Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Síða 6
FRÉTTASKÝRING
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019
Happy Talk kertastjakar
kr. 6.900, 9.800 og 16.000 Spiladósir kr. 6.600
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
H
ún er tuttugu og þriggja ára ein-
stæð móðir með fallegan brún-
an húðlit. Hann fékk hún ekki
af útiveru heldur sprautar hún
sig reglulega með ólöglega lyf-
inu Melanotan, stundum kallað „Barbie drug“
eða Barbí-lyf. Lyfinu er sprautað undir húð og
gerir það að verkum að húðin dökknar og endist
brúnkan yfirleitt í nokkra mánuði. Blaðamaður
náði tali af ungu konunni sem ekki vildi koma
fram undir nafni, þar sem lyfið er ólöglegt. Í
þessu viðtali gengur hún undir nafninu María.
Mamma fann sprautu
María hefur notað lyfið síðan hún var fjórtán
ára gömul.
„Ég hef ekki notað þetta að staðaldri en af og
til. Maður gerir ekkert of mikið af þessu. Ég
prófaði þetta fyrst í níunda bekk,“ segir hún og er
því búin að nota lyfið af og til á síðustu níu árum.
„Ég notaði þetta ekkert í þrjú ár, 2014-16.
Stundum fær maður það í hausinn að mann
langi að verða geðveikt brúnn og þá setur mað-
ur þetta í sig. En stundum langar mig ekki að
vera á þessu af því mér verður svo óglatt og þá
sleppi ég því,“ segir hún og segist hafa fyrst
heyrt um lyfið frá eldri vinkonu.
„Vinkona mín átti þá kærasta sem var á
sterum og þetta var selt af þessum stera-
sölumönnum,“ segir hún og segist hafa falið
þetta vel fyrir foreldrum sínum.
„Ég geymdi þetta heima hjá vinkonu;
mamma vissi ekkert af þessu. Svo eitt sinn
gerði ég þetta heima og gleymdi að fara út
með ruslið og mamma fann sprautuna og
trylltist og fékk sjokk. Þá þurfti ég að útskýra
fyrir henni að ég væri að sprauta brúnku í
magann á mér og hún sturlaðist. Ég hætti þá
því ég fékk samviskubit,“ segir hún.
„Pabbi veit ekki neitt enn.“
Mjög margir nota lyfið
Spurð um hvernig hún noti lyfið segist María
nota insúlínsprautu til þess að sprauta lyfinu í
sig undir húð.
„Þú kannski sprautar þessu í þig fimm
daga í röð þangað til þú ert kominn með
þann lit sem þú vilt hafa á þér og svo eftir
það sprautarðu þig á viku til tveggja vikna
fresti. Til þess að halda við litnum,“ segir
hún og segist nýbúin að klára þann skammt
sem hún þarf til þess að vera sátt við hör-
undslitinn.
„Ég er hætt núna; ég gerði þetta í tvær vik-
ur og svo helst efnið í þér í þrjá mánuði,“ segir
hún og segist aðallega nota lyfið á sumrin.
Hvaðan færðu upplýsingar um lyfið og
hvernig á að nota það?
„Strákarnir sem eru að selja þetta segja
manni hvernig á að nota það. Þetta er á svört-
um markaði. Ég þekki þá ekki en veit hverjir
þeir eru; maður fær bara eitthvert númer og
hringir. Ég borgaði fimm þúsund fyrir glasið
og það dugar í mánuð, en það er misjafnt hvað
er rukkað fyrir þetta. Ég hef heyrt tölur upp í
fimmtán þúsund,“ segir hún og segist eiga vini
sem nota líka lyfið.
„Það eru mjög margir að nota þetta. Við er-
um þrjár eða fjórar vinkonur sem erum að
nota þetta núna. Tvær eru í útlöndum núna og
keyptu sér til dæmis glas áður en þær fóru út.
Svo þekki ég alveg konur á mömmu aldri sem
eru á þessu.“
Sætari ef maður er brúnn
María segist halda að lyfið komi frá Spáni.
„Svo er hægt að panta þetta á vefsíðu en það
kaupir þetta enginn á netinu því þetta er nátt-
úrlega ólöglegt hérna heima. Ég skil ekki
hvernig það kemst svona mikið af þessu heim,
það er aldrei neinn gripinn.“
Af hverju notar þú þetta?
„Ég nota þetta af því ég er svo lengi að fá lit
af því ég er rauðhærð en ef ég set þetta í mig
fæ ég fyrr lit.“
Hvaða aukaverkunum hefur þú fundið fyrir?
„Ógleði. Það kemur nokkrum mínútum eftir
að ég sprauta þessu í mig og varir í svona hálf-
tíma, klukkutíma.“
Vissirðu að þetta getur aukið kynhvöt og
minnkað matarlyst?
„Nei, er það?“ segir María og hlær.
Ertu ekkert hrædd um að þetta geti haft
langtímaáhrif og jafnvel skemmt eitthvað?
„Jú, ég hef oft hugsað út í það og við stelp-
urnar höfum verið að ræða það. Við höfum far-
ið inn á vefsíðuna og skoðað þetta. Auðvitað
geta komið litabreytingar í húðina því þegar
þú sprautar þessu í þig ertu að lita húðfrum-
urnar svartar. Ég er komin með blett í andlitið
þar sem ég fæ ekki lengur freknur en ég veit
ekki hvort það tengist þessu.“
Ætlar þú að halda þessu áfram?
„Nei, ég á hálft glas eftir og ég held ég ætli
ekki að klára meira í bili.“
Fyrir fólk á þínum aldri, er mikilvægt að
vera brúnn?
„Já, eiginlega. Við erum alltaf að spá í það.
Manni finnst maður sætari ef maður er brúnn.
Maður getur alveg orðið pínu háður þessu og
þá þarf maður að fara að passa sig. Svo getur
maður fengið húðsvepp en ég veit ekki af
hverju hann kemur. En maður er bara svo
háður þessu.“
„Maður er bara svo háður þessu“
Ólöglega brúnkulyfið Mel-
anotan er í umferð hér á landi
og er fólk á ýmsum aldri að
sprauta því í sig til þess að fá
dekkri hörundslit. Ung kona
sem Morgunblaðið ræddi við
segir erfitt að hætta að nota
lyfið þar sem brúnkan verður
ávanabindandi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Colorbox
’ Svo eitt sinn gerði ég þettaheima og gleymdi að faraút með ruslið og mamma fannsprautuna og trylltist og fékk
sjokk. Þá þurfti ég að útskýra
fyrir henni að ég væri að
sprauta brúnku í magann á
mér og hún sturlaðist.
„Strákarnir sem eru að selja þetta segja
manni hvernig á að nota það. Þetta er á
svörtum markaði. Ég þekki þá ekki en veit
hverjir þeir eru; maður fær bara eitthvert
númer og hringir,“ segir ung kona sem kaupir
Melanotan hér á landi til þess að verða brún.
Til er fólk sem haldið er sjúklegri þrá að vera brúnt
og hefur það stundum verið nefnt tanorexia.
Hvort sem tanorexia er fíkn eður ei er víst að
þessari áráttuhegðun fylgir nokkur hætta, bæði
fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks.
Eins og með fíknisjúkdóma, heldur einstakling-
urinn áfram hegðuninni þrátt fyrir að vita að hún
geti skaðað heilsu hans.
Stjórnleysi tekur völdin og viðkomandi getur
ekki hætt, sama hvað hann reynir. Þegar brúnkan
dofnar upplifir fólk fráhvarfseinkenni og þarf „sinn
skammt“ á ný.
Þegar einstaklingur verður heltekinn af því að
verða sólbrúnn getur farið svo að annað í lífinu
þarf að víkja. Peningar fara í sólarbekki og lyf til
þess að ná rétta hörundslitnum og fólk getur upp-
lifað streitu, kvíða og þunglyndi.
Líkamlegu hætturnar eru þær að fá húð-
krabbamein.
Sumir þurfa að leita sér faglegrar hjálpar til að
losna undan „brúnkufíkninni“. Morgunblaðið/Ásdís
Tanorexia