Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 15
16.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 hversu heppileg kirkjan sé til þess að stunda alla þessa starfsemi sem aðrir eru hæfir til að sinna, eins og sálfræðiþjónustu eða fé- lagsþjónustu. „Það er óhjákvæmilegt að kirkjan veiti sálu- hjálp. Það er hins vegar þunn lína sem stíga þarf yfir vilji menn fara í eitthvað allt annað en að boða erindið. Ég held að það sé ærið verkefni fyrir kirkjuna að spyrja sig hvort hún er nógu upptekin af því að boða erindið eða hvort önnur störf séu orðin því yfirsterkari,“ segir Sigríður. Hún segir að kirkjan þurfi sjálf að íhuga hvert hlutverk hennar sé í samfélaginu. Að hennar mati er aðlaðandi að vera hluti af kristilegu sam- félagi, en á sama tíma verði fólk að hafa val. Sig- ríður segir að kirkjan megi vera duglegri við að laða til sín fylgjendur. „Þeir geta ekki beðið eftir að fólkið detti af himnum ofan í kirkjuna, það gerist ekki þannig og ég held það sé alveg ágætt að það gerist ekki þannig. Vegna þess að kirkjan á að vera úti á meðal fólks,“ segir Sigríður. „Ég held að samband þjóðarinnar við þjóð- kirkjuna sé í rauninni jafn fjölbreytt og þjóðin. Við erum á umbrotatímum núna. Það er djúp endurskoðun í gangi,“ segir Hjalti Jón Sverr- isson, prestur í Laugarneskirkju. Hjalti Jón er með yngri prestum á landinu, en hann vígðist til prests í nóvember síðast- liðnum. „Við erum að sjá að margar af þessum stórum stofnunum í samfélaginu, Alþingi og þjóðkirkjan, hafa ekki sama traust og þau höfðu áður. Kannski má alveg spyrja sig hvort þau hafi einhvern tímann haft allt þetta traust eða vorum við að sleppa því að horfast í augu við þetta?“ Hann segir að hlutverk hans og samstarfs- fólks síns í þjóðkirkjunni hljóti að eiga vera að hlusta á samfélagið og reyna að styðja fólk. Þegar talið berst að ungu fólki og hvort það hafi einhverja þörf fyrir þjóðkirkjuna segir Hjalti Jón að hver og einn verði að finna sína leið. Hann segir að margt ungt fólk sé andlega leitandi en Hjalti sjálfur tengir mikið við það. „Ég var um tíma efins því ég hafði miklar fyrir fram mótaðar hugmyndir áður en ég kynntist starfinu hjá kirkjunni. Þá var ég með fordóma og skoðanir og það var margt sem mér fannst ekki nógu nett og ekki nógu kúl. Það er alveg sumt sem ég fíla ekki, bara eins og gengur og gerist. Svo er margt sem höfðar alveg ótrúlega mikið til mín og ég held það geti höfðað til ungs fólks líka,“ segir Hjalti Jón. Bjóða upp slökun og bæn Hjalti Jón ræðir einnig um að mörg séum við andlegar verur og höfum þörf til þess að rækta okkur sem slíkar. Fólk finnur sér mismunandi farvegi til þess og þeir farvegir geta verið mis- jafnlega trúarlegir að mati Hjalta Jóns. Jóga er til að mynda einn af þeim stöðum þar sem fólk finnur farveg fyrir þörf sína til að rækta and- legu hliðina. Vinsældir jóga á meðal Vesturlandabúa hafa aukist gríðarlega á síðustu áratugum og er varla til sú líkamsræktarstöð sem ekki býður upp á jógatíma nú til dags. Agnes er einnig á þeirri skoðun að fólk sé mjög andlega leitandi nú til dags og leiti að innri friði og kyrrð. „Okk- ar lúterska kirkja hefur kannski ekki verið nógu dugleg að bregðast við þessu kalli tímans þó að það séu kyrrðarstundir í mjög mörgum kirkjum,“ segir Agnes. Hún nefnir einnig dæmi þar sem áhrif jóga eru sýnileg, þegar saman bandinu á haugana. Núna þyrfti sem dæmi að segja frá því að biskup Íslands setti á dagskrá prestastefnu mikilvæg málefni trans- og inter- sexfólks,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg segir hlutverk kirkjunnar inni í vel- ferðarkerfinu hafa að einhverju leyti breyst vegna samfélagsbreytinga og aukins framboðs á sérfræðiþjónustu. „Sálgæslan er alltaf stór þátt- ur í því sem kirkjan sinnir. Á sama tíma er, sem betur fer, svo miklu meira framboð af góðri sér- fræðiþjónustu. Kirkjan á aldrei að koma í stað- inn fyrir það og getur það aldrei,“ segir Guð- björg. Hún telur þetta spila vel saman því þetta sé ólík þjónusta. Guðbjörg er þakklát fyrir að sálgæslan sé án endurgjalds en á sama tíma þurfi allir að vera meðvitaðir um að prestar komi ekki í staðinn fyrir neinn af þeim fagaðilum sem veita heilbrigðis- og meðferðarþjónustu. Hver á að gera hvað? Sem áður segir hafa sérfræðingar tekið við kefl- inu af kirkjunni á mörgum sviðum. Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er eitt af þeim fé- lögum sem bjóða upp á fleiri möguleika hvað at- hafnir varðar. Siðmennt var stofnuð í kringum borgaralegar fermingar en í dag býður félagið upp á nafngiftir, hjónavígslu og útfarir auk ferminganna. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Sið- menntar, segir félagið vera mjög mikilvægan valkost fyrir fólk sem finnst það ekki passa inn í trúarlegt umhverfi. Áður en hann fór að vinna hjá Siðmennt efaðist hann um að það væri raun- verulegur grundvöllur fyrir athafnaþjónustu fé- lagsins. „Eftir að hafa kynnst starfinu vel frá fyrstu hendi undanfarna mánuði hef ég áttað mig á því að mjög margir vilja hafa þessar há- tíðlegu athafnir. Það er ótrúlega mikilvægt að geta boðið fólki upp á virðulegan veraldlegan valkost. Áður en Siðmennt fór að bjóða upp á útfarir var voða lítið í boði fyrir fólk sem ekki vildi láta jarða sig í kirkju. Og sumir eru mjög harðir á því að láta presta ekki koma nálægt út- för sinni. Hvað varðar athafnirnar held ég að Siðmennt skipti miklu máli og það hlutverk er alltaf að verða stærra og stærra,“ segir Siggeir. Siðmennt hefur fyrst og fremst svarað kalli um að hafa valkost í athöfnum en býður ekki upp á sálgæslu eða er með viðveru inni á sjúkra- húsum eins og prestar. Siggeir segir að skiptar skoðanir séu innan félagsins um hvort það eigi að sinna öllu því sem kirkjan gerir. „Sumum finnst að við eigum bara að gera allt sem þjóðkirkjan býður upp á. Eins og t.d. sálu- hjálp á sjúkrahúsum. Við reyndum að koma af stað áfallateymi en það náði ekki að komast al- mennilega á flug. Við vorum þá með sérfræð- inga í kallfæri, t.d. sálfræðinga og félagsráð- gjafa, en teymið er ekki virkt eins og stendur. Ég held að við komum ekki í staðinn fyrir neitt, en við höfum myndað raunhæfan valkost. Eins og borgaralegu fermingarnar sem hafa farið úr því að vera lítill viðburður á grensunni, sem örfáir krakkar í hverjum árgangi tóku þátt í, yf- ir í að vera stór og almennur hluti af ferming- arstarfi hvers árs,“ segir Siggeir. „Við erum ekkert kristin þjóð“ Siggeir segir að einn þreyttasti frasi sem hann heyri sé að við séum kristin þjóð. „Nei, við erum ekkert kristin þjóð. Það eru 67% sem tilheyra þessu mengi. Hvað með hin rúmlega 30%? Mér finnst það gera lítið úr stórum hluta þegna landsins,“ segir Siggeir. Hann segir að síðan megi velta því fyrir sér hversu trúuð við séum. Hann segist nú til dags þekkja fátt trúað fólk, en segist líka gera sér grein fyrir að hann geti verið í ákveðnum bergmálshelli. „Ég held að rosalega fáir Íslendingar séu bókstafstrúar. Ég þekki fólk sem trúir á eitt- hvað eða vill vona að það sé eitthvað þarna hinu megin, mögulega einhver æðri máttur, en það þolir ekki þjóðkirkjuna,“ segir Siggeir. Hann segir að þjóðkirkjan hafi ekki staðið sig sér- staklega vel í mörgum málum undanfarin ár. „Alltaf þegar kallað er eftir athugasemdum frá henni um samfélagsmál sturtast úr þjóðkirkj- unni, því þetta er einhvern veginn svo úr tengslum við raunveruleikann og þjóðfélagið okkar eins og það er í dag,“ segir Siggeir. fara slökun og bæn og fólk liggur á dýnu í þeirri helgistund. Hún segir að lýsingar fólks á því hvað það fær út úr því að stunda jóga og hug- leiðslu sé mjög svipað því sem er í boði í kirkj- unni. Hún segir að það geti verið ruglingslegt að kirkjan noti önnur orð yfir hugleiðslu. „Við notum „bæn“ í staðinn fyrir „hugleiðsla“. Hug- leiðsla er eins og bæn fyrir mér,“ segir Agnes. Hún segir að kristin trú hafi þessa andlegu vídd sem við erum að leita að í nútímanum og að líf okkar snúist ekki bara um þetta veraldlega. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, lítur fyrst og fremst á kirkj- una sem frjáls félagasamtök. Hún segir að kirkjan eigi að vera vettvangur fyrir fólk til að rækta trú sína. „Það sem er skemmtilegt er að í sóknarnefndunum, eins og í íþróttafélögunum eða björgunarsveitunum, er fólk af ólíkum stéttum og ólíkum stjórnmálaskoðunum en það starfar þarna saman á þessum vettvangi. Þjóð- kirkjan væri líklega löngu dauð nema fyrir það að hún er félag. Hún er grasrót,“ segir Guð- björg. Guðbjörg segir að kirkjan hafi líka stórt menningarlegt og samfélagslegt hlutverk og að það hlutverk sjáist eflaust enn betur úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Guðbjörg var sókn- arprestur á Sauðárkróki í níu ár, eða allt til árs- ins 2007 þegar hún flutti til Reykjavíkur og tók við sókninni í Langholtskirkju árið 2012. Hún segir það hlutverk kirkjunnar að þjóna án þess að boða með beinum hætti vera virt mjög ríku- lega á landsbyggðinni. „Að minni reynslu þykir það sjálfsagt að kirkjan veiti þjónustu í kring- um áföll og erfiðleika óháð trúarafstöðu. Kirkj- an er vettvangur þar sem fólk kemur saman án þess að það sé eingöngu í boðunarlegum til- gangi,“ segir Guðbjörg. Muninn á landsbyggð- inni og höfuðborginni skýrir hún með nálægð- inni í samfélaginu. Hún telur að fólk á landsbyggðinni sé mjög meðvitað um það sem kirkjan stendur fyrir. „Fólk á landsbyggðinni og fólk sem starfar í söfnuðunum í borginni skynjar þjóðkirkjuna eins og hún er, en ekki eins og fjölmiðlar birta hana,“ segir Guðbjörg. Hún segir fjölmiðla mjög oft draga upp þá birtingarmynd að þjóðkirkjan sé aðeins yf- irstjórn kirkjunnar og sé ein rödd. Um leið og biskup Íslands fari með yfirstjórn sé raunin að söfnuðirnir séu sjálfstæðar einingar og hver með sína menningu eins og önnur félög. „Mín reynsla er að það sé ekki upplifun fólks- ins að það segi eitthvað um söfnuðinn þeirra eða kirkjuna þeirra þó að biskupinn segi eitthvað sem það sé gjörsamlega ósammála,“ segir Guð- björg og tekur dæmi um að formaður sókn- arnefndar á Raufarhöfn sé alveg jafn mikið rödd þjóðkirkjunnar og biskup Íslands. „Þegar umræðurnar um hjúskap samkynhneigðra náðu hápunkti var ég sem dæmi prestur úti á landi og það málefni reyndist ekki vandamál í mínum söfnuði. Ungu konurnar sem kenndu í sunnudagaskólanum voru par og á héraðsfundi Skagafjarðarprófastdæmis var gerð ályktun um að þau sem kysu að ganga í hjónaband ættu auðvitað að mega það burt séð frá kynhneigð. En sú ályktun rataði ekki í fjölmiðla heldur var einblínt á biskup sem taldi það kasta hjóna- 10 fjölmennustu trú- og lífsskoðunarfélögin Þjóðkirkjan Kaþólska kirkjan Fríkirkjan í Reykjavík Fríkirkjan í Hafnarfirði Ásatrúarfélagið Óháði söfnuðurinn Siðmennt Hvítasunnukirkjan á Íslandi Zuism Búddistafélag Íslands Önnur trúfélög og ótilgreint Utan trú- og lífsskoðunarfélaga Fjöldi Hlutfall 23.4215 13.425 9.804 6.800 4.126 3.269 2.329 2.075 1.923 1.114 39.326 23.318 67,2% 3,9% 2,8% 2,0% 1,2% 0,9% 0,7% 0,6% 0,6% 0,3% 11,3% 6,7% H ei m ild :H ag st of a Ís la nd s Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurkirkja. Af þeim 49 trúar- og lífsskoð- unarfélögum sem skráð eru á Íslandi geta 35 talist kristin en 14 ekki kristin. Alls eru tæplega 40 þúsund manns skráðir í óskráð trú- eða lífskoð- unarfélög, eða um 11,3 prósent þjóð- arinnar. Rúmlega 23 þúsund manns eru skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga, eða rúmlega 6,7 prósent þjóðarinnar. Kristin þjóð? Þetta er fyrsta greinin af þremur um málefni þjóðkirkjunnar. Greinarnar eru lokaverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.