Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 65

Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. Gestir Víkings Heiðars á Reykjavík Mid- summer Music- hátíðinni eru armenski fiðlu- leikarinn Anahit Kurtikyan, sem er leiðari ann- arrar fiðlu Óperuhljómsveit- arinnar í Zürich og meðlimur Gringolts-strengja- kvartettsins; austurríski barí- tónsöngvarinn Florian Boesch, sem er einn eftirsóttasti ljóðasöngvari heims og margverðlaunaður; kontrabassaleikarinn Jacek Karw- an, sem var áður leiðari við Gorzow- fílharmóníuna en leikur nú með Sin- fóníuhljómsveit Íslands; frönsku systurnar Katia og Marielle Labè- que sem skipa þekktasta píanódúett heims og hafa starfað saman í ríf- lega hálfa öld; hinn breski Mark Simpson, sem er þekktur og virtur sem klarínettu- einleikari og eitt helsta tónskáld sinar kynslóðar í heimalandinu; Emilía Rós Sig- fúsdóttir, sem hefur á undanförnum árum skipað sér í röð fremstu flautuleikara Ís- lands og starfað með Elektra En- semble; rússneski fiðluvirtúósinn Ilya Gringolts, sem bar árið 1998 sigur úr býtum í alþjóðlegu Paganini- keppninni og hefur síðan átt farsælan einleikaraferil auk þess að vera mikilvirkur kammertónlist- armaður; sænski sellóleikarinn Jak- ob Koranyi, sem hefur hreppt Sænsku einleikaraverðlaunin og á síðustu árum komið fram víða um lönḑ, þýski sellóleikarinn Leonard Elschenbroich, sem hefur verið hylltur af gagnrýnendum fyrir tæknilega fullkomnun og djúpa og ástríðufulla túlkun; hinn þekkti suð- urkóreski fiðlu- og víóluleikari Yura Lee, sem á að baki tuttugu ára glæst- an og áhugaverð- an feril, en hún býr yfir þeim fá- gætu hæfileikum að vera jafnvíg á bæði hljóðfæriņog loks hinn þýski hálfníræði raf- tónlistarmaður Hans-Joachim Roedelius. Hann hefur verið í fram- varðasveit tilraunakenndrar raf- tónlistar um áratugaskeið og hefur sent frá sér fimmtíu sólóplötur og átt í samstarfi við stóran hóp lista- manna, svo sem Brian Eno, Chri- stopher Chaplin og Víking Heiðar. Óvænt og spennandi stefnumót Hátíðin hefst 20. júní með opn- unartónleikum í Eldborg, „Minn- ingar um Flórens“. Þar hljóma Vier Ernste Gesänge eftir Brahms, píanótríó eftir Sjostakovits og Sou- venir de Florence eftir Tsjaíkovskíj sem var upphaflega samið sem strengjasextett en er hér sem píanó- tríó. 21. júní er í Norðurljósum dag- skráin „Skrifast á“. Þar kallast með áhugaverðum hætti á ólík verk eftir J.S. Bach, Schumann, Gy- örgy Kurtág og Mark Simpson, verk með allra- handa tileink- unum og teng- ingum. Sama kvöld, kl. 23.15. verða „Næturtónar“ í Mengi. Þar takast nokkrir lista- menn á við sænsk og katalónsk þjóð- lög og verk eftir Mark Simpson og Arvo Pärt. 22. júní verða tónleikarnir „Fiðr- ildi og fiðurfé“ í Norðurljósum. Flutt verða Sept Papillons eftir Saariaho, Papillons eftir Bent Sø- rensen, Gæsa- mömmusvítan eftir Ravel og Karnival dýr- anna eftir Saint- Saëns. Sama kvöld er dagskrá með Roedelius í Mengi, Víkingur Heiðar og Yura Lee koma fram með honum í spuna. Lokatónleikar RMM verða síðan í Eldborg 23. júní. Þar hljóma meðal annars Hljómborðskonsert nr. 5 í f-moll eftir J.S. Bach og verk eftir Prokofief, Sjostakovitsj, Rachman- inoff, Arvo Pärt og Philip Glass. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á www.rmm.is Fjölbreytileg dagskrá með rómuðum listamönnum í Hörpu og Mengi Virtar Katia og Marielle Labéque mynda kunnasta píanódúett heims. Anahit Kurtikyan Emilía Rós Sigfúsdóttir Florian Boesch Jakob Koranyi Roedelius sjálfur er að þá er auðveldara að prófa sig áfram með eitthvað nýtt og bera sjálfur ábyrgðina. Ég ræð framhaldinu. Það hef ég skilið sífellt betur á síðustu einu til tveimur árum í mínu tónlistarlífi því nú er ég far- inn að ráða mér þar sjálfur í fyrsta sinn. Það getur tekið langan tíma að komast á þann stað að þurfa ekki að segja já þó það berist boð frá flottum tónleikahaldara, því manni finnst það ekki vera rétta verkið að flytja. Þegar ég fór að geta það veitti það mér mikla gleði í listrænu ljósi. Við að horfa til baka sé ég að ég hef æft upp marga konserta og verk sem ég hef bara flutt einu sinni, bara vegna þess að einhver konserthald- ari gerði það að kröfu gegn því að ég kæmi fram. Nú hef ég smám saman fengið meiri stjórn á þessu. Og þar hjálpa viðurkenningar og verðlaun, þau auka frelsið.“ Ný plata í janúar Undanfarin misseri hefur Víking- ur Heiðar haft öflugan vind í seglin. Síðasta plata hans með píanóverkum eftir J.S. Bach hefur hlotið einróma lof og sama má segja um tónleika sem hann hefur haldið undanfarið víða um lönd til að fylgja útgáfunni eftir. Og dagskráin er þegar orðin þétt og vel skipulögð hjá honmum næstu árin, til að mynda sem stað- arlistamaður við hið virta Konzert- haus í Berlín næsta vetur. Hann seg- ir það vera hið fyrsta af nokkrum slíkum prógrömmum sem verið sé að stilla upp en hann muni í kjölfarið gegna slíkri stöðu í London og í Brussel. „Og alls staðar ætla ég eiginlega að gera of mikið,“ segir Víkingur og brosir. „Í Berlín kem ég að ellefu ólíkum verkefnum. Þar af eru fjórir píanókosertar, tvennir einleikstón- leikar, þrennir stórir kammertón- leikar með fólki sem ég dái, meðal annars Florian Boesch, Martin Fröst og Danish String Quartet. Á konsertunum leik ég alls konar verk, til dæmis konsert Daníels Bjarna- sonar, Processions, sem ég hef flutt talsvert; ég leik hann með Sinfóníu- hljómsveit Íslands sem kemur sem gestur á Íslandshátíð. Svo verð ég með Bach-tónleika sem tengjast plötunni en verð líka með útgáfu- tónleikana vegna nýrrar plötu sem kemur út hjá Deutsche Grammo- phon í janúar.“ Hann segist ekki reiðubúinn að upplýsa hvaða verk og eftir hverja verða á plötunni. „Það verður samtal tveggja tónskálda, það eru 200 ár á milli þeirra en þeir eru tengdir og ótrúlega fallegur þráður þar á milli. Ég tek hana upp í Hörpu í ágúst. Fyrst held ég nokkra tónleika með efnisskránni, tek mér svo tíu daga hvíld og hugsa um hana áður en við hljóðritum.“ En það verður frábært að fá að halda röð tónleika á sama stað, í Konzerthaus; það gefst tækifæri til að mynda djúpt samband við þá frá- bæru áhorfendur sem sækja tón- leika hússins. Þetta er rómantíski salurinn í borginni, grand barokk- hús, gyllt og flúrað og stórkostlega fallegt. Á tónleikunum læt ég, eins og nú á hátíðinni, nýja og gamla tíma mætast en það er einmitt mín fíló- sófía, að allt sé nýtt í músík ef við spilum hana í dag, hvort sem verkið er eftir Bach eða Thomas Ades. Klassísk músík hefur aldrei verið meira lifandi en einmitt núna, svo margir eru að hlusta á hana og gróskan er svo mikil í túlkun.“ Svo er Berlín önnur heimaborg Víkings Heiðars. „Ég var meira að segja getinn í Berlín!“ segir hann glettnislega. „Ég er með íbúð þar, útgáfan mín er í borginni og mér finnst Berlín vera tónlistarhöfuðborg Evrópu núna; það er stórkostleg borg að vera tón- listarmaður í. Ég á mjög gott públik- úm í Berlín og var farinn að spila í neðanjarðarsenunni þar löngu áður en ég varð eitthvað þekktur erlend- is,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.