til spillis. En hvernig notum við hjólabuxur? Jú, við getum notað þær undir kjóla en við getum líka notað þær við stóra blazer-jakka eða undir skyrtukjóla sem við hneppum ekki mikið. Möguleikarnir eru óþrjótandi og við megum ekki festast í gömlum hugmyndum heldur hleypa nýjum og ferskum straumum inn í líf okkar. Og ef við ætlum að kaupa okkur eitthvað og nota alla vega 70 sinnum skiptir máli að máta vel og vandlega og kaupa ekk- ert nema við séum alveg viss. Þannig getum við verið smart og sniðug. Marta María mm@mbl.is Ef þú átt ekki sumarkjóla á lager í fataskápnum mætti kannski fjárfesta í einum vel sniðnum. Gott er að hafa það í huga áður en þú kaupir þér sumarkjól hvað þú munir nota hann mikið. Ef þú sérð fyrir þér að nota hann 70 sinnum eða oftar þá máttu kaupa hann. Annars ættir þú að láta fatakaupin vera. Með því að hugsa fatakaup út frá 70 sinnum reglunni fáum við aðeins öðruvísi viðmið og hugsum hlutina á allt annan hátt. Ef þú átt fallega sumarkjóla í fataskápnum þínum en þráir tilbreytingu gæti verið ráð að fara í hjólabuxur und- ir kjólinn. Hjólabuxur eru nefnilega að komast aftur í móð eftir smá pásu. Það skiptir máli að velja hjólabux- urnar vel og hafa þær úr þannig efni að þær þoli alla vega Of mikið? Hlébarða- hjólabuxur eru kafli út af fyrir sig. Hægt er að nota þær í rækt- ina, undir kjól eða síðar skyrtur. Þessar fást í Monki í Smára- lind. Mjúk litapalletta Sumarkjóll við bla- zer-jakka er móðins núna. Þessi föt fást í Baum und pferd- garten á Garðatorgi. Frjálslegur stíll Pils við topp og strigaskó er margnota dress. Þessi föt fást í Baum und Pferd- garten á Garðatorgi. Allt í stíl Þessi kjóll og þessi jakki koma frá Baum und Pferdgarten á Garðatorgi. Er hægt að nota þetta 70 sinnum? Svona er sumarið Víð pils við stutt- ermabol er mikið atriði í sumar. Þetta dress er frá Anine Bing og fæst í Mathildu í Kringl- unni. Sumartískan iðar af lífi og fjöri þessa dagana enda leikur sólin við lands- menn. Það er einmitt í svona veðri sem mann langar bara að klæða sig upp í sumarlegan kjól, setja blómakrans í hárið og gleyma öllum áhyggjum lífsins. Draumadress Allir uppáhalds- tískustraumar síðustu áratuga sameinaðir í eitt dress. Blazer- jakki við neonlitaðar hjólabuxur er sko aldeilis eitthvað fyrir aug- að. Þetta draumadress fæst á Net-a- porter.com.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.