Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ATLANTEREN N°6301 120x200 cm 169.900 kr. Nú 127.425 kr. 160x200 cm 219.900 kr. Nú 164.925 kr. 180x200 cm 239.900 kr. Nú 179.925 kr. HÖFUÐGAFL N°02 120 cm 54.900 kr. Nú 41.175 kr. 160 cm 64.900 kr. Nú 48.675 kr. 180 cm 69.900 kr. Nú 52.425 kr. ATLANTEREN WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS 1 2 3 4 5 6 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort Latex - 5 cm 3 7 svæða pokagormar - 15 cm 4 Stuðningssvampur 5 Stuðnings-pokagormar - 15 cm 6 Sterkur viðarrammi - 8 cm 25% AFNORTH BEDS OG FRÍ HEIMSENDING Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU EF VERSLAÐ ER FYRIR 59.000 KR. EÐA MEIRA 14. - 16. JÚNÍ Jón Bjarki Magnússon hlaut á dög- unum verðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunar í Bretlandi, RAI, fyrir heimildarstuttmynd sína Even Asteroids Are Not Alone frá árinu 2018 en í henni er veitt inn- sýn í vinatengsl milli þátttakenda í leiknum Eve Online og hvernig þau þróast, innan leiks sem utan. Kvikmyndahátíð RAI hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1980. Even Asteroids Are Not Alone er fyrsta mynd Jóns Bjarka. Hlaut verðlaun RAI FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 164. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mátti þakka fyr- ir að ná jafntefli við Grikki í undankeppni Evrópumótsins þegar þjóðirnar mættust ytra í gærkvöldi. Sigur hefði komið Íslandi á EM, en liðið sýndi aldrei sínar bestu hliðar. Fram undan er úrslitaleikur gegn Tyrkjum í Laug- ardalshöll á sunnudag. »61 Ísland slapp með eitt stig frá Grikklandi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Þýskaland byrjar vel í heimsmeist- arakeppni kvenna í knattspyrnu í Frakklandi og lagði í gær Spán að velli 1:0 í B-riðlinum. Þýskaland var með Íslandi í riðli í undankeppninni og vann 2:0 á Laugardalsvelli en Ís- land vann hins vegar 3:2 í Þýska- landi. Þær þýsku hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í keppninni og virðast til alls líkleg- ar. Tveir leikir fóru fram í A-riðli keppninnar í gær. »60 Þær þýsku byrja vel á HM í Frakklandi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Karl Jóhannsson, einn besti hand- boltamaður landsins á árum áður, hætti að spila 45 ára, sinnti dóm- arastörfum til fimmtugs og sneri sér þá alfarið að golfinu, sem hann byrj- aði að æfa um þrítugt. Hann er enn að á golfvellinum, 85 ára gamall, og fer níu holur á Korpuvellinum nán- ast á hverjum degi, en á veturna skipuleggur hann og sér um bingó fyrir eldri kylfinga í GR. „Fyrir fimm árum tók ég að mér að sjá um bingó mánaðarlega, hef betlað vinninga og þetta hefur geng- ið reglulega vel,“ segir Karl. „Í fyrstu mættu um 15 manns en nú eru um 50 þátttakendur og konur í meirihluta.“ Karl var fæddur íþróttamaður, léttur og lipur með mikinn stökk- kraft, stökk 1,80 m í hástökki og 6,30 m í langstökki, auk þess sem hann kastaði spjóti lengra en margir keppnismenn. Hann var Íslands- meistari með 3. flokki Ármanns í handbolta 1949, strákarnir fylgdu titlinum eftir í 2. flokki og síðan varð hann Íslandsmeistari með meist- araflokki þrjú ár í röð, 1952-1954. „Þá hættu margir, en ég vildi halda áfram og skipti yfir í KR, þar sem ég spilaði þar til ég var 38 ára.“ Hann varð meðal annars Reykjavíkur- meistari með KR 1955 til 1957 og Ís- landsmeistari 1958. „Þegar menn fóru að spyrja hvort ég ætlaði ekki að fara að hætta skipti ég yfir í HK og hætti ekki fyrr en 45 ára. Hafði þá spilað tæplega 700 leiki í meist- araflokki.“ Alltaf á tánum Karl byrjaði að dæma handbolta- leiki 27 ára og var strax virtur sem slíkur, var til dæmis fyrsti Íslend- ingurinn til þess að dæma milliríkja- leiki erlendis. „Ég var alltaf í góðri æfingu, alltaf á tánum og í góðri tengingu við leikinn hverju sinni,“ segir hann enda var dómum hans aldrei mótmælt, að minnsta kosti ekki í minningunni. Karl var formaður Golfklúbbs Reykjavíkur 1983-1985 og er heið- ursfélagi félagsins. Hann hefur verið sæmdur gullmerki GR, GSÍ, KR, HKRR, HSÍ og ÍSÍ. „Ég var best með tíu í forgjöf, en félagsskapurinn skiptir mestu,“ segir Karl. Nefnir í því sambandi að nokkrir golffélagar hafi farið á vorin og haustin ellefu ár í röð í golfferðir til Skotlands en undanfarin þrjú ár hafi hann farið í sama tilgangi til Bandaríkjanna. „Golfið er lífsstíll. Ég geri nánast ekkert annað nema þá að horfa á sjónvarpið og sofa. Nei, annars, ég segi bara svona. Auðvitað dunda ég mér við ýmislegt og það er mjög gott að hafa bingóin á veturna til að hugsa um. Þau dreifa huganum.“ Karl var lykilmaður í landsliðinu í handbolta 1958 til 1967 og segir að það tímabil sé eftirminnilegast á ferlinum. „Sérstaklega var gaman að gera jafntefli við Tékkana á HM 1961 og landsleikirnir heima voru líka ansi skemmtilegir. Ég var svo heppinn að hafa þannig skotlag að ég skoraði oft beint úr fríköstum, meðal annars í fjórum landsleikjum í röð, en nú er ég hættur með undir- skotin með bolta og nota tæknina með kylfunni,“ segir kempan. Morgunblaðið/RAX Félagar Gömlu Ármenningarnir Jakob Steingrímsson og Karl Jóhannsson til hægri á Korpuvelli. Lífsstíll bingóstjórans  Karl Jóhannsson er 85 ára og fer í golf nær daglega  Handboltastjarnan kastaði spjóti lengra en keppnismenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.