Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 www.gilbert.is GEFÐU TÍMA ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO 60 ára Guðmundur er frá Heiði í Biskups- tungum en býr á Sel- fossi. Hann er eigandi GBS gröfuþjónustu ásamt eiginkonu sinni. Maki: Guðríður Egils- dóttir, f. 1960, fram- haldskennari við Fjölbrautaskóla Suður- lands. Börn: Rebekka, f. 1979, og Rakel, f. 1992. Barnabörn: Guðmundur Egill og Ingi Hrafn. Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson, f. 1924, fyrrverandi bóndi á Heiði, búsettur þar, og Ólöf Sigríður Rebekka Brynjólfs- dóttir, f. 1933, d. 2010, húsfreyja á Heiði. Guðmundur Bjarnar Sigurðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Langi þig til þess að létta á hjarta þínu, skaltu gæta þess vel hvern þú velur. Líttu á björtu hliðarnar, það auðveldar allt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú stendur frammi fyrir flóknum ákvörðunum. Varastu að láta draga þig út í eitthvað sem þú hefur engan áhuga á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að fara í gegnum sambönd þín við aðra. Hug- ur þinn fer á flug og þú sérð tækifæri í hverju horni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er nauðsynlegt að lesa smáa letrið í öllum samningum. Farðu í göngu- túr í náttúrunni. Einhverjir finna sig knúna til þess að tala við þig um sín hjartans mál. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú ert í vafa um hvaða leið þú eig- ir að velja þá skaltu staldra við og velta hlutunum betur fyrir þér. Hentu hlutum sem þú þarft ekki á að halda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það gefur lífinu lit að upplifa eitt- hvað nýtt og spennandi. Blandaðu geði við nýju nágrannana. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Heilsan er það mik- ilvægasta sem þú átt. Láttu til skarar skríða í ástamálunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gerir þér far um að vinna í einrúmi í dag og kemur miklu í verk fyrir vikið. Þú færð gjöf sem mun gleðja þig mikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kannt að verða að gera fleira uppskátt um þig en þér þykir þægi- legt. Ekki trúa kjaftasögum um vini þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu stolt/ur af starfi þínu þótt einhverjum finnist ekki mikið til þess koma. Hafðu vaðið fyrir neðan þig í við- ræðum við ókunnuga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nýtt ástarævintýri er í kort- unum, sálufélaginn er mögulega fundinn. Það kemur upp úr dúrnum að þú hafðir rétt fyrir þér í deilumáli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Augu þín munu opnast og þú munt vita nákvæmlega hvað þú átt að gera. Ferðalag myndi gera þér gott og gefa þér nýja sýn á ýmislegt. Suðurnesjum en hætti störfum þar 2004. „Meðfram störfum mínum hjá lögreglunni 1996 til 1998 átti ég og rak ásamt mági mínum Hólmgeiri Hólmgeirssyni fyrirtækið Bílasölu Reykjanes ehf. sem var umboðsaðili fyrir Bílheima og Ingvar Helgason á Suðurnesjum og var fyrirtækið selt árið 1998. Þegar ég var í meistaranámi í Skotlandi árið 2001 stofnaði ég og rak ásamt bróður mínum, Atla Georg, ferðaskrifstofuna Icehydra Travel sem skipulagði hvataferðir um árum. Eftir á að hyggja þá hætti ég of snemma í boltanum, átti nóg eftir.“ Rúnar lauk námi frá Grunnskóla Grindavíkur 1985, varð stúdent af tölvu- og viðskiptabraut frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 1990, út- skrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins 1994 og lauk almennu prófi fyrir rannsóknarlögreglumenn 2001, hann lauk MBA-námi frá Aberdeen Bus- iness School 2003. Rúnar hefur sótt fjölda námskeiða og styttra nám af ýmsu tagi í tengslum við fyrri störf sín í lögreglunni og og fjölda nám- skeiða í tengslum við flugstarfsemi. Starfsferill „Tólf ára gamall fékk ég sumar- vinnu á netaverkstæðinu Möskva í Grindavík og starfaði þar mörg sum- ur og í jóla- og páskafríum. Þá vann ég á mínum yngri árum hin ýmsu störf við fiskvinnslu, landbúnað, sjó- mennsku á tog-, neta- og dragnóta- skipum ásamt því að hafa verið í út- gáfustarfsemi og sölumennsku um tíma með námi.“ Rúnar hóf störf hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sumarmaður vorið 1989, starfaði síðan sem lög- regluflokksstjóri almennrar deildar, síðar rannsóknarlögreglumaður og stýrði m.a. fíkniefnarannsóknum á R únar Fossádal Árnason fæddist 13. júní 1969 kl. 22.55 heima hjá Rósu E. Þorsteins- dóttur ljósmóður að Staðarhrauni 9 í Grindavík. „Ég bjó í foreldrahúsum á Borgarhrauni 21 til ársins 1991 en þá hófum við Heiða konan mín sambúð í Keflavík. Við Heiða giftum okkur 16. júní 2001 og höfum ýmist búið í Keflavík og Aber- deen í Skotlandi.“ Rúnar fór í sveit í um einn mánuð á hverju sumri frá 6 ára aldri í Hvamm í Arnarneshreppi í Eyjafirði til Rögnu móðursystur sinnar og hennar fólks. „Ég fór líka mjög reglulega á uppvaxtarárunum til Færeyja og kynntist fólkinu hennar mömmu og matnum líka sem maður lærir að elska. Sérstaklega eru sumrin minnisstæð þegar ég var 11 ára og fór í Sarepta sumarbúðir. Líka sumarið þegar ég var 15 ára og var að vinna við uppskipun í Hall- dórsvík og kynntist hlið unglingsins á færeyskri unglingamenningu. Og svo eru það brúðkaupin í Færeyjum sem eru alveg frábær og jafnvel jarð- arfarir líka sem maður man eftir á skemmtilegan hátt. Þannig er minn- ingin og menningin.“ Rúnar lék knattspyrnu til 17 ára aldurs og var liðtækur markmaður, var í golfi, keppti í skák, lagði stund á brids um tíma og var mjög virkur í júdó. „Þar vann ég til fjölda verð- launa undir góðri þjálfun Jóa júdó sem var allt í öllu með júdóið í Grindavík á sínum tíma. Lengst var ég þó í körfubolta og æfði með meist- araflokki Grindavíkur frá 14 ára aldri þar sem við lékum þá í fyrstu deild karla. Tók þátt í vígsluleik íþróttahúss Grindavíkur 1985 og þá hófst körfuboltavelferð Grindavík- inga þar sem við komumst í kjölfarið í úrvalsdeild karla þar sem Grindvík- ingar leika enn. Ég lék með Grinda- vík til ársins 1992 en skipti þá yfir í úrvalsdeildarlið Njarðvíkur.“ Rúnar varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1994 og 1995 og lék með landsliðinu. „Ég hætti körfuboltaiðkun í lok tímabilsins 1997 vegna þrálátra meiðsla en þó aðallega vegna mjög mikilla anna í störfum mínum á þess- fyrir hópa til Skotlands og annarra landa í Evrópu. Það verkefni leiddi af sér þá hugmynd og það tækifæri að við Atli Georg, í félagi við aðra aðila, stofnsettum flugfélagið City Star Airlines árið 2004 sem var með starf- semi í Skotlandi og á Íslandi. Gegndi ég starfi framkvæmdastjóra móð- urfélagsins og dótturfélaga þess og jafnframt bar ég ábyrgð á helstu ábyrgðarstöðum félagsins gagnvart flugmálayfirvöldum á Íslandi og í Bretlandi. Atli bróðir var starfandi stjórnarformaður félagsins og unn- um við saman að þessum rekstri frá upphafi og þar til við hættum þar störfum árið 2008. Þegar umsvifin voru sem mest störfuðu um 130 manns í hinum ýmsu dóttur- fyrirtækjum á Íslandi, í Bretlandi og Noregi.“ Rúnar var sjálfstætt starfandi við rekstrarráðgjöf hér á landi og er- lendis á árunum 2008-2012 og kom að hinum ýmsu verkefnum við ým- iskonar verkefna- og fyrirtækjaráð- gjöf. „Ásamt því að allan minn feril þá hef ég átt í nokkuð reglulegum fasteignaviðskiptum sem hófust á upphafstímum mínum í lögreglunni þegar ég hélt að ég ætti nægan tíma í lífinu.“ Í ágúst 2012 tók Rúnar við rekstri flugakademíu Keilis. Eitt hans fyrsta verkefni var að stofnsetja flugvirkja- nám innan veggja Keilis og end- urskipuleggja starfsemi flugskólans við að byggja upp viðurkennt al- þjóðlegt flugtengt nám hér á Íslandi. Í dag starfar hann sem for- stöðumaður Flugakademíu Keilis (Keilir Aviation Academy ehf.) og er jafnframt framkvæmdastjóri Flug- skóla Íslands ehf. þar sem Keilir keypti þann rekstur í janúar sl. „Starfsemi Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands hefur vaxið með þeim hætti undanfarin ár að sam- anlagt þá er sameinaður skóli einn af stærri flugskólum Evrópu. Mín helstu áhugamál eru flestar íþróttir og elska ég að horfa á íþrótt- ir í sjónvarpi. Í dag þykir mér mik- ilvægast að eiga tíma með fjölskyld- unni, fer í göngur og á fjöll stundum, ferðast nokkuð reglulega erlendis, reyndar of lítið innanlands, sinni Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands – 50 ára Fjölskyldan Rúnar, Aðalheiður, Árni Geir, Eydís Ásla og hundurinn Tinley ásamt foreldrum Aðalheiðar til hægri og foreldrum Rúnars til vinstri. Fjölhæfur með færeyskt blóð Fimmtugur Rúnar Fossádal. 40 ára Agnes ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ og vinnur í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Maki: Gunnar Sigurðarson, f. 1973, við- skiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Börn: Óskar Ingi, f. 2008, Jón Bergur, f. 2009, og Sonja Steinunn, f. 2014. Stjúp- dóttir er Embla Laufey, f. 1997. Foreldrar: Guðjón Reynir Jóhannesson, f. 1952, fv. gæðastjóri Veritas, bús. í Rvík, og Ásdís Jónsdóttir, f. 1952, hjúkrunarfr. og snyrtifræðingur og rekur eigin snyrti- stofu á Helsingjaeyri í Danmörku. Agnes Guðjónsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.