Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 64

Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er metnaðarfyllsta og stærsta verkefni mitt á Íslandi til þessa,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music (RMM) sem verður haldin í Reykja- vík eftir viku, dagana 20. til 23. júní. Efnisskráin er, eins og hann segir, æði metnaðarfull og koma þekktir og virtir erlendir tónlistarmenn fram, auk Víkings sjálfs. Tónleikarn- ir verða í Eldborgar- og Norður- ljósasölum Hörpu og í Mengi. Víkingur Heiðar stofnaði hátíðina árið 2012 og hefur hún frá upphafi verið haldin í samstarfi við Hörpu. Víkingur er listrænn stjórnandi og frá byrjun hefur hátíðin vakið at- hygli fyrir kraftmikla og frumlega dagskrá. Hefur hún laðað til lands- ins einvalalið heimskunnra lista- manna sem hafa komið fram með færum íslenskum tónlistarmönnum. Listræn stefna hátíðarinnar ein- kennist af því að öll tónlist sem flutt er í dag flokkist í raun sem nútíma- tónlist, hvort sem hún var samin á 17. eða 21. öldinni. Víkingur segir að þegar verkum úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum sé teflt saman geti „orðið mikill galdur, hverjir tón- leikar að sögu sem aldrei fyrr hefur verið sögð“. Sest á milli Labèque-systra Víkingur segir RMM vera sitt „tónlistarlega afkvæmi“ og sé hann ætíð með hugann við það að finna listamenn til að koma fram. „Það koma tíu ólíkir en rosalegir tónlist- armenn til landsins að spila,“ segir hann. „Þeim fjölgaði smám saman og í lokin sögðu enn fremur já við boðinu listamenn sem ég hefði í raun aldrei trúað að myndu mæta, eins og Katia og Marielle Labèque, systurn- ar þekktu sem ég hitti í Brussel í febrúar. Við áttum skemmtilegt samtal og þá kom í ljós að við höfum fylgst hvert með öðru þótt við hefð- um aldrei hist. Við lékum á tónleik- um þar á sömu hátíð og ræddum saman á eftir. Ég sendi þeim svo sms daginn eftir og spurði hvort þær vildu ekki koma til Reykjavíkur á hátíðina núna og þær svöruðu strax játandi. Þær eru vitaskuld bókaðar langt fram í tímann en eiga þrjá daga lausa og ættu í raun að vera heima í París að slaka á en ákváðu þess í stað að koma til Reykjavíkur.“ Víkingur segir að þau Labèque- systur séu að ræða að flytja saman eftir tvö ár píanókonsert eftir Moz- art fyrir þrjú píanó og hljómsveit. „Það hljómar hættulegt,“ segir hann brosandi; „ég verð á milli þessara kvenna sem hafa verið fremsti píanódúettinn síðan snemma á níunda áratugnum. Þetta eru franskar tónlistargyðjur sem eru á aldur við foreldra mína og hafa verið mjög lengi í fremstu röð og tekið þátt í að skapa tónlistarsöguna hvað varðar leik á tvo flygla. Þær spila tvisvar á hátíðinni, fyrst í Norður- ljósum og svo í Eldborg á lokatón- leikunum og þá ætla ég í fyrsta sinn að prufa að spila með þeim, að setj- ast í miðjuna og við spilum verk eftir Rachmaninoff sexhent á eitt píanó.“ Heildstæðar sögur á tónleikum Það er glæsilegur hópur lista- manna sem kemur fram á hátíðinni; leggur Víkingur upp með einhverja grunnhugmynd fyrir hana eða mót- ar efnisskrána út frá flytjendunum? „Fyrst listamenirnir núna eru þetta ólíkir og koma úr ýmsum átt- um þá ákvað ég að leyfa þeim að móta dagskrána með mér, að spila það sem þau langar að spila. En ég raðaði verkunum upp í efnisskrár sem segja heildstæðar og einstakar sögur. Fyrri tónleikarnir í Norður- ljósum, á föstudagskvöldinu, kallast „Að skrifast á“ og þar er keðja verka tónskálda sem eru með tónlistarlegar tileinkanir hvert til annars. Við flytjum falleg verk eftir Schumann og György Kurtág fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan, víólu, klarinett og píanó, svo kemur verk eftir einn gestinn, Mark Simpson sem er eitt helsta tónskáld Breta af ungu kynslóðinni og það er tileinkað Kurtág. Hinn þráðurinn á þessum tónleikum er samtal milli Bachs og Schumanns. Þar kemur fram Flori- an Boesch, ljóðasöngvari sem ég dái. Við hittumst í Konzerthaus í Vín fyrir um ári síðan og þá bauð ég honum.“ Þeir Boesch og Víkingur Heiðar unnu báðir til tónlistarverðlauna BBC á dögunum; sá fyrrnefndi í flokki ljóðasöngs en Víkingur fyrir plötu ársins og sem flytjandi ársins. „Það var nú tilviljun sem við sáum nú ekki fyrir þegar við ákváðum þetta samstarf hér,“ segir Víkingur brosandi. „Florian býr yfir gríðar- legri raddfegurð sem fær fólk til að bráðna og svo er hann líka greindur og hæfilega flippaður. Á lokatónleik- um hátíðarinnar í Konzerthaus, því fornfræga tónlistarhúsi, tókum við grínatriði þar sem ég spilaði etýðu númer 2 eftir Philip Glass og hann impróviseraði ofan á hana við ljóð- línu eftir hnefaleikakappann Mo- hammed Ali. Florian er nú á hátindi ferilsins og ég held að enginn bari- tón-ljóðasöngvari standi honum framar í dag,“ segir Víkingur. „Stórkostlega erfitt“ Víkingur viðurkennir að hann sé sífellt með það í huga að finna lista- menn fyrir hátíðina sína. „Ég vel á hátíðina listamenn sem ég hef kynnst og hrifist af. Fólk sem mig langar að koma með hingað, en það vantaði svona hátíð hér. Hér er frábær klassísk sena kringum Sin- fóníuhljómsveitina sem fær flotta einleikara til landsins – sumt af fólk- inu sem ég býð hefur komið og leikið einleik með henni – en annars er of lítið af einleiks- og kammertónleik- um hér á landi, í Hörpu sem annars staðar. Við þurfum að fá fleiri lista- menn að utan. Kammersenan innan- lands er fín en mér finnst vanta fleiri erlenda gesti til að auka dýnamíkina. Mér finnst þess vegna mjög mik- ilvægt að það sé ein svona hátíð á Ís- landi.“ Hann bætir við að það sé „stór- kostlega erfitt“ að hrinda hátíð með umfang sem þetta í framkvæmd. „Það er mun erfiðara hér en í ná- grannalöndunum, eins það og að finna fjármagn og fá fólk til að skilja um hvað um er að ræða,“ segir hann. „Áhorfendur eru heldur ekki vanir kammerprógrammi sem þessu, þar sem ekki er hægt að útskýra með auðveldum hætti um hvað sé að ræða. Við bjóðum til að mynda upp á tónleika með 85 ára raftónlistar- manni frá Þýskalandi, Roedelius, sem er einn af feðrum „ambient“ tónlistar.“ Þess má geta að Roede- lius er einn þeirra sem endurunnu verk eftir Bach sem Víkingur Heiðar hafði hljóðritað og voru á síðasta diski hans, en meðal annarra sem tókust á við það og má heyra í útgáfu frá Deutsche Grammophon eru Ryu- ichi Sakamoto, Valgeir Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir og Skúli Sverr- isson. Og Víkingur heldur áfram að nefna gesti sína, í þeim hópi séu ein- stakir strengjaleikarar: „Ilya Grin- golts vann Paganini-keppnina fyrir löngu síðan og er mikil „sensasjón“; hefur verið lengi á hæsta stalli. Svo koma tveir sellóleikarar, Jakob Kor- anyi og Leonard Elschenbroich, menn á mínum aldri og meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Þá er Yura Lee alveg stórmerkileg. Hún er jafnvíg á fiðlu og víólu, sem er mjög sjald- gæft. Hún var undrabarn og fór í tónleikaferð með New York-fílharm- óníunni 13 ára gömul. Þegar hún var 15 ára komst hún upp á kant við for- eldra sína. Þá hafði hún haldið þeim uppi fjárhagslega en þau vildu taka hana frá New York og fara aftur til Suður-Kóreu, inn í strangkristið samfélag. Yura Lee var þá orðin stórstjarna og sagði ákveðið nei. Hún er síðan orðin stórstjarna sem allir í tónlistarheiminum þekkja. Hún spilar mikið á hátíðinni og ég er mikill aðdáandi.“ Leikur sjálfur á þeim öllum Við að skoða efnisskrána vekur at- hygli að Víkingur Heiðar tekur sjálf- ur þátt í öllum dagskrárliðum. „Já, ég ákvað að spila sjálfur mkið á þessari hátið,“ segir hann. Það krefst vitaskuld mikils undirbúnings og tíminn er af skornum skammti. „Nú er sonur minn orðinn tveggja mánaða og þegar ég kom heim fyrir viku eftir tónleikahald erlendis þá hafði ég verið hálfa ævi hans í burtu. Það er ekki góð tölfræði fyrir for- eldri að horfast í augu við. Ég hef verið mikið á flakki. Og á sama tíma er þessi hátíð nú umfangsmeiri en áður og ég ekki haft jafn knappan tíma til að undirbúa hana. Ég er með frábært teymi í kringum mig, það vantar ekki, en ég hef æft mig fram á nætur og verið að sinna því sem þarf að sinna – og mér finnst það mjög gaman. Ég get alveg ímyndað mér að gráu hárunum fjölgi aðeins við þetta…“ segir hann og strýkur yfir hárið. „ En ég vil gefa allt sem ég á í hátíðina, fyrst ég er að standa í þessu á annað borð. Á efnisskránni eru verk sem hafa aldrei fyrr verið flutt hér á landi. Til dæmis hinn stórkostlega fallegi fiðrildakvartett, Papillon, eftir Bent Sørensen sem er eitt af mínum eftir- lætis lifandi tónskáldum. Ég leik það nú í fyrsta sinn en á meðal annars eftir að leika það með Los Angeles fílharmóníunni og í Konzerthaus í Berlin þegar ég verð staðarlistamað- ur þar næsta vetur. Svo flytjum við nýja píanótríós- útsetningu á Souvenir de Florence eftir Tsjaikovskíj, sem er uppruna- lega strengjasextett en nú er komin fulkomlega geggjuð útgáfa fyrir píanótríó sem setur verkið í alveg nýtt samhengi. Að fá nýtt tríó eftir Tsjaikovskij er auðvitað frábært! Við byrjum og endum dagskrána með tvennum Eldborgartónleikum og erum svo með aðeins tilrauna- kenndara prógramm í Norðurljósum á milli. Í Eldborg verða sannkölluð glæsiprógrömm, til dæmis píanó- konsert eftir Bach sem ég spila á lokatónleikunum og systurnar spila verk eftir Philip Glass en þær hafa mikið unnið með honum; hann skrif- aði fyrir þær konsert fyrir tvö píanó og fullskipaða hljómsveit sem væri gaman að heyra hér einhverntím- ann.“ Þá eru ónefndir tvennir miðnæt- urtónlekar í Mengi. Á öðrum verður Roedelius með hljóðleiðangur sem Víkingur og Yura Lee taka þátt í en prógramm með blönduðum verkum á hinum. „Eftir að hafa verið að allan daginn eru svona miðnæturtónleikar býsna skemmtilegir, þá opnast oft nýjar gáttir,“ segir hann. „Bæði fyr- ir áhorfendur og listamennina sem hlusta og spila þá með öðrum hætti. Tími dags og ástand getur haft mikil áhrif á upplifun sem túlkun.“ „Get tapað fullt af pening“ Þessi hátíð er því umfangsmikil og gestirnir koma víða að. Er það ekki dýrt og áhættan mikil? „Jú, og áhættan er mín,“ svarar Víkingur „Ég get tapað fullt af pen- ing á þessu en það er samt þess virði. Maður sér aldrei eftir því að halda stórkostlega veislu. Peningar skipta ekki miklu máli í því sam- hengi – en jú, ég tek áhættu. Það er erfitt að fá fyrirtæki á Ís- landi til að taka þatt í þessu og skilja hvað þetta er; það er ekki auðvelt að vera hér með viðburð af þessu tagi. En mér er fjandans sama, ég geri þetta samt og held það fari mjög vel! Ef ég væri stressuð týpa væri ég að fríka út núna, en ég er það ekki, þetta er svo mikil veisla.“ Hann talar eins og sannkallaður hugsjónamaður, og eins og hann starfræki hátíðina af köllun. „Það er líklega svoleiðis. Fyrst ég stend í þessu þá tek ég það alla leið. Það væri ekki gaman að halda hátíð sem væri næstum draumur manns, þá væri betra að sleppa því. Ég vil spilin á borðið og tjalda öllu til. Einn kosturinn við að gera þetta „Maður sér aldrei eftir því að halda stórkostlega veislu“  Hin metnaðarfulla tónlistarhátíð Víkings Heiðars, Reykjavík Midsummer Music, hefst eftir viku Morgunblaðið/Einar Falur Stjórnandinn „Þetta er metnaðarfyllsta og stærsta verkefni mitt á Íslandi til þessa,“ segir Víkingur Heiðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.