Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 60
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
HM kvenna í Frakklandi
A-RIÐILL:
Nígería – Suður-Kórea ........................... 2:0
Do-Yeon (sjálfsmark) 29., Oshoala 75.
Frakkland – Noregur.............................. 2:1
Gauvin 46., Le Sommer (víti) 72. – Renard
(sjálfsmark) 54.
Staðan:
Frakkland 2 2 0 0 6:1 6
Noregur 2 1 0 1 4:2 3
Nígería 2 1 0 1 2:3 3
Suður-Kórea 2 0 0 2 0:6 0
B-RIÐILL:
Þýskaland – Spánn .................................. 1:0
Däbritz 42.
Staðan:
Þýskaland 2 2 0 0 2:0 6
Spánn 2 1 0 1 3:2 3
Kína 1 0 0 1 0:1 0
Suður-Afríka 1 0 0 1 1:3 0
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Grenivíkurv.: Magni – Njarðvík............... 17
Nettóvöllur: Keflavík – Þróttur R ...... 19.15
Extra-völlur: Fjölnir – Víkingur Ó ..... 19.15
Framvöllur: Fram – Grótta ................. 19.15
Varmárv.: Afturelding – Haukar ........ 19.15
Í KVÖLD!
Gestgjafar Frakka eru í góðum mál-
um í A-riðli heimsmeistaramóts
kvenna í knattspyrnu. Frakkar unnu
sinn annan leik í gærkvöldi, 2:1,
gegn Maríu Þórisdóttur og liði Nor-
egs, fyrir framan rúmlega 34 þúsund
áhorfendur í Nice.
Sigurmarkið skoraði Eugenie Le
Sommer úr umdeildri vítaspyrnu
sem dæmd var eftir myndbands-
úrskurð, en áður hafði Valerie Gauv-
in komið Frökkum yfir strax í upp-
hafi síðari hálfleiks. Noregur jafnaði
metin með sjálfsmarki Wendie Ren-
ard og sótti stíft að jöfnunarmarkinu
í lokin en hafði ekki erindi sem erfiði.
Frakkarnir áttu mun fleiri mark-
tækifæri en gátu aldrei slakað á
gegn spræku liði Noregs. Staðan er
engu að síður góð fyrir norska liðið,
sem er í öðru sæti með betri marka-
tölu en Nígería og sigur gegn stiga-
lausu liði Suður-Kóreu tryggir liðinu
farseðilinn í 16-liða úrslit.
Nígería hefur aðeins einu sinni
komist í útsláttarkeppnina á HM, ár-
ið 1999, en liðið á góða möguleika á
að komast upp úr A-riðlinum eftir
óvæntan 2:0-sigur á Suður-Kóreu í
gær. S-Kórea er í 14. sæti heimslist-
ans á meðan að Nígería er þar í 38.
sæti, en sjálfsmark Kim Do-Yeon og
mark frá Asisat Oshoala úr skyndi-
sókn dugðu Afríkumeisturunum til
sigurs. Oshoala hefur einmitt raðað
inn mörkum fyrir Barcelona í vor
eftir komu að láni frá Dalian Quanij-
an í Kína.
Suður-Kórea þarf nú nauðsynlega
á sigri að halda gegn Noregi í loka-
umferð riðlakeppninnar til að eiga
einhverja von um að komast áfram.
Stigin þrjú sem Nígería er komin
með gætu dugað liðinu til að komast
áfram sem eitt fjögurra liða með
bestan árangur í 3. sæti í riðlunum
sex.
Þýskaland hélt út gegn Spáni
Sara Däbritz reyndist hetja
Þýskalands þegar liðið vann 1:0-
sigur gegn Spáni í B-riðlinum á Hai-
naut-vellinum í Valenciennes. Dä-
brtiz skoraði sigurmarkið á 42. mín-
útu en þýska liðið var sterkari
aðilinn í leiknum.
Spánverjar voru meira með bolt-
ann en gekk illa að opna varnarmúr
þýska liðsins en Däbritz nýtti sér
vandræðagang í vörn spænska liðs-
ins þegar hún kom Þjóðverjum yfir.
Alexandra Popp átti fastan skalla að
marki sem Sandra Panos varði í
marki Spánverja.
Irena Paredes, varnarmaður
Spánverja, var allt of lengi að koma
boltanum í burtu og Däbritz hirti
frákastið og skoraði í tómt markið.
Þýskaland er með fullt hús stiga eft-
ir fyrstu tvær umferðirnar eða 6 stig
en Spánverjar eru í öðru sæti riðils-
ins með 3 stig. sport@mbl.is
Gestgjafarnir í
góðum málum
Frakkar og Þjóðverjar með fullt hús
AFP
Hörkuleikur María Þórisdóttir í liði Noregs reynir hér að stöðva Valerie
Gauvin, annan markaskorara Frakka, í leik þjóðanna á HM í gærkvöldi.
Hörður J. Oddfríðarson stígur nú
um helgina til hliðar eftir 13 ár sem
formaður Sundsambands Íslands.
Hörður, sem var varaformaður í
þrjú ár áður en hann var fyrst kjör-
inn árið 2006, var árið 2017 kjörinn
til formennsku til ársins 2021 en
ákvað að hætta fyrr.
Á þingi SSÍ um helgina verður
kosið í stjórn SSÍ og er tillaga kjör-
nefndar sú að Björn Sigurðsson,
núverandi gjaldkeri, taki við for-
mennsku til 2021. Einnig er lagt til
að Hörður verði einn meðstjórn-
enda á þeim tíma. sindris@mbl.is
Hættir eftir 13 ár
sem formaður
Morgunblaðið/Kristinn
Reyndur Hörður hefur verið í
stjórn SSÍ nær alla þessa öld.
Opna bandaríska meistaramótið í
karlaflokki í golfi hefst á hinum
glæsilega Pebble Beach-velli í Kali-
forníu í dag. Verður þetta í sjötta
sinn sem mótið er haldið á vellinum.
Tiger Woods sigraði þegar mótið
var haldið á vellinum árið 2000 en
árið 2010 sigraði N-Írinn Graeme
McDowell.
Opna bandaríska hefur verið
haldið frá árinu 1895 ef frá eru tal-
in stríðsárin á fyrri hluta 20. ald-
arinnar. Bandaríkjamaðurinn Bro-
oks Koepka hefur unnið mótið
síðustu tvö skipti.
Brooks Koepka
reynir við þrennu
AFP
Sigurvegari Brooks Koepka er
meistari síðustu tveggja ára.
Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að þjálf-
arinn Åge Hareide myndi hætta að stýra danska karla-
landsliðinu eftir EM á næsta ári, þegar samningur hans
rennur út. Kasper Hjulmand tekur við liðinu en hann
hætti með Nordsjælland í mars eftir að hafa tekið við því
liði af Ólafi Kristjánssyni í lok árs 2015.
Hareide kvaðst á blaðamannafundi í gær opinn fyrir
því að taka við norska landsliðinu á næsta ári. Hann var
spurður um það í ljósi þess sem Lars Lagerbäck, núver-
andi þjálfari Noregs, sagði fyrir leik liðsins við Færeyjar
á mánudag. Þar viðurkenndi Svíinn, sem tók við Noregi
eftir góðan árangur sem þjálfari Íslands, að undan-
keppni EM væri örugglega sín síðasta undankeppni sem þjálfari Noregs.
Liðið hefur ekki farið vel af stað og er með 5 stig eftir 4 leiki, á eftir Spáni,
Rúmeníu og Svíþjóð.
Hareide var áður landsliðsþjálfari Noregs á árunum 2003 til 2008, áður
en hann tók að sér félagslið en hann stýrði Örgryte, Viking, Helsingborg
og Malmö, og tók svo við danska landsliðinu 2016. sindris@mbl.is
Hareide í stað Lagerbäck?
Lars
Lagerbäck
Fótboltamenn skipa þrjú efstu sætin á nýjum lista
viðskiptatímaritsins Forbes yfir 100 tekjuhæstu
íþróttamenn heims síðasta árið. Lionel Messi er efst-
ur með 127 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði
15,9 milljarða króna. Cristiano Ronaldo þénaði 109
milljónir dala og Neymar 105 milljónir dala. Hnefa-
leikakappinn Canelo Alvarez og tenniskappinn Roger
Federer koma næstir á eftir, með 94 og 93,4 milljónir
dala.
Serena Williams er eina konan á 100 manna listan-
um en þessi bandaríska tennisstjarna er í 63. sæti
með 29,2 milljónir dala í tekjur síðasta árið, eða tæp-
lega 3,7 milljarða króna.
Hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather var efstur á listanum í fyrra
en komst ekki inn á 100 manna listann í ár enda er sýningarbardagi
við japanskan sparkboxara eini bardagi hans frá því í ágúst 2017.
Ronaldo var efstur á listanum árið 2017 og 2016. sindris@mbl.is
Ein kona í hópi 100 tekjuhæstu
Lionel
Messi
Íslandsmeist-
aralið Selfoss í
handbolta karla
er enn þjálf-
aralaust en Pat-
rekur Jóhann-
esson kvaddi
liðið með Ís-
landsmeist-
aratitlinum.
„Það er lítið að
frétta af okkar
þjálfaramálum. Það er ekkert kom-
ið í hendi enn sem komið er. Við
höfum lagt áherslu á að finna góð-
an íslenskan þjálfara enda teljum
við að við eigum talsvert marga
frambærilega þjálfara hér á landi.
Við erum ekki búnir að hitta í
mark enn þá. Við erum búnir að
ræða við ýmsa þjálfara eftir að
Hannes Jón sveik okkur en það
hefur ekki skilað neinu enn þá,“
sagði Þórir Haraldsson, formaður
handknattleiksdeildar, í samtali við
mbl.is. gummih@mbl.is
Nýr þjálfari
ekki í augsýn
Patrekur
Jóhannesson